Morgunblaðið - 11.11.1984, Page 21

Morgunblaðið - 11.11.1984, Page 21
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 93 Það kemur fram í spjalli okkar um náttúrulegar breytingar í Þjórsárverum, hve mikill munur getur verið milli ára á jarð- vatnsstöðu, sífrera og grósku. Nauðsynlegt er að vita hvað hefur þar afdrifaríkust áhrif. „Því verð- ur að mæla úrkomu, fylgjast með veðri og fleiru þess háttar," segir Þóra Ellen. „Því lengur sem mað- ur stundar slíkar athuganir þeim mun betri mynd fæst af þessu. Sem dæmi um það hve breytilegt þetta er má nefna að í ágústmán- uði 1982 mældist rigningin 9,3 mm, í ágústmánuði 1983 160-170 mm og í sama mánuði 1984 71,9 mm. Meðalhitinn i júlí í sumar var yfir 9 stig, í fyrra 6,7 stig og 1982 7,7 stig. Nokkrar mælingar voru gerðar á árunum 1966—67 og 1972—74 og var meðalhiti júlí- mánaðar þá áætlaður 7,3 stig. Ég er alltaf að gera mér betur grein fyrir því að einhvern tíma hefur þetta land verið miklu betur gróið,“ segir Þóra Ellen ennfrem- ur. „Nú í sumar hannaði Snorri Zóphoníasson jarðfræðingur á Orkustofnun fyrir mig kjarnabor til að bora í rústinar. Það hefur ekki verið gert fyrr hér á landi. 1 einni rústinni var isinn 3,3 m á þykkt. Hún flaut á ófrosnum vatnssósa jarðlögum. Það var öll- um rústunum þremur sem við bor- uðum í sameiginlegt að sendið áfok var þar efst í jarðveginum niður á sífrerann. En þegar niður var komið var jarðvegurinn orðinn nokkuð hreinn mór. Við boruðum niður á fjögurra metra dýpi og mólögin voru hátt í 2 metrar á þykkt. I Þjórsárverum bendir margt til þess að frosin jarðlög bráðni meira neðan frá en ofan og að það sé fyrst og fremst jarðvatn en ekki lofthiti sem bræði ísinn. Því má búast við að hækkuð jarðvatns- staða með lónsmyndun geti haft umtalsverð áhrif á sífrerann. Sumarið 1982 lækkaði jarðvatns- staða nokkuð jafnt í júlí, en nær ekkert eftir 5. ágúst. Ferlið var mjög ólíkt 1983, en þá var vatns- staðan lág í byrjun sumars en hækkaði eftir því sem leið á sumarið. Þetta er greinilega mjög breytilegt eftir árum. Við verðum því að fá upplýsingar um þetta í nokkuð mörg ár.“ Þjórsárverin einstök Að lokum er Þóra Ellen Þór- hallsdóttir spurð hvers virði Þjórsárverin séu og hún svarar að bragði: „Þjórsárverin eru alveg einstök. Ekki aðeins vegna tilvistar heiða- gæsastofnsins heldur engu síður vegna þess gróðurfars sem þar er. Hvergi annars staðar er svona gróður á íslandi. Hvergi eru eins margar rústir sem í Þjórsárverum og hvergi annars staðar á hálend- inu þessir miklu stararflóar. Þetta svæði er ákaflega fjölbreytt og sérstætt landsvæði, og ég segi hiklaust einn mikilvægasti staður- inn þar sem áform eru um að virkja. Spurningin er hve langt upp eftir óhætt er að fara með efstu stífluna í Þjórsá til að verin séu óhult. Og það erum við nú að reyna að kanna." fslendingar eru, sem kunnugt er, aðilar að svokallaðri Ramsar- samþykkt um votlendi sem hefur alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf. Hún var undirrituð i Ramsar í íran 1971 og fullgilt á alþingi Islendinga vorið 1977. Með henni hafa þjóðir heims gert sér grein fyrir órjúfanlegum gagn- kvæmum tengslum manns og um- hverfis, að votlendisfuglar eigi sér oftlega för yfir landamæri og verða því að teljast alþjóðlegt verðmæti og verndast sameigin- lega. Hefur verið unnið að skrán- ingu á mikilvægustu svæðunum í heiminum hvað það snertir. Eitt svæði á íslandi, Mývatnssvæðið, er þegar á þeirri skrá og þar eiga Þjórsárverin undir Hofsjökli ekki síður heima. íslendingar bera ábyrgð