Morgunblaðið - 11.11.1984, Page 18

Morgunblaðið - 11.11.1984, Page 18
90 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 Rústum og gæsum hefur fjölgað frá því tók að kólna eftir 1960 Rætt við Þóru Ellen Þórhallsdóttur grasafræðing Viðtal: ELÍN PÁLMADÓTTIR „Þjórsárver eru gróðurlendi sem myndast milli upptakakvísla Þjórsár suður af Hofsjökli. Þau eru túndra, og er sífreri undir talsvert stórum hluta þeirra, frá nokkrum sentimetrum upp í fáeina metra á þykkt. Sífreri er að mestu, en þó ekki eingöngu, bundinn við gróið land. Mikill hluti Þjórsárvera er vot- lendi. Rústir eru víða, en þær eru bunguvaxnir hólar með kjarna úr frosnum jarðlögum og ís. Gróður er mjög fjölbreyttur, en einnig er í verunum stærsta heiðagæsavarp í heiminum.“ annig hefst skýrsla Þóru Ellenar Þórhallsdóttur, líffræðings, um gróður og jarðveg í Þjórsárverum og áhrif Kvíslaveitu. En þar hefur hún undanfarin sumur stundað vist- fræðilegar athuganir. Hvati þeirra eru fyrirhugaðar virkjun- arframkvæmdir á efra vatnasvæði Þjórsár, sem m.a. gera ráð fyrir stóru lóni ofan við Norðlingaöldu, sem gengi nokkuð upp á verin báð- um megin árinnar. í friðlýsingu Þjórsárvera í árslok 1981 segir að þótt mannvirkjagerð, jarðrask og aðrar breytingar á landi, svo og breytingar á rennsli vatna og vatnsborðshæð séu óheimilar nema til komi leyfi Náttúruvernd- arráðs, þá sé Landsvirkjun heimilt að veita til Þórisvatns úr upp- takskvíslum Þjórsár á Sprengi- sandi og austurþverám hennar enda kappkostað að halda um- hverfisáhrifum mannvirkja í lág- marki. Síðan segir í friðlýsing- unni: „Ennfremur mun Náttúru- verndarráð fyrir sitt leyti veita Landsvirkjun undanþágu frá frið- lýsingu þessari til að gera uppi- stöðulón með stíflu við Norðlinga- öldu í allt að 581 m yfir sjávar- máli, enda sýni rannsóknir aö slík lónsmyndun sé framkvæmanleg án þess að náttúruverndar- gildi Þjórsárvera rýrni óhæfilega að mati Náttúruverndarráðs o.s.frv." Þessar rannsóknir hófust svo 1981, unnar á Líffræðistofnun Háskólans eftir samningi við Landsvirkjun og standa enn. Þar kemur Þóra Ellen til sög- unnar. Hún kom heim frá námi sumarið 1981 og ætlaði að vinna hér í fimm mánuði, en var þá boð- ið að taka að sér þetta viðfangs- efni í Þjórsárverum. Hún hafði farið til starfa á rannsóknastöð er hreinsar drykkjarvatnið handa Lundúnabúum eftir stúdentspróf frá MH 1974. Tók síðan til við grasafræðinám við Háskólann í Wales og lauk þar BS-prófi 1977. Var þá boðinn þriggja ára alhliða styrkur og tók til við doktorsverk- efni, sem hún lauk á sl. vori. Þar fjailaði hún um það hvernig plöntusamfélög eru byggð upp, hvort plönturnar raða sér upp til- viljanakennt eða hvort eitthvert mynstur er í því hvernig þær gera það. Þegar henni var boðin þessi rannsóknavinna í Þjórsárverum, stóðst hún ekki mátið og fluttist heim vorið 1982. „Ég hugsaði mig lengi um,“ sagði Þóra Ellen í viðtali um þess- ar rannsóknir og tildrög þeirra„. Þetta var einstakt tækifæri. Hent- aði mér sérstaklega vel þar sem maður hefur frjálsar hendur við skipulagningu á rannsóknunum og ekki síður af því það er vinna á fjöllum. Hálendið freistaði mín mikið. Ég hafði verið í 4 sumur leiðsögumaður með Guðmundi Jónassyni á hálendinu. Var svo heppin að fá að vera með Guð- mundi sjálfum fyrstu sumrin og það var þá sem ég heillaðist alveg af íslenska hálendinu. Ég hugsa að mér hefði verið meira sama þótt ég settist að erlendis ef ég hefði ekki fyrir tilviljun lent í því. En þá leit helst út fyrir að ég mundi setj- ast að erlendis." Dratthalavatn sem líkan „Þessar rannsóknir eru nokkuð ólíkar flestum fyrri líffræði- rannsóknum sem stofnað hefur verið til hér á landi vegna mann- virkjagerðar. Þar hafa yfirleitt verið almennari lífríkiskannanir, enda oft um frumrannsóknir að ræða. Á síðasta áratug voru gerð- ar