Morgunblaðið - 27.10.1984, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1984
13
Léttur í spori
Leiklist
Bolli Gústavsson
Leikfólag Akureyrar
Einkalíf
Höfundur: Noel Coward
Leikstjóri: Jill Brooke Árnason
Hönnun leikmyndar
og búninga: Una Collins
Lýsing og leikhljód:
Alfreó Alfreðsson
Þýðing: Signý Pálsdóttir og
Jill Brooke Árnason.
Þann 14. september sl. hóf
Leikfélag Akureyrar nýtt leikár
með frumsýningu á gamanleikn-
um Einkalífi, „Private lives",
eftir Noel Coward. Þessi létti
skemmtunarleikur hefur notið
fádæma vinsælda i meira en
hálfa öld; sérstaklega í hinum
enskumælandi heimi. Raunar er
það mesta furða um jafn létt-
vægan skáldskap og lítt frum-
legt sviðsverk, en sennilega hef-
ur það notið meðbyrs af a.m.k.
þremur ástæðum. í fyrsta lagi
var leikritið nýstárlegt í upp-
hafi, þá drógu vinsældir höfund-
arins ekki úr gengi þess, en hann
var í meira lagi fjölhæfur, og í
þriðja lagi vegna þeirra mörgu
frægðarleikara, er hafa leikið í
því, bæði austan hafs og vestan.
Fyrst skal fræg telja Noel Cow-
ard sjálfan og leikkonuna Ger-
trude Lawrence. Með þeim léku
þá sir Laurence Olivier og Adri-
anne Allen. Var leikritið þá bæði
sýnt í London og New York. Síð-
an hafa vinsældir þess ekki dvin-
að og óteljandi stjörnur sýnt
hlutverkum Elyot og Amöndu
áhuga. í maí 1983 var Einkalíf
enn frumsýnt á Broadway og þá
með Elizabeth Taylor í hlutverki
Amöndu og Richard Burton í
hlutverki Elyots. Þeir, sem
þekkja efnisþráð leikritsins,
skilja, hversu ágætlega það hef-
ur hentað þeim frægðarhjúum.
En, sem fyrr segir, þá nýtur
þetta verk ekki síst vinsælda
höfundar síns, sem setti mjög
svip á skemmtana- og leikhússlíf
á þriðja áratugnum og miklu
lengur. Auk þess átti hann eftir
að koma við í heimi kvikmynd-
anna og má geta þess i leiðinni,
að Einkalíf var tvisvar kvik-
myndað á fjórða áratugnum.
Þá má geta þess, að þau leikrit
sem Danir kalla „salonkomedie",
og helst er hægt að kalla ein-
skonar stofuskopleiki, blómstr-
uðu mjög á millistríðsárunum.
Þau verk voru yfirleitt sneydd
skáldlegu ívafi.
Tækniþróun og áhrif nýrra
uppgötvana settu svipmót sitt á
menningarlífið og þá ekki síst á
leiklist líðandi stundar. Bifreið
og simi urðu almenningseign. Þá
færðist öfgakennt fjör í sam-
kvæmishætti þeirra stétta, sem
betur máttu sín og nefndust
„fínar“. Viðmót fólks varð frjáls-
íegra. Þetta leiddi til þess, að
auðveldara varð fyrir höfunda
að móta frjálsleg og eðlileg sam-
skipti persóna á leiksviði, og
margir sömdu þá verk, sem bæði
voru raunsæ og athyglisverð.
Þeim, sem þekkja til verka
Noel Cowards, ber saman um, að
þótt þau risti hvorki mjög djúpt
i hugsun eða tilfinningum, veki
þau eigi að síður áhorfendur til
umhugsunar og megi teljast líf-
ræn leikhússverk. Og menn hika
ekki við, að nefna hann í sömu
andrá og listamennina Evelyn
Waugh, Huxley og Somerseth
Maugham. Þótt hann þoli engan
vegin samanburð við þá sem rit-
höfundur, hefur persónuleikinn
sennilega bætt það upp; töfrar,
sem ekki gleymast og settu
sannarlega svip á ákveðið tíma-
bil í sögu þjóðar hans.
