Morgunblaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 63
 MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984 63 ir voru og settu svip á samtíð sína hér í bænum. Trúlega átti hann eitt stærsta og sérstæðasta myndasafn af gömlum myndum er fyrirfinnast í einkaeign. Þorsteinn hafði mikla ánægju af þessum tal- andi og segjandi myndum sínum. Hann tók okkur kaffifélagana stundum í hugarskoðun: hvort við bekktum staðar- eða mannamynd- ir er hann átti í fórum sínum til sonnunar um skarpskyggni manna eða kölkun. Knattspyrna var ein af hans mörgu áhugamálum, enda einn allra besti Víkingurinn er ég hef kynnst. Eins og ég minntist hér á að ofan fellur eplið aldrei langt frá eikinni. Víkings-eldmóðurinn gekk í ættir fram, fyrst hjá syni Þorsteins, Ólafi, síðan hjá dótt- ursyni Þorsteins, syni Kristínar, er hann var skrýddur nýsaumuð- um Víkingsbúningi á eins árs af- mælinu. Það hafa margir spurt mig í gegnum árin hvað við félag- arnir sem höfum verið nokkuð margir í gegnum árin, sumir falln- ir, aðrir á lífi, séum að gera á stof- unni hjá Steina á hverjum morgni, langt áður en venjulegur vinnu- tími hefst. Hafa menn dregið ýms- ar ályktanir, svo sem að þar fari fram einhver leynistarfsemi. Haft hefur verið í flimtingum að þar fari Hulduher, framverðir og bak- verðir Alberts miðherja Guð- mundssonar. Því hann leit þar við stundum eins og svo margir aðrir. Mikið og gott mannaval tók þátt í þessum morgunstundum á stof- unni hjá Steina. Menn úr öllum stéttum og greinum þjóðfélagsins komu þang- að, háir sem lágir. Þar var fjallað um dægurmálin í léttum stíl ef svo bar undir, þjóðmálunum og menn- ingunni gerð skil. Umræðunni stjórnaði Steini af sinni alkunnu festu, enda veitti stundum ekki af. Ekki gleymdist hin liðna tíð né látnir vinir eða kunningjar. Þingsalirnir í nærliggjandi húsi gætu verið hreyknir af svo mál- efnalegum umræðum er þar fóru fram. Að koma til Steina, hversu dumbungslegt og hryssingslegt sem utandyra var, fylltust menn hlýju, sálarhlýju sem er grunnur- inn að allri góðri mannrækt. Við, vinir Þorsteins, erum fullir sakn- aðar við missi þessa góða drengs. Nú þurfum við ekki að skipuleggja morgnana vel, sérstaklega þeir eru fóru í sundlaugarnar fyrst áð- ur en mætt var í Skólabrú og mættu síðan á réttum tíma í vinnu. Mynstur sem búið er að vera í föstum skorðum í tugi ára hefur nú raskast. Skólabrúin með sínu tignarlega umhverfi, Alþingishúsinu, Dóm- kirkjunni, menntaskólanum, Frí- kirkjunni, gamla iðnskólanum og Iðnó ásamt Tjörninni, öll tign gamla miðbæjarkjarnans, hlýtur að hafa haft áhrif á lífsmynstur, framkomu og gjörðir hins látna vinar míns, Þorsteins ólafssonar. Kvosin er fátækari í dag eins og við. En Kvosinni fylgja ýmsir annmarkar sem ráðast af náttúru- öflunum, það er stórstreymið er vindur blæs inn Flóann. Þorsteinn vinur minn þurfti oft á stundum að berjast við náttúröflin á öllum tímum sólarhringsins. En aldrei kom fyrir að ég heyrði hann form- æla þessum höfuðskepnum, er þær öngruðu hann hvað mest, þegar sjór flæddi inn í húsið á stór- straumsflóði. Fyrst í stað barðist hann aðeins vopnaður fægiskúffu og vatnsfötu við flóðið, en á þessu varð bót síðar. Eftir að hann fékk rafdrifna lensidælu má segja að flóðahættunni hafi verið bægt frá. Oft var þetta erfitt verk einkum í svartasta skammdeginu. Ávallt tók Steini þessu mótlæti með sínu jafnaðargeði. Þetta væri svo, svona ætti þetta að vera. Ekki stóð Steini einn og óstudd- ur í lífi sínu og starfi. Hann