umfangsmiklar athuganir á heiðagæsinni undir stjórn Arn- þórs Garðarssonar prófessors og Hörður Kristinsson prófessor hef- ur séð um gerð gróðurkorta af ver- unum. Núna er verið að reyna að sjá út hvaða langtfmaáhrif lóns- myndun myndi hafa,“ segir Þóra Ellen ennfremur og útskýrir: „Hugmyndin er að nota Dratt- halavatn sem líkan. Dratthala- vatn er liður f Kvíslaveitu og varð til 1981. Var nýkomið þarna er þessar rannsóknir hófust og er fylgst með vistfræðilegum áhrif- um þess. Vatni verður á þessu hausti hleypt á næsta lón, Kvísla- vatn, og við erum tilbúin með mælistöðvar þar. Markmiðið er að nota þessi tilbúnu vötn til þess að reyna að sjá fyrir áhrif vatns- borðsbreytinga á strendur slíkra lóna og á rústamyndun. Vatns- staða hækkar f kringum slíkt vatn, og við getum séð hvaða áhrif það hefur á gróður af ýmsu tagi. Verður reynt að heimfæra þessar athuganir eftir því sem unnt er á breytingar vestan Þjórsár ef stífl- að verður við Norðlingaöldu sfðar. Þó er vafasamt að nota niðurstöð- ur mælinga á rofi í Kvísla- veituvötnum beint við Norðlinga- öldu, þar sem Þjórsárlón yrði svo mikiu stærra að ekki er t.d. hægt að heimfæra strandmyndun við Dratthalavatn upp á rofhættu þar. En hún ræðst af stærð, vind- átt og jarðlögum. Og jarðvegur og fíngerð laus jarðlög eru sennilega þykkari við fyrirhugað Þjórsárlón en við nýju Kvíslavötnin. En þar er fylgst með hvort hækkuð jarð- vatnsstaða geti komið gróðri á gróðurlitlum mel til góða.“ Heiðagæsavarp frá upphafí íslandsbyggðar Þjórsárverin liggja að mestu i 580—600 metra hæð yfir sjávar- máli og spannar svæðið gróflega áætlað yfir 600 ferkm lands, en gróið land hins vegar aðeins um ÍOO ferkm. Stærstur hluti þeirra er vestan Þjórsár þar sem eru Tjarnaver, Oddkelsver, Illaver, Múlaver og Arnarfellsver. Austan ár eru þrjú stór og votlend ver: Þúfuver, Eyvindarver og Stóraver, en nokkru smærri eru Háumýrar og Illugaver. „Enginn vafi er á að jarðvatnsstaða ræður mjög miklu um tilvist og gerð gróðurs í Þjórs- árverum," segir Þóra Ellen í skýrslu sinni. Skýrslan er óvenjulega skemmtileg og hefur víða verið leitað fanga, m.a. f gömlum rituð- um heimildum. Farið allt aftur til Njálu: „Segir þar: „Kári lét Björn þat segja nábúum sfnum, at hann hefði fundit Kára á förnum vegi ok riði hann þaðan upp f Goðaland ok svá norðr á Gásasand ok svá til Guðmundar hins ríka norðr á Möðruvöllu." örnefnið Gásasand- ur mun ekki koma fyrir annars staðar en í Njálu, en flestir telja að það sé eldra nafn á Sprengi- sandi. Þó finnst mér líklegra að það eigi við auðnirnar suður af hinum eiginlega Sprengisandi, og bendi til þess að á fyrstu öldum fslandsbyggöar hafi einnig verið mikið heiðagæsavarp f Þjórsár- verum,“ segir í skýrslunni. Gísli Oddsson (biskup í Skálholti 1632— 38) segir svo í kveri sínu um undur íslands um farfugla eða sumar- fugla: „Telja má fyrst og fremst villigæsir, grágæsir, þannig nefndar vegna hins öskugráa litar; þær eru litlu minni en álftir, og á vorin eru þær nálega í takmarka- lausum grúa í landi hér, en hverfa allsstaðar þegar dag tekur að stytta. Svo er sagt að þær fari á hverju hausti aftur til næstu landa, Englands, írlands og Skot- lands, en fari þaðan aftur á vorin, meðan þær eru vor hjú. Ég get ekki stillt mig um að rita um hin- ar ágætu nytjar þessara fugla, því þeir gefa eigi aðeins hin ágætustu egg, heldur líka kjöt ljúffengt átu, og nytsamar fjaðrir láta þeir okkur eftir, af guðlegri velgjörð, Hér sést „nýrisin“ rúst í flá f Tjarnaveri, dæmigerð fyrir hvernig rústir eru. Efsta lagið hefur verið fjarlægt svo að sést í kúpta íslinsuna. { rústum eru slíkar íslinsur sem aldrei bráðna og lyfta kollinum. Ofan á kollunum sem koma fyrstir undan snjó á vorin eru svo óskahreiðurstaðir heiðagæsarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.