Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 14
86
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984
„Þakkir fólks þægileg vís-
bending um árangur í starfi“
— segir Jakob Þ. Möller sem starfað hefur hjá Mannréttindadeild SÞ sl. 13 ár
ÍSLENSKUR lögfræðingur, Jakob
Þ. Möller að nafni, hefur starfað hjá
Sameinuðu þjóðunum sl. 13 ír.
Hann hóf störf hjá mannréttinda-
deild SÞ árið 1971 sem þá var stað-
sett í aðalstöðvum SÞ í New York.
Árið 1974 var sú deild flutt til Genf
og þar hefur Jakob starfað síðan.
Hann var staddur hér á landi fyrir
skömmu í örstuttu fríi en gat þó gef-
ið sér tíma til að spjalla við blaða-
mann. Hann var fyrst inntur eftir því
hvað hefði orðið til þess að hann hóf
störf hjá Sameinuðu þjóðunum.
„Að loknu laganámi fékkst ég
við dómsstörf hér á landi í nokkur
ár,“ sagði Jakob, „en hafði ávallt
brennandi áhuga á starfsemi SÞ.
Árið 1971 fékk ég launalaust leyfi
í tvö ár til kynna mér starfsemi
mannréttindadeildar SÞ. Mér lík-
aði svo vel þar, að jafnvel þó að
dómsstörfin hafi verið mjög
áhugaverð þá hef ég ekki enn haft
mig i að snúa aftur til f slands."
Hvað er svo mannréttindadeild
Sameinuðu þjóðanna?
„Mannréttindadeild SÞ er sá
armur skrifstofu SÞ sem sér um
að undirbúa og halda fundi þeirra
nefnda á vegum SÞ, sem fjalla um
mannréttindamál. Á fyrsta ári SÞ
annaðist mannréttindadeildin
fundahald þriggja nefnda, mann-
réttindanefndar sem sett var á
stofn árið 1946, nefndar um stöðu
kvenna og undirnefndar um rétt-
indi minnihlutahópa. Síðan þá
hefur mikið vatn runnið til sjávar
og í dag eru á vegum mannrétt-
indadeildarinnar milli 20 og 30
mismunandi nefndir. Þegar á
fyrstu árunum var starfsmanna-
fjöldinn hjá mannréttindadeild-
inni milli 50 og 60 manns. Á þeim
30 til 40 árum sem síðan hafa lið-
ið, hefur sá hópur stækkað furðu
lítið og er ennþá innan við hund-
rað manns. Deildin hefur aukið
við sérmenntaða starfsmenn um
hálft starfsgildi á undanförnum
30 árum og þykir mörgum það
vera harla lítil aukning, miðað við
umsvif SÞ síðan, á vettvangi
mannréttindamála."
Hver er ástæða þess að svo erf-
itt hefur reynst fyrir mannrétt-
indadeildina að færa út kvíarnar?
„Stofnskrá SÞ kveður á um það
að meginhlutverk þeirra sé annars
vegar að efla og halda friðinn í
heiminum og hins vegar að efla og
auka virðingu fyrir mannréttind-
um um heim allan. Sameinuðu
þjóðirnar eru reknar samkvæmt
fjárlögum eins og aðrar stofnanir
og allsherjarnefnd þingsins skipt-
ir niður fjárveitingum til hinna
ýmsu þátta. Sá þáttur sem ber yf-
irskriftina mannréttindi fékk
lengi framan af milli 1 og 2% fjár-
veitingu en nú er hún komin niður
i 0,7%. Á þessu kunna að vera
margar skýringar en mörgum
finnst þetta furðulítil fjárveiting
til mannréttindamála.
Vaxandi starfsemi á sviði
mannréttinda er ýmsum aðildar-
ríkjum SÞ þyrnir í augum og fer
það eftir pólitískum vilja þeirra
hve mikið hún er efld. f því sam-
bandi má geta þess að ákvæði í
stofnskrá SÞ kveður á um það að
þær hafi engan rétt til að skipta
sér af innanríkismálum hvers að-
ildarríkis. Aðildarríkjunum hætt-
ir mjög til þess að líta á mannrétt-
indamál sem innanríkismál og
hélt þessi skoðun velli lengi fram-
an af. Á síðari árum hefur þó orð-
ið mikil breyting þar á og nú er
það almennt viðurkennt í þjóðar-
étti að SÞ hafi heimild til að fjalla
um mannréttindi hvar sem er í
heiminum."
