Morgunblaðið - 04.09.1984, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1984
Flugleidir kaupa enn
hlutabréf í Arnarflugi:
Eiga nú
43,7 %
hlut í Arn-
arflugi
FLUGLEIÐIR hafa ákveö-
ið að nýta sér forkaupsrétt
sinn aö hlutabréfum þeim
sem óseld voru hjá Arnar-
flugi eftir aö allir þeir sem
vildu nýta forkaupsrétt
sinn þegar hlutafé félags-
ins var aukið í sumar,
höfðu gert það.
Eftir það voru tæp 10%
hlutabréfaaukningarinnar
eftir, og höfðu hluthafar þá
frest til 7. þessa mánaðar
til þess að ákveða hvort
þeir nýttu sér rétt sinn til
hluta bréfanna sem eftir
voru. Flugleiðir hafa rétt á
að kaupa 40% þeirra hluta-
bréfa sem eftir eru, en fyrir
á félagið 40% í Arnarflugi.
Með því að nýta sér þennan
rétt sinn, eignast Flugleiðir
3,7% af þeim tæpu 10%
sem óseld voru, þannig að
Flugleiðir munu eiga 43,7%
hlut í Arnarflugi nú eftir 7.
september.
Volkswagen-bifreiðin gjöreyðilagðist í irekstrinum og jeppinn skemmdist mikið.
Bræður létust í umferðar-
slysi á Vesturlandsvegi
BRÆÐUR, Ólafur og Páll
Geirssynir létust í hörðum
árekstri á Vesturlandsvegi
skammt fyrir austan Nesti
um klukkan 14.30 á sunnu-
dag. Bræðurnir óku Volks-
wagen-bifreið sinni austur
Vesturlandsveg þegar öku-
maður jeppabifreiðar missti
Tillögur fyrir stjómarflokkunum:
Bændum staðgreitt
fyrir afurðir
TILLÖGUR hafa verið samdar á
vegum stjórnarflokkanna um að
breyta verðlagskerfi landbúnaðar-
ins á þann veg, að bændum sé stað-
greitt fyrir afurðir sínar, en
vinnslustöðvar og afurðasölur lúti
almennri verðlagslöggjöf.
Þá er einnig sett það mark, að
ekki þurfi að greiða útflutn-
ingsbætur á mjólkurafurðir eftir
tvö ár og sauðfjárafurðir eftir
fjögur til fimm ár.
Þetta kom fram hjá Þorsteini
Pálssyni, formanni Sjálfstæðis-
flokksins, á fundi á Selfossi i
gærkvöldi, en hann sagði að þess-
ar tillögur hefðu ekki verið af-
greiddar í þingflokkum ríkis-
stjórnarinnar.
Tillögur formanna stjórnar-
flokkanna voru til umfjöllunar á
ríkisstjórnarfundi í gærmorgun
og á þingflokkafundum þeirra í
gær. Þá fór og fram umfjöllun
um forsendur fjárlagagerðar
fyrir árið 1985. Umfjöllun verður
haldið áfram í ríkisstjórn árdeg-
is og f þingflokkunum eftir há-
degið og verður jafnvel haldið
áfram á morgun, miðvikudag, ef
nauðsyn krefur.
stjórn á bifreið sinni meö
þeim afleiðingum að hún fór
yfír á öfugan vegarhelming
og lenti á Volkswagen-bif-
reiðinni. Þeir Ólafur og Páll
munu hafa látist samstundis.
Jeppabifreiðin valt og voru
ökumaður og farþegi fluttir í
slysadeild Borgarspítalans.
Ökumaðurinn mun hafa fengið
taugaáfall en fékk að yfirgefa
sjúkrahúsið á sunnudagskvöldið
og farþeginn fór af slysadeild-
inni í gær.
Tildrög slyssins eru þau, að
jeppanum og Saab-bifreið var
ekið vestur Vesturlandsveg.
