Morgunblaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984 55 öllu kvöldi með þáttum eins og Skonrok(k)i, íþróttum eða öðru álíka (ó)skemmtilegu efni sem sjónvarpið virðist aldrei komast í þrot með. Er það til of mikils mælst að eldra fólk fái að sjá það efni á skaplegum tíma, sem það helst vill horfa á, eins og bíómynd- ir og leikrit, en þetta efni er oftast nær síðast á dagskránni og er ekki búið fyrr en undir og yfir mið- nætti. f fyrsta lagi mun eldra fólk vera í meirihluta sjónvarps- áhorfenda og þess vegna eðlilegt að tekið sé tillit til þess, og í öðru lagi mun það að öllu jöfnu ekki vera eins duglegt að vaka frameft- ir á kvöldin og unga fólkið og í þriðja lagi er þetta oft aðalafþrey- ing þess á kvöldin. Aftur á móti hefur ungt fólk fleira sem það get- ur gert sér til skemmtunar og er því ekki eins háð sjónvarpi og þeir sem eldri eru og það tekur heldur ekki nærri sér að vaka lengur fram á kvöldið. Þetta er því fárán- leg tilhögun og virðist aðeins gerð til þess að láta ekki að óskum ann- arra. Dekur sjónvarpsins við þá, sem kunna ekki að meta aðra tónlist en þá sem sker innan hlustir manna, með viðeigandi skakstri, fettum og brettum og fíflalátum, er svo áberandi að varla kemur fyrir að það heyrist alminleg tónlist fyrir fréttir og yfirleitt alls ekki, vilji svo slysalega til að ekki sé hægt að fylla upp í fyrirfram ákveðinn auglýsihgatíma. Þá er það eins víst og að tveir og tveir eru fjórir að dembt er yfir mann þeim ódæma öskrum og óhljóðum með tilheyrandi fávitalegum tilburðum að engu er líkara en að þar séu eingöngu andlega vanheilir aum- ingjar á ferð, sem sloppið hafi út af vitfirringahæli án þess að hafa fengið tíma til að kasta af sér vatni og séu þar að auki alveg að gera í buxurnar. Það er sannar- lega til skammar að bjóða fólki upp á annað eins stanzlaust, það væri þolandi væri það aðeins stöku sinnum, en þetta er regla, og flest eru þetta útlend lög með enskum texta. Það er synd að segja að þjóðarstoltið ríði við ein- teyming þarna. Væri það til of mikils mælst að sjónvarpið breytti þessu og spilaði meira af góðum venjulegum lögum og tónverkum sem eru sígild, það kæmi strax menningarlegri blær á það og ekki veitir af. Enda er tónlist sjónvarpsins alltof einhæf og virðist eingöngu vera miðuð við aldurshópa innan við tvítugt, sem er undarlegt þar sem sá hópur mun að líkindum minnstan áhuga hafa á sjónvarp- inu. Þar að auki vil ég leyfa mér að segja að mikið af þessari vin- sælu „tónlist" unga fólksins er í raun mannskemmandi og elur á æsingi og illum látum. Það er beinlínis öskrað og argað, þó að ekki sé meira talað um líkamlega tilburði þessa fólks. Viljið þið ekki, sem stjórnið sjónvarpinu, setjast niður og ihuga málið? Er þessi stofnun ykkar einkaeign, eða er hún eign landsmanna? Sé hún eign landsmanna, þá eig- ið þið að virða óskir þeirra og sýna betra efni og menningarlegra en undanfarið. Það er óneitanlega furðulegt að eina myndin sem hef- ur sést á skjánum og allflestir voru ánægðir með og fjöldinn af landsmönnum beið eftir í hverri viku með eftirvæntingu og til- hlökkun — hún hvarf í blámóðu daganna og hefur ekki sést siðan — helmingurinn var eftir. Flestir voru sáróánægðir sem von var og