í hverju er svo starfsemi SÞ í
sambandi við mannréttindamál
fólgin?
„Fyrsta og helsta viðfangsefni
SÞ í þessum efnum var að semja
yfirlýsingar og alþjóðalög á hinum
ýmsu sviðum mannréttinda.
Fyrsta meiriháttar yfirlýsingin,
sem samþykkt var af allsherjar-
þinginu, var mannréttindayfirlýs-
ingin árið 1948. Hún er ekki al-
mennt talin hafa lagagildi en hef-
ur lagt grundvöllinn að flestum
þeim alþjóðasamningum og sam-
þykktum i mannréttindamálum
sem síðan hafa verið gerð. Starf-
semi SÞ skiptist i fjóra megin-
þætti. í fyrsta lagi eiga þær að
semja alþjóðalög á sviði mann-
réttinda, í öðru lagi sjá um rann-
sóknir og skýrslugerðir um ástand
mannréttinda almennt, í þriðja
lagi að sjá um upplýsingastarfs-
emi og námskeiðahald og i fjórða
lagi að fylgjast með því hvernig
mannréttindum er framfylgt i
heiminum.
Síðastnefndi liðurinn er orðinn
mjög yfirgripsmikill nú, en á
fyrstu árum SÞ var hann nær
óhugsandi. Það sem olli þáttaskil-
um i þessu sambandi var þegar
allsherjarþing SÞ á sjöunda ára-
tugnum hafði þrek til þess að við-
urkenna einróma, að kynþátta-
misréttisstefna Suður-Áfríku
væri brot gegn mannkyninu sem
SÞ bæri skylda til að beita sér
gegn. Næsta dæmið um pólitíska
samstöðu á þinginu má nefna þeg-
ar ákveðið var að fjalla um mann-
réttindi á svæðunum sem hernum-
in höfðu verið af ísrael og þriðja
dæmið var þegar herforingja-
stjórnin í Chile steypti Allende af
stóii árið 1973. Upp úr því má
segja að augu manna hafi opnast
og sú skoðun fór að ryðja sér til
rúms að SÞ mættu fjalla um
mannréttindabrot hvar sem er í
heiminum."
Hvaða aðferðum beita SÞ í því
skyni að hafa áhrif á ríkisstjórnir
þeirra landa þar sem gróf mann-
réttindabrot eru höfð í frammi?
„Þó að SÞ hafi að sjálfsögðu
engin tök á því að breyta stjórn-
arfari aðildarríkjanna þá er eng-
inn vafi á því að ríkin eru mjög
viðkvæm fyrir því að um þau sé
fjallað og þau gagnrýnd, hvort
sem það gerist á opnum eða lokuð-
um fundum. Sú aðferð að fjalla
um hlutina og beina athygli al-
mennings að grófum mannrétt-
indabrotum, hvar sem þau eiga
sér stað í heiminum, hefur þó
nokkur áhrif. Á sfðustu árum hef-
ur athyglin aðallega beinst að
skyndiaftökum og aftökum án
dóms og laga, sem þvf miður eiga
sér stað vfða. Einnig beinist at-
hyglin að mannhvörfum, þar sem
talið er að stjórnvöld í ýmsum
ríkjum beri ábyrgð á því að póli-
tískir andstæðingar hverfa jafnvel
Jakob Þ. Möller Mbl./ Ámi Sæberg
þúsundum saman.
Nú fer mikið starf fram innan
mannréttindadeildarinnar, sem
felst í þvf að upplýsa hver hafi
orðið örlög þessa fólks sem horfið
hefur og jafnvel þó að einungis
kunni að takast að upplýsa örlög
hluta þess, hefur mikið áunnist. A
síðustu tíu árum hefur rannsókn á
meintum, grófum og útbreiddum
mannréttindabrotum, beinst að
ekki færri en 20 til 30 aðildarríkj-
um.“
f hverju er svo starf þitt hjá
mannréttindadeild SÞ fólgið?
