Morgunblaðið - 21.07.1984, Page 25

Morgunblaðið - 21.07.1984, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚLl 1984 25 ! Carrington lávarður, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, leggur áherslu á ummæli sín í samtalinu við Mbl. koma upp kjarnorkueldflaugum af gerðinni SS-20, en skotmörk þeirra eru í Vestur-Evrópu. Það var almenn skoðun meðal leiðtoga Evrópuríkja í bandalaginu að eitthvað yrði að gera til mótvægis, því engar slíkar flaugar voru þá til í Vestur-Evrópu. Ákvörðunin frá 1979 að koma upp meðaldrægum kjarnorkueldflaugum í nokkrum ríkjum bandalagsins var tekin af frumkvæði Evrópumanna. Sov- étmenn reyndu að hindra að hún næði fram að ganga, en þeim tókst það ekki og þeim finnst sem þeir hafi beðið mikinn „diplómatískan" ósigur," sagði Carrington lávarð- ur. Hann sagði að beiskja Sovét- manna vegna þessara úrslita væri ástæðan fyrir því að þeir leiddu viðræður við Vesturveldin hjá sér og jafnframt skýringin á hinni stirðu sambúð austurs og vesturs um þessar mundir. „En ég held ekki að þetta ástand muni vara mikið lengur," bætti Carrington við. Hann kvað Sov- étmenn nú búa við óvissuástand í pólitísku tilliti; enginn ætti von á því að hinn nýi leiðtogi þeirra, Konstantin Chernenko, mundi sitja mjög lengi á valdastól og að öllum líkindum væru ráðamenn í Kreml að velta fyrir sér hvaða stefnu bæri að taka. „Það veltur á þeim hvenær viðræður hefjast," sagði hann. Vikið var að fyrirlestri Carr- ingtons hjá Aiþjóða hermála- stofnuninni í Lundúnum og hann beðinn að gera grein fyrir því hvað hann hefði átt við þegar hann ræddi þar um, að nauðsynlegt væri að líta samskipti austurs og vesturs nýjum augum. „Ég talaði sem óbreyttur borg- ari hjá IISS,“ sagði Carrington, „en það sem ég var að reyna að segja er, að í nokkur ár höfum við vanmetið styrk Atlantshafs- bandalagsins og að sama skapi ofmetið efnahagslegan, hug- myndalegan og hernaðarlegan styrk Varsjárbandalagsríkjanna. 1 efnahagslegu tilliti búum við að vísu við samdrátt, en hann er tímabundinn, og reynslan hefur sýnt að það er ekkert að skipulag- inu sjálfu, markaðskerfið virkar. Sömu sögu er ekki að segja af hag- kerfi kommúnistaríkjanna. Við þurfum ekki annað en að skotra augunum í austurátt til að sjá að kerfið er ekki einu sinni megnugt að fæða og klæða eigin þegna. Hugmyndalega hafa kommúnistar einnig beðið ósigur. Milljónir manna flýja lönd þeirra og þeir geta ekki lengur, selt hugmyndir sínar í lýðræðisríkjunum. Hernað- arlega höfum við heldur ekkert að óttast. Okkur kann að vera í ýmsu áfátt hvað varðar hefðbundinn vopnaburð, en þó ekki að því marki, að nokkur ábyrgur sovésk- ur hershöfðingi mundi treysta sér til að hefja innrás í Vestur- Evrópu,“ sagði Carrington. „Vegna yfirburða okkar, efna- hagslegra og hugmyndalegra, eig- um við að gera Sovétmönnum ljóst, að við erum ekki smeykir við að setjast að samningaborðinu," hélt Carrington áfram. „Það er mjög margt, sem við viljum ræða við þá um, og ég legg áherslu á að viðræður eru í sjálfu sér mikil- vægar." Blaðamaður Morgunblaðsins minntist á aðdragandann að stofnun Atlantshafsbandalagsins 1949 og kvað menn almennt ekki vera þeirrar skoðunar að til styrj- aldarátaka drægi í álfunni í dag eða á morgun. Aftur á móti hefðu menn áhyggjur af ástandinu í Mið-Austurlöndum og við Persa- flóa, þar sem Vesturlandabúar hafa mikilla hagsmuna að gæta vegna olíuflutninga. Carrington var spurður að því hvort hugsan- legt væri að Atlantshafsbandalag- ið kynni að dragast inn í styrjöld