Morgunblaðið - 11.11.1984, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 11.11.1984, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 97 mönnum Mafíunnar á Ítalíu færð- ir bak við lás og slá þennan dag. Þeir voru því næst fluttir í nokkur rammbyggð fangelsi á meginlandi Ítalíu. Síðan hefur ítalska lögreglan tekið æ fleiri menn höndum og handtökunum er sjálfsagt ekki lokið. Upplýsingar Buscetta höfðu einnig i för með sér handtökur í Bandaríkjunum. Lögreglan í 'New York handtók marga „sendiherra" sikileysku Mafiunnar úr dóttur- samtökunum þar. Dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, William French, kallaði fyrstu handtök- urnar „mesta rothögg í sögu Mafí- unnar". Nú síðast voru 56 Mafíumenn handteknir, þeirra á meðal yngri bróðir „páfans" Michele Greco, Francesco, tveir frændur hans og bróðir Luciano Liggio, Salvatore. „Páfinn" og bróðir hans voru dæmdir i ævilangt fangelsi að þeim fjarstöddum i júli fyrir að ~ skipuleggja morð i fyrra á dóm- ara, sem var fjandsamlegur Mafi- unni. Hræddur Tveir Mafíuglæpamenn, Salva- tore Contorno og Giuseppe Fal- detta, hafa farið að dæmi Buscetta og sagt lögreglunni allt af létta um starfsemi Mafíunnar. Þær upplýsingar urðu lögreglunni að mjög miklu liði i siðustu aðgerðum hennar auk játningar Buscetta. Lögreghimenn með herófnhunda leita í bifreið í Genúa. Þeir fúndu 3,2 kfló af hreinu herófni að andvirði 75 millj. fsl. leyti í höndum Maffunnar og Camorra. kr. Eiturlyfjasala á Ítalíu er að mikhi Átta dögum áður höfðu fundizt sundurskotin lík átta glæpamanna í Palermo og talið er hugsanlegt að morð þeirra hafi verið svar við játningum Buscetta. Buscetta taldi sig ekki eiga ann- arra kosta völ en að ganga til sam- starfs við ítölsk yfirvöld. Svo hræddur var hann við (tölsk fang- elsi, þar sem morð eru algeng, að hann reyndi að fyrirfara sér með því að taka inn blásýru skömmu eftir handtökuna. Hann mun vera hafður í haldi einhvers staðar á Suður-Italíu, þó ekki á Sikiley. Játningar hans varða um 120 morð auk ótal minni glæpa á 30 árum. Hann hefur gefið upp nöfn allra þeirra manna, sem við málin eru riðnir, en nokkrir þeirra hafa verið myrtir síðan glæpirnir voru framdir, aðrir eru í fangelsum og enn aðrir ganga lausir. Athyglisverðasta játningin fjallar um morðið á Carlo Alberto della Chiesa hershöfðingja í sept- ember 1982. Hershöfðinginn var sendur einn sins liðs til Sikileyjar með skipun um að beita öllum tiltækum ráð- um gegn Mafíunni og var skotinn til bana í miðborg Palermo ásamt konu sinni og bflstjóra sínum. Chiesa var kunnur fyrir baráttu sína gegn skipulagðri glæpastarf- semi á Italíu og hafði verið skipað- ur lögreglustjóri á Sikiley. Glæpaflokkur frá annarri borg, Catania, framdi morðið sam- kvæmt ákvörðun „æðsta ráðsins" að tillögu Michele Greco „páfa“. Að sögn Bruscetta þaggaði ónefndur stjórnmálaleiðtogi málið niður. Spennandi Buscetta lýsir morðunum í smá- atriðum og gerir skýra grein fyrir orsökum deilumála glæpaflokk- anna og gangi þeirra mála, skref fyrir skref. Langar játningar hans eru sagðar spennandi lesning og skýra á margan hátt hvers vegna hún er eins voldug, auðug og miskunnarlaus og raun ber vitni. Fleiri handtökur fylgja ugglaust í kjölfarið og framburður Buscetta leiðir trúlega til spennandi rétt- arhalda. Hann kom í fyrsta skipti fram sem vitni ákæruvaldsins í ít- ölskum réttarsal 11. október, þeg- ar borin var fram formleg ákæra gegn Greco „páfa“ fyrir að fyrir- skipa að manni skyldi stungið ( fangelsi í Palermo. Eftir fyrstu handtökurnar var búizt við að Buscetta mundi m.a. fletta ofan af tengslum Mafiunnar við stjórnmálamenn í Palermo og Róm. Síðan hefur hins vegar kom- ið í ljós að hann hefur fyrst og fremst veitt upplýsingar, sem geta skaðað óvini hans, en ekki vini hans. Nöfn annarra stjórnmála- manna en Vito Ciancimino hafa enn ekki komið fram. Þótt undarlegt megi heita hefur hann verið hljóður um morðingja fjölskyldu sinnar. I Palermo er talið að hann ætli sjálfur að hefna sín á morðingjunum með tið og tima. Bandaríska