Morgunblaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984 t Systir min, KATRfN PÁLSDÓTTIR Iré Hörgslandi a Sfðu. andaöist 13. þessa mánaöar. Þurfður Pálsdóttir t Eiginmaöur minn og sonur. GUDMUNDUR ÓL. FRIÐRIKSSON prentari, andaöist þann 13. október i Vancouver, Kanada. Utförin fór fram þar. Margaret Friðriksson, Anna Benedik tsdóttir. t Móoir okkar, QUDNÝ FRIOBJARNARDÓTTIR frá Klausturhólum, N|örvaaundí 7, Reykjavik, er lést 6. þessa mánaoar veröur jarösungin frá Stóruborgarkirkju laugardaginn 17. nóvember kl. 13.00. Sigriöur Rósa B|örgvmsdót»ir, Guörún Björgvinsdóttir, Magnúa Bjórgvinsson, Björn Ó. Bjorgvinsson. t Móoir okkar, tengdamóölr, amma og langamma, FRANZISKA KARÓLÍNA SIGURJÓNSDÓTTIR, Vatnastig 9, Reykjavfk. veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 15. nóvember kl. 13.30 e.h. Krístfn Jónaadóttir, Snorri Guðmundsson, Árni Jónaaaon, Aoalbjörg Ágústsdóttir, Sigurjón Jónasson, börn og barnaborn. + Elskuleg móöir okkar, tengdamóöir og amma, RÓSA GUOMUNDSDÓTTIR. Þinghólsbraut 34, Kópavogi, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudagínn 15. nóvember kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Liknarsjóð Aslaugar Maack eoa aörar liknarstofnanir. Anna R. Jónatansdóttir, Vemharöur Aoalsteinsson, Guðmundur Jónatansson, Maria Guömundsdóttir, Helgí Jónatansson, Þorgerður Einarsdóttir og barnabðrn hinnar látnu. + Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, GUNNAR BALDVINSSON, Hsaöargaröi 16, andaöist i Borgarspftalanum 5. nóvember. Utförin hefur fariö fram i kyrrþey aö ósk hins látna. Maddý ögmundsdóttir, Sólveig Gunnarsdóttir, Eyjólfur Axelsson, Jóhann Kr. Gunnarsson, Svala Jónsdóttir, barnaborn og barnabarnabðrn. + Faðir okkar, GUOMUNDUR H. EIRÍKSSON trésmiöameístari, Merkigarðí, Eyrarbakka, veröur jarösettur frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 17. nóvember kl. 2 e.h. Ósk Guðmundsdóttír, Eirfkur Guðmundsson. + Bróðir okkar, HALLDOR HELGIJOHANNESSON, frá Móbergi, Lmdargötu 62, sem lést i Landakotsspitala 9. nóvember verður jarösunginn trá Hallgrfmskirkju föstudaginn 16. nóvember kl. 13.30. Svavar Jóhannesson og systkini Rósa Guðmunds- dóttir — Minning Rósa Guðmundsdóttir er í huga allra sem hana þekktu sérstaklega skemmtileg, gáfuð og góð kona. Hún skildi allt og alla miklu betur en flestir gera, var mjög gestrisin og vinsæl með afbrigðum, enda bar hún nafn Vatnsenda-Rósu, sem var langalangamma hennar. Sennilega er fátt eins dýrmætt í lífinu og það, að hafa átt góða for- eldra og göfuga, sem alltaf og alls staðar láta gott af sér leiða. Þann- ig voru foreldrar Rósu og systkina hennar, Guðmundur Ólafsson og Helga Guðlaugsdóttir. Þessi elskuríka kona giftist manni sem átti fimm ung börn með Guðrúnu, fyrri konu sinni sem hann missti. Elst þeirra var Klara, svo Regin- baldur, Helgi, Ólafur og Guðjón. Guðmundur og Helga eignuðust þrjár stúlkur, Guðrúnu, Rósu og Gyðu. Þar að auki ólst Garðar, sonur Klöru, upp hjá þeim, en hún aftur á móti hjá föðurafa sínum og ömmu í Hafnarfirði og Helgi hjá móðurforeldrum sínum þar. Og nú taka við bjartir og sólrík- ir æskudagar á bænum Austurhlíð í Laugardal, þar sem Guðmundur gerðist ráðsmaður og bóndi. Þessi bær var nálægt alfaraleið og gestagangur mikill, ungir og gamlir fengu góðgerðir, gistu jafn- vel í lengri eða skemmri tíma. Allt blómstraði eins og best gat verið, bræðurnir höfðu oft stráka í „vinnu", en litu gjarna á litlu syst- ur sínar eins og prinsessur. Þegar Rósa var 4 ára veiktist hún mikið eftir bólusetningu og var henni vart hugað líf um skeið. Einn daginn kom í ljós að hún var orðin alblind og var það óskaplegt áfall fyrir barnið og alla sem hlut áttu að máli. Var hún lengi eftir þetta mikiil sjúklingur og trúlega hefur frábær þrautseigja og um- hyggja Helgu móður hennar, sem lengi fór með Rósu til læknis ann- an hvern dag bjargað henni. Sú kona sýndi þá og alla tíð, hve frá- bær hún var á allan hátt. Á þessum árum var það venja hér á landi, að born og unglingar voru látin hjálpa til og vinna úti og inni strax og þau gátu, enda voru viðfangsefnin ærin. Og yfir- leitt þótti þeim þetta skemmtilegt, því þarna voru líka öll venjuleg húsdýr og jafnvel mörg svín, sem þurfti að vaka