Morgunblaðið - 11.11.1984, Síða 40

Morgunblaðið - 11.11.1984, Síða 40
112 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 Bylting í búsetu — stökk- breyting í atvinnuháttum Verðmætin í þjóðarbúskapnum og viðskiptakjörin út á við ráða lífskjörum í landinu Á morgni 18. aldar, nánar tiltekið 1703, vóru íslendingar rétt rúmlega fímmtíu þúsund talsins. Síðar á öldinni, 1762, töldust þeir tæplega fjörutíu og fímm þúsund. Þeim hafði með öðrum orðum fækkað um 5.500 á tæplega 60 ára tímabili. Arið 1785 er fjöldi landsmanna kominn niður í 40.600. Til samanburðar má geta þess að líkur benda til að hér hafí búið helmingi fleiri, eða milli 70—80 þúsund manns, í lok landsnámsaldar. íslendingum fækkaði, samkvæmt framangreindum tölum, um nær 10 þúsund manns á tímabilinu 1703—1785. „Krepputímar“ eru ekki nýtt fyrirbæri í íslandssögunni. ÞINGBRÉF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Frá þeim tíma fram til alda- móta 1800 fjölgaði landsmönnum um tæplega 1% á ári. Síðar dró úr fjölgun, sem var 0,4—0,5% á ári til 1850, en þá bjuggu hér nálægt 50 þúsund, svipað margir og 1703. Á síðustu áratugum liðinnar aldar flytja milli 10—15 þúsund íslend- ingar til Ameríku. Á þessari öld hefur íslendingum fjölgað jafnt og þétt í kjölfar tæknivæðingar at- vinnuvega, sem margfaldaði þjóð- artekjur, aukinnar menntunar og þekkingar, bættrar aðbúðar hverskonar; á heimilum, vinnu- stöðum og í viðurværi, og stór- bættrar heilbrigðisþjónustu. Þéttbýli og strjálbýli Framkvæmdastofnun ríkisins, Áætlanadeild, sendi frá sér í ág- ústmánuði sl. heimildarrit, „Mannfjöldi, mannafli og tekjur", sem er hið fróðlegasta. Þessi greinarstúfur er m.a. byggður á upplýsingum í þeim ritlingi. íslendingar, sem vóru 78.470 ár- ið 1901, töldust 121.474 1940. Hlutfallsleg fjölgun á þessu tíma- bili var 55%. Arið 1983 er tala landsmanna komin upp í 237.861. Hlutfallsleg fjölgun 1940—1983 er 96%. Framreiknaður mannfjöldi hér á landi árið 2023 er áætlaður 322.195. Samkvæmt þeim fram- reikningi verður hlutfallsleg fjölg- un Islendinga 1983—2023 40%. Um aldamótin síðustu bjuggu 73% landsmanna í strjálbýli en aðeins 27% í þéttbýli. Nú búa tæplega 90% landsmanna í þétt- býli en rúmlega 10% í strjálbýli. Þessi bylting í mannfjölda strjál- og þéttbýlis speglar þá þróun eða stökkbreytingu sem varð í at- vinnulífi þjóðarinnar. Árið 1940 bjuggu 39% þjóðarinnar í Reykja- vík og á Reykjanesi. 1 árslok 1983 er íbúahlutfall svæðisins 60% (142.000 manns). Á öðrum landsvæðum hefur hlutfall íbúa í heildartölu lands- manna hrapað: á Vesturlandi úr 12,5% um sl. aldamót í 6,3%, á Vestfjörðum úr 16% í 4,4%, á Norðurlandi vestra úr 10,3% í 4,5%, á Norðurlandi eystra úr 15,3% í 11%, á Austfjörðum úr 13,6% í 5,5% og á Suðurlandi úr 17% í 8,4%. Það er mjög mikil- vægt að þessi svæði haldi sínum hlut í vexti þjóðarinnar næstu áratugi. Til þess að svo megi verða þurfa þau að geta boðið viðlíka fjölbreytni í störfum, menntun og aðstöðu hvers konar og suðvest- urhornið. Þröngsýni í garð tækni- og atvinnuþróunar, sem framtíð- inni heyrir til, er hættulegasti óvinur strjálbýlissvæða í landinu. Streymi fólks á vinnumarkaðinn Árið 1940 voru íslendingar á vinnualdri um 52 þúsund talsins. Á sl. ári töldust þeir 112.800; höfðu meir en tvöfaldast á þessu 43 ára tímabili. Framreiknaður fjöldi á vinnualdri árið 2003, eftir tæp 20 ár er 145.000. Þetta þýðir að á 20 ára tímabili, talið frá 1983, þurfa rúmlega 32 þúsund ný störf að verða til í landinu, til að mæta atvinnuþörf. Næstu 40 árin spann- ar þörfin yfir 54 þúsund ný störf. Ekki er ráð nema í tíma sé tek- ið, segir máltækið. íslendingar þurfa að taka á honum stóra sín- um til að byggja upp atvinnulíf til framtíðar, ef þeir vilja búa við at- vinnuöryggi og hliðstæð lífskjör og best þekkjast í V-Evrópu og N-Ameríku. Þar þarf ekki að síst að leggja áherslu á rannsóknar- og þróunarstarf í