Morgunblaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984 Varanleiki og ringulreið Bókmenntir Jóhann Hjáimarsson Franska skáldið Pierre Emm- anuel lést fyrir nokkru. Hann var fæddur 1916. Pierre Emmanuel var dulnefni, en réttu nafni hét skáldið Noel Mathieu. Pierre Emmanuel var á sínum tíma meðal helstu skálda frönsku andspyrnuhreyfingarinnar, löng- um mikils metið skáld, átti sæti í Frönsku akademíunni, en lenti síð- ar í útistöðum við hana. Fyrsta bók Emmanuels, Élegies (1940), leiddi í Ijós, að hér var á ferðinni persónulegt og sérkenni- legt skáld, en ekki leyndi sér að helsti lærimeistarinn var Pierre Jean-Jouve. Meðal fyrirmynda Emmanuels hefur líka verið nefnd- ur Friedrich Hölderlin. Það sem Pierre Emmanuel á sameiginlegt með Pierre Jean- Jouve er kristileg dulúð og hvernig þeir tengja saman ógnir samtím- ans og trúarlega innri baráttu mannshugans. Ljóð þeirra beggja eru harmræn, oft örvæntingarfull. f manninum eiga sér stað átök sem leitt geta til tortímingar. Heim- sendir er sifellt í nánd. Lífsangist þessara skálda breytt- ist á stríðsárunum í baráttu gegn nasisma, hernámi Frakklands. Meðal annarra merkra læri- sveina Jouve má nefna Yves Bonn- efoy (f. 1923). Hvað sem öðru líður er Pierre Emmanuel skáld hins persónulega sársauka. Hann varar í ritgerða- Pierre Emmanuel söfnum sínum við einföldum lausn- um, ímyndaðri samkennd. Það er í senn í leitinni að hinu varanlega fyrir manninn og með því að hafna öðru en ringulreið mannlífsins sem skáldið opinberast lesandanum. Mælska setur svip sinn á ljóða- gerð Pierre Emmanuels. Hún er augljós í Tombeau d'Orphée (1941), og Le Poete et son Christ (1942) og ekki síst í ættjarðarljóðunum Tristesse o ma Patrie (1946). En þessi mælska fékk heldur betur út- rás í Babel (1952), ljóðaflokki sem er þrjú hundruð blaðsíður. Mælska skáldsins á ekki skylt við mælgi heldur er honum eðlileg til tján- ingar. Babel dregur dám af Biblí- unni. Skáldið yrkir um sköpun mannsins og vegferð hans um ald- ir. í bókinni kynnumst við ein- manaleik, en einnig samhug. Myndmálið er tilkomumikið. Babel er talið höfuðverk Emm- anuels. Einkum á sjöunda áratugn- um komu frá honum bækur sem virðast eins og endurtekningar þess sem áður var ort og eru um of háðar kirkjulegu likingamáli, vitna um hve skáldið er upptekið af liðn- um tíma, ekki síst grískri goða- fræði. Meðal þessara bóka er Év- angéliaire (1962). A áttunda áratugnum þróast Ijóðagerð Emmanuels í þá átt að verða einfaldari, hnitmiðaðri. Hann leggur til hliðar ýmiskonar táknrænt skraut og talar beint til lesandans. Heimurinn er fullur af orðum og vindum, orti Pierre Emmanuel eitt sinn í ljóði sem er dæmigert fyrir hinn upphafna stíl hans, myndríki og hljóm. En hann gat líka ort lát- laus ljóð þar sem fáeinar myndir segja margt sem máli skiptir. Til dæmis í ljóðinu um bækurnar: Bók er hönd sem opnast mjúklega. Og í sama Ijóði talar hann um bók sem er hjarta mitt sem slær og gerir þögnina áfenga. Pierre Emmanuel var ekki skáld þagnarinnar. Honum lá mikið á hjarta og kom því á framfæri í Ijóðum sínum, ritgerðum og minn- ingum. Enda þótt ljóð hans séu mótuð af ákveðinni franskri hefö sem er dálítið fjarlæg íslendingum, er hann meðal skálda sem ávinn- ingur er að kynnast. Því miður er ekki hægt að benda á neinar þýð- ingar á verkum hans á fslensku, en meðal nágrannaþjóða okkar þykir sjálfsagt að vita á honum deili. Jóhann Hjálmarsson Anthony Braxton Jazz og ekki jazz Jazz Sveinbjörn I. Baldvinsson Anthony Braxton og Marilyn Crispell í Félagsstofnun. Anthony Braxton tónsmiður og tréblásturshljóðfæraleikari er sennilega einhvers konar snillingur. Hann leikur