Sýning Leikfélags Akureyrar
á þessu kunna verk nýtur þess,
að leikstjórinn, Jill Brooke
Árnason, skilur það og hefur þar
að auki með sér samlanda sinn
og Noel Cowards, Unu Collins,
sem hannað hefur leikmynd og
búninga eins og best verður á
kosið. Gengur allt liðlega á svið-
inu, snuðrulaust og með hröðu
„tempói“, sem er nauðsynlegt í
þessu tilviki. Leikritið hefur ver-
ið endurþýtt af þeim Signýju
Pálsdóttur og Jill Brooke Arna-
son. Er ekki að heyra annað, en
vel hafi verið að því verki staðið,
málfarið slétt og fellt eins og
hæfir leikritinu. Það er ástæða
til þess að taka það fram, að
menn fara í leikhús i þetta sinn,
til þess eins að skemmta sér og
nema hugblæ liðinna daga. Fer
einkar vel á því, að í hléum er
leikin tónlist af plötunni „Noel
Coward í Las Vegas“.
Að þessu sinni er ekki að tala
um minnistæða leiksigra, en
handbragð leikaranna er gott,
þegar á heildina er litið. Mikil
áhersla lögð á svipbrigði og
hreyfingar, sem þeir ráða yfir-
leitt við. Mikið veltur á góðum
samleik þeirra Sunnu Borg og
Gests E. Jónssonar í hlutverkum
Amöndu og Elyots. Þeim tekst
oft vel upp, ekki síst, þegar þau
sitja saman til borðs með Vikt-
ori og Sibyl, sem leikin eru af
Theodóri Júlíussyni og Guðlaugu
Maríu Bjarnadóttur. Þar var vel
haldið á svipbrigðum og við-
brögðum. Patrisía Jónsson leik-
ur Louise, franska þjónustust-
úlku, með miklum ágætum.
Ekki var annað að heyra, en
leikhúsgestir á Akureyri
skemmtu sér vel á frumsýningu.
Löngum hefur þótt skynsamlegt
að halda hægt og hóglega úr
hlaði, þegar lagt er í ferðalag.
Þann kost hefur LA tekið nú,
enda bíða framundan átaka-
meiri verkefni, sem fróðlegt
verður að sjá.
43307
Opið kl. 1—4 í dag
Furugrund
mjög góö 2ja herb. íbúð á 1. hðBÖ. Verö
1500 þús.
Birkihvammur
Goö 3ja herb. neöri hæö i tvibýll.
Góöur staöur. Verö 1750 þús.
Kársnesbraut
3ja herb. íbúö á 1. hæö í nýlegu fjórbýl-
ishúsi ásamt 25 fm bílskúr
Ásbraut
4ra herb. ca. 100 fm íbúö á 1. hæö
ásamt bílskúr. Verö 2050 þús.
Kjarrhólmi
4ra herb. ca. 105 fm íbúö á 3. hæö.
Verö 1900 þús.
Laufás
Góö 140 (m 4ra—5 harb. neöri
sérhæö ásamt 40 fm bilskúr.
Möguleik! á aö taka minni eign upp
í.
Arnartangi
Gott 160 fm einbýli á einni hæö ásamt
30 fm bilskúr. Möguleg útb. 60%. Verö
3.5 millj.
Hvammar Kóp.
Gott 250 fm einbýtt á tveimur hæöum
ásamt bilskúr.
Sæbólsbraut
Fallegt 270 fm raöhús ásamt bílskúr.
Ýmsir möguleikar. Afh. fokhelt nú þeg-
ar.
Atvinnuhúsnæði
viö Dalbrekku i Kóp. Vmsir möguleikar.
KIÖRBÝLI
FASTEIG N ASALA
Nýbýlavegi22 lllhæól
(Dalbrekkumegin)
Sími 43307 I
Sölum. Sveinbjörn Guðmundsson.
Rafn H. Skúlason, Iðgfr.
I MIÐBÆNUM
Til sölu einstaklingsíbúðir við Tryggvagötu í hinu nýendurgerða Ham-
arshúai. Allar (búðirnar afhendast málaðar, með parketi á gólfum. Nýtt
rafmagn. Danfoss.
