Morgunblaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER1984 Sól uppljómunar- aldar hækkar á lofti eftir Helga J. Hauksson Við íslendingar getum á einni nóttu feykt í burtu allri ólgu og neikvæðni úr þjóðarvitundinni og skapað ósigranlegt og árangurs- ríkt fyrirmyndar þjóðfélag, grundvallað á einingarsviði allra krafta náttúrunnar. Það geta svo og allar aðrar þjóðir í sameiningu eða hver í sínu lagi. Kenning, tilraun, niðurstaða Þetta eru niðurstöður vísinda- manna við Maharishi Internation- al University (MIU) eða Mahar- ishi alþjóðaháskólann í Fairfield, Iowa, Bandaríkjunum. Þær hljóta að vekja undrun og forvitni allra manna. Meðal þeirra sem að baki þessara niðurstaðna standa eru margir færustu vísindamanna heims svo sem Nóbelsverðlauna- hafinn í eðlisfræði dr. Brian Jos- ephson og stærðfræðingurinn dr. M. Weinless. Niðurstöðurnar hafa þegar ver- ið lagðar fyrir ráðherra íslensku ríkisstjórnarinnar og þeim bent á þann moguleika að fá til liðs við sig færustu vísindamenn okkar til að yfirfara kenningar, gögn um til raunir og niourstöour. Og ekki síst að endurtaka afdrifaríkustu tilraun- ina sem fyrst hér á landi. Voldug, huglæg tækni (sem ber góðan ávöxt) Undanfarin ár hef ég verið svo heppinn að hafa haft tækifæri til að fylgjast með starfi íslenska íhugunarfélagsins úr hæfilegri fjarlægð áhugasams áhorfanda. Félagið hefur í tæp tíu ár kennt tæknina innhverf íhugun hér á landi og veturinn '79—'80 var í fyrsta skipti haldið á íslandi svo- nefnt IÍ-Sidhi-námskeið, en Sidhi-tæknin, sem byggir á inn- hverfri íhugun, er óhemju voldug, huglæg tækni. Það sést best á þvi að þegar stundaður er sá þáttur hennar sem veitir meta gleði, og taugafræðingar um allan heim hafa staðfest að veldur sam- ræmdri virkni alls heilans (sjá 188 HAGVÖXTUR í HEIMINUM 186 184 182 180 178 Þrjár vikur fyrir samkomuna. Þriggja vikna Þrjár vikui eftir forsmekkur af i samkomuna. Útópiu. }_________________ heilalínurit), þá lyftist líkaminn augnablik frá jörðu. Já, líkaminn lyftist augnablik frá jörðu og i sumum tilvikum flýtur hann nokkra metra áfram í loftinu. Tvö Sidhi-námskeið hafa verið haldin hér landi og alls voru um tuttugu manns sem lærðu tæknina og „flugu" saman helst á hverjum degi frá ársbyrjun 1980 fram á fyrstu mánuði ársins 1982. Það er einmitt þegar tæknin er stunduð saman í hóp sem áhrif hennar verða mest. Að baki liggja hrein og klár eðlisfræðilögmál og nægir að kvaðratrótin af einu prósenti íbúa ákveðins svæðis stundi tækn- ina saman i hóp til að stökkbreyt- ing til aukinnar jákvæðni verði í öllu samfélaginu. Það ætlast enginn til að fólk trúi svona staðhæfingum i fyrsta skipti sem það heyrir þær. — En nú eru fjögur ár siðan ríkisstjórn íslands voru færð gogn um fyrstu stóru tilraunina sem gerð var til staðfestingar þessari kenningu. Hagstofa fylkisins fylgdist með Tilraunin fór fram með þeim hætti að 350 Sidhar voru sendir til fylkisins Rhode Island þar sem þeir stunduðu saman Sidhi-tækn- ina kvölds og morgna. Hagstofa fylkisins fékk það hlutverk að taka saman tölur 22 þátta, svo sem fjölda umferðarslysa, fjölda sjálfsmorða og fleira fyrir sömu mánuði og tilraunin stóð næstu tvö ár á undan. Þegar tilrauninni lauk bar hagstofan útkomu þeirra þriggja mánaða, sem tilraunin stóð, saman við og voru niðurstöð- urnar verulega sláandi: 41,8% fækkun sjálfsmorða, 49% fækkun morða, 22% fækkun árása og 54% fækkun banaslysa í umferðinni svo fátt sé nefnt. Siðan þetta var hafa farið fram nokkrir tugir sambærilegra til- rauna sem allar hafa