Morgunblaðið - 11.11.1984, Síða 47

Morgunblaðið - 11.11.1984, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 119 Glenda Jackson áhugamannaleikhúsi. Þar kom fljótt í ljós hvað í henni bjó og henni var ráðlagt að leggja leik- listina fyrir sig. Glenda hlýddi því ráði og hefur ekki iðrast þess síðan. Aðeins 19 ára gömul var hún komin til náms við Konunglegu leiklistarakademí- una. Glenda vann sinn mesta sigur í myndinni „Marat/Sade" eftir Peter Weiss árið 1964 og síðan hefur hún verið eftirsótt sem frábær leikkona. Hún kvæntist aðeins 21 árs gömul leikaranum Roy Hodges og saman eiga þau soninn Daniel, sem fæddist árið 1969. Þau skildu eftir 17 ára hjónaband og nú býr Glenda ein með Daniel. Áfengi og eiturlyf: + Ofbeldisfullar íþróttir ýta undir ofbeldi meóal ihangenda Iþróttafélag- anna. Þetta er nióurstaða bandarísks sálfræóings, Jeffreys Goldstein aó nafni, sem segir, að bandarísk knattspyrna, kylfuknattleikur, isknattleikur, hnefaleikur og venjuleg knattspyrna geti hvatt ofbeldisfullt fólk til alls kyns bermdarverka og jafnvel moróa. Jeffrey nefnir ýmis dæmi máli sínu til sönnunar. „Dallas-kúrekarnir" háðu leik við „Sæhaukana frá Seattle" á heimavelli og unnu leikinn. Þann dag fréttist aðeins af þremur líkamsárásum i borginni. Viku síðar tapaði hins vegar heimaliðið og þá voru líkamsárásirnar 23. Hættulegastir eru líklega hnefaleikarnir. David Phillips, félagsfræð- ingur við Kaliforníuháskóla, segir t.d., að á fyrstu þremur dögunum eftir bandariska meistaramótið i hnefaleikum séu morð 13% fleiri en endra- nær i öllu landinu. Sálfræðingar segja, að svo virðist sem sjálfsvirðing sumra æstustu áhangenda íþróttaliðanna sé samofin gengi viðkomandi liðs. Ef liðinu gengur illa finnst þeim sem að þeim sjálfum sé vegið og reyna að ná sér niðri á umhverfinu. Hvergi or ofbeldiö meira •n meðal óhangenda bresku liöanna. Hér hefur einn fengiö skutlu í nefiö rétt viö augaö. Berglind JohanMn og Tom JonM. Berglind Johansen og Tom Jones „Fór vel á með þeim“ Ekki alls fyrír löngu, er Berglind Johansen var stödd á Miami til aó taka þátt f keppninni um titilinn ungfrú alheimur eóa „Miss Uni- verse“, hitti hún hinn góókunnm söngvara Tom Jones, sem var gest- ur á feguróarsamkeppninni. Að sögn viómælanda blm. Mbl. er var vió- staddur fór vel á meó þeim. Sýndi hann mikinn áhuga á ísiandi og er nú unniö aó því aó athuga hvort ekki er möguleiki á því aó hann komi til landsins. Berglind, sem er búsett í New York þar sem hún starfar sem fyrirsæta hjá Kay models, tekur nú þátt í „Miss World“-keppninni þar sem keppt er um titilinn ungfrú heimur. Keppnin fer fram i London 15. nóvember, og mun fsland verða eitt af fáum löndum í keppninni sem verða kynnt sér- staklega. Á þeim tíma sem keppnin fer fram mun margt verða á bóðstól- um á Bretlandi sem snertir ís- land. 14. nóvember er leikur Wal- es og fslendinga, Mezzoforte gefur út hljómplötu sína „Rising* hinn 16. nóvember og fslandskynning mun verða á diskótekinu String- Berglind Johanaen fellows á vegum Flugleiða þar sem Berglind verður heiðursgest- ur. Það verður þvi nóg að gera hjá Berglind næstu dagana og við óskum henni velfarnaðar. Unglingsárin afdrifaríkust + „Ef unglingar komast í gegnum fyrstu ár fram- haldsskólans án þess að gera helgarfyllerí og eiturlyfjafíkt að föstum lið í lífí sínu þá munu þeir líklega sleppa við að falla fyrir þessum vímu- gjöfum síðar á ævinni.“ Eru þetta niðurstöður umfangs- mikillar könnunar á þessum málum og vafalaust mörgum foreldrum til mikils léttis en öörum til aðvörunar. „Hassneysla hefst oft um 13 ára aldur og nær há- marki um 18 ára aldur," segir dr. Denise Kandel, sálfræðingur við Col- umbia-háskóla í Bandaríkj- unum, sem um nokkurt skeið hefur staðið fyrir mikilli könnun meðal 1325 ungra manna og kvenna. Segir dr. Kandel, að það sama eigi við um áfengið og að yfirleitt minnki notkun þessara vímugjafa mikið um 19 og 20 ára aldurinn. Dr. Kandel segir, að það ráðist yfirleitt á unglings- árunum hvort fólk verður áfengi og eiturlyfjum að bráð síðar á ævinni. Ef fólk sýnir hófsemi á unglingsár- unum verður það líka hóf- samt síðar, en ef áfengis- notkunin er mikil á þessum árum, eru framtíðarhorf- LISTASAFN Einars Jónssonar Listasafn Einars Jónsson- ar hefur látið gera af- steypur af höggmynd Ein- ars Jónssonar, Ung móðir, sem hann gerði árið 1905. Myndin verður til sölu í Listasafni Einars Jóns- sonar frá og með fimmtu- deginum 15. nóv. til ,og með laugardeginum 17. nóv. kl. 16—19. Inngangur er í safnið frá Freyjugötu. Nánari upplýsingar eru veittar í síma safnsins, 13797, kl. 9—17 daglega. Frábær mynd- og tóngæði! Einstök ending! VHS: 120,180 og 240 minútna. Beta:130 og 195 mínútna. TILBOÐ: 20% afsláttur! Tvö stk. í einum pakka, -á kr.430 stykkið! 1 AUK hf. 91.45

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.