á tilvist heiðagæsarinnar i heiminum og varplandi hennar i friðlandinu í Þjórsárverum. AÐ FORSTJÓRINN ER ALDREI VIÐ! Hrelnarlínur erauglýsingastofaog hérer enginn forstjóri. Við erum ekki útibú frá gömlu þreyttu stofunum. Við eigum okkur sjálf. Það hefur ýmsa kosti að teiknaramir eiga og rekafyrirtækið. Héreru nokkriróborganlegir: IMIIIIIIðalaust sambandwb þann sem . vinnurverkið. Ekkertóljóstkrotámiðafrá náunganum á skrifstofunni sem þurfti því miður að skreppa til tannlæknis. Við vitum upp á hár hvað þú vilt. 2Vönduð vlnna. Þaðskiptirþannsem . vinnur verkið miklu að útkoman sé góð. Framtíð hans veltur á því. Hér eru engin rútlnuverk, engar ódýrar lausnir. 3Góður starfsandl, betrl hugmyndlr. Hér . vinna jafningjar að sameiginlegu markmiði. Engir mislyndir húsbændur, engin kúguppgefin hjú. 4Hlægllegt irerð. Við getum boðið lægra verð . vegna þess að við þurfum ekki að borga stórum hópi fólks sem ekki vinnur skapandi vinnu. Hér eru engar silkihúfur. Þú missir auðvitað af vindlinum, spjallinu og klappinu á bakið. En það er margfalt ódýrara að kaupa sína vindla sjálfur. Af þessu fyrirkomulagi leiðir að það eru takmörk fyrir því hvað við getum orðið stór. Það er í góðu lagi. Við ætlum ekki að vera stærst. Heldur best. Við önnumst alla auglýsingagerð. Fyrir útvarp, sjónvarp, blöð og tímarit. Ráðgjöf, almenningstengsl og gerð auglýsinga- áætlana. Myndskreytingarog alhliða útlitshönnun hvers konar prentgripa. Ef tími þinn er naumurgetum við unnið bæði hratt og vel. Fyrir fyrirf ram umsamið verð. Verð sem stenst samanburð við hvaðeina sem fyrir er á íslenskum auglýsingamarkaði. Auk hefðbundinnar auglýsingagerðar bjóða Hrelnar línurný\a þjónustu: hönnun og útlits- teiknun blaða og tímarita. Ef marka má þá þróun sem orðið hefur erlendis mun umfang íslenskrartímaritaútgáfu enn aukast á næstu árum. Og samkeppnin harðna. Auk innbyrðis samkeppni þurfa íslensk tímarit að keppa við aragrúa erlendra blaða sem hingað erufluttivikuhverri. í Jjessari samkeppni er gott útlit lykilorð. _ Utlit blaðs mótar viðhorf lesandans til þess. Útlitiö ertæki til aðvekjaáhugaog haldaathygli. „ Andlit" blaðsins ræðst ekki síður af útliti þess en hinu eiginlega innihaldi. Góðurtexti másín lítilsef engin augu beinast að honum. Illa útlftandi blað er léleg vara. Slæm fjárfesting fyrirútgefendur, auglýsendurog neytendur. Hrelnar línur bjóða nú sérhæfða þjónustu við hönnun og/eða útlitsteikningu blaða og tímarita Við höfum langa reynslu og vfðtæka þekkingu á þessu sviði fjölmiðlunar. Við leggjum línur um heildarútlit nýrrar útgáfu og endurhönnum þegar útgefin blöð. Sjáum um myndskreytingar, Ijósmyndun og tækniteiknun. Leiðbeinum um heppilega samstillingu þeirra þátta sem blöð eru ofin úr. Ráðleggjum um val og framsetningu mynda. Útlitsteiknum blöð og fylgjum þeim eftir í gegnum prentun. Allt eftir óskum hvers og eins. Góð fagleg vinnubrögð við útlitsteikningu blaðs koma öllum aðilum til góða: Lesandlnn fær aðgengilegt blað og glæsilegt, skipulegt og spennandi. Hann fær meira fyrir peningana sína. Auglýsandlnn hefur fjárfest f blaði sem nær meiri athygli og lifir lengur. Prentarlnn fær í hendur nákvæmar og skýrar teikningar. Minni hætta er á mistökum í prent- smiðju og þar sparast bæði tími og snúningar. Rltstjórlnn fær aukna útbreiðslu, meiri lestur. Blaðið hrífur betur og vinnsluferlið verður einfaldara. Útgefandlnn fær betri vöru. Þaðeru Hrelnar línur. Þaðeru Hrelnar línur. SÍÐUMÚLA 6 »68 69 61

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.