Morgunblaðið - 04.09.1984, Side 52

Morgunblaðið - 04.09.1984, Side 52
60 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1984 + Bróöir minn, SIGURÐUR BRYNJÓLFSSON fré Austur-Koti é Vatnsleysuströnd, andaöist 30. ágúst aö heimili sínu í Vancouver, Kanada. Jónína Brynjólfsdóttir. Bræöur okkar, ÓLAFUR OG PÁLL GEIRSSYNIR, Hamrahlfö 31, Reykjavík, létust af stysförum 2. þessa mánaöar. Fyrir hönd vandamanna. Adda og Erla Geirsdastur. + Sonur minn, SIGURÐUR HERBERT SIGURJÓNSSON, Lundarbrekku 6, Kópavogi, andaöist 1. september. María Þ. Pétursdóttir. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, BERGUR ANDRÉSSON, Fjölnisvegi 20, andaöist f Landspítalanum 1. sept. Ingibjörg Lérusdóttir, Sigurbjörg Ó. Bergsdóttir, Björn L. Bergsson. + Faöir okkar, tengdafaöir og afi, JÓN JÓHANNES KRISTINN DAGBJARTSSON, bifvélavirki, lést aöfaranótt 2. september sl. Jaröarförln veröur auglýst síöar. Fyrlr hðnd aöstandenda. Halldór Laufland Jóhannesson, Kolbrún Jóhannesdóttir. + Bróöir mlnn, SVEINN B. ÞÓROARSON, Hringbraut 86, andaöist þann 28. ágúst. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey. Kristinn B. Þóröarson og aörir vandamenn. + Móöir okkar, tengdamóöir og amma, AÐALHEIDUR GUDMUNDSDÓTTIR, Sólheimum 14, Raykjavlk, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 6. september kl. 15.00. Elín Ólafsdóttir, Ólafur Árnason, Ingþór Ólafsson, Carmen Ólafsson og barnabörn. + Ástkær elglnmaöur mlnn, faöir, sonur og tengdasonur, GARDARPÁLLBRANDSSON, tannlæknir, Hólavangi 1, Hellu, veröur jarösunginn frá Háteigskirkju, þriðjudaginn 4. september kl. 10.30 f.h. Nína Kristín Gunnarsdóttir, Elva Dögg Garöarsdóttir, Brandur Tómasson, Jónína M. Gísladóttir, Gunnar Sigurgíslason, Ásdís Haflióadóttir. Minning: Garðar Páll Brandsson Fæddur 16. júlí 1953 Dáinn 27. ágúst 1984 Hann Garðar Brandsson er dá- inn. Fregnin um lát hans kom sem reiðarslag yfir okkur, því hvernig er hægt að skilja að ungur maður sem er nýbyrjaður sitt lífstarf skuli svo skyndilega hrifinn burt frá eiginkonu og barninu sem í vændum er. Aðeins þrem kvöldum fyrir lát hans, sátum við saman í vinafagnaði og það var glatt á hjalla. Garðar var hress að vanda, var allur að ná sér eftir smáflensu sem hafði hrjáð hann frá helginni áður. En að þetta yrði síðasta kvöldið okkar saman var fjarri okkur öllum. Það var fyrir tæpu ári, að Garð- ar og Nína fluttust að Hellu og það var strax auðfundið, að þessi ungu hjón höfðu flutt úr stórborg- inni í lítið þorp út á landi með opnu hugarfari. Þau voru jákvæð á allt og ákveðin í að setjast hér að. Þar sem vinnustaðir okkar liggja innan sömu veggja tókust fljótt með okkur kynni sem hafa á skömmum tíma breyst í vináttu. Einnig juku sameiginleg áhuga- mál á kynni okkar. Þau hjónin gengu í Flugbjörgunarsveitina á Hellu og tók Garðar virkan þátt í starfi björgunarsveitarinnar þann tíma sem honum auðnaðist. Glaðværð Garðars Brandssonar og látlaus framkoma verður vin- um hans minnisstæð. Það birti upp í gráma hversdagsleikans, þegar hann gaf sér tíma til að skjótast milli vinnustaöa okkar til að ræða málin og munum við hugsa til þessara og annarra sam- verustunda með miklum söknuði. Eftirlifandi eiginkona Garðars er Nína Kristín Gunnarsdóttir. Þau gengu í hjónaband í apríl síð- astliðið vor og á hún von á fyrsta barni þeirra hjóna eftir rúman mánuð. Garðar lætur einnig eftir sig dóttur, sem heitir Elva Dögg, en hún er 12 ára gömul. Við sendum þér, elsku Nína, Elvu Dögg, foreldrum Garðars, tengdaforeldum og öðrum að- standendum okkar innilegustu samúðarkveðj ur. Guð blessi minningu hans. Hjördís og Gylfi. Framtíðin blasti við, björt og skær. Langur námsferill að baki og nú fór að koma í ljós árangur af erfiðinu. Nýgiftur og von á erf- ingja. En allt í einu dró ský fyrir sólu svo óréttlátt. Hvers vegna? Af hverju hann? Hann sem var alltaf svo jákvæður og heilbrigður. Við vorum vinahópur hér á Hellu, sem hittumst reglulega hlógum og spjölluðum og höfðum alltaf gaman af. Við vorum nýflutt og sáum fram á margar ánægju- legar stundir, enda með mörg sameiginleg áhugamál. Nú er allt i einu stórt skarð í þennan hóp höggvið, — skarð sem aldrei verð- ur aftur fyllt. Við sem eftir sitjum erum hljóð. Garðar Páll, tann- læknirinn á Hellu, er látinn. Hann kvæntist eftirlifandi eiginkonu si- nni, Nínu Kristínu Gunnarsdótt- ur, fyrir