Morgunblaðið - 27.10.1984, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1984
Grunnskólinn í
Ólafsvík teng-
ist kapalkerfi
Formaður Blaðamannafélags fslands, Ómar Valdimarsson (t.h.), og Örn Jóhannsson, varaformaóur Félags íslenzka
prentiðnadarins, takast í hendur að lokinni undirskrift samninganna í g«r. Milli þeirra er Guðlaugur Þorvaldsson,
ríkissáttasemjari, og Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri sáttasemjaraembættisins. Morgunbiaðtó/RAX.
Samningar tókust
við blaðamenn
SAMKOMULAG tókst í gær í kjara-
deilu Blaðamannafélags íslands og
Félags íslenzka prentiðnaðarins.
Samkomulagið er mjög í anda sam-
komulagsins, sem tókst fyrir tæpri
viku við Féiag bókagerðarmanna.
Upphafshækkun samninganna með
nokkrum f1okkatilf«rslum vegur um
10%. Samningar gilda frá undir-
skrift til ársloka 1985.
Ómar Valdimarsson, formaður
Blaðamannafélags fslands, sagði
að aflokinni undirskrift samning-
anna í gær, að hann væri tiltölu-
lega ánægður með samninginn, og
ekki sízt fyrir það að samkomulag
hafi náðst án þess að koma þyrfti
til vinnustöðvunar. Samningar
hafi tekizt með góðri samvinnu og
því að allir stefndu að sama
Fjölda reið-
hjóla stolið
í Hafnarfirði
ÁBERANDI hefur verið að reiðhjól-
um hafi verið stolið í Hafnarfirði að
undanförnu, svo að hreinlega er talað
um faraldur. Kveður svo rammt að,
að vart hefur mátt skilja reiðhjól eftir
ólæst utandyra. Fólk hefur verið
kærulaust um eigur sínar og skilið
þær eftir á glámbekk. Það scm af er
árinu hefur lögreglunni í Hafnarfirði
verið tilkynnt um 157 reiðhjól, sem
hafa horfið, og leikur grunur á að
flestum hafi verið stolið.
Lögreglan í Hafnarfirði beinir
þeim tilmælum til foreldra að þeir
gangi úr skugga um að börn þeirra
séu ekki með reiðhjól, sem ef til vill
séu illa fengin, og jafnframt að hjól
séu ekki skilin eftir í reiðileysi.
marki. Ómar kvaðst vilja minna
félagsmenn Blaðamannafélagsins
á félagsfund um samningana í
ráðstefnusal Hótels Loftleiða í
dag klukkan 15 og hvatti hann
blaðamenn til þess að fjölmenna á
fundinn.
Örn Jóhannsson varaformaður
Félags íslenzka prentiðnaðarins
sagði samningana vera sambæri-
lega við þá samninga, sem FÍP
hafi gert við FBM: Síðan sagði
Örn: „Eftir reynslu 6 vikna verk-
falls gefst blöðunum væntanlega
tækifæri til að koma út óhindrað í
framtíðinni."
ÍJTTEKT Morgunblaðsins á
starfsemi útvarpsstöðva og kap-
alkerfa víða um land síðustu vik-
ur leiddi í Ijós, að fyrir utan þær
þrjár útvarpsstöðvar, sem störf-
uðu í Reykjavík, voru a.m.k. sjö
til viðbótar starfræktar um lengri
eða skemmri tíma.
Kapalkerfi myndbanda eru
víða í bæjum á landsbyggðinni,
m.a. á Olafsfirði, í Stykkis-
hólmi og á Borgarnesi. í Ólafs-
vík er starfsemi slíks kerfis
blómleg, að sögn Vilhelms
Árnasonar, sem rekur Villa-
vídeó. Hann sagði, að þegar
hann hefði byrjað starfsemina
fyrir þremur árum, hefði um
þriðjungur íbúanna látið
tengja hús sín við kerfið, en nú
væru það um 95% íbúanna,
sem hefðu þessa þjónustu. „Við
erum alltaf að færa út kvíarn-
ar og það nýjasta er, að bráð-
lega leggjum við kapal í grunn-
skólann," sagði Vilhelm. „Að-
staða þar til upptöku er góð og
opnar mikla möguleika á
vinnslu eigin efnis, t.d. hefur
komið til tals að fundir bæjar-
stjórnar verði færðir þangað
og þeim sjónvarpað beint til
bæjarbúa. Ef veður eru sér-
staklega slæm væri jafnvel
hægt að leyfa börnunum að
vera heima og kenna þeim með
aðstoð sjónvarpsins."
Vilhelm Árnason sagði, að
engin tilraun hefði verið gerð
til að stöðva starfsemina frá
því að hún hófst fyrir þremur
árum.
Maður
rændur
UNGUR maður utan af landi
kom til höfuðborgarinnar, meðal
annars til þess að skemmta sér.
