Morgunblaðið - 11.11.1984, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÖVEMBER 1984
103
Bridge
Arnór Ragnarsson
Mikil þátttaka í
stofnanakeppninni
26 sveitir mættu til leiks í
fyrstu stofnana/fyrirtækja-
keppni, sem haldin hefur verið
hér á landi til þessa. Það eru
Bridgefélag Reykjavíkur og
Bridgesamband Islands sem
standa að keppninni.
Spilaðar eru þrjár umferðir á
kvöldi, alls níu umferðir. Eftir
fyrsta kvöldið (sl. miðvikudag),
er staða efstu fyrirtækja þessi:
Stig
Mjólkurbú Flóamanna, Self. 65
Dagblaðið-Vísir 61
ISAL-skrifstofa 60
A. Blöndal Selfossi 54
Istak 52
Sendibílastöðin 51
Lögmannafélag Islands 51
SlS, búvörudeild 51
Landsbankinn A-sveit 49
SÍS, sjávarafurðad. 48
Fyrsta kvöldið tókst mjög vel
að mati flestra og staðfestir það
sem áður var vitað, að mjög mik-
ill og almennur bridgeáhugi er
innan velflestra stærri fyrir-
tækja hér á höfuðborgarsvæð-
inu.
Næstu umferðir verða spilað-
ar fimmtudaginn 15. nóvember í
Domus Medica.
Frá Bridgesambandi
Reykjavíkur
Undanrásir fyrir Reykjavík-
urmótið í tvimenningi 1984
verða spilaðar sem hér segir: 1.
umferð laugardaginn 17. nóv-
ember, 2. umferð sunnudaginn
18. nóvember og 3. umferð
sunnudaginn 25. nóvember.
27 efstu pðrin komast í úr-
slitakeppnina, sem verður helg-
ina 8.-9. des. Allt mótið verður
spilað í Hreyfilshúsinu v/Grens-
ásveg og hefst kl. 13.00 alla dag-
ana. Þátttökugjald fyrir parið í
undanrásum er kr. 800.
Nv. Reykjavíkurmeistarar í
tvímenningi eru þeir Guðmund-
ur Páll Arnarson og Þórarinn
Sigþórsson.
Skráningarlisti á Reykjavík-
urmótið mun liggja frammi hjá
félögunum næstu spiladaga.
Lokafrestur til að tilkynna
þátttöku er fimmtudagurinn 15.
nóvember, en koma má þátt-
tökutilkynningum einnig til
Ólafs Lárussonar hjá BSl.
Tafl- og bridge-
klúbburinn
Fjögurra kvölda hraðsveita-
keppni hófst siðastliðinn
fimmtudag með þátttöku 15
sveita og er staðan eftir fyrstu
umferð þessi:
Dísa Fob. 607
Gestur Jónsson 589
Dagbjartur Grímss. 562
ÓIi Týr 547
Benedikt Olgeirss. 507
Ath.: Engin spilamennska
verður næsta fimmtudag en önn-
ur umferð fer fram annan
fimmtudag, þann 22. nóv. nk.
Bridgefélag Kópavogs
8. nóvember lauk 3ja kvölda
hraðsveitakeppni félagsins með
þátttöku 11 sveita. Úrslit urðu
eftirfarandi:
Sveit Stig
Fimbulfambafélagsins 1894
Sævins Bjarnasonar 1727
óla M. Andreassonar 1699
Ragnars Jónssonar 1676
Guðrúnar Hinriksdóttur 1658
Meðalskor 1620
Fimmtudaginn 15. nóv. hefst 5
kvölda tvimenningskeppni með
barómeterfyrirkomulagi. örfá
pláss eru laus í þeirri keppni og
er hægt að láta skrá sig í sima
41794 (Gróa) og 42107 (Guðrún).
Bridgedeild Rangæ-
ingafélagsins
Nýlokið er fimm kvölda
tvímenningi og varð lokastaðan
þessi:
stig
Stefán — Kristinn 1211
Bragi — Guðjón 1167
Björn — Hjörtur 1108
Næsta keppni verður hrað-
sveitakeppni sem hefst miðviku-
daginn 14. nóv. Spilað er í húsi
Múrarafélagsins, Síðumúla 25.
Bridgefélag
Breiðholts
Þriðjudaginn 6. nóvember var
spilaður eins kvölds tvímenning-
ur í einum 16 para riðli. Röð
efstu para var þessi:
Bergur Ingimundarson —
Sigfús Skúlason 257
Rafn Kristjánsson —
Þorsteinn Kristjánsson 245
Kristján Bjarnason —
Sæmundur Þórarinsson 229
Ólafur Týr Guðjónsson —
Gylfi Gíslason 228
Meðalskor 210
Næsta þriðjudag hefst þriggja
kvölda hraðsveitakeppni, ef lág-
marks þátttaka fæst.
Pörum verður hjálpað til að
mynda sveitir á staðnum.
Spilarar, mætið vel og stund-
víslega. Spilað er í Gerðubergi
kl. 19.30, keppnisstjóri er Her-
mann Lárusson.
Bridgeklúbbur
Akraness
Þriðja umferð í barómeter-
keppni Bridgefélags Akraness
var spiluð fimmtudaginn 2. nóv.
sl.