staðfest til- vist Mahanshi shrifanna (Mahar- ishi-effect) kennt við höfund kenningarinnar, Maharishi Ma- hesh yogi, en hann setti hana fyrst fram um 1960. Sætur keimur af Útópíu Það var svo nú fyrir síðustu jól sem heimshreyfingin auglýsti í meira en 150 stærstu dagblöðum og timaritum heims, með heilsiðu og jafnvel tveggja síðna auglýs- ingum, að heiminum skyldi gefið bragð af Útópíu. En Utópia er fornt orð sem táknar drauma- eða sælu- heim. Þá var ljóst að tækist að ná saman 7.000 sérfræðingum í ein- ingarsvæðistækni Maharishi við Maharishi-alþjóðaháskólann í Iowa dagana 17. des. 1983 til 6. jan. 1984. Þetta er u.þ.b. kvaðratrótin af 1% íbúa jarðarinnar. Ekki er ólíklegt að auglýsingarnar hafi komið fyrir augu ekki færri en 1000 milljón manna. Þótt við ís- lendingar yrðum að láta okkur nægja að lesa um tilstandið í tveggja síðna auglýsingum í Time og Newsweek. Íslendingar muna e.t.v. helst eftir þessum dögum sem því tíma- bili þegar söfnunin „Brauð handa hungruðum heimi" sló öll met og safnaðist andvirði fjórum sinnum fleiri vinnustunda en árið áður. Margir lifðu fallegustu Þorláks- Helgi J. Hauksson „Það ætlast enginn til að fólk trúi svona stað- hæfingum í fyrsta skipti sem það heyrir þær. — En nú eru fjögur ár síð- an ríkisstjórn íslands voru færð gögn um fyrstu stóru tilraunina sem gerð var til stað- festingar þessari kenn- ingu." messu sem þeir muna þegar þús- undir gengu með kyndla niður Laugaveginn í þogulli bæn um frið. Kirkjusókn var meiri en menn eiga að venjast, lögreglan tók talsvert færri ölvaða við akst- ur en hún átti von á og áramótun- um lýsti hún eins og rólegri helgi. Þrettándinn hefur verið hefð- bundinn óeirðadagur í Hafnarfirði í marga áratugi og nú seinni ár einnig á Selfossi. Þennan þrett- ánda var í fyrsta sinn í marga ára- tugi allt með kyrrum kjörum í Hafnarfirði og frá Selfossi bárust þær fréttir að krakkarnir hefðu „gabbað" lögguna. Þangað hafði verið sent mikið lið lögregluþjóna líkt og síðustu árin en hún þurfti ekki að hafa afskipti af einum ein- asta manni. Aðeins tölur eru marktækar En i heimi nútímans er ekkert marktækt nema tölur og tölfræði- legur samanburður hefur ekki verður gerður á þessum þrem vik- um og næstu vikum á undan fyrir ísland. Það hefur hinsvegar verið gert fyrir allan heiminn. Niður- stoðurnar eru ótvíræðar. Meðan á þriggja vikna 7.000 manna sam- komu sérfræðinga í einingasvæð- istækni Maharishi stóð minnkuðu alþjóðleg átök á vandamála- svæðum heimsins. Líbanon-stríðið tók sér frí og Jasser Arafat lagði Minnkandi tíðni smitsjúkdóma 10% 0% - -10% - -20% -30% - -40% p=.0002 l l 1 l i 1 r i iV t i i i i < y / / / # / / / / / / / / Þrjár vikur fyríi samkomuna \ \ 1 r\ \ Æ X. i IX ^k A l'ii'U'i.i vikna lorsmrkkur af Utópíu. * i M i / i # i Þrjár vikur eftir samkomuna. 10% 8% Vöxtur stærstu verðbréfamarkaða CAHTAL INTERNATIONAL. S.A., GENEVA Heimild: Wall Street Journal Meðaltal 19 ríkja rís strax og byrjað er að gefa forsmekk af Útópíu en tekur sveiflu niður á við strax og samkomunni lauk. Heimild: MiAstöA fyrir eftirlit meA smilsjúkdómum, USA. Borin er saman tíðni smil- sjúkdóma hverrar viku við fimm ára meðaltal sömu viku. Kemur fram veruleg sveifla til minnkunar viö fyrslu samantekl eftir að samkoman hófsi. Sem aftur gengur til baka um leið og henni lauk. Heimíld: Wall Slreel Dagana 17. des. '83 — 6. jan. '84 tóku allir slærslu verðbréfamarkaðir heims Journal mikinn kipp uppávið, oft eftir samfellda öfugþróun í langan líma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.