utan hefðbundins varnarsvæðis síns. „Ég held að við þurfum fyrst að huga að forsendunum í spurning- unni. Ástæðan fyrir því að þú get- ur staðhæft, að stríð skelli senni- lega ekki á í Evrópu í bráð er til- vera Atlantshafsbandalagsins. Við höfum sannarlega haft áhyggjur af því að það geti komið niður á okkur hve bandalagið hef- ur náð góðum árangri. Ef Atl- antshafsbandalagið hefði ekki verið stofnað gætirðu ekki sagt þetta,“ sagði Carrington. „Varð- andi afskipti bandalagsins sem slíks af hernaðarátökum á svæð- um utan varnarumdæmis okkar þá verður ekki um þau að ræða. Það þýðir auðvitað ekki að átök þar skipti okkur ekki máli eða hafi ekki áhrif á viðbúnað okkar, og einstök aðildarríki kunna að koma þar við sögu. En ekki bandalagið sjálft.“ Vikið var að skoðanamuni Bandaríkjamanna og Evrópu- manna um hlutdeild hinna síðar- nefndu í vörnum Evrópu og leitað álits Carringtons lávarðar á spennu þeirri, sem þessi ágrein- ingur er sagður hafa skapað á vettvangi bandalagsins. Hann kvað þetta mál hafa verið mjög ýkt. „Raunar er þetta ekkert nýtt í bandalaginu. Eg hef verið viðriðinn það um árabil og alla tíð hafa menn verið að tala um að bandalagið væri að leggja upp laupana og að spenna væri á milli Bandaríkjamanna og Evrópubúa. Eitt dæmi um hið síðarnefnda er tillaga, sem bandaríski öldunga- deildarþingmaðurinn Michael Mansfield lagði fram í upphafi síðasta áratugar, þess efnis að herafli Bandaríkjanna í Evrópu yrði kallaður heim. En þótt hér sé ekkert nýtt á ferðinni þýðir það ekki að við látum tillögur, eins og þá sem öldungadeildarþingmaður- inn Sam Nunn bar fram á dögun- um, sem vind um eyru þjóta. Auð- vitað er um alvörumál að ræða. Ég held að við misskilning sé að eiga hjá báðum aðilum. Ef Bandaríkja- menn vilja að Evrópumenn auki útgjöld sín til varnarmála þá er ekki rétt að koma þeirri skoðun á framfæri með því að hóta að kalla Bandaríkjaher heim. Margir í Bandaríkjunum átta sig ekki á því hve mikið Evrópuþjóðirnar leggja af mörkum. Menn fá góða yfirsýn um það ef þeir lesa skýrsluna, sem Caspar Weinberger varnarmála- ráðherra lagði fyrir Bandaríkja- þing um þetta efni, en þar kemur fram að bandarísk stjórnvöld átta sig á því að hlutur Evrópumanna er verulegur. En það er líka nokk- uð til í því sem ýmsir Bandaríkja- menn hafa verið að segja, þ.á m. Sam Nunn, og í því sambandi má benda á ummæli Bernards Rogers hershöfðingja, yfirmanns Evrópu- herstjórnar Atlantshafsbanda- lagsins (SACEUR), sem hvatt hef- ur til þess að Evrópuríki auki framlög sín til hefðbundins vopna- búnaðar." Að lokum var leitað álits fram- kvæmdastjóra Atlantshafsbanda- Iagsins á þeirri ákvörðun, sem ís- lensk stjórnvöld tóku eftir að Geir Hallgrímsson varð utanríkisráð- herra í fyrra, að hefja þátttöku í störfum hermálanefndar banda- lagsins, en fram að þessu hafa ís- lendingar leitt fundi hennar hjá sér. Carrington sagði, að þessi ákvörðun eins og aðrar, sem vörð- uðu það hvernig aðildarríki bandalagsins störfuðu á vettvangi þess, væri innanríkismál þeirra og ekki við hæfi að aðrir reyndu að hafa þar áhrif á. „En það liggur í augum uppi,“ sagði hann, „að að- ildarþjóðir Átlantshafsbandalags- ins hljóta að fagna aukinni þátt- töku íslendinga í störfum þess.