var mikill gæfumaður, heilsteyptur heimilisfaðir og á heimilinu hefur ætíð ríkt mikil samstaða og gagn- kvæm virðing heimilisfólksins. Það var mikil gæfa fyrir Steina að eignast Löbbu fyrir lífsföru- naut. Ekki einasta að búa honum og börnum þeirra einstaklega vinalegt og vistlegt heimili var þessi vel gefna og bráðskemmti- lega kona lífsakkeri hans. Barna- lán segja menn stundum að sé eitt hið mesta lífslán hverra foreldra. Barnaláni eiga þau að fagna og þvi stendur Labba ekki ein og óstudd eftir hið sviplega fráfall síns trygga eiginmanns. Ég vil í nafni morgunvinanna færa þér, Labba, Óla og Kristinu, innilegar samúðarkveðjur, svo og bræðum Steina, Stefáni og Ólafi og öðrum ættingjum. Guð blessi ykkur öll. Oddgeir Bárðarson Það er eitt af því ánægjulega við það að eiga heima í Reykjavík hve hér er margt öðlinga. Einn í þeirra hópi og með hinum mestu, sem ég hef kynnst, var Þorsteinh Ólafs- son tannlæknir. Víkingur var hann til verka og víkingshugsjón átti hann. Sárt er til þess að hugsa að nú er þessi öðlingur horfinn af sjónarsviðinu langt fyrir aldur fram. Við sem áttum því láni að fagna að verða honum samferða geymum myndina af óvenjulegum persónuleika. Kæra frú ólöf, megi Guð og gæfan fylgja ykkur öllum og inni- legar samúðarkveðjur. Þorkell Valdimarsson Guðríður Ólafs- dóttir - Minning Fædd 21. október 1919 Dáin 21. október 1984 Guðríður Ólafsdóttir, fæddist á bænum Fagradal í Mýrdal, dóttir hjónanna Sigrúnar Guðmunds- dÓttur og Ölafs Jakobssonar. Þau búa nú í Vík í hárri elli. Guðríður ólst upp í föðurgarði meðal 8 systkina, en réðist ung til starfa í Vestmannaeyjum þar sem hún kynntist eftirlifandi manni sínum, Pétri Sigurðssyni. Þau Pétur og Gugga, eins og hún var jafnan kölluð, gengu i hjónaband 24. des. 1942 og hófu búskap. Börnin urðu 6; Erling, Sigrún, Erla, Svana, Ingibjörg og Guðrún, en auk þess ólu þau upp Agnesi dótturdóttur sfna. Börn þeirra hjóna eru öll gift og afkom- endahópurinn orðin stór. Þau hjónin byrjuðu búskap í Eyjum og bjuggu þar lengst af. Pétur stundaði þá sjóinn og var Gugga því oft ein með barnahóp- inn t.d. þegar hann „var á síld". Ávöxt verka sinna, sem góð móðir og traustur uppalandi, fékk hún endurgoldinn í einstöku barnaláni og nóg átti hún eftir af ástúð fyrir barnabörnin sem mikið sóttu til afa og ömmu. Eftir „Eyjagosið" settust þau hjónin að á Eyrarbakka og þá hóf- ust kynni okkar þegar ég ásamt móður minni og bróður fluttum okkur um set og lentum i næsta húsi við þau og Agnesi sem þá var telpa. Strax fyrsta daginn eignuð- ust þau í okkur hvert bein og heimilin að Háeyrarvöllum 44 og 46 hafa verið eins og eitt heimili siðan. Hjálpsemi, góðvild og ósérhlífni mótuðu sterkan persónuleika Guggu. Smáborgaralegur hugsun- arháttur eins og rætni f garð náungans voru henni víðs fjarri. Hún var húsmóðir af Guðs náð. Heimilið bar þess jafnan fagurt vitni að þar léku létt við lipra fingur heimilisstörfin og handa- vinnan. Gestrisnin var slfk að hjá þeim hjónum var alltaf standandi veisluborð fyrir gesti sem gang- andi. Gugga tók oft að sér einhverja aukavinnu með heimilinu og vegna barnanna helst eitthvað sem hún gat unnið heima við. Þó Gugga væri vel til forystu fallin var fjarri henni að ota sér fram til slíkra starfa hún var ein af þeim sem gekk í verkin og drjúgt var framlag hennar til kvenfélagsins „Líkn" í Eyjum svo eitthvað sé nefnt. Hún var fundvfs á þá sem erfitt áttu og jafnan tilbúin til hjálpar. Með móður minni og Guggu tókst einlæg