Morgunblaðið - 04.09.1984, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1984
Afmælishátíð Ólafsfjarðarbyggðar:
„Hundrað ár
í Horninu“
Rætt við Guðbjörn Arngrímsson
formann menningarmálanefndar
Guðbjörn Arngrímsson
á snoðir um þetta, kom fyrst til
tals aö halda veglega upp á þessi
tímamót — og það vorum viö að
gera síðastliðna viku“.
— Og hátíðin stóð yfir í heila
viku.
„.lá, segja má aö hún hafi hafist
laugardaginn 25. með knatt-
spyrnuleik okkar manna í Leiftri
gegn Iþróttafélaginu Þór. Síðan
var hátíðin formlega sett á sunnu-
daginn með hátíðarmessu í Ólafs-
fjarðarkirkju. Þá um kvöldið var
svo dagskrá sem við kölluðum
„Garðshornskvöld og Guðmund-
ar“, en þar var um að ræða talað
mál og tónlist af ýmsu tagi, flutt
af Sigursveini, Magnúsi, Erni og
Helgu Magnúsarbörnum, Sigrúnu
Valgerði Gestsdóttur og Guð-
mundi Ólafssyni. Á mánudag var
svo harmonikkukvöld í umsjá Fé-
lags harmonikkuunnenda við
Eyjafjörð og Jóns á Syðri-Á. Á
þriðjudag var svo dagskrá í umsjá
Slysavarnardeildar kvenna,
kirkjukórsins og menningarmála-
nefndar. Jón B. Gunnlaugsson,
Siggi Helgi og Leikfélag Olafs-
fjarðar sáu síðan um kabarettdag-
skrá á miðvikudagskvöld. Á
fimmtudag var síðan efnt til
kvikmyndasýninga í Tjarnarborg í
tilefni hátíðarinnar, auk þess sem
sýning á munum og myndum eftir
Ólafsfirðinga var opin í Gagn-
fræðaskólanum, eins og er reynd-
ar alla daga hátíðarinnar.
Á föstudag var síöan íþróttamót
og fjölskylduhátíð í umsjá Leift-
urs, Kiwanis, Sinawik og skáta
með varðeldi, grillveislu og stór-
kostlegri flugeldasýningu en efni
til hennar burtfluttir Ólafsfirð-
ingar, búsettir á Reykjavíkur-
svæðinu. Þá komu fallhlífar-
stökkvarar frá Akureyri og létu
sig svifa niður til okkar, auk þess
sem sýningarflokkur frá Akureyri
kom og dansaði skrykk-dans.
Unglingadiskó var síðan í Tjarn-
arborg. Á laugardag lauk síöan
þessum hátíðarhöldum okkar með
bæjarkeppni í skák milli Ólafs-
fjarðar, Dalvíkur, Siglufjarðar og
Fljóta, fimakeppni hestamanna,
barnaskemmtun á vegum skáta og
knattspyrnuleiks milli Leifturs og
Knattspyrnufélags Akureyrar. Aö
lokum var svo um kvöldið dans-
leikur í Tjarnarborg, þar sem
hljómsveit Magnúsar Kjartans-
sonar lék fyrir dansi ásamt Jó-
hanni Helgasyni, söngvara. Þar
með lauk þessari hátíð okkar.“
— Og hvernig líkaði svo fólki?
„Ég var ekki var við annað en að
allir bæjarbúar hafi verið ánægðir
með það sem fram fór. Aðsókn var
mjög góð að dagskráratriðunum,
auk þess sem viss hátíðarblær var
yfir öllu bæjarfélaginu þessa
daga. Þá er sérstaklega ánægju-
legt, hve margir burtfluttir
ólafsfirðingar gerðu sér ferð
hingar þessa daga auk fjölmargra
annarra gesta. Við í framkvæmda-
nefndinni erum ánægð og vonum
að svo sé um alla bæjarbúa og
gesti sem sóttu okkur heim,“ sagði
Guðbjörn Arngrímsson að lokum.
GBerg.
Fri vinstri: Eva, Jón B., Guðrún og Bára.
Gömul kynni rifjuð upp
Á MUNA- og myndasýningunni í
gagnfræðaskólanum rákumst við á
þessi fjögur, sem þar voru að skoða
sýninguna. Þarna voru á ferð þrjir
systur, Eva, Guðrún og Bira Finns-
dætur og Jón B. Gunnlaugsson.
í stuttu spjalli við þau kom í
Ijós að þau eru öll þremenningar,
öll fædd í ólafsfirði, en aðeins
Bára þar búsett enn. Eva Finns-
dóttir býr nú I Keflavík, Guðrún
Fnnsdóttir í Eyjafirði og Jón B.
Gunnlaugsson í Reykjavík.
Jón hafði komið til Ólafsfjarð-
ar til að lesa upp ljóð og skemmta
á kabarett sem þar var haldinn,
en Eva og Guðrún voru í heim-
sókn hjá systur sinni, Báru. Þess
má geta að þær systur eru börn
Finns Björnssonar og Mundínu
Þorláksdóttur, sem lengi bjuggu
á Kleifum og áttu þar og ólu upp
20 börn.
öll voru þau sammála um aö
hátíðarhöldin hefðu tekist firna
vel og þetta væri kærkomið til-
efni til að bregða sér á æsku-
stöðvarnar.
