Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 46
118 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 fclk í fréttum Diana prinsessa boðar nýja hárgreiðslu + Karl Bretaprins og Díana prinsessa eru hér með syni sína tvo, William og Henry, sem nú er að verða tveggja mán- aða, fæddist 15. september sl. Díana hef- ur nú boðað nýja hárgreiðslutísku, sem hún og hárgreiðslumeistarinn hennar hafa fundið út í sameiningu. Tóku þau tískuna á fimmta áratugnum sér til fyrirmyndar og er hún í stuttu máli þannig, að hárið er greitt aftur í hliðun- um og haldið í hnakkann með kömbum úr skjaldbökuskel. Vonandi verður þess ekki langt að bíða, að hún sýni hana opinberlega. Fæðingarblettir fjarlægðir + Karólína, prinaessa af Mónakó, kom nú nýlega til Par- ísar með son sinn, Andrea, þar sem hann var lagður inn á sjúkrahús til aðgerðar. Þegar Andrea litli fæddist var hann með marga fæðingarbletti á vinstra fæti og mjöðm og nú á að fjarlægja þá með LASER-geislum. I tilkynningu frá fjölskyldunni sagði, að Karólína og maður hennar, Stefano Casiraghi, hefðu haft miklar áhyggjur af fæðingarblettunum, sem síðasta mánuð- inn hefðu vaxið allmikið. Þess vegna yrðu þeir fjar- lægðir í Bandaríska sjúkrahúsinu i Paris en þar eru kunnir sérfræðingar í þessum aðgerðum. Gaf áttatíu kassa af hljómplötum Fyrir skömmu gáfu hjónin Stef- án Asmundur Guðjónsson og Val- gerður Þórarinsdóttir Kópa- vogsbæ plötusafn mikið og veg- legt. Blm hitti Stefán stuttlega að máli og spurði hann m.a. hvenær áhugi hans fyrir tónlist hefði vakn- að? Það má eiginlega segja að áhuginn hafi verið frá fæðingu. Faðir minn var alltaf raulandi þó hann væri ekki mikill söng- maður. Þetta hefur síðan fylgt manni gegnum lífið. — Hvenær byrjaðirðu að safna hljómplötum? Ég veit það ekki. Það var nú fátt til skemmtunar áður fyrr nema þá helst dansleikir og áhugi minn á þeim var takmark- aður. Maður varð að gera sér eitthvað tíl dægrastyttingar og þetta varð ofan á. Ætli það hafi ekki verið upp úr 1930 sem ég byrjaði að safna þó margar af þeim plötum séu farnar. Þetta var nú aðallega klassísk tónlist, sem ég átti og gaf Kópavogsbæ, en þó enginn jazz því hann tel ég klassískan. — Hvað voru þetta margar skífur? Ég hef nú ekki tölu á þeim. Þetta voru um áttatíu kassar og þeir í bókasafninu giskuðu á að þær stóru væru um 7—8000, en litlu hljóm- plötunum hef ég enga tölu á. — Þú sérð ekkert eftir skífunum þínum? Nei, nei, það geri ég ekki. Ég hef verið veikur og er kominn með heyrnartæki og orðinn næstum blindur. Maður veit Stefán Ásmundur Guðjónsson. ekki hvenær kallið kemur. Það er gott ef einhverjir geta notið tónlistarinnar. Það eru margar fágætar plötur í safninu , svo- kallaðar „Long play“-plötur, Toscanini í viðhafnarútgáfu tölusettri og að mig minnir árit- aðri, frumútgáfa ein af Elísa- beth Schwartzkopf o.fl. Ég hélt engum plötum eftir og lét þær allar fara. Það var annaðhvort að láta þær allar eða halda þeim. Jc Edda Þórarinsdóttir það voru manneskjur eins og Doris Day sem náðu vinsældum. Edith sneri aftur heim og lærði ensku á mettíma. Hún fékk sér kennara og lærði 1 fjórar klukkustundir á 1 dag. Að því búnu