eru það enn. Dallas var margfalt meiri menningarþáttur en all- flestir sem á eftir komu, þar fyrir utan er það raunar fáheyrð ósvífni að hætta sýningu í miðri mynd. Þið hefðuð heldur átt að hætta sýningum á „Berlín Alexander- platz" eftir fyrsta þátt, þá var meira en nóg komið af þeirri mynd, en þið þræluðuð henni í gegn, þó að margir mótmæltu, enda í raun móðgun við sjónvarps- áhorfendur að bjóða upp á þann óhroða. Þið virðist alls ekki kæra ykkur um það að fólk sé ánægt með það efni sem þið bjóðið, þess vegna þverskallist þið við óskum fólks og þess vegna held ég að þið hljótið að kætast eftir lestur þessarar greinar. Dagrún Kristjínsdóttk er búsett i Akureyri. með lúðrablæstri og bumbuslætti jós Hjðrleifur og Þjóðviljinn sví- virðingum yfir þetta samstarfs- fyrirtæki okkar." d) orðrétt: „Það er vonlaust að setjast að samn- ingaborði við menn með stans- lausum svívirðingum." e) orörétt: „Svívirðingar og stóryrði eru ekki rétta leiðin til þess að ná hag- stæðum samningum". O.s.frv. Þannig lýsir G.Þ. framkomu og orðbragði Hj.G. á samningafund- um og í viðræðum við Alusuisse- menn. Er hann reiðubúinn til þess að standa við þessa lýsingu sína? Hún er meira en lítið mann- skemmandi, einnig fyrir hann sjálfan. Ég veit ekkert um dagfar þessa manns, Hj.G., til orðs og æð- is því að ég hef aldrei hitt hann eða við hann talað. En eins og ég gat um hér að framan hef ég alltaf reynt að fylgjast vel með álsamn- ingamálum og lesið flestar rit- smíðar bæði með og móti. Ég þyk- ist því dómbær um það að í út- varpsviðræðum og blaðaskrifum um þetta tiltekna mál, var Hj.G. jafnan manna hógværastur, fág- aðastur og kurteisastur og jafn við samherja og mótherja. Hann sýndi þeim m.a. sérstaka tillits- semi með þagnarskyldu er þeir báðu um slikt. Ekki ætlast ég til þessi að umsögn leggist öðrum til lasts. 4) G.Þ. talar um viðræðuhætti Hj.G. og Alusuisse-manna eins og þeir hafi ætíð verið boðnir og búnir til viðræðu og með til- boð í höndum. En Hj.G. hafn- aði jafnan, að sögn G.Þ. Og orð- rétt: „Hjörleifi og Alþýðu- bandalaginu tókst að draga það árum saman að viðræður hæf- ust um orkuverð." Hj.G. var ráðherra í rúm þrjú ár. Þar sem sú eina tilraun, sem gerð hafði verið til þess að hækka orkuverð og áður er um getið, bar ekki tilætlaðan árangur var augljóst, að undirbúa þyrfti næstu tilraun á annan veg. Það gerði Hj.G. mjög rækilega eins og alþjóð veit. Það kostaði Alusuisse-menn mikinn heimanbúnað og tók lang- an tíma að undirbúa samningavið- ræður. Þeir frestuðu för hvað eftir annað. Og síðasta misserið af ráðherratíð Hj.G. voru þeir naum- ast til viðræðu. Þeir komu m.a.s. ekki á fund, sem þeir höfðu sjálfir boðað til. Þeir biðu eftir „góðu mönnunum", sem áttu að taka við. Raunverulegur viðræðu- og samn- ingstími viðsemjenda gat því naumast verið lengri en eitt til eitt og hálft ár. Það er þessi tími sem G.Þ. kallar „árum saman". Þetta er bágborinn málflutningur og ósannur. Hann þjónar engu, ekki heldur vondum málstað. G.Þ. segir, að Alusuisse hafi boðið upp á að leggja skattamálin í gerð og semja um orkuverð mið- að við verð í Evrópu og Ameríku. Þetta „tilboð" var svo galli bland- ið, að því var að sjálfsogðu hafnað. En G.