Morgunblaðið - 04.09.1984, Page 66

Morgunblaðið - 04.09.1984, Page 66
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1984 Umdeilt Valsmark — og jafntefli varð niðurstaðan „ÉG HEFÐI kosid að fá þrjú stig úr þessum leik, en eins og leikur- inn þróaðist held ég að þetta hafi veriö sanngjörn úrslit. Strákarnir gerðu vel að ná að jafna leikinn eftir aö fá á sig svona drullumark. Ég held aö það hafi allir sáð aö það var brotið á Friðriki, nema dómarinn," sagöi Magnús Jóna- tansson, þjálfarí Breiöabliks, eftir að Valur og Breiðablik skildu jöfn á Valsvellinum í 1. deildinni á sunnudaginn. Hvoru liði tókst aö skora eitt mark. Þeir sem sáu fyrstu mínútur þessa leiks geröu sér vonir um aö þetta yröi skemmtilegur og fjörug- ur leikur. Bæöi liðin léku mjög hratt og mikiö var um marktækif- æri fyrstu 15 mínúturnar, en svo ekki söguna meir. Jón Oddsson áttti skalla eftir hornspyrnu en Stefán varöi vel í horn. Hann átti einnig skot rétt framhjá markinu eftir aö hann fékk mikinn tíma til aö athafna sig innan vítateigs Vals. Þetta geröist allt á annari mínútu leiksins. Bergþór átti gott skot en Friörik varöi og síöan kom mark Valsmanna. Valsmenn fá hornspyrnu. Bolt- inn er gefinn á Grím Sæmundsen sem framlengir hann inn í teiginn á stöngina fjær. Friðrik stekkur upp og ætlar aö grípa boltann, en Valur Valsson stökk upp meö honum og styöur höndunum á axlir honum þannig aö Friörik nær ekki aö hoppa upp til aö handsama bolt- ann og Þorgrímur Þráinsson skutl- Stórsigur Selfoss ÞRÍR leikir áttu að vera í þriöju deildarkeppninni i knatt- spyrnu um helgina í A-riðli, en keppni er lokiö í B-riðlinum. Selfyssingar sigruöu Snæfell nokkuð örugglega, 5:1, Vík- ingar úr Ólafsvík sígruöu HV á sínum heimavelli 2:1 og leik Grindvíkinga og ÍK var frest- að. Leikur Selfyssinga og Snæ- fells var nokkuö fjörugur á aö horfa. Snæfell er þegar falliö í fjóröu deild og Selfyssingar eiga enga möguleika á aö kom- ast upp í aöra þannig aö leikur- inn sem slíkur skipti ekki máli fyrir liöin. Þaö var Ingólfur Jónsson sem skoraöi fyrsta mark leiksins og Páll Guö- mundsson skoraöi annað markiö fyrir leikhlé. I síöari hálfleik bættu þeir viö þremur mörkum og voru þaö þeir Birgir Haraldsson, Þórar- inn Ingólfsson og Lárus Jóns- son sem skoruðu mörkin og var mark Þórarins mjög glæsilegt. Hann kom hlaupandi inn í teig- inn og skallaöi knöttinn firna- fast í slánna á markinu og inn, glæsilega gert hjá þessum skemmtilega knattspyrnu- manni. Eina mark Snæfells geröi Rafn Rafnsson rétt fyrir leikslok. Víkingar siguröu HV, 2:1, og voru þaö þeir Magnús Gylfason og Báröur Tryggvason sem skoruöu mörk Ólafsvíkinga. ÍK hélt til Grindavíkur í þeirri trú aö þeir ættu aö leika þar. Er þeir komu á staöinn kom í Ijós aö dómara vantaöi á leikinn og buöust þá heimamenn til aö út- vega dómara úr Grindavík til aö dæma en Kópavogsliöiö þver- tók fyrir þaö og ekkert var leik- ið. Valur — UBK 1:1 aöi sér fram og skallaöi í tómt markið. Flestir sem á vellinum voru töldu örugglega aö Valur heföi brotiö á Friörik, en línuvörðurinn, sem var i aöstööu til aö sjá þetta geröi ekkert og markið dæmt lög- legt. Furöulegur dómur og ekki sá eini sem vakti undrun í þessum leik. Mínútu síöar vildu Valsmenn fá vítaspyrnu eftir aö fast skot Jó- hanns Þorvarðarsonar haföi lent