sneri hún aftur til Ameríku og kom sá og sigraði." Edda Þórarinsdóttir fer með hlutverk Piaf „Hún var mikil söngkona og sterkur persónuleikiu Leikfélag Akureyrar mun sýna söngleikinn Piaf í febrúar en hann fjallar um söngkonuna Edith Piaf. Ákveðið hefur verið að fá Eddu Þórarinsdóttur til að fara með hlutverk söngkon- unnar og munu æfingar hefj- ast eftir áramót. Blm. hitti Eddu stuttlega að máli og spurði hvernig það legðist í hana að eiga að fara með hlutverk Piaf. „Þetta leggst bara vel í mig, en ég er auðvitað skíthrædd í leiðinni því Edith Piaf var mikil söng- kona og sterkur persónu- leiki. Það verður mikill vandi að ganga meðalveg- inn og ég vil ekki herma eftir henni og líkjast sem mest, og þá er ég að skír- skota til söngsins, heldur reyna að túlka hana sem leikkona á minn hátt. Þó vil ég gera þetta þannig að það minni fólk á hana.“ Hvernig kona var Edith Piaf? —„Ég hef nú verið að lesa heilmikið um hana undan- farið og áhugi minn sífellt aukist. Hún var ævintýra- legri persóna en ég hélt aö hún hefði verið. Ég áleit hana alltaf goðsögn í Frakklandi, en þegar mað- ur kynnist uppruna og lífi hennar þá sér maður að flest er satt og rétt. Piaf fæðist í göturæsinu f orðs- ins fyllstu merkingu. Hún var 1.45 sm á hæð en svo sterkur persónuleiki að hún stjórnaði heilum her f kringum sig. Það má segja að hún hafi lifað mjög hátt; var á kafi í brennivfni og morffni alltaf ástfangin og mikill nátthrafn. Edith varð aðeins 46 ára gömul. Fjórum árum áður en hún dó var hún skorin upp og læknirinn flýtti sér að loka henni aftur þvf flest líffær- in voru hætt að virka. Þó lifði hún næstu fjögur ár og söng fram á síðasta dag. Það er eitt atriði sem mér kemur f hug til að lýsa persónuleika hennar og ákveðni. Þegar hún var orðin fræg í Evrópu þá fór hún til Bandarikjanna til að verða heimsfræg. Er þangað kom kunnu amer- ikanar ekki að meta hana þvf hún söng og talaði ein- ungis frönsku, hreyfði sig lftið á sviði og brosti aldrei. Á þessutc tíma var Holly- wood upp á sitt besta og Edith Piaf var akki við alna tjólína felld í ástamálum. Edíth Piaf Glenda Jackson: „Heimurinn hryndi ekki í rúst fyrir mér — þótt ferli mínum sem leikkonu lyki“ + „Heimurinn hryndi ekki í rúst fyrir mér þótt ferli mín- um sem leikkonu lyki á morgun. Ég brysti ekki í grát, ég sneri mér bara að ein- hverju öðru.“ Það er ekki stærilætinu fyrir að fara í þessum orðum Glendu Jackson, einhverrar mestu leik- konu sem Englendingar eiga, enda er hún mjög sérstæð kona. Hún er ekkert fyrir margmenn- ið, veitir sér lítið og leggur lítið upp úr fötum og fallegu útliti. Glenda er alger andstæða kvik- myndastjarnanna eins og þær koma oftast fyrir sjónir, veislu- glaðar og tilbúnar til að kaupa athyglina hvaða verði sem er. Hún tekur heimilislífið fram yf- ir glauminn. Glenda Jackson er fædd f bænum Birkenhead í Englandi og var faðir hennar múrari en móðir hennar vann í verslun. Hún var elst fjögurra systra og vandist því snemma að gæta þeirra yngri. Þegar hún var 16 ára gömul hætti hún í skóla og fór að vinna í lyfjabúð en hætti þar þegar hún komst að í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.