Morgunblaðið - 11.11.1984, Page 32

Morgunblaðið - 11.11.1984, Page 32
104 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NOVEMBER 1984 Vel klæddir Vandlátir Allir Allsstaðar AJltaf SNORRABRAUT 56 SÍMI 1 35 05 GLÆSIBÆ SÍMI 3 43 50 AUSTURSTRÆTI i SÍMI 27211 ROBERT LUDLUM SVIKA MYLLAN „Svika- myllan“ Skáldsaga eftir Robert Ludlum SETBERG hefur gefið út bókina „Svikamyllan" eftir Robert Ludl- um. „Þetta er bók sem erfitt mun reynast að leggja frá sér fyrr en hún hefur verið lesin til enda. Spennan stígur jafnt og þétt frá fyrstu síðu til þeirrar öftustu," seg- ir í fréttatilkynningu frá útgef- anda. „Tanner-hjónin höfðu helgarboð fyrir þrenn hjón, nánasta vinafólk sitt. Þá fóru óhugnanlegir og óskiljanlegir atburðir að gerast. Húsmóðurinni og bðrnunum er rænt og þau finnast meðvitundar- laus úti í skógi. Hvað er á seyði? Er alþjóðlegur glæpahringur hér að verki? Eða kannski gestirnir, einn eða allir? Lögreglan er und- arlega athafnalítil { málinu og þegar húsið er umkringt og skot- hríð hefst kastar fyrst tólfunum. Robert Ludlum er nú orðinn einhver allra víðlesnasti spennu- sagnahöfundur í heimi, enda eru bækur hans jafnharðan þýddar á fjölda tungumála og koma út i hverri útgáfunni á fætur annarri, og hafa selst í tugmilljónum ein- taka. „Svikamyllan" er önnur bók- in sem út kemur á íslensku eftir hann.“ Gissur Ó. Erlingsson þýddi bók- ina, sem er 190 bls. að stærð. Tveir af þeim „efnisleikurum" sem flandra fyrir framan kvikmynda- tökuvélarnar undir upptöku MY TUTOR. hann orðinn jafn fúlbífær í ból- fimi sem frönsku. Punktur. Ekki fæ ég nokkurn botn í til hverra þessi andlausa mynd á að höfða á markaðnum. Hún er gjörsamlega dáðlaus i alla staði og hefði ekki einu sinni talist djörf fyrir aldarfjórðungi. Þetta er svo sem ekki ósnoturt fólk sem vappar hérna fyrir framan\kvikmyndavélina, svona einsog óvart, það kann bara ekki að leika. Sama máli gegnir um alla höfunda hennar, þeir kunna harla fátt til verka. Allt þetta lið hlýtur að vera mikið til náttúru- laust eða þá öfugt og i felum. Aumingja Kevin McCarthy, sem hér á árum áður var virtur sviðsleikari og brá fyrir í ágæt- um myndum (m.a. Siegel-útgáfu Invasion of the Body Snatchers), selur sig orðið greinilega mjög ódýrt. Laugarásbió afsakar reyndar þessa sýningu sem uppfyllingar- efni, ætlað að hlaupa i skarðið uns næsta meistaraverk Hitch- cocks birtist þar á tjaldinu i næstu viku. Áhöld eru um hvort hún dugi til að réttlæta tilveru þessa hortitts. Það er leikur að læra ... Kvikmyndír Sæbjörn Valdimarsson Leikstjórí: Gorge Bowers. Handrit Joe Robert. Mynda- taka: Mac Ahlberg. Aðalhlut- verk: Matt Lattanzi, Caren Kaye, Kevin McCarthy. Bandarísk frá Crown International. Efnisþráðurinn mætti sjálf- sagt notast við klámmynd. Matt Lattanzi hefur lokið mennta- skólanámi utan falleinkunnar f frönsku. Framagjarn faðir hans, Kevin McCarthy, sér ekki nema eitt úrræði i vanda pilts, að út- vega honum góðan einkakennara yfir komandi sumarmánuðina svo piltur komist í Yale að hausti, einsog pabbinn á sinum tíma. Frönskukennarinn reynist vera hinn æsilegasti kvenmaður og sækjast þeir feðgar báðir eft- ir blíðu hennar um tíma. En svo fer að lambakjötið og rómantik- in verður ellinni og auraráðun- um yfirsterkari svo það fellur í hlut pilts að serða kennslukonu sína það sem eftir lifir sumars. Skilst manni að í myndarlok sé

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.