i varnarmanni, en dómarinn hlust- aöi ekki á beiöni þeirra. Friörik geröi vel skömmu síöar aö loka markinu fyrir Guömundi Þorbjörns þegar hann var kominn einn í gegn og skot hans fór yfir. Þaö sem eftir var fyrri hálfleiks geröist ekkert markvert fyrr en á síöustu sekúndunum. Jón Odds- son gaf þá góöan bolta fyrir mark Vals þar sem Sigurjón var í góöu færi. Áöur en hann næöi aö skjóta tók Jón Einarsson boltann af hon- um, snérist í eina tvo hringi fyrir framan varnarmenn Vals og sendi knöttinn glæsilega efst í mark- horniö. Jafntefli og flautaö var til leikhlés áöur en Valsmenn náöu aö byrja á miöju. Fallegt mark hjá Jóni. Síöari hálfleikurinn var ekki betri en sá fyrri. Ekkert markvert geröist fyrr en á 74. mínútu en þá átti Ómar Rafnsson sannkallaöan þrumufleyg af löngu færi sem Stef- án náöi aö verja. Honum tókst þó ekki aö slá knöttinn yfir markiö eins og ætlunin var hjá honum heldur datt boltinn niöur viö stöng- ina. Stefán var fljótur á fætur og átti í kapphlaupi viö Sigurjón aö knettinum. Þvi hlaupi lauk meö þvi aö Sigurjón skallaöi rétt framhjá stönginni. Rétt undir lok leiksins komst Jón Einarsson í gott færi en skot hans fór yfir mark Vals og þar með var ieikurinn búinn. Eins og áöur segir lofaöi þessi leikur góöu í byrjun, en því miöur, aöeins í byrjun. Flest liöin eru í þeirri stööu aö þau þora ekki aö taka neina áhættu og þá veröa leikirnir oft þófkenndir og mikið um miöjuhnoö, þar sem hvorugur aöilinn hefur í raun betur og sókn- araðgeröir því fálmkenndar. Bestu menn í þessum leik voru Guöni Bergsson og Bergþór Magnússson hjá Val en hjá Blikun- um er erfitt aö gera upp á milli manna, liöiö var mjög jafnt nema hvaö Benedikt Guömundsson bakvörður hefur oftast leikiö betur en í þessum leik. Ómar Rafnsson var einnig slakur í fyrri hálfleik en náöi sér ágætlega á strik í þeim síöari. EINKUNNAGJÓFIN: VALUR: Stefán Arnarson 6, Þorgrímur Þrá- insson 6, Guömundur Kjartansson 6. Guöni Bergsson 7, Grimur Sæmundsen 6. Bergþór Magnússon 7, örn Guömundsson 5, Jóhann Þorvaröarson 5, Ingvar Guömundsson 5, Valur Valsson 5, Guömundur Þorbjörnsson 6, Hilm- ar Haröarson (vm. á 84. mín.) lék of stutt, Jón Grétar Jónsson (vm. á 84. min.) lék of stutt. BREIOABUK: Frlðrik Friöriksson 6. Benedikt Guðmundsson 5. Loftur Ólafsson 6, Ólafur Björnsson 6, Ómar Rafnsson 6, Vlgnir Bald- ursson 6, Guömundur Baldursson 6, Sigurjón Kristjánsson 6. Jón Einarsson 6, Jón Oddsson 5, Þorsteinn Hilmarsson 6, Heiðar Heiöarsson (vm. á 84. mín.) lék of stutt. I STUTTU MALIc Valsvöllur 1. deild Valur - Breiöablik 1:1 (1:1) Mark Vals: Þorgrimur Þráinsson á 10 mfn. Mark UBK: Jón Einarsson á 45. min. Gul spjöld: Engln Dómarl: Helgi Krlstjánsson og var slakur. Áhortendur: Um 350. SUS. • Hér é þMsari myndaseríu má sjé mark Valsmanna í Mknum gegn Breiðablik é sunnudaginn. Hérna atökkva þair Friðrik og Valur upp í boltann... ... Friörik nær ekki knettinum og dettur, Valur ýtir aðeins við hon- um... ... boltinn hoppar og Þorgrímur er aö fara að fleygja aér é hann. Valur og Guömundur Kjartansson fylgjaat spenntir með... ... Hér hefur Þorgrímur akutlaö aér é knöttinn og skallað hann í netið. Boltinn er við höfuö Þor- gríms og Guömundur er byrjaöur að fagna . . . Morgunblaðlð/Július

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.