Röð efstu para er nú þessi:
Stig
Guðjón Guðmundsson —
Ólafur G. ólafsson 123
Einar Guðmundsson —
Karl ó. Alfreðsson 118
Matthías Hallgrímsson —
Björgúlfur Einarsson 99
Pálmi Sveinsson —
Þorvaldur Guðmundsson 83
Karl Alfreðsson —
Alfreð Viktorsson 73
Bridgefélag
Akureyrar
Akureyrarmótið í sveita-
keppni stendur nú yfir með þátt-
töku 16 sveita. Spilaðir eru 16
spila leikir og er staða efstu
sveita þessi eftir 4 umferðir:
Anton Haraldsson 87
Smári Garðarsson 82
Örn Einarsson 74
Sigurður Viglundsson 73
Júlíus Thorarensen 72
Þormóður Einarsson 70
Stefán Vilhjálmsson 65
Kristín Jónsdóttir 64
Næstu umferðir verða spilað-
ar á þriðjudaginn í Félagsborg
kl. 19.30.
Bridgedeild Breið-
firðingafélagsins
Tíu umferðum er lokið í
sveitakeppninni en alls taka 24
sveitir þátt í keppninni.
SUðan:
Ingibjörg Halldórsdóttir 200
Óskar Karlsson 188
Magnús Halldórsson 188
Hans Nielsen 186
Elís R. Helgason 177
Jóhann Jóhannsson 173
Ragna Ólafsdóttir 171
Kristján ólafsson 161
Sigríður Pálsdóttir 158
Næstu tvær umferðir verða
spilaðar á fimmtudaginn í
Hreyfilshúsinu kl. 19.30.
Bridgefélag
Hafnarfjarðar
Nú eru tvö kvöld búin af 3
kvölda Butler-keppni félagsins.
Staðan hefur ekki brevst mikið
frá fyrsta kvöldinu, Asgeir og
Hrólfur halda enn naumri for-
ystu. Að öðru leyti er staðan
þessi:
Ásgeir Ásbjörnsson —
Hrólfur Hjaltason 255
Guðbrandur Sigurbergsson —
Kristófer Magnússon 240
Hrannar Erlingsson —
Mattías Þorvaldsson 231
Guðni Þorsteinsson —
Halldór Einarsson 229
Jón Sigurðsson —
Sigurður Aðalsteinsson 229
Næsta mánudag verður ekki
spilað í Butler-keppninni, þvi
von er á gestum frá Bridgefélagi
kvenna. Er sú keppni orðin fast-
ur liður í starfsemi félagsins, og
er það vel. Þeir sem urðu I sex
efstu sætunum í síðustu sveita-
keppni eru sérstaklega beðnir að
mæta, en aðrir spilarar eru einn-
ig velkomnir svo að hægt verði
að spila á sem flestum borðum.
Bridgefélag
Hveragerðis
Tíu umferðum er lokið í
hraðsveitakeppni félagsins. 8
sveitir taka þátt í keppninni og
er spiluð tvöföld umferð.
Staðan:
Kjartan Kjartansson 201
Einar Sigurðsson 196
Hans Gústafsson 188
Lars Nielsen 155
Björn Eiríksson 141
Næst verður spilað í Félags-
heimili Ölfusinga á fimmtudag-
inn kemur kl. 19.30.
ítöisk bókaútgáfa:
Hættir við
að gefa út
bók um mútu-
þægni á HM
Mílanó, ítaHu, 5. aóvember. AP.
í tal.sk a útgáfufyrirtækið
Feltrinelli tilkynnti í dag, að það
væri hætt við að gefa út bók
sem befði að geyma ásakanir
um mútur í sambandi við síð-
ustu heimsmeistarakeppni I
knattspyrnu.
Ákvörðun útgefendanna var
tekin eftir að Alþjóða
knattspyrnusambandið
(FIFA) hafði lýst þvi yfir á
laugardag, að rannsókn á veg-
um sambandsins hefði sýnt,
að enginn fótur væri fyrir
þessum ásökunum.
Talsmaður Feltrinelli-bóka-
útgáfunnar sagði, að útgef-
endur bókarinnar, blaða-
mennirnir Oliviero Beha og
Roberto Chiodi, hefðu sam-
þykkt þá ákvörðun að hætta
við útgáfuna. Þeir höfðu skrif-
að greinar í ítalska vikuritið
Epoca og sakað leikmenn
Kamerún um að hafa þegið
mútur til að tryggja ftalska
liðinu 1—1 jafntefli. Átti það
að hafa verið gert til að auð-
velda liðinu að einbeita sér að
æfingum fyrir næstu leikum-
ferð á eftir, en þá vann Italia
réttinn til að taka þátt í
heimsmeistarakeppninni á
Spáni 1982.
Knattspyrnusambönd Ítalíu
og Kamerún hafa bæði vfsað
ásökunum þessum á bug og
óskað eftir að FIFÁ léti fara
fram rannsókn á málinu.
3 dagar, kr. 7.825.-
5 dagar, kr. 8.847.-
7 dagar, kr. 12.116.-
< ■7
IMíé,
Þægindi
Flugleiðir bjóða þér að velja á mllli hótela í Glasgow
eða Edinborg. Þessi hótel eru öll fyrsta flokks, en ódýr
engu að síður. Við viljum sérstaklega vekja athygli þína
á splunkunýju og stórglæsilegu hóteli í Glasgow sem
heitir Skean Dhu. Gisting á þessu ágæta hóteli er
ótrúlega ódýr.
Skemmtun
Glasgow státar af afbragðs góðum veitingastöðum og
pöbbum I hefðbundnum skoskum stíl. Á fjölum leikhús-
anna er alltaf eitthvað spennandi. Einnig er líklegt að
þú lendir á skemmtilegum hljómleikum.
Verð
Ofangreindar verðtölur fela í sér flug og gistingu í 2
manna herbergi á Skean Dhu. Morgunverður er innifal-
inn, en flugvallarskattur bætist við. Sérstakur afsláttur
er veittur fyrir börn.
FLUGLEIDIR
JHótgtttiblafrifr
Áskriftarshnirm er 83033
ÖSA