Morgunblaðið - 04.09.1984, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1984
Ríkið styrkir ekkert
skattgreiðendur gera það
„Frjálsir menn telja, að
ríkið sé safn þeirra einstakl-
inga, sem í því búa, en ekki
eitthvert fyrirbæri fyrir utan
og ofan við þá. Þeir eru stolt-
ir af sögu þjóðar sinnar og
fylgja siðum hennar. En þeir
telja ríkið tæki eða verkfæri,
en ekki stofnun, sem eigi aö
deila eða drottna, og því síð-
ur goð, sem lúta eigi eða til-
biðja í blindni. Þeir telja
ekki, að ríkið hafi önnur
markmið en þau, sem borg-
ararnir keppa saman að. Þeir
telja ekki, að ríkið hafi ann-
an tilgang en þann, sem allir
geti oröið sammála um.“
Þessi orð er að finna í inn-
gangskafla bókarinnar Frelsi og
framtak, sem nóbelsverðlaunahaf-
inn í hagfræði, prófessor Milton
Friedman, ritaði fyrir tveimur
áratugum í samvinnu við Rose
konu sína, og kom út í íslenskri
þýðingu á forlagi AB fyrir tveim-
ur árum. Segja má að þar sé að
finna kjarnann í hinum pólitíska
boðskap Friedmans, boðskap sem
virðist tímabær upplyfting í
hugmynda- og stjórnmálalífi Is-
16767
Einbýli
í NA-veröum Lauqarasnum á 2 hœöum,
grunnflötur 140 fm. Á íbúöarhæöinni er
stór stofa m/arni, boröstofa, eldhús,
húsbóndaherbergi, 2—3 svefnherbergi
og snyrting. Á jaröhæö eru auk kjallara-
þæginda, stór skáli m/arni, wc og innb.
bílskúr. Fallegur garöur og góöar svalir.
Raðhús
í Fossvogi ca. 200 fm á 2 haaöum. Efri
hæö er forstofuherbergi, eldhús, stofa
m/arni, wc, húsbóndaherbergi og búr.
Suöursvalir. Niöri eru 3 svefnherbergi,
sjónvarpshol, wc og gufubaösaóstaóa,
þvottahús og stór skálí. Fallegur garö-
ur. Bílskúr. Verö 4 mítlj. Laust strax.
Raðhús
í Kjarrmóum Garöabæ, ca. 100 fm á
einni hæö meö svefnskála i risi. Parkett,
mjög fallegar innróttingar. Bílskúrsrótt-
ur. Verö 2,2 millj.
Lítið einbýlishús
i Hafnarfiröi, nálaagt miöbænum, ca. 90
fm til samans, hæöin og kjallarinn. Stör
bilskúr, góö baklóö. Verö 1550—1600
þús. Möguleg skipti á 3ja herb. ibúö.
Hfj. 5 herb.
Falleg íbúó á 3. hæö viö Breiövang.
Verö 2—2,1 millj.
Eskihlíð 4ra herb.
Rúmgóö íbúö á 3. haaö. Nýir gluggar,
góöar svalir Auka íbúóarherbergi í
kjallara. Verö ca. 1800 þús. Möguleg
skipti á stærri/dýrari eign. Milligjöf
staögreidd.
Hfj. 3ja herb.
Ca. 90 fm á annarri hæö í steinhúsl í
hjarta bæjarins. Nýtt rafmagn, hlti og fl.
Svefnloft. Verö 1650 þús.
Hraunbær 3ja herb.
Góö 3ja herb. íbúö á 3. hæö. Verö 1500
þús.
Vesturberg 3ja herb.
Falleg ibúð á 1. hæö. Verö 1550 þús.
Vesturberg 3ja herb.
Falleg ibúö á 6. hæö í lyftuhúsi. Frábært
útsýni. Parket. Verö 1650 þús.
2ja herbergja íbúöir:
60 fm viö Klapparstfg. Laus strax. Veró
1150 þús.
Ca. 50 fm vió Langholtsvag. Laus
strax. Verö 1150—1200 þús.
Ca. 40 fm vió Framnaavag. Laus strax.
Ca. 60 fm vió Njélsgötu. Nýjar innrótt-
ingar. Verö 1400 þús.
Vegna mikillar eftir-
spurnar vantar okkur
2ja herb. íbúðir á sölu-
skrá.
Einar Sigurðsson, hrl. Laugavegi68,'aími 18787.
