Morgunblaðið - 11.11.1984, Page 19

Morgunblaðið - 11.11.1984, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 91 Frá Þúfuveri. Frerast má sjá gullbrá og geldingahnapp í blóma, en burknirót vex í brekkunni handan árinnar. Séð til Hofsjökuls. Hjartafell til vinstri og Arnarfell til hægri. eins og hvern annan feng. Og það er furðulegt hve fuglaveiðarar vorir hafa góða gát á þeim tíma, þegar gæsaungarnir eru nokkuð vaxnir úr grasi og feitastir, en ekki neitt orðnir fleygir. Halda þeir sig þá mest í óbyggðum, og foreldrarnir eru þá um leið þrotn- ir að kröftum, því að þá hafa þeir fellt fjaðrir inn að blóði og geta ekki flogið. Þá, segi ég, koma veiðimenn vorir á vettvang, búa út áður spilverk eða veggi eða girð- ingar og reka svo þangað fugla- hjarðirnar fyrirhafnarlaust eftir geðþótta, eins og fé til slátrunar, og drepa þá þar innilukta, þegar þeim er ekki flótta auðið með vængjanna hjálp.“ Telja má nær víst að hér sé verið að tala um veiðar á heiðagæs í Þjórsárverum. Rústir af fornum gæsaréttum finnast þar, en eru ekki þekktar annars staðar frá á landinu. Lík- legt má telja að Gísla hafi verið kunnugt um slíkar veiðiferðir, þar sem hann var biskup í Skálholti. Heiðagæsaveiðin virðist hins veg- ar hafa lagst af þegar kom fram á 18. öld. í bréfi sínu til Landsnefnd- ar 1772 segir Eiríkur Hafliðason að nú sé hætt að veiða gæs í Þjórs- árverum þar sem fuglarnir hafi verið orðnir svo fáir, en hins vegar Munsturáætlun Kvíslaveitna og veitna í efri hluta Þjórsár HOFSJÖKULL / \ Kortið sýnir mynsturáætlun um virkjanir i Þjórsá. Inn á það eru merkt mörk friðlands í Þjórsárverum. sé farið þangað til að tína álfta- fjaðrir." Þóra Ellen segir að ferðir um Þjórsárver hljóti að hafa verið nokkuð tíðar fyrr á öldum meðan leiðin yfir Sprengisand var enn fjölfarin, stundum farið um Galtalæk og yfir Tungnaá við Hald, þar sem var ferja, en þó yf- irleitt úr Gnúpverjahreppi með Þjórsá að vestan og yfir hana við Sóleyjarhöfða. Ef áin var ófær var stundum haldið upp verin, svo- kallaða Arnarfellsleið eða Arnar- fellsveg, og jafnvel farið yfir kvísl- arnar á jökli. Við Arnarfell og Múlana sjást enn ævafornar reið- götur. „Biskupsþúfa dregur nafn sitt af því að þar áðu biskupar áð- ur en þeir lögðu á Sprengisand í vísitasíuferðum, sem þeir áttu að fara í þriðja hvert ár,“ segir hún. „En ekki er víst að aldan sem nú ber það nafn sé sú sama Biskups- þúfa. Menn áttu einnig leið inn í Þjórsárver af öðrum ástæðum. Undir Arnarfelli var eitt rómað- asta grasafjall landsins. Tildrög þess að fyrst komst upp um veru Eyvindar og Höllu í Þjórsárverum voru þau að bændur úr Gnúp- verjahreppi, sem farið höfðu í ver- in til að tína álftafjaðrir og grös haustið 176„, urðu varir manna- ferða við Múlana. Var safnað liði, en Eyvindur og Halla komust und- an á jökli. Þegar kom fram undir miðja 18. öld höfðu ferðir um Sprengisand svo til lagst niður. Var það eitt af verkefnum Lands- nefndarinnar, sem skipuð var af kóngi um 1770, að finna aftur og varða forna fjallvegi. Sprengi- sandsleið var könnuð eftir ofan- greindri fororðningu 1772, og gerðu það bændur úr Mývatns- sveit og Gnúpverjahreppi. Það var einmitt í þeirri ferð sem Eyvindur og Halla voru handtekin við Ey- vindarhreysi og flutt til byggða. Eftir þetta tókust ferðir um sand- inn upp að nýju. Urðu ferðir bæði íslendinga og útlendra ferðalanga tíðar þegar kom fram á 19. öld. En fyrst var farið á bílum yfir Sprengisand haustið 1933.“ Rekur Þóra Ellen nokkrar slíkar ferðir og segir: „Eins og ljóst er af fram- ansögðu eru fyrri tíma heimildir oftast nokkuð óljósar, en eftir því sem af þeim má ráða, virðist gróð- ur í Þjórsárverum hafa verið svipaður og nú er síðustu aldirnar, a.m.k frá aldamótum 1800.