„Þegar SÞ voruu stofnaðar var
einstaklingurinn ekki viðurkennd-
ur sem aðili að þjóðarrétti. Þær
upplýsingar og efniviður, sem SÞ
þurftu að vinna úr á sviði mann-
réttinda eins og á öllum öðrum
sviðum, var það sem fengið var frá
ríkisstjórnum aðildarríkjanna
sjálfra. Þegar á fyrstu árum SÞ
tóku að berast bréf frá einstakl-
ingum, hópum og félagasamtökum
hvaðanæva úr heiminum, sem
innihéldu upplýsingar um meint
mannréttindabrot. Engin tök voru
samt á því að nýta á einn eða ann-
an hátt þessa uppsprettu af upp-
lýsingum. Mannréttindanefndin
sjálf lýsti því þegar yfir árið 1947,
að hún hefði enga heimild til að
nýta sér þær upplýsingar sem
þannig bárust. Það var ekki fyrr
en um miðjan sjöunda áratuginn
að ráðið gaf loks heimild, fyrir
áeggjan allsherjarþingsins, fyrir
því að slíkar upplýsingar frá ein-
staklingum o.fl. yrðu teknar til
greina.
Hluti af starfsmönnum mann-
réttindadeildarinnar, 14 manns,
hefur það höfuðverkefni að vinna
úr þeim 40 til 50 þúsund klögu-
málum sem berast á ári hverju og
leggja þau fyrir hinar ýmsu
nefndir, í því formi og búningi
sem að gagni má koma. Sérhverju
bréfi er svarað, útdrættir gerðir
úr þeim og þeir lagðir fyrir hinar
ýmsu nefndir. Þá er afrit af
hverju bréfi sent viðkomandi ríki,
án þess þó að geta um höfund þess
og er ríkinu þar með gefinn kostur
á að svara þeim ásökunum sem í
efni bréfsins felast. Þannig getur
víðtæk rannsókn síðar átt sér
stað, sem að meginhluta til er
byggð á upplýsingum frá óopin-
berum aðilum.
Mitt verkefni hjá Sameinuðu
þjóðunum hefur síðan 1971 verið
að skipuleggja og veita þessum
þætti starfseminnar forstöðu.
Efnið er unnið upp í hendur 7 til 8
nefnda, sem hver um sig fjalla um
mismunandi svið. Sumar þeirra
starfa samkvæmt ályktunum SÞ
sem ekki hafa beinlínis lagagildi
af þjóðarrétti, aðrar byggja starf
sitt á mannréttindasamningum
sem eru bindandi lög fyrir þau
ríki, sem gerast aðilar að viðkom-
andi samningum. Sá hópur
starfsmanna sem ég hef nú yfir-
umsjón með telur 14 manns og
þeirra á meðal eru þjóðréttar-
fræðingar frá hinum ýmsu heims-
álfum.“
Hefur mikill árangur náðst í
baráttunni gegn meintum mann-
réttindabrotum?
„Það verður ætíð erfitt að meta
það hve mikill árangur hefur
náðst með þessu starfi. Telja verð-
ur þó að hann sé allnokkur ef taka
á mið af því að ríki hafa beinlínis
breytt lögum sínum til þess að út-
rýma misrétti, en það stangast á
við alþjóðalög. Þau þakkarbréf
sem berast hundruðum saman á
ári hverju, frá einstaklingum og
fjöldskyldum sem telja SÞ hafa
leyst vanda sinn, eru þægileg vís-
bending um árangur í starfi,"
sagði Jakob að endingu.
Herbergi nr. 419 var óvenjulega
smekklegt. meö öilum nútímaþœglnd.
um undir berum bltum hinnar ðidnu
buröargrlndar I sumum öörum her-
bergjum eru bllar meira Aberandi, svo
og berir múrsteinsveggir. Herbergiö
náöi yflr heila húsbreidd út aö Prlns-
engracht og var fullt a(sólsklnl.
