Morgunblaðið - 04.09.1984, Page 51

Morgunblaðið - 04.09.1984, Page 51
vrrnETEX Ptastmálning ANTIf HVÍTT decorolla MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1984 um sjálfan manninn, dýrðlegasta sköpunarverk guðs var hafin. Um eitt höfðu menn þó hingað til verið nokkurn veginn sammála. Tví- skiptingu mannsins í sái og lík- ama. Að vísu talar Homelíubók um þrískiptingu í líkama, önd, og anda, og ennfremur hafa oft verið uppi kenningar um að þetta væri allt orðaleikur, efni og andi, sál og líkami. Þetta væri í raun og veru eitt og það sama, hreint eins og spegilmynd í vatni. Fyrstan og þekktastan þeirra vísindamanna, er „færðu sönnur“ á að sál og líkami væru eitt, verð- ur að telja Pavlov hinn rússneska. Með dýratilraunum sínum, eink- um á hundum, „afsannaði" hann tilvist sálar, og eða anda, sem hann kallaði „reflex", „spontan- ity“, þ.e. ósjálfráð viðbrögð. Ef þú þekkir allar ytri aðstæður til hlít- ar, og hefur að sama skapi algjör- lega tæmandi upplýsingar um „objectið", einstaklinginn sem rannsaka á, þá geturðu hvenær sem er, sagt fyrir um hvernig hann muni hegða sér. Já, það var hart sótt að gömlu kenningunni um Adam og Evu. Það var eins og erfiðleikarnir væru nú ekki nógir fyrir. Stutt var síðan sjálf heims- myndin, jörðin sem miðdepill jarðar var algjörlega afskræmd af nýjum kenningum, sem erfitt, já ómögulegt reyndist að vefengja. Brautryðjendur hinnar nýju heimsmyndar voru spámenn eins og Kepler, Galileo, Tycho Brahe, Kopernikus og Newton, og eru þá aðeins örfáir hinna helstu hér taldir. Hugmyndum manna um heimskringluna á miðöldum er óvíða betur lýst en í „Divina Comedia" Dantes. Upp var upp og niður var niður, annað hvort stig af stigi til himnaríkis, eða hina löngu og ströngu leið til hveivítis, Inferno, og vissu allir viti bornir menn í þá tíð, hvernig þar leit út. Engin afstæðiskenning (relativ- ity) var þá til að rugla menn í ríminu. Viðurkennd var kenning biblíunnar um jörðina sem mið- depil alheims, í traustum festing- um, óforgengileg og eilíf. Nikolaus Kopernikus fæddist í Póllandi árið 1473. í stuttu yfirliti yfir gang reikistjarna bendir hann á að Sól- in, ekki jörðin sé miðdepill sól- kerfis okkar. Reikistjörnurar, einnig jörðin, sem er þeirra næst minnst, snúist í kringum sólina. Aðdráttarafl haldi reiki stjörnun- um föstum í sporbaug um sólina. Johannes Kepler fæddist árið 1571 að Neckar við Rínarfljót suður undir Svartaskógi. Allt lýtur stærðfræðilegu lög- máli náttúru. Það að þekkja lög- málið er að skilja guð. Vilji guðs er óumbreytanlegur. Þekktu lögm- ál sólkerfis og himintungla, og þú þekkir guð. „Hver er þá hinn rétti spámaður?" spyr Kepler, og svar- ar „sá er réttast túlkar sköpunar- verk guðs“. Stærðfræðingurinn og stjörnufræðingurinn. Fyrir svona bollaleggingar og guðlast var Kepler fleygt í fangelsi. Móðir hans Katrin var talin göldrótt og sótt til saka. Það var raunar búið að hlaða bálköstinn, er henni var bjargað á síðust stundu. Tycho Brahe og Galileo fullkomnuðu svo heimsmyndina, en endahnútinn rak svo Newton. Skýrði hann sporbauga, þyngdarafl og aðdrátt- arafl og hraða ljóss af stærð- fræðilegri nákvæmni, svo að við í dag getum gert mánaðadaga 1000 ár fram í tímann, sem ekki skeika mínútu. Refsivöndurinn hvílir yfir öllum brautryðjendum, einnig og ekki síst stjörnufræðingum. Þegar Gal- ileo hélt því fram að jörðin snérist í kringum sjálfa