“ Eitt þekktasta örnefnið á svæð- inu er Sóleyjarhöfði: „Á honum er dálítið af sóley, en mikið af gulbrá og má vel vera að höfðinn dragi nafn sitt af henni. Sóleyjarhöfði er grænn tilsýndar og allgróinn. Guðjón Jónsson (1948) segir hann vaxinn gulvíði, grávíði og vall- lendisgróðri, og er svo einnig í dag,“ segir Þóra Ellen. Varpstaður heiðagæsarinnar í Þjórsárverum verpir lang- stærstur hluti heiðagæsastofnsins af Íslands-Grænlandsstofninum og standa þau undir um 70% af stofninum. Stofnar heiðagæsar- innar eru tveir, en Spitsbergen- stofninn miklu minni, áætlaður aðeins um 15.000 fuglar. „Heiða- gæsin virðist velja sér hreiður- stæði á rústahólum, enda eru þeir hæstir og koma fyrst undan snjó og gæsin vill líka sjá vítt,“ segir Þóra Ellen. „Við nýmyndun rústa eftir að loftslag tók hér að kólna eftir 1960 fjölgaði heiðagæsinni úr 30 þúsund fuglum á árinu 1950 upp í 65—70 þúsund fugla af þess- um stofni árið 1981, samkvæmt rannsóknum Arnþórs Garðarsson- ar. Og munu nú vera um 90 þús- und. Heildarfjöldi hreiðra í Þjórs- árverum var áætlaður um 11.5000 hreiður á árinu 1971. Bendir ým- islegt til þess að stofnsveiflur séu ekki nýjar af nálinni. Gæsanytjar í Þjórsárverum duttu til dæmis sem fyrr segir upp fyrir á seinni hluta 17. aldar og hætt að fara inn eftir af því að fulgarnir voru orðn- ir svo fáir.“ En ætli sé þá ekki farið að harðna á dalnum þar fyrir sauð- kindina og gæsina? Jú, Þóra Ellen játar því að orðið sé nokkuð snöggbitið. En tekur fram að gæs- in og sauðkindin séu ekki í sam- keppni um fæðuna. Þær nýti ekki sama gróður. Kindin nýtir þurr- lendið. Sauðfé kemur seint á vett- vang að sumrinu, enda er þetta langt inni í landi. Sumrin 1981 og 1982 sáust fyrst kindur í Stóraveri og Þúfuveri 20. júlí, en sl. sumar var fé nokkru fyrr á ferð. Þá streyma ærnar í verin og klippa hvönnina inn eftir múlunum. Fara þar um eins og ryksugur og eru hvönn og burknirót fljótt uppum- ar. En síðan halda þær flestar i Arnarfellið. Kindin lifir á þurr- lendisgróðri, mikið á hvönn, og burknirót. Vorfæða heiðagæsar- innar er aðallega kornsúrurætur og í byrjun sumars einnig beiti- eski, reklar og blöð grávíðis en í júlí halda gæsirnar sig nær ein- göngu á votlendi og verða starir og grös algerlega ráðandi í fæðu þeirra síðsumars. Þær yfirgefa verin fyrri hluta ágústmánaðar. „Hvað sauðkindina snertir er Jarðvegssnið í víðiheiði við Drátt- halavatn, þar sem Þóra Ellen vann að rannsóknum sínum. Á myndinni sést hvernig sífreri byrjar á um 30 sm dýpi (ofan við hamarinn) og er um 60 sm þykkur. Neðri mörkin má greina sem skugga ofan við hvítt öskulag. Jarðvegur er allur sendinn og fínkornóttur. bót i máli hve seint hún kemur inn eftir, því þá eru plöntur búnar að blómstra og að minnsta kosti sum árin hafa þær náð því að mynda fræ. En það gæti breyst með bætt- um vegum vegna virkjunarfram- kvæmda ef farið yrði að aka kind- unum lengra áleiðis. Gæti það skipt sköpum fyrir gróðurinn í múlunum. Annars er þetta mis- jafnt eftir árferði, kalda sumarið 1983 sást fjársafn á leið upp Þjórsárdal 8. júli, en gróður var þá skammt á veg kominn. Nýjar rústir eftir 1960 I Þjórsárverum er sífreri og eitt af því sem einkennir verin alveg sérstaklega eru rústirnar. Slíkar rústir hafa lítið verið kannaðar á íslandi og hefur Þóra Ellen ein- mitt verið að gera sér grein fyrir myndun þeirra og hegðun. Einnig skoðað rústir á Jökuldalsheiði og við Orravatn til samanburðar. Við biðjum hana fyrst að segja okkur hvað rúst sé í rauninni: „Rústirnar sjálfar eru bungu- vaxnir hólar með íslinsu innan í. Á alþjóðamáli nefnast rústir palsa, en orðið er tekið úr sam- ísku. Önnur orð voru fyrr notuð til að lýsa rústum á íslensku, til dæmis dys og haugar. öll segja þau nokkuð um útlit þessara hóla. Rústir finnast á svæðum með staðbundinn sífrera, en frá því eru þó undantekingar," byrjar Þóra Ellen útskýringu sína. „Rústirnar í Þjórsárverum verða til við það að ískjarni vex innan í þeim. Vatn þenst út þegar það frýs og hár- pípukraftur í mó eða fínkorn- óttum leir og siltlögum dregur að sér ófrosið vatn sem frýs við yfir- borð íslinsunnar. Þannig stækkar íslinsan og lyftir rústinni yfir landið í kring. Á ójöfnu landi blæs snjó af hæðunum. Þar er snjóhula því þynnri en í dældum og frost nær að þrengja sér dýpra. Mólagið ofan á rústinni þornar á sumrum, einangrar íslinsuna og kemur f veg fyrir að hún bráðni. Þannig heldur íslinsan áfram að vaxa þar til jafnvægi hefur myndast milli SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.