Ökumaður Saab-bifreiðarinnar
hugðist fara framúr jeppanum
en ekki tókst betur til en svo, að
vinstra framhorn bifreiðarinnar
lenti á hægra framhorni jepp-
ans. Ökumaður jeppans missti
við þetta stjórn á bifreið sinni,
sveigði yfir á öfugan vegarhelm-
ing og skall á Volkswagen-bif-
reiðinni með þeim hörmulegu
afleiðingum að bræðurnir lét-
ust.
Ólafur Geirsson var 72 ára
gamall, fæddur 21. október 1911.
Páll Geirsson var 53 ára gamall,
fæddur 21. nóvember 1930. Báðir
voru þeir ókvæntir. Þeir voru til
heimilis að Hamrahlíð 31.
Tvítugur piltur lést
TVÍTUGUR piltur, Hannes Gunn-
ar Einarsson til heimilis að Iðunn-
arstöðum í Lundareykjadal, lést
þegar bifreið sem hann ók valt á
þjóðveginum skammt frá Iðunn-
arstöðum um klukkan 17.30 á
laugardag. Hannes heitinn var
fæddur 29. ágúst 1964. Hann læt-
ur eftir sig unnustu.
Hannes ók Volkswagen-bif-
reið án yfirbyggingar en með
veltigrind. Félagi hans var með í
bifreiðinni þegar slysið átti sér
stað. Báðir köstuðust þeir úr bif-
reiðinni þegar hún valt, en far-
þeginn slapp án meiðsla. Hann-
es Gunnar var látinn þegar
komið var
hús.
með hann i sjúkra-
Róttækar breytingar á sjóðakerfi:
Þrír fjárfestingalána-
sjóðir atvinnuveganna
Framkvæmdastofnun ríkisins lögð niður
FJÁRFEf?TINGASJÓÐIR atvinnu-
veganna verða framvegis þrír og
geta lánað til hverra þeirra verk-
efna, sem lánhæf eru talin, nái til-
lögur um breytingu á sjóðakerfinu,
sem nú liggja fyrir þingflokkum
Seyðisfjörður:
Tveir menn töldu sig sjá
dvergkafbát eða sjávarfar
„Ég var staddur ásamt Aðalbirni
Haraldssyni á Engros-bryggju þeg-
ar okkur varð litið út á fjörðinn og
sáum torkennilegan hlut skammt
frá flakinu af El Grillo. Hluturinn
gaf fri sér Ijósbrot og hæðin yfir
sjávarfleti var um l'/i metri og
myndaði strýtu sem leið út til
beggja enda,“ sagði Ágúst Sigur-
björnsson, útgerðarmaður á Seyð-
isfirði, í samtali við blm. Mbl., en
hlutinn sáu þeir félagar um tíuleyt-
ið á laugardagsmorguninn.
„Við horfðum forviða á þetta
dágóða stund. Aðalbjörn skaust
niður í bátinn til þess að sækja
sjónauka og ég sótti minn í bif-
reið mína. Þegar við komum til
baka nokkrum augnablikum síð-
ar var hluturinn horfinn og ekki
gára á haffletinum. Við leiddum
hugann að því hvað þetta kynni
að hafa verið. Aðalbjörn taldi
helst að um dvergkafbát hefði
verið að ræða. Þetta gat ekki
hafa verið missýn. Við horfðum
á þetta í 2 til 3 mínútur í mjög
góðu skyggni. Ef þetta hefði ver-
ið skepna þá hlytu gárur að hafa
sést á haffletinum. Ég held að
þetta hafi verið sjávarfar,” sagði
Ágúst Sigurbjörnsson.
Þeir félagar gáfu lögreglunni
á Seyðisfirði þegar í stað skýrslu
um atburðinn og var Landhelg-
isgæzlunni tilkynnt um atburð-
inn um hálftólf á laugardag.