Rætt við Milton Friedman,
nóbelsverðlaunahafa í hagfræði
lendinga nú þegar kröfugerðar-
menn og þrýstihópar blása í her-
lúðra og heimta aukin framlög úr
ríkissjóði, hærri styrki til fram-
leiðslu og þjónustu og vernd gegn
samkeppni. Koma Miltons Fried-
man hefur vakið verðskuldaða at-
hygli og þótt ágreiningur sé um
marga þætti í málflutningi hans
hljóta menn að fallast á, að hon-
um hefur tekist að fá menn til að
hugsa á ný um grundvallaratriði
og honum hefur lánast að vekja
efasemdir um hefðbundnar skoð-
anir og stefnu, sem helgast af van-
anum einum. Á laugardaginn,
skömmu áður en hann flutti fyrir-
lestur sinn á Hótel Sögu, „Eru
aukin ríkisumsvif óhjákvæmi-
leg?“, átti blaðamaður Morgun-
blaðsins viðræður við hann um
hagfræði og stjórnmál og fer efni
þeirra hér á eftir.
Nafn Friedmans er að jafnaði
tengt svonefndum „monetarisma"
eða peningamagnskenningu og því
er við hæfi að byrja samtalið á því
að biðja hann að gera grein fyrir
því hvað átt er við með hugtakinu.
Peningamagnskenn-
ing er eitt, stefna í
peningamálum annað
„Það verður að gera greinarmun
á „monetarisma" sem hagfræði-
kenningu og hagstjórnarstefnu,"
segir Milton Friedman. „Annars
vegar er um að ræða mjög sér-
hæfða kenningu um tengsl á milli
þess peningamagns sem er í um-
ferð í hagkerfinu og þátta eins og
vergrar þjóðarframleiðslu, verð-
lags, atvinnu o.fl. Sem slík segir
kenningin ekkert um það t.d.
hvernig verja eigi ríkisútgjöldum
eða hvert hlutfall þeirra á að vera
af þjóðarframleiðslu. Þar er um
mikilvæg álitaefni að ræða, en þau
eru af öðru tagi. Peningamagns-
kenningin er fræðikenning og
óháð stjórnmálasjónarmiðum.
Sem dæmi um það má nefna að í
kaflanum um „peninga og verð-
lag“ í höfuðriti Karls Marx, Fjár-
magninu, koma fram „monetar-
ísk“ viðhorf. Sama er að segja um
ritgerð, sem Seðlabankastjóri
Kínverja samdi fyrir nokkrum ár-
um og fjallaði um stjórn á pen-
ingamagni annars vegar og stjórn
á verðbólgu hins vegar, svo að
annað dæmi sé tekið. Eg gæti hafa
skrifað þessa ritgerð sjálfur! Það
sama gildir um peningamagns-
kenninguna og allar aðrar fræði-
kenningar, beiting þeirra fer eftir
verðmætamati manna og mark-
miðum. Ríkisstjórn, sem vill ráða
niðurlögum verðbólgu, getur not-
fært sér peningamagnskenning-
GARÐUR
S.62-I200 62-I20!
Skipholti 5
Eyjabakki
2ja herb. snyrtil. íb. á 1.
hæö í blokk. Gott íbúöar-
herb. á hæöinni fylgir.
Holtsgata
2ja herb. mikiö endurnýjuö íbúö
á 2. hæö í 6 íbúöa húsi. Verö
1350 þús.
Skaftahlíö
2ja herb. mjög snyrtil. íb. á 2.
hæð (efstu) í blokk. Mjög góöur
staöur.
Vesturberg
Mjög falleg vel staösett 2ja
herb. ib. á 4. hæö. Fallegt út-
sýni. Verö 1375 þús.
Seljahverfi
3ja herb. ca. 90 fm falleg tb. á 1.
hæð í blokk ásamt 60 fm íbúð-
arrými á jaröhæö sem hægt er
aö tengja íbúöinni meö hring-
stiga. Verö tilboö.
Kópavogur
3ja herb. fokheld íbúö á neöri
hæö í tvíbýlishúsi. Innbyggöur
bilskúr. Verö 1950 þús. Beöiö
eftir húsnaaöisstjórnarláni. Selj-
andi lánar 400 þús.
Kóngsbakki
3ja herb. snyrtileg íb. á 1. hæð.
Þvottaherb. í íb. Laus 15. sept.
Verð 1600 þús.
Dalaland
4ra herb. ca. 90 fm íb. á 2. hæð.
Suöursvalir. Verð 2,3 millj.
Snæland
4ra herb. falleg ibúö á efstu
hæö. Stórar suöursvalir. Útsýni.
Verð 2,6 millj.
Lyklarnir bíóa þínl
Eftirtaldar íbúöir eru
lausar strax:
Blikahjólar
4ra—5 herb. ca. 115 fm
íbúð auk bílskúrs. Mikiö út-
sýni. Verö 2,3 millj.
Flúðasel
4ra herb. ca. 110 fm íbúö á
3. hæð. Bílgeymsla frágeng-
in. Verö 2,2 millj.