réttum fjórum mánuðum. Svo hamingjusöm, nýgift og verð- andi foreldrar. Nína mín, megi góður Guð styrkja þig í þeirri miklu sorg sem þú hefur þurft að ganga í gegnum og megi hann gefa þér styrk til að líta björtum augum á framtíðina. Anna — Gísli Ethel — Danni „Dáinn, horfinn” — harmafregn! Hvílíkt orð mig dynur yfir! En ég veit, að látinn lifir. Það er huggun harmi gegn. (Jónas Hallgrímsson) í dag kveðjum við vin okkar og skólafélaga, Garðar Pál Brands- son, í hinsta sinn. Ekkert okkar gat órað fyrir því að þurfa að horfa á eftir félaga okkar svo langt fyrir aldur fram. Þegar ungur maður nýbyrjaður lífsstarf sitt er hrifinn brott svo snögglega, stöndum við eftir skiln- ingsvana og spyrjum: Af hverju? Þeirri spurningu fáum við aldrei svarað. Fáir skilja að óreyndu hve sam- heldni verður mikil þegar fámenn- ur hópur á samleið í svo löngu námi. Garðar átti ríkan þátt í því að skapa það góða andrúmsloft sem ávallt ríkti innan hópsins. Hann átti auðvelt með að sjá skoplegu hliðar lífsins og gat gert grín að sjálfum sér og öðrum. Þar sem Garðar var sat gleðin í fyrir- rúmi og enn hljómar hlátur hans í hugum okkar. Garðar útskrifaðist frá Tann- læknadeild Háskóla íslands síð- astliðinn vetur. Langt og strangt nám var að baki. Framtíðin blasti við. í vor kvæntist hann eftirlif- andi eiginkonu sinni, Nínu Krist- ínu Gunnarsdóttur, og stofnuðu þau heimili á Hellu í Rangárvalla- sýslu. Þar starfræktu þau tann- læknastofu og vann Nína við hlið eiginmannsins. Eiginkonu, dóttur, foreldrum og öðrum aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð. Fríða, Guðrún, Jakob, Rúnar og Ægir. Drottinn gaf Garðar Pál sem geisla í lífið okkar og drottinn tók hann ungan í blóma lífsins til sín aftur. Minningar liðinna ára hrannast upp í huga mér. Barnæskan með gleði sinni og leikjum. Við fórum bátsferðir um víða veröld, í hug- arheimi okkar. Ævintýraferðirnar í Öskjuhlíðinni. Hernaðarvígi voru reist til varnar óvinum. Allt var svo auðvelt og skemmtilegt. Á unglingsárunum var það stolt mitt að eiga hann fyrir góðan frænda og fyrir góðan vin. Við gengum til prests saman, fermd- umst saman. Leiðir skildi um tíma. Áhugamálin breyttust. En núna síðustu árin vorum við farn- ir að endurnýja og styrkja vin- áttu- og frændsemisböndin, þegar kallið kom. Ég þakka elsku frænda mínum fyrir samverustundirnar og bið honum velfarnaðar í nýjum heimkynnum. Elsku Nína Kristín. Það er mik- ið á þig lagt. Orð mega sín lítils á þessari stundu, en megi litla barn- ið sem í vændum er gefa þér birt- una og gleðina hans Gæja á ný. Elsku Nína, Brandur og Elva Dögg. Ykkur var mikið gefið að eiga Gæja. Megi minningarnar ætíð verma ykkur um ókomna daga. Guð gefi ykkur öllum styrk. Heiða Vorið í mannlífinu er tímabil f ævi okkar allra. Þegar veröldin sýnir á sér beztu hliðarnar og framundan eru bjartari tímar. Lokið er við að sá og gróðurinn farinn að dafna. Garðar Páll frændi minn féll frá í vori sinnar tilveru. f æsku átti ég mikið samneyti við þennan frænda minn sem var leikfélagi af beztu gerð. Lífsfjör var hans aðall, sprækur, djarfur og til í flest. Tæpast húsum hæfur þegar bezt lét, glaðlyndur prakk- ari sem sveiflaði sér í ljósakrónum í 'Tarzanstíl. Hann var þeirrar náttúru að hafa gaman af því að kalla fram andköf og upphrópanir sem frænkur láta gjarna frá sér þegar eitthvað er brugðið út af mynstrinu. Þá ljómaði andlit hans í stríðnisglotti. Þegar Gæi fullorðnaðist varð hann alvörugefnari eins og geng- ur. En það var grunnt á glaðværð- + Útför VILBORGAR JÓHANNESDÓTTUR fré Geirshlíð, Langholtsvegi 2, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 6. sept. kl. 13.30. Bílferö veröur frá Reykholti sama dag. Upplýsingar í síma 5121. Börn og tengdabörn. + Ástkær eiginmaöur minn, faðir og bróöir, SIGURDUR KRISTINSSON, framkvæmdastjóri, Garöaflöt 19, Garöbaa, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, mlövikudaginn 5. septem- ber kl. 13.30. Halga Níelsdóttir, Baldur Sigurósson, Guðmundur Kristínsson, Kristel Pélsdóttir. + Útför RÖGNVALDS SIGURDSSONAR, vélstjóra fré Norðfirði, fer fram frá Fossvogskirkju miövikudaginn 5. sept. kl. 10.30 f.h. Blóm og kransar afþakkaöir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Slysavarnafélag islands. Freyja Jóhannsdóttir, Björk Rögnvaldsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.