Morgunblaðið - 21.07.1984, Síða 30

Morgunblaðið - 21.07.1984, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚLl 1984 „Algengust myndefni list- málara hafa verið konur og hetjur“ Samtal vid Sigurð Eyþórsson myndlistarmann Texti: Ólafur Ormsson Sigurður Eyþórsson, myndlist- armaður, hálffertugur Reykvík- ingur, sýndi verk sín í Ásmund- arsal í marsmánuði síðastliðnum og vinnur nú að nýrri sýningu. Hann leigir íbúð, tveggja her- bergja, vinnustofu og svefnher- bergi í hrörlegu húsi á baklóð við óðinsgötu. Þar er þröngt, herberg- in litil og eldhússkonsa inn af svefnherbergi. Málverk og teikn- ingar eftir Sigurð prýða veggi, t.d. myndir af dóttur hans og bróður, gamalt sjónvarpstæki í vinnu- stofu, þar er einnig stór fataskáp- ur og framan á honum mannhæð- ar hár spegill, í horni herbergisins hvítmálað skrifborð, penslar og skissur á borðinu og bókahilla þar fyrir ofan, meirihluti bóka um myndlist. I innra herbergi ísskáp- ur, hringlaga borð, tveir stólar, dívangarmur. Listamaðurinn er einhleypur. Hann elur upp kettling sem hann kallar „vandræðaunglinginn", dýrið klórar gesti sem það kann- ast ekki við og fer hratt um íbúð- ina, stekkur af einu borðinu yfir á annað. Sigurður helgar sig mynd- listinni, hún er köllun, hans lifi- brauð. Hann kveðst hafa verið barn að aldri þegar hann byrjaði að teikna. I fimm ár frá 1966—71 nam hann myndlist í Myndlista- og handíðaskólanum i Reykjavík. Hann var táningur, rétt nýkominn með skeggrót og áhuga á kven- fólki, hlustaði á tónlist Bítlanna og Rolling Stones og fór stundum í Glaumbæ. — Hvenær vaknar áhugi þinn á myndlist? — Ætli ég hafi ekki verið 12—13 ára. Þá teiknaði ég ein- göngu skrípamyndir. — Skrípamyndir? Af þekktum persónum? Eða hvað? — Nei. Af kennurum og nem- endum. Ég lét mér ekki nægja að teikna f kennslubækur, borðið sjálft var allt útkrotað. Ég leit á þetta sem hvert annað krot. Var ekkert frekar að hugsa um að fara í myndlist. Fyrsti alvarlegi áhug- inn á myndlist var á högg- myndalist. Formið sem slíkt í myndlist hefur skipt mig miklu og gerir enn. — Hvað um frekara nám í myndlistinni? — Ég fór til Stokkhólms árið 1974 í graffknám og var þar til 1976. Frá Stokkhólmi fór ég til Reichenau í Austurrfki, rétt hjá höfuðborginni Vín, á sumarnám- skeið frá júlfbyrjun og fram f miðjan ágúst, þar sem kenndar voru málunaraðferðir gömlu meistaranna, eggtempra og olfu- Sigurður Eyþórsson í vinnustofu sinni málun, undir leiðsögn austurrfska súrrealistans Ernst Fuchs gyð- ings, milljónamærings á sextugs- aldri, sem býr f villu rétt fyrir utan Vín. — Þekktir þú til gömlu málun- araðferðarinnar eggtempru áður en þú yfirgafst hólmann og hélst til útlanda til frekara náms? — Þegar ég var í Myndlista- og handfðaskólanum fór ég að velta því fyrir mér hvernig ég gæti kynnst tækni gömlu meistaranna. Þegar ég kom til Stokkhólms kynntist ég aðeins tækninni, egg- tempru, lærði þó mest af sjálfum mér. I Stokkhólmi málaði ég nokkrar myndir með eggtempru. Það var ekki fyrr en ég kom til Austurríkis að ég fór að nota olfu og eggtempru saman. — Var Ernst Fuchs áhrifavald- ur í þinni list? — Ég fór til Austurrfkis ein- göngu til að læra þessa tækni. Hann er auðvitað meistari f sinu fagi og margir lfta á hann sem spámann. Hann er þó litinn hornauga í sfnu heimalandi af fjölmörgum. Hann er ekki minn meistari. 