af ótrú- legri færni á fjölmörg hljóðfæri fyrrnefndrar tegundar, allt frá kontrabassaklarínetti til sópr- anínósaxófóns. Tónlist hans er víðs fjarri því að vera aðgengi- leg, en hún er heillandi eins og svo margt sem er illskiljanlegt, gefi maður sér tíma til að hlýöa á hana án fordóma. Braxton, sem nú er að nálgast fertugt, hefur allt frá því er hann gekk í samtðk skapandi tónlistarmanna í Bandaríkjun- um (Association for the Ad- vancement of Creative Musici- ans — AACM) árið 1966, farið lítt troðnar slóðir á tónlistar- sviðinu. Hann hefur m.a. sent frá sér tvöfalt plötualbúm með einleik á altósaxófón, samið verk fyrir fimm túbur og einnig mikið stórvirki, „For Four Orchestr- as", sem er lengra en nokkur Mahler-sinfónía og hljóðfæra- frekari en nokkur Wagner- ópera, einnig hefur hann samið og flutt verk fyrir fjórar lit- skyggnuvélar og sinfóníuhljóm- sveit. Á tónleikunum í Félagsstofn- un stúdenta sl. sunnudagskvöld fluttu þau Braxton og Marilyn Crispell píanóleikari þrjú verk. Ekki veit ég hvað þau nefnast en tel víst að um tónsmíðar þess fyrrnefnda hafi verið að ræða. í fyrsta verkinu lék Braxton í byrjun á sópransaxófón með pí- anóinu. Var ljóst í upphafi að um „jazz" yrði ekki að ræða í venjulegasta skilningi þess orðs. Braxton hefur enda ásamt fleiri bandarískum tónlistarmönnum leitast við að losna undan jazz- stimplinum. Verkið minnti helst á evr- ópska nútímatónlist, enda nefnir Braxton sjálfur bæöi Arnold Schönberg og Anton Webern sem áhrifavalda þegar tónlist hans sjálfs er til umfjöllunar. (Annar maður sem hann nefnir oft í þessu samhengi er Albert Ayler.) Þegar á leið fyrsta verkið skipti Braxton yfir á altósaxófón og þá fór ekki hjá því að maður greindi að hér var á ferðinni maður sem vissi allt sem vita þarf um jazzleik. Áður en verkinu lauk hafði hann einnig leikið nokkuð á tenórsaxinn og klarínettið. Oft var örðugt að grilla í það hvenær hinni skrif- uöu tónlist lauk og spuninn tók við, enda varla aöalatriði í tón- list af þessu tagi. Að loknu hléi kom annað verk og minnti það mig í upphafi dá- lítið á Vorblót Stravinskýs, vegna píanóundirleiksins, sem var mjög riþmískur, þótt taktur- inn væri ekki reglulegur. Eftir alllangt klarínettusóló léku þau Braxton og Crispell krómatíska sekvensa eða tónaraðir án stórra tónbila um skeið, þar til Braxton skipti yfir á sópransax og upp- hófst mikill darraðardans á við- komandi tónsviði, en hlýlegt klarínett átti þó síðasta orðið. í lokin flutti dúettinn stutt en áheyrilegt bebop-lag, sem þó hefði hljómað eins og tólftóna- músík hefði það komið í lok „venjulegra" jazztónleika. Þar fékkst það endanlega staðfest að hér voru á ferð mikilir tónlist- armenn bæði hvað varðar flutn- ing skrifaðrar tónlistar og spuna. Ekki var fjölmenni mikio á tónleikunum og þykja það vísast ekki nein undur. En því er þó ekki að neita að það vakti furðu mína að sjá ekki fleiri úr hinum allstóra hópi íslenskra jazz- áhugamanna þetta kvöld en raun bar vitni. Miðað við að- sóknina að öldungis hryllilega lítið áhugaverðu brölti Leo Smiths hér í haust hefðu áheyr- endur Braxtons og Crispells svo sannarlega átt að vera fleiri. Það var hljómplötufyrirtækið Gramm sem stóð fyrir þessum tónleikum og á það hrós skilið fyrir framtakið. J Faðir móðir barn Bókmenntir Jenna Jensdóttir Faoir móðir barn Útgefandi: Jafnréttisráð 1984 Höfundar: Bergþóra Sigmundsdóttir, þjoðfélagsfræðingur. Guðfinna Kydal, sálfræðingur. Guðrún Erlendsdóttir, dósent Gunnar Biering, barnalæknir. Ilalldór Hansen, barnalieknir. Helga Hannesdóttir, geðlæknir. SigurAur S. Magnússon, prófessor Dr. Med. Prentun: Svansprent. Myndir: Brian