Hafnarfjöröur
4ra herb. neöri hæö í tvíbýl-
ishúsi, 35 fm. Bílskúr. Verö
2,4 millj.
Hraunbær
3ja herb. rúmgóð íbúð á 3.
hæö. Verö 1700 þús.
Hraunbær
4ra herb. ca. 110 fm mjög
snyrtileg íbúö á 2. hæö. Suður-
svalir. Verö 1950 þús.
Hraunbær
4ra herb. íb. á 2. h. 60% útb.
Vesturberg
Góöar 4ra herb. ib. í blokk.
Verö 1850-1950 þús.
Raöhús — Kóp.
160 fm endaraöhús á tveim
hæöum með innbyggöum bíl-
skúr. Gott hús meö vönduöum
innréttingum. Verö 4,2 millj.
Einbýli — Kóp.
Einbýli, hæö og ris, 140 fm aö
grunnfleti. Fallegur garöur meö
gróöurhúsi. Bílskúr. Skipti á
3ja—4ra herb. íbúö i Kópavogi
æskileg. Verö 4,2 millj.
Einbýli — Mos.
130 fm einbýii á einni hæö á
mjög rólegum staö. 50 fm bíl-
skúr. Skipti á 4ra—5 herb. íbúö
möguleg. Verö 3,2 millj.
Kári Fanndal Guöbrandsson
Lovísa Kristjánsdóttir
Björn Jónsson hdl.
una og þær rannsóknir, sem henni
liggja til grundvallar. Ríkisstjórn,
sem vill halda verðbólgu við, getur
líka notfært sér peningamagns-
kenninguna, en fer þá auðvitað
aðra leið en hin.“
„Þegar um stefnu í peningamál-
um er að ræða,“ heldur Friedman
áfram, „eru flestir sammála um,
að eðlilegast sé að hún leiði ann-
ars vegar af sér að verðlag sé stöð-
ugt og greiði hins vegar fyrir stöð-
ugleika og efnahagslegri grósku.
Margir okkar, þó alls ekki allir,
sem unnið hafa að því, að setja
fram fræðilegar kenningar um
áhrif peninga, telja að til að ná
þessum markmiðum sé hentugast
að fylgja peningastefnu er leiði til
þess að peningamagn vaxi með
jöfnum hraða, hægt en örugglega.
Við getum staðið frammi fyrir
miklum vanda þegar fylgja á þess-
um stefnuatriðum. Kannski er
verðbólga mjög mikil og ætlun
okkar er að ráða niðurlögum
hennar; hvað á þá að gera? Á því
er ekki til nein þægileg lausn og
skoðanir hagfræðinga eru skiptar.
Sumir telja að best sé að beita
„leiftursókn", koma peningamagni
í einu vetfangi niður á það stig
sem unnt er að halda því á. Aðrir
telja að fara verði hægt í sakirnar.
Ég held að mestu skipti við hvaða
aðstæður menn búa þegar valið er
um leiðir. Ef verðbólga er langtum
hærri en að er stefnt þá er eðli-
legast að beita leiftursókn. Ef
verðbólga er hins vegar ekki him-
inhá, t.d. 15—20% eins og í Banda-
ríkjunum, sem er auðvitað mjög
slæmt, þá tel ég að reyna eigi að
ráða niðurlögum hennar með því
að draga úr peningamagni í um-
ferð í áföngum."
Fjárlagahalli
Bandaríkjastjórnar
er blóraböggull
Blaöamaður Mbl. vék að hallan-
um á fjárlögum ríkisstjórnar Ron-
alds Reagan, en halli þessi hefur
verið mikið til umræðu í fjölmiðlum
og virðist vera mörgum stjórnmála-
mönnum og hagfrsðingum áhyggju-
efni.
„Ætli þessi fjárlagahalli sé
meiri í Bandaríkjunum, ef miðað
er við þjóðartekjur, en á íslandi?"
spyr Friedman og bætir við: „Það
efa ég. Sannleikurinn er sá að það
er gert meira veður út af þessum
halla en efni standa til. Hallinn á
fjárlögum alríkisstjórnarinnar er
5—6% af þjóðartekjum. Ríkin
fimmtiu í landinu hafa tekjuaf-
gang sem nemur 2—3% af þjóðar-
tekjum og ef þetta tvennt er lagt
saman verður alríkishallinn
óverulegur og verulega dregur úr
áhrifum hans á fjármálamarkað
landsins."
Nú er staðhæft að alríkishallinn
hafi hvort tveggja, slæm áhrif á
efnahagslíf í Bandaríkjunum og
efnahagslíf heimsins.