sig, var honum hótað lífláti, ef hann drægi ekki kenningu sína til baka. Galileo kaus að halda lífi, en er hann gekk út úr réttarsalnum heyrðist hann muldra fyrir munni sér „og samt snýst hún“. Á mínum bernsku árum voru Skotta og Móri enn við bestu heilsu. Grettir glímdi við Glám, og hafði betur. Draugar voru drepnir eða kveðnir í kútinn. Fjölkynngi Sæmundar fróða lifir lengi. Hann samdi við Kölska, skyldi Kölski hafa sál Sæmundar, gegn því að Kölski fleytti honum til Islands að loknu námi við Svartaskóla. Ef þú Nútíma börn eru raunsæ. Þau eru ekki haldin hleypidómum og þau fara ekki í manngreinarálit. Það er víst bara við fullorðna fólkið sem erum eitthvað „klikkuð". Barnabörnin mín safna ekki englamyndum, og þau segja mér að Móri og Skotta hafi nú bara verið hugarburður minn. Þegar bæirnir urðu raflýstir, og ljósið flæddi um hvern krók og kima hafi síðasti fjósapúkinn tekið til fótanna. Tröll dagað uppi draugar orðið ljósfælnir og horfið eins og þokuský, sem hverfur sjónum við sólarupprás. Hver var að tala um vísindi, og hver gerði endanlega út af við alla þessa ósýnilegu föru- nauta okkar um langar aldir? Ég sé hann ljóslifandi fyrir mér, lærisvein galdramannsins mikla, er hann læðist á tánum og stelur töfrasprota galdramannsins. Ein sveifla út í loftið og náttúruöflin leysast úr læðingi. Othafið ýfist, og öldurnar rísa. Ógnvekjandi og fyssandi æða þær aftur og fram, skella á björgum og byggðu bóli. Lærisveinninn horfir agndofa á, agndofa og máttvana. Hann hafði að vísu leyst náttúruöflin úr læð- ingi, en stöðvað þau getur hann ekki. Ef lærisveinninn er vísindin, með öllum sínum tilraunum og ófyrirsjáanlegu afleiðingum, hver er þá galdramaðurinn mikli, sá er máttinn hefur og sá er við öll að endingu hljótum að lúta, vald ör- laganna? Richardt Ryel er heildsali í Reykja- rík. átt leið um háskólalóðina, sérðu hvernig Sæmundur greiddi fyrir farið, er hann reiddi grallarann hátt, og keyrði hann í haus Kölska (í líki sels) og varð Kölski þar af sál Sæmundar. Það var gott fólk í gömlu torfu- bæjunum. Reimt að vísu víða. Álf- ar og huldufólk, tröll og draugar og alls kyns vættir illir og góðir. Sögurnar voru lifandi, og flestir sem komnir voru til ára sinna höfðu einhver afskifti haft af þessum ósýnilegu fylgjum manna. mg 3 1 IÍIlLI 'rfrMÉ bhBH ' dynasylan BSM 40 MONOSILAN HEMPAUN "AKMAlniNQ 51,r lokar fyrir vatnsstreymi inn i stein en lofar steini samt aá hleypa raka út. 7'T vorlitirnir slógu strax i gegn, þu færö iitakort i næstu máiningabuó Vitretex hefur sýnt bædi á rannsóknastofum sem við áratuga reynslu Viðurkennt af Rannsóknarstofnun Byggingariðnaðarins sem virk vörn að fáar geröir málninga i'afnast á við hana f endingu. Vitretex málning gegn Alkali-skemmdum. semandar. V f, fyllir upp ójotnur á yfirborði ettir t.d flöghun eða þakmálning hetur verið mest Selda þakmálning á /s- ÍJm(4u.WÍH,Íi aðrar skemmdir. Auðvelt i meðförum rúllað eða J<‘ landi I fjölda ára. Nú aukum við litaúrvalið. 4 nýjir ál- dregiö á með spöðum. stæltir litir eru á nýja kortinu. Reynslan sannar gæðin. Sömu gæðin Viðurkennt at sænsku staðalstofnuninni sem fylli og vipgerðarefni á aðeins fleiri litir. utanhús-stein. Hafið samband viö okkur og fáið allar upplýsingar um frábæra málningu og viðgerðaretm. S/ippfé/agið í Reykjavikhf Má/ningarverksmiöjan Dugguvogi Sími 84255

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.