Pilkington. Jafnréttisráð hefur sent frá sér bækling er nefnist Faðir móðir barn. Efni hans er byggt á fræðslu til verðandi foreldra um for- eldrahlutverkið og allt sem því fylgir. Sérstök áhersla er logð á að með auknu jafnrétti og breyttum þjóðfélagsháttum hlýt- ur hlutdeild feðra í uppeldi og umhirðu barna sinna að verða óumflýjanleg og mikilvæg. Sérfræðingar þeir er þættina rita höfðu til hliðsjónar hug- myndir margra fulltrúa starfs- greina, foreldra ungbarna og fleiri. Auk formála formanns jafnréttisráðs eiga sjö höfundar greinar í bæklingnum, en eigi er þess getið hver er höfundur að hverri grein. Heiti greinanna eru: I. Meðganga. II. Fæðingin. III. Foreldrar og börn á fæð- ingarstofnuninni. IV. Þegar barnið er komið í heiminn. V. Að eignast barn. VI. Að verða foreldri. VII. Réttarstaða barna. Ég mun hér fyrst fjalla um fimm þessara greina, en undan- skilja IV. og V. grein þar til síð- ar. Þessar fimm greinar eiga það allar sameiginlegt, að mínu mati, að undirstaða þeirra er góð þekk- ing og víðsýni. Med hógværð benda höfundar á nauðsyn þess að hlutverk beggja foreldra í uppeldi og umönnun barna sinna verði jafnt og feður séu engu síð- ur færir um að inna af hendi margt það er viðkemur andlegum og líkamlegum þörfum barnsins en mæður. Framsetning þessara greina er frjáls og óþvinguð, án fordóma. Viðhorf höfunda og skilningur á framþróun jafnrétt- is í ljósi breyttra þjóðfélagshátta gera bækling þennan að mikils- verðu fræðsluriti, sem gaman er að lesa. Að mínum dómi eiga IV. og V. grein ekki heima í þessum bækl- ingi, þótt þær eigi sameiginlegt með hinum greinunum í því, að í þeim felst einlæg umhyggja fyrir velferð barna. En þær eru byggðar upp á hugmyndafræðilegum grund- velli, og þar vottar fyrir nei- kvæðu til fortíðar, alhæfingum og fordómum. Að þessu leyti stinga þær í stúf við aðrar grein- ar bæklingsins — koma eins og úr annarri átt. Hér er gripið inn í IV. grein, þar sem rætt er um tilfinninga- doða móður gagnvart barni fyrst eftir fæðingu: „Móður er það oft verulegt áfall að uppgötva þenn- an „tilfinningadoða" í eigin fari vegna þess að flestir eru venju- lega sannfærðir um að „móður- ástin" sé hrein eðlishvöt sem komi af sjálfu sér við fæðingu lfkt og mjólkurframleiðsla í brjóstum." Tilvitnun í sömu grein: „Tregða þjóðfélagsins til að viðurkenna þörf barna fyrir umönnun föður helst oft í hendur við tregðu feðra til að takast það hlutverk á hendur og reyndar ekki ósjaldan við tregðu móður til að sætta sig við föður í því hlutverki." V. grein er sýnu ákveðnari: „Með hegðun sinni og framferði móta foreldrar skoð- anir barna á því hvernig drengir og stúlkur eru, hvernig karlmenn og konur eru, hvaða eiginleika þau hafa og hvaða hlutverkum þau gegna." Vitnað í sömu grein: „Móður- hlutverkiö hefur lengi átt að leggja grundvöll að sjálfsvirð- ingu kvenna og styrkja „kveneðli þeirra". Flestum konum hefur einnig þótt mikilvægt að sanna að þær geti verið „góðar mæður". Eflaust verða skiptar skoðanir um IV. og V. grein og gæsalappir innan þeirra. En hvað sem öðru líður lætur móðir náttúra ekki að sér hæða og eðlisþættir kynjanna verða það sem blífur, þótt margt geti breyst til jafnréttis og bræðra- lags eins og raunar er undirtónn- inn í greinunum sem óskandi er að verði lestrar-- og íhugunarefni allra verðandi foreldra og helst allra þeirra sem telja sér börn og barnauppeldi viðkomandi. Jafnréttisráð hefur hér enn sannað ágæti sitt í baráttunni fyrir framgangi og skilningi á jafnrétti manns og konu til far- sældar í breyttu þjóðlífi. Myndir fylgja vel efni texta og eru skemmtilegar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.