Hinir björtu og samstæöu lltir herberg-
islns og búnaöar þess mðgnuöu sumar-
stemmninguna. Stólar og annar búnaö-
ur var hlnn þægilegasti og vandaöasti.
Sama var aö segja um baöherberglö.
Allt var hreint og nýtt sem ónotaö vasrl,
indæl hótelvin i Amsterdam.
Yflrteltt mælum vlö meö slfkum her-
bergjum, sem snúa út aö síkjum. En á
Pulitzer var viöa fallegt útsýni úr bak-
herbergjum niöur f fríösælan hóleigarö-
inn meö indælu kastaniutré, svo aö hin-
ir óheppnu veröa líka heppnlr.
Frá Pulitzer eru aöefns 300 metrar aö
Húsi önnu Frank og annaö eins aö
tiskuhverflnu Jordaan.
- _________
Pulitzer hóteliö
í Amsterdam
I leiöeógubók einni „Ævintýratoga
Amatordam," oogir Jónaa Kríatiána-
soo, rttstjori, meöal annars:
17. aldar og sum trá þvi um 1600, trá
tima Ouöbrands blskups Þortákssonar.
Fteet hlnna 200 herbergja hótelslns
snúa aö Prlnsengracht, en f raunlnnl
nær hótellö meíra eöa minna yflr heila
húsablokk milli þess sfkls og Keizer-
gracht. Þar aö aftanveröu er gengiö til
hótelbars og veitingastofunnar Goeds-
bloem, sem er þekkt fyrlr hina nýju,
frðnsku matargeröarlist.
Aö utanveröu bendlr fátt til, aö hér sé
hótel hiö Innra. Anddyriö er litlö og yfir-
lætlslaust og starfsliölö er þægtlegt og
afslappaö A jaröhæöinni eru mlkllr
rangatar inn húsagarölnn aö hóteiparl-
Flu9,éla9 meö ferskan blæ.
WARNARFLUG
Lágmúla 7 — Sími 84477.
Priöja vildarhóteltö okkar er Pulltzer.
þar sem viö höfum notlð eins fegursta
hótetherbergis, sem viö höfum séö. Allt
hóteiiö er tnnréttaö af frábærri smekk-
visl i nútímastíl innan i sautján samllggj-
andi húsum. Þau eru flest frá fyrrl hlufa
Birt með leyfi Fjölva útgáfunnar.
inum vlö Keizergracht.
Lyfta er i hóteltnu. en eigi aö siöur þurfa
menn sifeilt aö ganga upp og niöur
smátrðppur, þvi aö gólfln i húsunum
sautján standast engan veglnn á. Þetta
eru skemmtileglr gangar fyrir þá. sem
ekki eru fatlaöfr.
Helgarferöir (3 nætur)
kr. 12.484.
Vikuferöir (7 nœtur)
kr. 15.006.
bmHaiið i verði: Flug tH og fré
Amsterdam, géstlng f 2js manna her-
bergi með morgunmat.
Manntjón
í hótelbruna
í Manila
MaaUla, 10. nóvember. AP.
ENN EINN hótelbruni kom upp í
nótt í Manilla á Filippseyjum. Sjö
manns létust og þrettán brenndust
eóa slösuðust þegar þeir reyndu að
stökkva út um glugga. Eldurinn kom
upp í Las Palmas-hótelinu, sem er í
grennd við Ambassador-bótelið sem
skemmdist mikið 1 eldi fyrir fáeinum
dögum og þá létust tíu manns. Tals-
maður sjúkrahúss þess sem fólkið
var flutt á sagði, að ekki hefði tekizt
að bera kennsl i alla sem létust en
sumir væru útlendingar. Hann sagði
að sumir af hinum slösuðu væru 1
lífshættu.
Hótelbrunar í Manilla eru að
verða meiriháttar plága og mein
og á undanförnum árum hafa tug-
ir manna látizt í slíkum eldsvoð-
um og skemmdir orðið gríðarleg-
ar. Sem stendur er ekki vitað
hvort grunur leikur á að um
íkveikju hafi verið að ræða, en
hótelbrunar eru tiðari en svo í
Manilla, að menn telji það geta
verið með felldu að sögn ÁP.
ÁskriftarsJminn cr 83033