„Já, ég veit að þessu er haldið
fram, en ég held að það hafi ekki
við rök að styðjast. í þessu við-
fangi bendi ég á, að fyrir þremur
til fjórum árum var mikið talað
um það hve slæm áhrif lækkun á
gengi Bandaríkjadals hefði á efna-
hagslíf heimsins. Núna er sama
fólkið að fjargviðraðst út af hækk-
un á gengi dalsins og telur að hún
hafi slæm áhrif. Hvort tveggja
getur ekki verið rétt, enda er hald-
ið fram öndverðum staðhæfingum.
Sannleikurinn er sá, að hvarvetna
þurfa menn að finna blóraböggul.
Bandaríkin henta vel í því efni. Ef
gengi dalsins lækkar þá er það tal-
in ástæðan fyrir efnahagsvandan-
um, ef gengi dalsins hækkar þá er
það ástæðan. Ég er sannfærður
um að ef gengið væri stöðugt þá
teldu sömu menn það vera rót
vandans!"
Skuldabyrði svonefndra „þróun-
arríkja“ hefur verið mjög í brenni-
depli upp á síðkastið. Telur þú að
skuldastaða þessara ríkja eigi eftir
að hafa alvarleg áhrif á bankakerfi
Vesturlanda?
„Þessi skuldabyrði er alvarlegt
vandamál," segir Friedman. „Hún
mun hafa mikla erfiðleika í för
með sér fyrir banka á Vesturlönd-
um. Ég held ekki að það verði
kreppa eða hrun á alþjóðlegum
gjaldmiðlum. Aftur á móti er ljóst
að bankarnir verða að gefa eftir
umtalsverðar upphæðir af þeim
lánum sem þeir hafa veitt skuldu-
nautum sínum. Þetta skuldamál
hefur að minni hyggju ekki verst
áhrif á bankana heldur þau lönd
sem eru í skuldasúpunni: Argent-
ínu, Brasilíu, Mexíkó, ísrael og Is-
land, sem ekki er þróunarland, en
hefur langan skuldahala. Vest-
rænir bankar munu sannarlega
tapa, en líka þessi lönd.“
Nauðsyn markaðs-
frelsis á íslandi
Til eru þeir sem halda því fram,
að vegna þess hve hagkerfi íslend-
inga er lítið verði að takmarka frjáls
viðskipti og samkeppni. Hver er þín
skoðun á þessu atriði?
„íslendingar verða að hafa í
huga að þótt land þeirra sé lítið þá
eru þeir ekki einir á báti. Þið eruð
aðilar að alþjóðlegu hagkerfi og
njótið ávaxta markaðsfrelsis sem
þar ríkir. Ég held að einmitt smæð
íslenska hagkerfisins sé rök fyrir
því að þið þurfið á markaðsfrelsi
að halda. Lítum fyrst á utanrík-
isverslunina. Þið greiðið niður
ýmsar útflutningsvörur og leggið
skatta og tolla á margar innflutn-
ingsvörur. Kostnaðurinn við þetta
er meiri fyrir smáþjóð eins og Is-
lendinga heldur en fyrir stórþjóðir
vegna þess að þið eruð svo háðir
utanríkisverslun. Er hún ekki
40—45% af vergri þjóðarfram-
leiðslu ykkar? Ávinningur ykkar
af frjálsri utanríkisverslun yrði
meiri en t.d. ávinningur Banda-
ríkjamanna, þar sem hlutfallið er
5-10%.“
„Lítum næst á innanríkisversl-
unina,“ segir Friedman. „í litlu
landi eins og Islandi eru meiri lík-
ur á því að einokunarfyrirtæki
myndist heldur en í stærri lönd-
um. Markaður fyrir tiltekna fram-
leiðslu kann að vera svo lítill að
ekki sé hentugt að hafa nema eitt
til tvö fyrirtæki. Ef sú aðstaða
kemur upp þá standa menn
frammi fyrir valkostum, sem eru
slæmir. Annað hvort er einokunin
í höndum ríkisins eða einkaaðila.
Hvort tveggja er af hinu illa, en að
mínu mati er einokunarfyrirtæki í
einkaeign betri kostur en ríkisein-
okun. Hið fyrrnefnda er líklegra
til að valda minni skaða en hið
síðarnefnda og það af tveimur
ástæðum. I einkafyrirtæki er
krafist meira aðhalds og árangurs
en í ríkisfyrirtæki. Ef einkafyrir-
tæki ber sig ekki verður það gjald-
þrota. Ef ríkisfyrirtæki ber sig
ekki er það stækkað og auknu
fjármagni veitt til reksturs þess. í
annan stað ber að hafa í huga, að
fyrirfram er ekkert hægt um það
að segja hvort ákveðinn rekstur
verði ætíð að vera í einokunar-
formi. Tæknileg þróun og breyt-
ingar, innanlands sem utan, geta