Hann fór á eitt veitingahús höf-
uðborgarinnar á fimmtudags-
kvöldið og hitti tvo menn, sem
kváðust vita um „greiðvikna
konu“ í Hafnarfirði. Fóru þeir
til Hafnarfjarðar en í stað þess
að efna loforð sitt, leiddu menn-
irnir unga manninn á afvikinn
stað þar sem þeir gengu I
skrokk á honum og höfðu af
honum um 6 þúsund krónur.
Maðurinn kærði atburðinn
til lögreglunnar, en ekki hefur
tekist að hafa hendur í hári
misindismannanna. Meiðsli
mannsins reyndust sem betur
fer ekki alvarleg.
Morgunbladið/RAX.
Gidlinbrú
Framkvæmdir við Gullinbrú, nýju brúna yfír Grafarvoginn, hafa gengið vel í sumar og haust. Ekki mun líða á
löngu þar til brúin verður akfær.
Kjaradeilunefnd:
Fleiri svæði
njóti almennrar
símaþjónustu
KJARADEILUNEFND hefur ákveð-
ið að símnotendur sem búa við
handvirka símaþjónustu um Fosshól
í Suður-Þingeyjarsýslu, Síðumúla í
Borgarfirði auk nokkurra af-
skekktra bæja á Vestfjörðum njóti
almennrar símaþjónustu þrjá tíma á
dag eins og áður hafði verið ákveðið
fyrír fjóra hreppa við ísafjarðardjúp.
Eins og kunnugt er virðir BSRB
ekki þetta fyrirkomulag og bann-
aði fólki sínu á ísafirði að afgreiða
annað en símtöl vegna öryggis- og
neyðarþjónustu. Jón Skúlason
póst- og símamálastjóri hafði
samband við blaðið í gær og vildi
láta það koma fram að þó síma-
menn virtu ekki þessa ákvörðun
Kjaradeilunefndar um almenna
simaþjónustu, þá gæti það fólk
sem býr á þeim nokkur hundruð
sveitabæjum á landinu sem væru
með handvirka síma alltaf hringt í
símstöðvarnar sem væru með sól-
arhringsvakt þó ekki væru af-
greidd nema neyðarsímtöl.
Stykkishóimur:
Mikið um rjúpu
StyUishólmi í okt
MIKIÐ hefur verið um rjúpu hér í
nágrenninu og hefir hún komið nið-
ur í byggð og flögrað hér um kaup-
túnið, sest á húsmæni og tínt í sarp-
inn í kringum húsin. Hún er mjög
gæf og hænd að fólki. Eg man ekki
til að jafn margar rjúpur hafi sést
hér um þetta leyti, enda einkenni-
legt þar sem enginn teljandi snjór
er kominn í fjöll, en það eru vana-
legust merki þess að rjúpan sé
væntanleg í byggð. Veit þetta ef til
vill á harðan vetur.
Fréttaritari
Vextir af verðtryggðum
lánum lækkaðir um
SEÐLABANKINN hefur í samráði
við innlánsstofnanir og viðskipta-
ráðuneytið ákveðið að samræma
vexti innlánsstofnana.
Samkvæmt þvi verða vextir af
verðtryggðum útlánum lækkaðir
og samræmdir, jafnframt því að
breytilegir vextir af eldri lánum,
þ.e. veittum fyrir 11. ágúst sl.,
verði færðir til sama horfs.
Lækkun vaxta á nýjum verð-
tryggðum útlánum mun nema
1—2% eftir mismunandi hæð
þeirra hjá einstökum stofnunum
fyrir breytinguna. Innlánsstofn-
anir munu hver fyrir sig til-
kynna gildistöku þessara vaxta
af lánum með verðtryggingu
miðað við lánskjaravísitölu, en
þeir verða sem hér segir: 1)
Lánstími allt að 2V4 ári 7%. 2)
Lánstími minnst 2% ár 8%.
Hækkun á vöxtum eldri lána
að þessu marki nemur 1%. Tek-
ur hún ekki gildi fyrr en unnt
verður að tiikynna hana með
lögformlegum hætti í Lögbirt-
ingablaðinu.
I fréttatilkynningu frá Seðla-
bankanum í gær segir m.a.:
„Þegar innlánsstofnunum var
veitt heimild til þess að ákvarða
eigin vaxtakjör frá 11. ágúst sl.,
að áskildu samþykki Seðlabank-
ans, sem hefur með höndum
vaxtaákvörðunarvaldið skv. gild-
andi lögum, leiddi það til þess,
að vextir hinna einstöku inn-
lánsstofnana urðu verulega mis-
munandi. Ætla má, að vaxtakjör
á sambærilegum inn- og útláns-
formum jafnist fljótlega fyrir
áhrif samkeppni á lánamarkaði,
enda þótt ótryggar verðlagshorf-
ur og mismunandi aðstaða
bankastofnana tefji þá aðlögun
um sinn. Misræmis ætti þó sízt
að gæta í vöxtum verðtryggðra
lána, jafnframt því að vextir
þeirra eru nú með hæsta móti
með tilliti til þess öryggis, sem
verðtryggingin veitir, en þeir eru
nú 8—9% af lánum til allt að 2%
árs og 9 10% af lengri lánum."