“ Þorsteinn Pálsson Staða útgerðar hrikaleg — segir Matthías Bjarnason „STAÐA útgerðarinnar er hrikalega slæm, sem stafar fyrst og fremst af samdrætti í afla og slæmri stöðu hennar þegar núverandi ríkisstjórn tók við,“ sagði Matthías Bjarnason, heilbrigðisráðherra og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, þegar blaða- maður Morgunblaðsins spurði hann álits á stöðu útgerðarinnar. — En hvaða leiðir eru til úr- bóta, kemur t.d. til greina að fella gengið? Það er engin ein leið fær, heldur margar og samfelldar. Stór geng- isfelling hefur ekkert annað í för með sér en verðbólgu, sem aftur skapar óróa á vinnumarkaði. Það verður að starfa innan þeirrar við- miðunar, sem sett eru í fjárlögum. Hins vegar geta útgerðarmenn sjálfir leyst hluta þessa vanda með hagstæðari samningum við þau þjónustufyrirtæki er þeir skipta við. Milliliðakostnaðurinn er alltof hár og milliliðir fá of mikið í sinn hlut. í þeim aðgerðum sem hugsan- legar eru, verður að taka mið af atvinnuháttum á hverjum stað og þá má ekki vera keppikefli stjórn- valda að fækka í framleiðslugrein- um. Þeirri fjölgun er verður á vinnuafli næstu árin má ekki mæta með aukningu í ríkiskerf- inu, heldur fyrst og fremst í fram- leiðslugreinum." Aðspurður sagði Matthías Bjarnason, að kvótafyrirkomulag- ið væri meingallað, sérstaklega framkvæmdin og að óbreyttu mundi hann aldrei samþykkja slíka skipan fyrir næsta ár. „Það gengur ekki að útgerðarmönnum sem sýnt hafa dugnað og árvekni, sé hegnt með því að skera leyfilegt aflamagn þeirra meira niður en annarra," sagði Matthías Bjarna- son að lokum. lensku atvinnulífi. Fundur þing- flokks og miðstjórnar Sjálfstæðis- flokksins, var haldinn til að fjalla um framhald þessa starfs og þá samninga sem við eigum fyrir dyr- um við Framsóknarflokkinn í næsta mánuði. Okkur sem höfum það hlutverk að ræða við Fram- sóknarflokkinn, var gefið fullt umboð til að vinna áfram að und- irbúningi, er nú stendur yfir, fyrir viðræðurnar sem hefjast um miðj-> an ágúst. Eg lagði upp ákveðinn grundvöll í því efni, bæði hvað varðar málefni og vinnubrögð og það var samþykkt að halda áfram með þeim hætti.“ — Hvaða grundvelli? „Ég get ekki og vil ekki á þessu stigi greina frá honum í einstök- um atriðum, við stefnum að því að halda annan fund 15. ágúst, til þess að komast að endanlegum niðurstöðum," sagði Þorsteinn Pálsson að lokum. Pétur Sigurðsson Ýmsir hópar hafa orðið fyr- ir meiri skerðingu en aðrir — segir Pétur Sigurðsson „ÞAÐ verður að koma fram skýring á mismunandi túlkun Þjóðhags- stofnunar annars vegar og launþega- hreyfinganna hins vegar á því hver raunverulegur kaupmáttur er. Þjóð- hagsstofnun segir hann óbreyttan en leiðtogar verkalýðsfélaganna tala um 7 % skerðingu. I hverju þessi mis- munur felst verður að fást svar við,“ sagði Pétur Sigurðsson, alþingis- maður, þegar blaðamaður Morgun- blaðsins innti hann eftir stöðu laun- þega. „Það er alveg ljóst að ýmsir hópar hafa orðið fyrir meiri kaup- máttarskerðingu en aðrir. Þetta eru sérstaklega þeir, sem eiga sér fáa talsmenn, eins og öryrkjar og aldraðir og eiga því erfitt með að berjast fyrir bættum hag. Þá hef ég einnig áhyggjur af þeirri staðreynd að fjöldi okkar bestu sjómanna er að hverfa í land til annarra starfa og það er eftir- tektarvert að í fyrsta skipti í mörg ár, tala útgerðarmenn ekki um laun sjómanna, sem hluta af vandamálum útgerðarinnar. Þeir gera aðeins kröfur á hendur ríkis- ins um leiðir til úrbóta. Ríkisstjórnin hefur verk að vinna, það þarf að halda áfram á sömu braut og leggja grunn fyrir atvinnuvegina og gefa nýjum fyrirtækjum tækifæri til að þróast og dafna víðs vegar um land,“ sagði Pétur Sigurðsson að lokum. f j 5 t t■ s 1 í i i 4 f i i * í i t * s § § I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.