1 mfnum augum er sá maður meist- ari sem snýr sér ekki við þó mfgið sé á hælana á honum. — Þú vinnur í olíumálverki, teikningu, eggtempra. Hvað með grafík? Hvað með önnur form? — Fyrir mér er grafíkin spurn- ing um aðstöðu. Ég vann f grafík úti í Stokkhólmi og lftillega eftir að ég kom heim. Ég hef lagt graf- fkina á hilluna. Sama má segja um höggmyndalist, sem ég hef aðeins unnið við. Var t.d. á höggmynda- námskeiði úti í Stokkhólmi. Ég myndi gjarnan vilja vinna eitt- hvað við hvort tveggja. Annars er hægt að gera góða hluti við lélegar aðstæður, samanber: Voru ekki fornsögurnar skrifaðar f fjósi við grútartýru á myrkum tfmum f lffi þjóðarinnar? — Hvers vegna valdir þú myndlistina? — Ég var lengi vel leitandi og vann margskonar vinnu, verka- mannavinnu. Lengi var ég sviðs- maður hjá Leikfélagi Reykjavfkur f Iðnó og þar teiknaði ég t.d. myndir af leikurunum Brynjólfi, Gísla Halldórssyni, Þorsteini Gunnarssyni, Harald G. Haralds, Pétri Einarssyni, Karli Guð- mundssyni og Þóru Borg. Riss- myndir af senunni, ljós- og skuggastúdfur. Ég er einfaldlega að gera það sem mig langar til að gera, bissness kemur þvf ekkert við. — Er það ekki viss fórn að helga sig myndlistinni? óvissa? — Fjárhagslega má kannski segja að það sé algjört glapræði fyrir unga og svo til óþekkta menn. — Það er sennilega ekki verra að mörgu leyti að lifa af myndlist i dag en hér áður fyrr þó svo að dæmið gangi ekki alltaf upp. Eins og Kjarval sagði: „Það getur stundum verið gott að fá sér hangikjöt og sérrf en maður getur ekki leyft sér hvað sem er.“ Eg tel að sé nokkuð til í þessu. — Á meðan viðtalið fer fram hefur kettlingurinn klórað mig á handarbakinu og er á hraðferð um íbúðina. Sigurður réttir til hans pakkamat, sfðan hellir hann upp á kaffi, expressó-kaffi, rótsterkt, og ég drekk úr tveim bollum. I fjarska heyrist í útvarpi, Kristfn Olafsdóttir les tilkynningar um Afmæliskveðja: Sverrir Pálsson skólastjóri „Sjá, sannarlega er þar Ísraelíti, sem ekki eru svik í.* (Jóh. 1.48). Á meðan kennimenn sátu ráð- stefnu að Laugarvatni og gáðu engis nema að bjarga guðsrfkinu, eða síðustu leifum þess, skauzt minn góði vinur, Sverrir skól- astjóri Pálsson, yfir á sjöunda áratuginn, án þess að mikið bæri á. Enda maðurinn ekki af því tag- inu sem „hávaðamenn* voru kall- aðir í fornsögum vorum. „Þrimr sinnum* lét Njáll Þor- geirsson segja sér, að Þórður leys- ingjason hefði mann vegið. Eftir útliti afmælisbarnsins að dæma mætti segja manni það „þrimr sinnum* að það hefði nú að baki lagt sjö tíundu hluta þess æviveg- ar, sem helgar ritningar telja hæfilegan „alda sonum* og dætr- um. Svo unglegur er maðurinn og hraustur á að lfta, teinréttur í baki og allur hinn hermannligsti. Hefir þó lengi hvílt á herðum hans mikið starf og mun ábyrgðarmeira mörgu því sýsli sem menn fást við í samfélagi voru. Undanskildir ekki þeir sem í æöstu embættum sitja og oss til sárrar raunar eru sffellt að birtast á skjánum með alls kyns orðagjálfur. Enda geta þeir etið sinn graut áhyggjulitlir, hafandi hjálparkokka á hverjum fingri er segja til um, hvernig grautinn eta skuli. En svo sem al- þjóð veit hefir Sverrir Pálsson stýrt einum fjölmennasta skóla landsins um áratugi, Gagnfræða- skóla Akureyrar. Og þótt ég vilji ekkert misjafnt um skólaæsku landsins segja, þá hefði ég haldið það ekki andskotalaust að eiga að tæta án vandræða við svo marga táninga saman komna á einum stað. En sú hefir þó orðið raunin á með skóla Sverris, að þar hefir allt gengið með ágætum, að bezt ég veit, og fjölmiðlar því hvorki grætt né fitnað á þeirri stofnun. Um Erling af Sóla sagði Snorri, svo sem frægt er orðið og margir hafa sfðan til vitnað, að „öllum kæmi hann til nokkurs þroska", þeim er undir hans handarjaðri voru. Er það góður vitnisburður, enda var maðurinn ekkert smá- menni, stóð uppi f hárinu á ólafi kóngi, og