„Ég sá tilkynningu á sunnu-
dagsmorguninn um að torkenni-
legur hlutur hefði sést á Seyðis-
firði. Þá var um sólarhringur
liðinn frá atburðinum. Við höfð-
um ekkert skip nærri, minnst
sólarhrings sigling var á stað-
inn. Og ekki dugði að senda
flugvél yfir. Allar segulmæl-
ingar hljóta að hafa brenglast
vegna flaksins af E1 Grillo,"
sagði Sigurður Árnason, skip-
herra hjá Landhelgisgæzlunni, í
samtali við blm. Mbl. Hvorki
dómsmálaráðuneytinu né varn-
armáladeild utanríkisráðuneyt-
isins var tilkynnt um atburðinn.
stjórnarflokkanna, fram aö ganga.
Þorsteinn Pálsson formaður
Sjálfstæðisflokksins og fyrsti
þingmaður Sunnlendinga lýsti
því á fundi á Selfossi í gærkvöldi,
hvernig hinni nýju skipan fjár-
festingasjóða verði háttað. Þeir
verða þrír: fyrir landbúnað, sjáv-
arútveg og iðnað, endurkaupa-
lánasjóðir sem ekki stunda bein-
ar lánveitingar, heldur munu
bankastofnanir afgreiða lánin á
viðskiptalegum arðsemisgrund-
velli.
Framkvæmdastofnun ríkisins
verður lögð niður og skipt þann-
ig, að Byggðastofnun tekur við
byggðadeild og byggðasjóði, en
Framkvæmdasjóður breytist í
eignarhaldsfyrirtæki, sem ann-
ast fyrirtækja- og hlutabréfaeign
ríkissjóðs með það fyrir augum
að selja þessar eignir.
Þá verður stofnað nýtt hluta-
félag, þróunarfyrirtæki í eigu
ríkis, félaga og einstaklinga, til
að stuðla að nýsköpun í atvinnu-
málum. Taldi Þorsteinn Pálsson
að með þessari breytingu yrði
skapaður nýr farvegur fyrir fjár-
magn til atvinnulífsins, sem
leiða myndi til bættra lífskjara.
Skákþing ís-
lands hafið
SKÁKÞING íslands hófst í
sunnudag og I gærkvöldi var
tefld önnur umferð. Haukur
Angantýsson vann þá ÁgústjS.
Karlsson, Halldór G. Einarsson
vann Hilmar Karlsson, Gnð-
mundur Sigurjónsson vann Lár-
us Jóhannesson og jafntefli
geröu: Jóhann HjarUrson og
Margeir Péturssoti, Sævar
Bjarnason og Dan Hanson. Helgi
Olafsson og Jón L Árnason.
Biðskák varö hjá Karli Þorsteins
og Björgvini Jónssyni.
Úrslit fyrstu umferðar voru
þannig: Helgi Ólafsson vann
Björgvin Jónsson, Jón L. Árna-
son vann Lárus Jóhannesson,
Jóhann Hjartarson vann Ágúst
Karlsson og jafntefli gerðu:
Guðmundur Sigurjónsson og
Sævar Bjarnason, Dan Hanson
og Hilmar Karlsson, Margeir
Pétursson og Karl Þorsteins.
Einni skák var frestað, milli
Halldórs G. Einarssonar og
Hauks Angantýssonar.
Annar fundur
í deilu bóka-
gerðarmanna
FUNDUR verður í dag hjá sátU-
semjara í kjaradeilu Félags bóka-
gerðarmanna og prenUmiðjueig-
enda. Bókagerðarmenn hafa boðað
til verkfalls frá og með næsU sunnu-
degi, 10. september. Verkfall bóka-
gerðarmanna myndi stöðva m.a. út-
gáfu dagblaðanna og gæti tafið fyrir
bókagerð á jólamarkaðinn ef það
stæði lengi. Einn fundur hefur verið
haldinn í deilunni til þessa.
Blaðaútgefendur vísuðu i gær
kjaradeilu blaðamanna til ríkis-
sáttasemjara. Tveir fundir hafa
verið haldnir í deilunni og er gert
ráð fyrir að fljótlega verði boðað
til fundar hjá sáttasemjara.
Þar var í gærmorgun haldinn
stuttur fundur, árangurslaus, í
deilu BSRB og ríkisins og síðdegis
í gær var þar fundur með tann-
smiðum og viðsemjendum þeirra.