lögreglan hefur yf- irheyrt Buscetta og hann mun hafa tryggt að hann verði rekinn til Bandaríkjanna og dæmdur þar. Þar verður hann settur í fangelsi, þar sem hann mun telja sig óhult- ari en í fangelsum á Ítalíu. Áfall Mafían nær sér e.t.v. aldrei eftir það áfall, sem hún hefur orðið fyrir vegna játninga Buscetta. En jafnvel Mussolini tókst aldrei að uppræta hana með öllu. Áður en Buscetta fletti ofan af Mafíunni var hún e.t.v. voldugri en nokkru sinni áður i sögu sinni. Á síðari árum hefur styrkur hennar verið það mikill að glæpir, ofbeldi og eiturlyfjaneyzla hafa færzt í vöxt og aldrei verið eins alvarlegt vandamál á ítaliu. Einn- ig hefur reynzt erfitt að útrýma stjórnmálaspillingu, sem er út- breidd. Scavonc Gaetano: einn þeirra glæpa- manna Maflunnar sem Buscetta af- hjúpaði. Enzo Tortora: sjónvarpsstjarna sem var stungió inn ( fyrri aðgerðum gegn Maflunni. Jafnframt hefur Mafían hagn- azt á efnahagssamdrætti. Margir atvinnuleysingjar hafa bætzt i raðir hennar og hún hefur getað fært út kvíarnar. Á undanförnum tiu árum hefur Mafían varið miklum hluta gifur- legra tekna sinna af heróínsölu til þess að fjárfesta í byggingariðnaði og annarri löglegri starfsemi, t.d. ferðamannaiðnaði og landbúnaði. I fyrra var áætlað að 200.000 íbúðir hefðu verið reistar.í Pal- ermo á tíu árum fyrir sem svarar 130 milljónir punda. Innan við 2% af þessari upphæð voru venjuleg bankalán. Þegar Chiesa hershöfðingi kom til Sikileyjar sagði blaðið „L’Ora“ að eftirfarandi samræður venju- legs miðstéttarfólks hefðu heyrzt í veitingahúsi: „Della Chiesa hershöfðingi gæti orðið meiriháttar áfall fyrir Pal- ermo. Ef hann fer að leika ein- Girolamo Andrea: annar glæpamað- ur sem Buscetta afhjúpaði. Elvina Murelli: nunna sem var handtekin í fyrri herferð lögreglunn- ar gegn Maflunni. hverja yfirlöggu endar það með því að hann mun öllu ráða í bæn- um. Hugsið ykkur ef öllu því fólki, sem nú lifir á eiturlyfjaverzlun- inni, verður hent út á vinnumark- aðinn. Þeir mundu gera húsleit á heimilum okkar. Við mundum ekki fara út að kvöldlagi. Þeir mundu brjótast inn í verzlanir, hús, skrifstofur. Það yrði enginn friður lengur.“ Camorra Svokölluð La Torre-lög, sem voru samþykkt eftir morðið á Chiesa, hafa haft nokkur áhrif. Samkvæmt þeim er yfirvöldum heimilt að hafa aðgang að banka- reikningum og bókhaldi Mafiunn- ar. Byggingastarfsemi Mafiunnar hefur dregizt saman og margir hafa misst atvinnuna. Margir sakna nú umsvifa hennar á þessu sviði. Hins vegar hefur Mafían oft sýnt færni í peningatilfærslum og hún hafði nægan tíma til slíks áð- ur en La Torre-lögin tóku gildi. Hún hefur aldrei verið í vandræð- um með að ávaxta fé sitt á arð- bæran hátt og hefur til þess ýmsa möguleika. Starfsemi Mafíunnar er ekki lengur einskorðuð við Sikiley og Suður-ítaliu. Nokkurs konar útibú hennar í Napólí, Camorra, heldur borginni í járngreipum, ræður þar raunverulega öllu og teygir anga sína allt norður til Toscana. í Róm hefur heróínsala Mafíunnar gert tugþúsundir manna að eiturlyfja- neytendum og glæpir hafa aukizt. Glæpamenn Camorra stjórna miklum hluta eiturlyfjasölunnar á Ítalíu. Á sama hátt og Mafían á Sikiley hafa þeir fjárfest mikið i byggingariðnaði. Þeir reka einnig voldugan hring, sem sérhæfir sig i smyglvarningi. í Napólí hafa um 5.000 for- hertir glæpamenn Camorra ráðið til starfa 100.000 menn, sem fást við sölu á smyglvarningi og aðra ólöglega starfsemi. Glæpa- mennirnir starfa í 30 glæpa- flokkum undir stjórn tveggja leið- toga, sem keppa sín i milli. Sjálfir berjast glæpamennirnir innbyrðis um skiptingu hagnaðarins. I hitteðfyrra voru 265 menn skotnir á götum úti, stungnir til bana eða hálshöggnir í bardögum glæpaflokka í Napólí. Það ár lok- uðu 54.000 fyrirtæki í tvo daga til að mótmæla þvi að þurfa að greiða Camorra „verndartoll“. Eftir áföll þau sem Mafían hef- ur orðið fyrir gætu systursamtök- in í Napólí tekið við hlutverki hennar sem voldugustu glæpa- samtök Ítalíu. gh tók saman

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.