Morgunblaðið - 11.11.1984, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 11.11.1984, Qupperneq 16
88 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Skelflettur humar Court-bouillon 'h flaska ódýrt hvítvín 1 'h dl vatn 1 lítill sellerístöngull (notið laufið með) 1 lítill laukur 1 lítil gulrót nokkrir stilkar af steinselju (laufið notað í annað) xh lárviðarlauf 6 svört piparkorn 1 tsk timian (blóðberg) eða basilikum 1 tsk salt. 1. Afhýðið og skerið laukinn í sneiðar. Skerið gulrót- ina í þunnar sneiðar, skerið þvert á sellerístöpngulinn í litla bita. 2. Setjið hvítvin, vatn, salt og krydd í pott. Bætið síðan lauk, gulrót og sellerístöngli út í. 3. Látið sjóða undir hlemm við mjög hægan hita i 20—30 mínútur. 4. Síið soðið á vírsigti áður en þið sjóðið humarinn í því. Soðinn humar Handa 4 sem forréttur en 2 sem aðalréttur 250 g skelflettur humar 3—4 dl court boullion Notið frekar lítinn pott. Fiskurinn þarf að vera alveg á kafi i soðinu meðan hann er að sjóða. Lítið á klukkuna og takið tímann nákvæmlega. 1. Látið soðið sjóða. 2. Leggið humarinn hlið við hlið í soðið. Bregðið hlemmnum á pottinn meðan suðan er að koma upp, minnkið strax hitann og látið sjóða í 5 mínútur. 3. Takið humarinn strax úr soðinu. Hvolfið disk yfir og haldið heitum. 4. Haldið áfram að sjóða humarinn á þennan hátt þar til allt er soðið. Meðlæti: Ristað brauð og smjör sem saxaðri stein- selju er stráð yfir. Hrísgrjóna/sprotakálshríngur með soðnum humri Sprotakál er íslenzkt nafn á brokkoli. Handa 5. 2 dl stór, löng hrísgrjón 2'h dl vatn 'h tsk salt 250 g sprotakál 100 g rjómaostur án bragðefna 500 g skelflettur humar Nýlega kom á markaðinn laus- frystur, skelflett- ur humar. Þessi humar er unninn á Akranesi og er mjög góð og handhæg vara. Gæði humarsins eru alls ekki minni, þótt búið sé að taka skelina af hon- um. Þótt viss „sjarmi" sé yfir að borða humarinn úr skelinni, vex mörgum það í augum að brjóta skelina og ná fiskinum úr, og vissulega krefst það æf- ingar. Fáir borða svo mik- inn humar að þeir nái leikni í þeirri list. Humar er dýr matur og vanda þarf til matreiðslu á hon- um. Suða þarf að vera mjög nákvæm, maður þarf helst að standa með klukkuna í hendinni með- an humarinn sýður. Sé hann ofsoðinn verður hann seigur og missir gæði sín. Gott er að sjóða humarinn í svonefndu „Court-bouillon", sem er þekkt soð úr hvítvíni, kryddi og grænmeti, sem er ætlað til að sjóða fisk í. Nota má ódýrt hvítvín. Magn soðsins fer eftir stærð pottsins, en best er að nota lítinn pott, raða humrinum hlið við hlið í sjóðandi soðið og láta soð- ið fljóta alveg yfir. Marg- ar uppskriftir eru til af „Court-bouillon", en ég birti aðeins eina hér að sinni. Sú uppskrift hefur reynst mér vel. Áður en humar er matreiddur, þarf að þíða hann og helst í kæliskáp. 1. Þvoið hrísgrjónin, setjið síðan í pott með vatni og salti. Sjóðið undir loki í 10 mínútur. 2. Hrærið rjómaostinn út f hrísgrjónin í pottinum. Setjið síðan smátt saxað sprotakálið út i. Sjóðið áfram undir loki í 7—10 mínútur. 3. Takið pottinn af hellunni, setjið hrísgrjónin með skeið í eldfast hringmót. Þrýstið grjónunum vel niður svo að þau verði þétt í mótinu. 4. Hitið bakarofn í 200°C og bakið grjónin í ofninum í 10 mínútur. 5. Skerið niður með mótinu og hvolfið á kringlótt fat. 6. Sjóðið humarinn eins og segir hér að framan. 7. Setjið humarinn í miðju mótsins. Sósa 1 bikar sýrður rjómi 1 msk olíusósa (mayonnaise) 1 tsk milt sinnep 5 dropar tabaskósósa 2 tsk saxaður piklis eða tilbúinn relish í krukku. Hrærið allt saman og berið með í skál. Salat úr humri með avokado Handa 5 250 g humar 1 meðalstór þroskaður avokadoávöxtur 1 msk sítrónusafi 1 bikar sýrður rjómi 2 msk olíusósa (mayonnaise) 5 dropar tabaskósósa nokkur blöð blaðsalat eða kínakál 1. Sjóðið humarinn eins og sagt er hér að framan. Kælið. 2. Skerið avokadóávöxtinn í tvennt, niður með stein- inum. Kippið honum síðan í sundur. Takið steininn úr. 3. Afhýðið avokadóávöxtinn og skerið í litla bita. Hellið sítrónusafa yfir bitana. Hrærið vel saman og látið sítrónusafann þekja alla bitana. Þerrið siðan bitana með eldhúspappír. 4. Blandið saman sýrðum rjóma, olíusósu og tabaskó- sósu. 5. Skerið humarinn í litla bita. 6. Setjið humar og avokado út í sósuna og blandið saman með tveimur göfflum. 7. Þvoið blaðsalatið. Raðið á fat eða inn í skál. Hellið salatinu á salatblöðin. Meðlæti: ristað brauð. Glóðarsteiktur humar Handa 5. 500 g skelflettur humar 150 g brætt smjör safi úr 'h sítrónu 'h tsk salt 1. Setjið salt og sítrónusafa út í brætt smjörið. 2. Þerrið humarinn með eldhúspappír, veltið síðan upp úr smjörblöndunni. 3. Hitið glóðarristina í 10 mínútur. 4. Raðið humrinum á skúffuna úr bakarofninum, setjið skúffuna ofarlega í ofninn og glóðarsteikið í 3—4 mínútur á hvorri hlið. Meölæti: ristað brauð og smjör. Hef opnað læknastofu í Austurstræti 6, 5. hæð. Viötalsbeiöni í síma 621776 kl. 15—17 alla virka daga. Hulda Guömundsdóttir fólagsráögjafí. Víötalsmeöferö — psykoterapia einstaklinga, hjóna og fjölskyldna. Læknastofa Hef opnaö stofu í Læknastofunni Álf- heimum 74. Tímapantanir í síma 686311 alla daga. Stefán Eggertsson, háls- nef- og eyrnalækningar,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.