Þ. notaði það tilefni til þess að gerast liðhlaupi. Það er erfið sök að yfirstíga fyrir sæmilegan mann. Má vera að hún sé undir- aldan i hinum ofstækiskenndu skrifum G.Þ., ellegar hitt, að hags- munirnir góðu, sem hann vænti sér frá Alusuisse eru enn ókomnir á land þótt „góðir menn" standi við dráttinn og visast er að þeir verði að skilja eftir einhver verð- mæti í netinu, sem fara þarf dult með. — Þá er oft ráð að þyrla upp ryki. Að lokum. Eftir síðustu kosn- ingar höfðu framsóknarmenn nokkra þanka af hrakförum hins fyrrum frjálshuga og mæta flokks, og hvernig á þeim stæði. E.t.v. svarar þessi grein einhverju um það. Ásgerdur Jónsdóttir er kennari f Reykjavík. Samkomugestir £ Hvanneyri. Skólastjóraskipti á Hvanneyri I Ivannatúni f Andakfl, 3. nóv. FIMMTUDAGINN 1. nóvombcr tók Sveinn Hallgrímsson vin skólastjórn Bendaskólans á Hvanneyri vio hátfðlega athöfn. Fráfarandi skólastjóri, Magnús B. Jónsson, sagði f ræðu sinni, að Sveinn væri 8. skólastjórinn við Bændaskól- ann f þá tæpu öld, sem skólinn hefur starfað. Hann þakkaði samstarfsfólki ðllu samvinnu sl. 12 ár, en um 900 manns munu hafa verið samferða- menn hans á Hvanneyri þessi ár, nem- endur starfsfólk og heimamenn. Magnús bauð Svein og konu hans, Gerði Guðnadóttur, velkomin á stað- inn og óskaði þeim gæfu og gengis á Hvanneyri. Sveinn Hallgrfmsson settist fyrst á skólabekk Bændaskólans á Hvanneyri haustið 1955, lauk sfðan búfræðikandi- datsprófí frá Framhaldsdeild þar og fór til frekara framhaldsnáms til Nor- egs og lauk námi með doktorsgráðu. Sveinn hefur verið sauðfjárræktar- ráðunautur hjá Búnaðarfélagi íslands sl. 18 ár. Viðstaddur var Jón Helgason land- búnaðarráðherra og sagði hann 1 ræðu sinni, að það hafi verið happ fyrir is- Sveinn HallgrínuHon skólastjóri (t.v.) og Magnús B. Jónsson fráfar- andi skólastjóri. lenskan landbúnað að njóta starfs- krafta Magnúsar B. Jónssonar. Hann verður nú kennari við búvisindadeild skólans. Yfirkennari, formaður nemendaráðs og fyrrverandi ráðherra, Halldðr E. Sigurðsson, buðu einnig velkominn nýjan skólastjóra f ávörpum sfnum og tóku undir þakkir til fráfarandi skóla- stjóra og konu hans, Steinunnar Ing- ólfsdóttur. Bændaskólinn var settur 30. sept- ember og er fullsetinn f vetur sem fyrri ár. Alls eru skráðir 134 nemend- ur, 49 f 1. bekk, 74 f 2. bekk og 11 f 2 búvísindadeildum. í skólasetningar- ræðu sinni gat Magnús þess, að rann- sóknarhúsið væri nú fokhelt og verið værí að hefjast handa við byggingu refahúss. Að sogn skólastjóra eru nú almennt gerðar nokkrar krðfur um út- lit skólastofnana, en fjármunir tið við- halds nægja engan veginn til að halda sæmilega f horfinu. Hann minnti á, að skipuleggja þarf nú nám f búvfsinda- deild betur f takt við breytingu f bú- skaparháttum. Nokkur breyting er á starfsliði við skólann, m.a. komu 4 nýir kennarar til starfa f haust. DJ. vétrarvörur __ __ ÐEFTW. Ylbj, servdinq, Qottverb ATH. Við í BLAZER leggjum áherslu á góð snið, lítið magn og góða þjónustu. Líttu inn við erum á Hverfisgötu 34 með þaó nýjasta frá Evrópu. Sfapúur D Botír D Buxun IU Tofefaan D oqmijí TISKUVERSUJN HVERFISGOTU 34 s. 621331 B^mmmummw mmmwmmmmm mmmh Qollohuxun LI Takkafct D
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.