hvaðeina. En svo mak- legur sem Erlingur Skjálgsson var þessara orða, eiga þau ekki sfður við Sverri Pálsson, einn hinn ágætasta skólamann þjóðar vorr- ar. Hvorki ætla ég að rekja ættir Sverris né gera á honum neina allsherjar úttekt. Enda væri það mikið verk og vandasamt og til viðbótar óþarft, um svo þjóðkunn- an mann. Að honum standa hinir merkustu ættstofnar. Er móður- ættin sunnlenzk en föðurætt norð- lenzk. Föður hans man ég vel, Pál í Braunsverzlun. Hann er einn hinna fyrstu manna, sem ég hafði einhver kynni af á Akureyri. Og mér gleymist seint tiginmannleg og virðuleg framkoma hans og jafnframt hlýlegt viðmót. Og eplið fellur sjaldnast langt frá eikinni, að sagt er. Meiri prýðismanni hefi ég ekki þekkt en Sverri Pálsson, ekki traustara vin eða betra dreng. Vil ég nú þakka honum, og hans ennþábetra helmingi, frú Ellen, alla vináttu þeirra og tryggð frá fyrstu kynnum. Eitt rammfslenzkasta skáld vort, Grímur Thomsen, enda þótt ákúrur fengi á sinni tfð fyrir óþjóðlegheit, kveður um menn sem eru „þéttir á velli og þéttir í lund.“ Hafa þau orð leitað mjög á huga minn f sambandi við hann, sem þessar línur eru helgaðar. Sverrir er vaskur maður og fylginn sér. Dettur mér í hug, að vel hefði hann sómt sér í liði Einherja, við hlið óðins, þegar það allt var og hét. Er þó maðurinn kristinn í bezta lagi, sem að verður vikið síð- ar. En hefði slíkir verið með í för, þegar „Æsir hervæddu sig og allir Einherjar og sóttu fram á völl- una“ til úrslitaorrustunnar við hið þrfeina og illvfga hyski: Fenrisúlf, Miðgarðsorm og seppann Garm, mundi sá leikur annan endi fengið hafa. Sverrir Pálsson er að menntun cand. mag. í íslenzkum fræðum. En þar með er þó ekki hálfsögð sagan, svo fjölmenntaður er hann og fjölvís um flest á milli himins og jarðar. Innangengt á hann í heimi bókmennta og lista. Er skáld gott og söngmaður hit sama. Ljósmyndari góður og fréttaritari Moggans, einhver sá óljúgfróðasti sem um getur. Þó fannst mér reyndar frásögnin forðum, af slysförum mannsins sem fór uppá Kerlingu, eitthvað „lævi blandin". En hún var snilld, engu að síður. Enda er Sverrir rithöfundur af fyrstu gráðu, skrifar og talar með afbrigðum kjarngott og fagurt mál. Framburðurinn er auðvitað norðlenzkur, eins og hann gerist tærastur í byggðum Eyjafjarðar og í Þingeyjarsýslum. „Ræktun lands og íýðs“ er gam- alt og gott kjörorð og stefnumark. Enda þótt ævistarf Sverris Páls- sonar hafi einkum beinzt að „ræktun lýðs“, hefir hann einnig haft áhuga á ræktun landsins. Um árabil hafði hann land hjá Baldri á Ytri-Tjörnum, til kartöflurækt- ar. Er ég spurði Sverri, nú á dög- unum, hvort kartöfluræktin á Ytri-Tjörnum gengi ekki vel að vanda, kvað hann sig nú hafa leit- að á önnur mið með það ræktun- arstarf. Innti ég hann þá eftir því, hvort ráðabreytni sú stæði nokkuð í sambandi við það, að nefndur bóndi hefði misst hreppstjóratign sína, einmitt á þessu sumri, en hann kvað ei svo vera. En þess vil ég þó eigi sfður geta, að Sverrir hefir lengi reynt að fá leigðan blett f nágrenninu til þess að rækta hann og prýða með skógviði. En land til þeirra hluta virðist ekki hafa legið á lausu, svo undarlegt sem það nú er. Þó skilst mér að ekki sé enn útséð um það, hvernig þeim málum lýkur. Nú, þegar byggðin þynnist víða í sveitum landsins, finnst mér að taka ætti fegins hugar við hverri framréttri hönd, til aukinnar ræktunar landsins og fegrunar þess. „Komið grænum skógi að skrýða, skriður berar, sendna strönd,“ segir skáldið. Það hygg ég, að Sverrir hafi lát- ið sér guðfræðinám til hugar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.