iðnaði og haga mennta- og skólakerfi að þörfum og framvindu atvinnulífsins. Menntun og þekking er besta auð- lind og mikilvirkustu vopn í lífs- baráttu hverrar þjóðar. Efnahagslegt sjálfstæði og lífskjör byggjast á þjóðartekjum umfram beinan kostnað við öflun þeirra, þ.e. að ná þeim gróða i þjóðarbúskapnum að hann rísi undir æskilegum lífsmáta. Það er mikilvægur hluti af viðvarandi sjálfstæðisbaráttu og eina raun- hæfa leiðin til bættra lifskjara að auka skiptahlutinn i þjóðfélaginu. Aldursskipting þjóðarinnar Um miðja síðustu öld vóru með- alævilikur hvers nýfædds mey- barns 38 ár og hvers sveinbarns 32 ár. Samsvarandi tölur í dag eru 80 og 74 ár. Þetta er hæsta eða næsthæsta meðalævi meðal þjóða heims. Um aldamótin náðu um 56% karla og 64% kvenna 50 ára aldri. Samsvarandi tölur i dag eru 91% og 96%. Skýringin á þessari þróun felst að hluta i framförum í læknisfræði og heilbrigðisþjón- ustu og að hluta i gjörbreyttum almennum aðbúnaði: i mataræði, húsnæði, vinnuaðstöðu og líkams- rækt. Læknavisindin hafa að mestu leyti sigrast á ungbarna- dauða, berklaveiki og öðrum smit- sjúkdómum en náð skemmra i vörnum gegn hrörnunarsjúkdóm- um og krabbameini, sem vega þungt sem dánarorsakir i hærri aldursflokkum. Sá mikilvægi árangur sem náðst hefur á þessum vettvangi hefur kallað á breytingar í þjóðlífinu, öldrunarþjónustu, sem fleygt hef- ur fram en fullnægir þó hvergi nærri þörf. Alvarlegastur er skorturinn á sjúkrarými fyrir aldrað fólk. Reykjavíkurborg hef- ur gefið gott eftirdæmi í heima- hjálp og heimahjúkrun i þágu aldraðra, sem búa i eigin húsnæði, en víða annars staðar er pottur brotinn í þessu efni. Það er sagt að menning þjóðar mælist best á þann kvarða, er sýn- ir hvern veg búið er að hinum öldruðu, sem skilað hafa langri starfsævi til samfélagsins. Breytt aldursskipting þjóðarinnar hefur aukið á þarfir, sem enn hefur ekki verið mætt nema að hluta til. Kynslóðin, sem breytti fátækt þjóðar í velsæld, hefur ekki það hlutskipti, eftir að hún settist í helgan stein, sem verðugt væri. Hennar Bergþórshvoll brann á verðbólgubálinu 1971—1983. Undirstaðan er atvinnulífíö Það er mikið talað um lífskjör þessa dagana, hversu aftarlega á merinni íslendingar séu í þeim efnum, ef borið er saman við rík- ustu þjóðir heims. Verulegur sam- dráttur í afla, einkum þorsks, og verðfall á helstu útflutningsfram- leiðslu okkar, útfluttum sjávar- vörum, hafa rýrt þjóðartekjur og lífskjör. Staða sjávarútvegs, sem leggur til um þrjár af hverjum fjórum krónum útflutningstekna okkar, er í öldudal og kreppulægð. Lífskjör hvers konar, hvort heldur þau fást fyrir ráðstöfun- artekjur fólks (einkaneysla) — eða um opinbera þjónustu, sem við greiðum í sköttum, hafa kostnað- arlega undirstöðu f verðmætum sem til verða í atvinnulífinu. Þjóðartekjur, skiptahluturinn, ræðst öðru fremur af þrennu: 1) verðmætum, sem til verða í þjóð- arbúskapnum, 2) söluverði út- flutningsframleiðslu, 3) kaupverði innfluttra nauðsynja. Verðmæta- sköpun heimafyrir og viðskipta- kjör út á við hafa því úrslitaþýð- ingu. Ef mæta á vaxandi atvinnuþörf, eins og hún kemur fyrir sjónir í framreiknuðum fólksfjölda á vinnualdri (mannafla) á næstu ár- um og áratugum og ná hliðstæð- Adgangur að neyðarsíma á íslandi. Komi upp neyðartilfelli hjá korthafa, býðst honum að hringja í síma 685542, hvar sem hann er staddur í heiminum og hvenœr sem er. Kostnaður símtalsins fœrist á reikning korthafa. Ferðatrygging Aðeins kostar 300 krónur árlega að hafa Eurocard kreditkort og eitt aukakort, t. d. fyrir maka, kostar ekkert í viðbót. Fyrir þessar 300 krónur fást hin almennu hlunnindi korthafa, en auk þess: Neyðarsími l en þó mjög gagnleg ferðatrygging korthafa og fjölskyldu hans á ferð innanlands og utan. Bœtur nema allt að USD 100.000.- (rúmum þrem milljónum króna). EUROCARD KORTIÐ SCM CILDIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.