vinátta og þau verða aldrei talin handtökin sem hún rétti okkur nágrðnnunum og um- hyggjuna sem hún sýndi aldraðri móður minni getur Guð einn endurgoldið henni. Um síðustu áramót veiktist Gugga mjög alvarlega af þeim sjúkdómi sem dró hana til dauða. í þeirri erfiðu baráttu var hún borinn á höndum eiginmanns, barna og tengdabarna. Hlé varð á hinni erfiðu læknismeðferð i sumar og var hún þá heima f nokkrar vikur öllu nágrenni sinu til gleði og blessunar. Dæturnar önnuðust hana þá til skiptis af einstakri natni og veittu föður sfn- um ómetanlega hjálp. Þær hafa erft móðurhendur mömmunnar og náð til að nota þær á sama hátt. A milli sjúkrahúsvista dvaldist hún annars mest á heimili Erlu dóttur sinnar en hjá þeim hjónum, Erlu og Sigurði, var hún umvafin traustum verndarfaðmi hvenær sem hún þurfti með. Það má segja að þar til yfir lauk hafi Gugga legið margar bana- legur en alltaf reis hún upp á milli og maður gat einhvernveginn aldrei trúað öðru en Gugga „hefði það af". Yrði manni á að aumkva hana vegna vanlíðanar, var svarið gjarnan, „það er einhver leti f mér núna," en „leti" var algert bannorð í lífi hennar — svona svara hetjur einar. Á lækna sina og hjúkrunarfólk minntist hún jafna með trausti og þakklæti. Einn „förunaut" átti Gugga í þessu stríði sem ekki hefur enn verið nefndur, það var „bænin". Hún óskaði eftir fyrirbænum ann- arra og bað sjálf, ein og með öðr- um. Þegar hún kvaddi þennan heim var hjarta hennar fullt frið- ar — Jesús Krists sonar hins Hæsta. Hún dó, viðbúin kallinu. Ollum aðstandendum Guðríðar votta ég mína dýpstu samúð eink- um öldruðum foreldrum hennar sem hún var jafnan hin mesta hjálparhella og eiginmanninum sem hefur verið jafn æðrulaus og þolgóður og klettur í þessari þungbæru reynslu. Ég bið góðan Guð að létta þeim ástvinamissinn. Samhentur nágrannahópur á Eyrarbakka saknar vinar í stað. Við kveðjum öll hina látnu með þökk og virðingu. Ársæll Þórðarson Markmið: Þjónustufyrirtæki eru í raun mjög frábrugðin fram- leiðslufyrirtækjum. Framleiðsla þeirra, „þjónustan", einkenn- ist af þvi að vera óefnisleg og að framleiðsla, dreifing og notk- un verður ekki aðskilin heldur sett saman sem þjónustuheild sem viðskiptavinurinn upplifir. Stjórnun þjónustufyrirtækja krefst þess vegna annarra viðhorfa, tækni og stefnu. Það sama gildir um þjónustustjórnun framleiðslufyrirtækjanna. Efni: Á ncimskeiðinu verður fjallað um eftirtalda málaflokka: — Hugtakið þjónusta og þróun þess í þjóðfélaginu á síðustu árum. — Hvað er þjónustupakki? — Þjónustukerfi og uppbygging þeirra. — Stefnumörkun og þátttaka stjórnenda í þjónustusköpun. — Þjónustukerfi í reynd (dæmi). — Þjónustustoðir. — Stjórnskipulag fyrirtækis, þróun þess og áhrif á þjónustu- kerfið. — Hópvinna o.fl. Þátttakendur: Námskeið þetta er einkum ætlað stjórnendum og þeim sem verða að marka stefnu og uppþyggingu þjón- ustu í fyrirtækjum sínum. ennfremur er námskeiðið gott fyrir þá sem bera ábyrgð á framkvæmd þjónustu og eru þátttak- endur í umfjöllun stjórnenda þegar þjónustustefnan er mörk- uð fyrir fyrirtækið. Leiðbeinandi: Hjörtur Hjartar, rekstrarhagfræðingur. Hann lauk prófi í kerfisfræði frá Tölvuskólanum í Álaþorg og síðan H.A. og Cand. Merc. prófi frá Háskólanum í Álaborg. Starfar nú sem deildarstjóri hagdeildar Félags íslenskra iðnrekenda. Tfmi: 19.—20. nóvembor Kl. 9.00—17.00. TIUCYNNIÐ PATTTOKU í SÍMA 82930 STJÓRNUNARFÉLAG MnQ SátXIMÚlA23 HUO SÍMI82030
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.