Einstaklingsíbúöir frá kr. 880.000,00
1. Fyrir næstu áramót 200 þús.
2. Jan.—des. 1985 225 þús.
3. Jan.—apríl 1986 75 þús.
4. Lán seljenda til 11 ára 380 þús.
Samtals 880 þús.
Upplýsingar kl. 1—3
Blönduhlíð — sérhæð
Snyrtileg efri sérhæð í góðu húsi. Hæðin er 130 fm.
Tvær stórar samliggjandi stofur. Rúmgott eldhús.
Stórt hol. Yfir hæöinni er stórt manngengt ris. Bíl-
skúrsréttur. Ákveðin sala. Gæti losnaö strax. Útb.
samkomulag. Verö 2,8—2,9 millj.
BÚSTAÐIR — fasteignasala.
Opiö í dag og sunnudag frá kl. 13—17.
Sími 28911.
Jóhann Daviösson
Björn Arnason.
Helgi H. Jónsson v
ff
BJARG
FASTEIGNAMIÐLUN
Goðheimum 15
•íma' 68-79-66
68-79-67
Opið í dag frá
kl. 12—4
2ja herb.
ÁLFHEIMAR
55 fm góð íbúö á jarðhæö. Laus
strax. Verð 1350 þús.
LAUGARTEIGUR
Glæsileg íbúö á jarðhæð, ca. 75
fm. Ný eldhúsinnrétting. ibúö í
sérflokki i grónu hverfi.
3ja herb.
MÁVAHLÍÐ
70 fm íbúö. Laus tljótlega. Verð
1550—1600 þús.
HRAUNBÆR
Ca. 100 fm íb. á 2. haBÖ. Tvö
stór svefnherb., góö stofa.
Stórt aukaherb. á jaröhæö.
Verö 1700 þús. Skipti á stærri
eign æskil. Góöar greiöslur í
milligjöf.
HRAUNBÆR
90 fm góö íbúö á 2. hæð. Verö
1800 þús.
ÞANGBAKKI
Glæsileg íbúö á 2. hæö i lyftu-
húsi. Rýming samkomulag.
BUGÐULÆKUR
100 fm góð íbúö. Verö 1850
þús.
4ra—5 herb.
HRAUNBÆR
Ca. 140 fm góð ibúö, 5—6
herb. Þvottah. innifaliö eldh.
Verð 2,3 millj.
HRAUNBÆR
Ca. 110 íb. ásamt herbergi i
kjallara. Verö 2 millj.
Sérhæðir
SELVOGSGRUNN
130 fm efri sérhæö. 3 svefn-
herbergl, góö stofa, cef. 40 fm
svalir. Verð 2,7 millj.
HAFNARFJÖRÐUR
Ca. 140 fm góö efri sérhæð. 5
svefnherb., stór stofa, þvottah.
á hæðinni. Bilsk. Verö 3,2 miilj.
HRAUNBÆR
146 fm gott raöhús. Stór stofa,
4 svefnherbergi. Uppsteyptur
bílskúr. Verö 3,2 millj.
KAMBASEL
Sérhæö með 3 svefnherbergj-
um. Stór stofa, sér þvottahús
og geymsla.
Raðhús
HRAUNBÆR
Fallegt raöhús ca. 146 tm. Stór
stofa, 4 svefnherb. Þvottahús
innaf eldhúsl. Góöur bílskúr.
Skipti möguleg á 3ja herb. ibúö.
KLEIFARSEL
Vandað 160 fm raöhús. Góö
stota, 4—5 svefnherb. Inn-
byggöur bílskúr. Skiptl möguleg
á 4ra herb. íbúð.
STEKKJARHVAMMUR
HAFN.
Glæsilegt 180 fm raöhús. Fal-
legar stofur, 3 svefnherb.,
baöstofa i risi. 20 fm bílskúr.
Einbýlishús
HRYGGJARSEL
Glæsilegt einbýlishús í Selja-
hverfi. Stórar stofur og góöar
innréttingar. Séribúö i kjallara.
Stór, tvöfaldur bílskúr.
Höfum kaupendur að
eftirtöldum eignum:
4ra herb. íbúö í Seljahverfi.
Raöhús eöa einbýli í Austur-
borginni.
Sérhæö í góöu hverfi.
Opiö alla daga frá kl. 10—21.
Skúli Bjarnason hdl.