Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 115 Samningar samþykktir ATKVÆÐI hafa verið talin í kjöri hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá Reykjavíkurborg um nýgerðan kjarasamning. 289 höfðu rétt til að greiða atkvæði og tóku 259 þátt í kosningunni. Já sögðu 160 eða 61,7%. Nei sögðu 32 eða 12,4%. 66 seðlar voru auðir. í kjöri um kjarasamning þann er nýlega var gerður við Akureyr- arbæ tóku þátt 61 hjúkrunarfræð- ingur af 98 sem höfðu rétt til þess. 56 sögðu já, en 5 sögðu nei. í atkvæðagreiðslu Starfs- mannafélags Seltjarnarness um nýgerðan kjarasamning við kaup- staðinn var samningurinn sam- þykktur með miklum mun. 77 voru á kjörskrá, 55 eða 71,4% greiddu atkvæði, já sögðu 43 eða 78%, 5 sögðu nei, eða 9% og 7 seðlar voru auðir eða 13%. Noregur: Alfram- leiðsla minnkuð Norskir álframleiðendur hyggjast draga saman álframleiðslu vegna minni eftirspurnar og lægra verðs en fyrri hluta ársins. Eigendur verksmiðjunnar í Husnes í Suður-Noregi hafa þegar tilkynnt 10% framleiðslusamdrátt af þessum sökum. og búist er við álíka samdrætti Árdal- og Sunn- dal-verksmiðjunnar. Spáð er að bæði Norsk Hydro og Elkem fylgi í kjölfarið. Markaðsverð á áli á skyndi- markaði tók að lækka snemma árs og hefur það haft áhrif til lækkun- ar álsölusamninga, sem gerðir eru til langs tíma. Spáð er 103 milljóna dollara hagnaði verksmiðjunnar í Árdal/- Sunndal og telur Sverre Nafstad forstjóri verksmiðjunnar að fram- leiðsluminnkunin muni Iitlu breyta þar um. Ver skipað að finna ekkju Galmans Manilla, 10. nóvember. AP. HÆSTIRÉTTUR Filippseyja kvað í dag upp þann úrskurð að Fabian Ver, sem lengi hefur verið yfirmaður alls herafla Filippseyja, sjái til þess að ekkja Rolando Galmans verði fundin og leyft að koma fyrir rétt. Kins og kunnugt er var Galman í fyrstu borinn þeim sökum að hafa skotið Benigno Aquino á flugvellin- um í Manilla í fyrra. Sagt var að öryggisverðir hefðu síðan skotið á Galman. Samkvæmt fréttum Galmans- fjölskyldunnar hefur ekkja Gal- mans verið týnd síðan í janúar í vetur. Foreldrar hennar segja að hermenn hafi þá sótt hana til heimilis þeirra og hafi henni verið sagt að Ver hershöfðingi hefði skipað að ná i hana. Síðan hefur ekki til hennar spurst. Ver hefur harðneitað að hann hafi komið nærri Aquino-morð- inu, en sem kunnugt er komst meirihluti rannsóknarnefndarinn- ar að þeirri niðurstöðu á dögun- um, að hann væri á einhvern hátt flæktur í atburðinn. Ver hefur einnig neitað að hafa gefið skipun um að ekkja Galmans yrði flutt frá heimili sínu á einhvern ótiltek- inn ákvörðunarstað. fMHMf Nýr söluturn í Kópavogi NÝLEGA var opnaður sölu- turn og myndbandaleiga á Álfhólsvegi 32 í Kópavogi þar sem KRON var áður til húsa. Á boðstólum verður öl og gos, sælgæti, tóbak, pylsur, samlokur, snakk o.fl. ásamt myndböndum fyrir VHS og Beta svo og tækjaleiga. Opnunartími er frá kl. 8 á ^ morgnana til 23.30. Eigendur söluturnsins Álfhólsvegi 32 eru María H. Sigurjónsdóttir og Jafet Óskarsson. Hugmynda- samkeppni Iónaðarbankans XÝtl merki mll tnkn Mikil gróska er nú í starfsemi Iönaðarbankans. Bankinn hefur vaxið ört undanfarin ár, enda lagt kapp á að mæta kröfum viðskiptavina sinna um sífellt betri þjónustu. Um þessar mundir stendur yfír víðtæk endurskipulagning á starfsemi bankans, í því skyni, að búa hann enn betur undir það markmið,,að vera nútíma banki, sem veitir góða þjónustu. Liður í þess- ari endurskipulagningu er hugmyndasamkeppni sem bankinn efnir nú til. Samkeppnin er í tveimur liðum: a) Um nýtt merki, skrift og einkennislit, eða liti fyrir bankann._____ b) Um myndrænt tákn til notkunar í auglýsingum og kynningargögnum bankans. Samkeppnin er haldin samkvæmt reglum FÍT, Félags íslenskra auglýsingateiknara og er öllum opin. Veitt verða ein verðlaun fyrir bestu tillögurnar. a) Fyrir merki, skrift og einkennislit kr. 120.000.00 b) Fyrirtáknkr. 40.000.00 Tillögur um merki skulu vera 10-15 cm í þvermál, í svörtum lit, á pappírsstærð DIN A-4. Einkenna skal tillögurnar með kjörorði, en nafn höfundar og heimilisfang fylgi með í lokuðu ógagnsæju umslagi. Þátttakendum er heimilt að senda fleiri en eina tillögu. Skal hver tillaga þá hafa sér kjörorð og henni fylgja sér umslag með nafni höfundar. Iðnaðaitankinn -nútímabanki Dómnefnd skipa: Bragi Ásgeirsson, listmálari, Gísli B. Björnsson, teiknari FÍT., Rafn Hafnfjörð, prent- smiðjustjóri, Tryggvi T. Tryggvason, teiknari FÍT. og Valur Valsson, bankastjóri. Ritari dómnefndar og jafnframt trúnaðarmaður keppenda er Jónína Michaelsdóttir, Iðnaðarbankan- um við Lækjargötu. Pátttakendur geta snúið sér til hennar og fengið frekari upplýsingar um samkeppn- ina og um Iðnaðarbankann. Síminn er 91 -20580. Skilafrestur tillagna er til 15. janúar 1985. Skal skila tillögunum í póst eða til einhverrar afgreiðslu Iðnaðar- bankans merktum: Iðnaðarbankinn Hugmyndasamkeppni b/t Jónínu Michaelsdóttur Lækjargötu 12 101 Reykjavík. Dómnefnd skal skila niðurstöðum innan eins mánað- ar frá skiladegi. Efnt verður til sýningar á tillögunum og þær endur- sendar. Verðlaunaupphæðin er ekki hluti af þóknun höfundar. Iðnaðarbankinn áskilur sér einkarétt á notkun þeirra tillagna sem dómnefnd velur. Jafn- framt áskilur bankinn sér rétt til að kaupa hvaða tillögu sem er samkvæmt verðskrá FÍT.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.