G. Berg.
Óiafsfjörður
„Sannkallaðir hátíðisdagar“
ÞAÐ VAR mikil örtröð í kaupfélaginu á Ólafsfirði, þegar
tíðindamaður Mbl. kom þar og var að leita að Guðbirni
Arngrímssyni, framkvæmdastjóra afmælishátíðar Ólafs-
fírðinga. Þar rakst ég á Helgu Jónsdóttur, starfsstúlku
kaupfélagsins, Ólafsfírðing í húð og hár, og Bjarna
Jensson, sem búið hefur á Olafsfírði f 10 ár og unnið þar
„bæði á sjó og landi".
Þau voru spurð, hvernig þeim fyndist hátíðarhöld-
in hafa farið fram til þessa.
„Auðvitað hefur þetta verið stórgaman og mikil og
góð tilbreyting í bæjarlífinu," sögðu þau bæði. Einn-
ig voru þau sammála um að geysilega mikil og góð
vinna hefði verið af hendi leyst af þeim sem starfað
hefðu að þessari hátíð.
„Allir bæjarbúar virðast taka þátt í þessu og svo
sjást hér þessa dagana mörg andlit, sem bar fyrir
augu daglega áður. Þetta eru sannkallaðir hátíðis-
dagar,“ sagði Helga. GBerg.
Elsti borgari Ólafsfjarðar:
„Ellin fer nú
að fara að“
— segir Elín Guðbjartsdóttir, 92 ára
„ELLIN er nú að fara að hvað úr
hverju og ætli maður fari þá ekki að
hugsa til þess að setjast í helgan
stein," sagði Elín Guðbjartsdóttir,
92 ára gömul og elsti núlefandi
Ólafsfírðingurinn, þegar tíðindar-
maður heimsótti hana á Elliheimili
Ólafsfjarðar.
Elín er nýkomin úr viku ferða-
lagi á bíl til Suðurlands, gengur
um teinrétt og kvik á fæti og held-
ur enn sannkölluðum ungmeyjar-
vexti. Það fer ekki á milli mála, að
það er gott að eldast og þroskast
ef það gerist á sama hátt og hjá
Elfnu.
„Ég er nú fædd á Skeri á Látra-
strönd, en flutti til Ólafsfjarðar
um tvftugsaldur. Hafði þá áður
farið til Ákureyrar og kynnst þar
manninum mínum sáluga, Sigurði
Jóhannessyni, skósmið, sem þá
var að læra iðn sfna þar. Við
bjuggum svo alla tíð hér og höfð-
um það gott. Ég hef verið hér á
elliheimilinu frá þvf að það var
wís
Elín Guðbjartsdóttir
opnað fyrir tæpum þremur árum,
og það máttu hafa eftir mér, að
hér líður okkur gamla fólkinu vel,
höfum allt til alls og vel séð um
okkur," sagði þessi eldhressa 92
ára gamla kona, Elín Guðbjarts-
dóttir, að lokum. GBerg
„HUNDRAÐ ár í Horninu" kalla
Ólafsfírðingar skemmtidagskrá sína,
sem stóð yfír í síðustu viku í tilefni
100 ára byggðar í fírðinum, en
nafngiftin er tilkomin vegna þess, aö
á sínum tíma var staðurinn, þar sem
byggðin stendur nú, nefndur Hornið.
Þá var aðalútræðið í fírðinum frá
Kleifunum, sem voru norðvestan
fjarðarins og þóttu þá betri lend-
ingarstaður. En þróunin hefur orðið
sú, að byggðin færðist í „Hornið“ en
nú eru fáir ábúendur á Kleifum.
Guðbjörn Arngrímsson, for-
maður Menningarmálanefndar
Ólafsfjarðar, var framkvæmda-
stjóri hátíðarinnar. Hann var
spurður um upphaf byggðar f
Ólafsfirði.
„ólafur Gíslason flutti úr Hofs-
hreppi til Ólafsfjarðar á árinu
1884 og byggði þá fyrsta húsið á
þeim stað í firðinum, sem nú er
Ólafsfjarðarkaupstaður. Ólafur
var þá 33 eða 34 ára, talinn fæddur
um 1850 í Ólafsfirði, en hafði flutt
í Svarfaðardal með foreldrum sín-
um um 16 ára aldur og þaðan í
Hofshrepp í Skagafirði. Ólafur
varð sem sagt fyrstur til að reisa
bú hér í „Horninu" og kallaði hann
bæ sinn Sandhól. Byggðin jókst
síöan hægt og sígandi hér, en fram
eftir árum var þó ekki séð, hvor
staðurinn yrði ofan á hvað
mannfjölda snerti. Hornið eða
Kleifar. Þegar líða tók á 20. öldina
fór þó svo að meginbyggðarkjarn-
inn reis úr Horninu og árið 1945
kom að því að Ólafsfjörður fékk
kaupstaðarréttindi. Síðan hefur
þróun byggðar hér verið hæg en
farsæl og nú er svo komið á 100
ára afmæli byggðar í firðinum, að
hér búa nú um 1200 manns."
Og nú hélduð þið mikla hátíð af
því tilefni.
„Já, og tildrögin eru kannski
svolítil tilviljun, ég er ekki viss um
að margir hafi vitað af þessum
tímamótum. En Friðrik Ólgeirs-
son, sagnfræðingur, sem er ðlafs-
firðingur, hafði skrifað lokaprófs-
ritgerð um atvinnuhætti og byggð-
arþróun í Ólafsfirði frá 1883 til
1945. Við undirbúning rigerðar
sinnar komst hann í heimildir sem
sýndu hvenær Ólafur Gíslason
byggði hér og þegar við í Menning-
armálanefnd Ölafsfjarðar komust