Morgunblaðið - 11.11.1984, Síða 28
100
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984
Sinfónískir valsar
Sígildar
Konráö S. Konráðsson
Sinfonische Waizer:
R. Strauss: Der Rosenkavalier —
Walzerfolgen, C. Gounod: Walzer
aus „Faust“, C.M. von Weber:
Aufforderung zum Tanz og P.
Tschaikovsky: Waltzer aus Dorn-
röschen und Nussknacker.
Wiener Symphoniker
stjórnandi: Willi Boskovsky
EMI lc 067-43172 T
útgáfuár: 1983
Flestum. mun enn í fersku
minni nýárstónleikar Vínar
Fílharmóníunnar undir stjórn
Willi Boskovsky, sem sjónvarpað
var frá Musikverein í Vín. Þess-
um árlegu tónleikum stjórnaði
Boskovsky í tæpan aldarfjórð-
ung, eða allt til ársins 1979. Ein
af fyrstu „digital" útgáfum
DECCA er raunar hljóðritun
þessara síðustu tónleika hans
1979. Hefir sú útgáfa hlotið mik-
ið lof fyrir einstök hljómgæði
(DECCA D147 D2).
Boskovsky á langan starfsferil
að baki með Vínar Fílharmóní-
unni, en hann varð konsert-
meistari hljómsveitarinnar 1936.
Hafði hann þó á síðari árum sín-
um með hljómsveitinni sífellt í
auknum mæli tekið að sér
hljómsveitarstjórn og þá aðal-
lega við flutning verka þeirra
Strauss-feðga. Hafði hann þá
sama hátt á og „Valsakóngur-
inn“ sjálfur, Jóhann yngri
Strauss, að hann stjórnaði með
WIUJ Bdack-’SKY
fiðluboganum eða þá leiddi
hljómsveitina með eigin fiðlu-
leik.
Á þeirri skífu sem hér skal
vikið að er þó hvergi að finna
tónlist þeirra Strauss-feðga, sem
svo vel féll að græskulausri létt-
úð Vínarlífsins á 19. öld. Svo
vinsæll sem valsinn varð á
skömmum tíma í danssölum
Evrópu þá var þess skammt að
bíða að hann næði vinsældum
meöal tónlistaraðdáenda, sem
ekki vildu endilega stunda fóta-
mennt meðan hlýtt var á. Það
verk sem upphaflega varð til
þess að valsinn náði þar vinsæld-
um og viðurkenningu sem tón-
listarform var verk Carl Maria
von Weber: „Boðið upp í dans“,
sem hann skrifaði upphaflega
fyrir píanó 1819. Varð m.a. Hect-
or Berlioz til að umskrifa verkið
síðar fyrir hljómsveit og er það í
tónskrift hans sem það er flutt
hér.
Þess var heldur ekki langt að
bíða að valsinn héldi innreið
sína í óperuna. Er hér valinn
kafli úr óperunni „Faust", sem
Willi Boskovsky
Charles Gounod skrifaði um
miðja 19. öld. Aldrei munu þó að
fullu hafa þagnað til fulls raddir
þær, sem vefengt hafa höfund-
arrétt Gounod á óperu þessari,
en allt um það. Kunnuglega
hljóma svo valsarnir úr ballet
um Peter Tschaikovsky.
Einhverju sinni var haft eftir
Johannes Brahms er hann Var
spurður álits á nýlegu verki
Richard Strauss: „Ef það er
Strauss, kýs ég heldur Johann og
sé það Richard, má ég þá frekar
biðja um Wagner."
Vissulega er tónlist R. Strauss
glæsileg og kostulegur flutning-
ur hljómsveitarinnar í góðu
samræmi, en samt finnst mér
valsasvíta R. Strauss, sem hann
setur saman á meðan veröldin
stendur á báli umhverfis, minna
á útbrunnið skar á glæstum,
gullslegnum stjaka.
Hljómsveit sú sem Boskovsky
stjórnar hér, Vínar Symfónían,
hefir staðið í skugga Fílharm-
óníunnar, en sýnir hér ágætan
leik. Hvað varðar túlkun og
stjórn Boskovsky þá er hér ekki
að finna kæti þá og leikgleði,
sem svo einkenndi Straussvalsa
hans hér áður með Vínar Fíl-
harmóniunni. Allt er hér í föst-
um skorðum, en glæsileiki tón-
listar þeirrar sem hér er flutt
fær þó að njóta sín til fulls.
Upptakan er „digital" og fag-
urlega tær og hljómmikil, en há-
vært plötusnarkið spillir í lág-
værum köflum og hefði pressun-
in að ósekju mátt vera vandaðri.
Að öllu samanlögðu hin
áheyrilegasta skífa með auðtek-
inni tónlist.
sparífjáreigenda
• •
Oryggislykill 1: Besta ávöxtun bankans.
Nú 26,75% ársávöxtun.
Sé Kaskó-reikningurinn án úttektar heilt vaxtatimabil,
reiknast uppbót á vaxtainneign, sem samsvarar bestu ávöxtun
sparifjár hjá bankanum á því tímabili.
Ef lagt er inn á Kaskó-reikning eftir að vaxtatímabil er
hafið og reikningurinn er síðan án úttektar næsta tímabil á
eftir, reiknast vaxtauppbót allan spamaðartímann.
ÖryggislykiU 2: Vörn gegn verðbólgu.
Samanburður á kjörum verðtryggðra og
óverðtryggðra reikninga er framkvæmdur mánaðarlega.
Ef verðbólga eykst og verðtryggðir reikningar gefa bestu
ávöxtun, þá fær Kaskó-reikningurinn sjálfkrafa þá ávöxtun.
Engin fyrirhöfn eða flutningar á milli reikningsforma.
öryggislykill 3: Engin binding.
Innstæða Kaskó-reiknings er alltaf laus til útborgunar
án uppsagnar á reikningi. Ef tekið er út á vaxtatímabili fellur
vaxtauppbót niður það tímabil en innstæðan heldur
sparisjóðsvöxtum eftir sem áður. Kaskó-reikning má stofna
og leggja inn á hvenær sem er.
Bankastræti 5 Húsi verslunarinnar, nýja miðbænum Umferðarmiðstöðinni v/Hringbraut Laugavegi 172
Grensásvegi 13 Arnarbakka 2 Varnsnesvegi 14. Keflavík Þverholti, Mosfellssveit