yfir og fóðra. Drengirnir óku nýmjólkinni beint í hús um allan bæ og þótti það síður en svo leiðinlegt starf. Reyndar virðist öllum hafa þótt sérlega gott og skemmtilegt að vera í Austurhlíð, t.d. faldi sig einn drengur, hann Diddi, eitt sinn niðri í kjallara og vildi helst af öllu fá að vera áfram á þessum bæ. Hvers vegna kemur sorgin svo oft og allt of snemma til þeirra sem eru góðir og hamingjusamir. Þessi fjölskylda hefur fyrr og síð- ar þurft að reyna það. Fyrst dó Helgi, aðeins 12 ára gamall, síðan Reginbaldur 19 ára. Guðmundur og Helga og börnin hafa því ekki farið á mis við sorgina. Sjálfur dó þessi ágæti maður aðeins 62 ára, en Helga lést 68 ára að aldri. Rósa missti manninn sinn eftir fárra ára hjónaband, frá ungri dóttur, sem nú harmar móður sfna. Við vottum henni einlæga samúð allra. Við megum samt ekki gráta eða vera mjög sorgmædd lengi, þegar ástvinur okkar og systir fer burt héðan og sér nú loksins aftur ást- ríka foreldra sína, bræður og eig- inmann, sem taka henni með ást og opnum örmum, hafa beðið lengi og þráð hana. Ave María er falleg gömul bæn og á vel við alltaf. Nú hefur hún verið flutt fyrir Rósu og okkur öll, sem söknum hennar. Ég veit samt með vissu, að hún vill að við minn- umst hennar einungis með gleði og þakklæti í huga. Marínó Guðmundsson Gestur Oddleifs- son — Minning Fteddur 6. september 18% Dáinn 18. október 1984 Jarðskjálftasumarið 1896 flúði flest fólk í Hrunamannahreppi úr torfbæjum sínum og svaf í tjöld- um og útihúsum fram á haust. Þann 6. september fæddist Gestur Oddleifsson í heyhlöðukofa og var samkvæmt kirkjubókum skírður við hlöðudyr. Hann var sonur hjónanna Oddleifs Jónssonar og Helgu Skúladóttur, sem þá bjuggu á hálfum Berghyl. Hann var næst- etstur sjö systkina, en af þeim eru Elín og Skúli enn á lífi. Vegna heilsubrests föður hans, en Gestur var helsta stoð hans, var talið ógerlegt að hann fengi að læra, en til þess stóð hugur hans. Gestur ólst upp við venjuleg sveitastörf og fór 1914 á vertíð til Keflavíkur og vann sem sjómaður, oftast mót- oristi, allar vertíðir til 1930. Á þessum árum fóru menn gangandi í verið oft í verstu veðrum. Að vertíðarlokum fór Gestur gjarnan heim í Hrepp og vann hjá föður sínum, sem varð ekkjumaður 1915, meðan hann stóð enn fyrir búi. Á sumrin fékkst hann við akstur og hafði áætlunarferðir fyrir Skeið og Hreppa með endastöð á Sand- læk, einnig fór hann með póst í Grímsnes og Biskupstungur. Sum- arið 1928 og 1929 vann hann á bílastöð Kristins og Gunnars. Árið 1930 hóf Gestur störf í öl- gerðinni Egill Skallagrímsson, þar sem hann starfaði til 1974 er hann lét af störfum vegna heilsubrests. Gestur kvæntist Marínu Guð- mundsdóttur, dóttur hjónanna Guðmundar Ólafssonar bónda í Syðra-Langholti og konu hans, Önnu Árnadóttur, 4. júní 1926. Börn þeirra eru Helga, Anna, Guðný, Auður, Hildigunnur og Skúli. Marín var manni sínum stoð og stytta við uppeldi barn- anna og rekstur heimilisins og margir minnast eflaust þægilegra stunda á heimili þeirra. Fráfall Marínar 23. júlí 1974 varð honum mjög þungbært. Gestur Oddleifs- + Eiginmaöur mlnn og faöir okkar, GUNNAR JOHNSEN, Marklandi, Garöabas, sem lést 9. þessa mánaöar veröur jarðsunginn frá Garðakirkju, Garðabæ, laugardaginn 17. nóv. kl. 13.30. Sigrföur Johnsen, Jóhanna Gunnaradóttir, Vilhelmfna Gunnarsdóttir. + Stjúpi minn, GUDJÓN MAGNÚSSON fra Ólafafirði, Bergstaðastrasti 9B, Reykiavik, veröur jarösunginn frá Fossvogskapellu á morgun, föstudag 16. nóvember, kl. 15.00. Emilfa J. Baldvins og synir. son var hæggerður maður, hógvær og með afbrigðum grandvar. Hann flíkaði ógjarnan tilfinningum sín- um, en var þó hlýr og manni leið vel í nærveru hans. Hann notaði hverja stund sem aflögu var til bóklesturs, . einkum hafði hann yndi af ættfræði og stundaði sjálf- ur rannsóknir á því sviði. Síðustu árin bjó Gestur á Hrafnistu í Hafnarfirði, þar sem hann hafði útsýni til hafs. Þar leið honum vel og talaði hann oft um hve elsku- legt starfsfólkið væri og hve vel væri að honum búið. Þegar ég kalla Gest fram í hugann sé ég hann skýrast fyrir mér þar sem hann liggur uppi í dívan í stofunni á Njarðargötu 37, hann er að lesa bók sem næstum hverfur í þessum stóru höndum. Gestur var efalaus og sterkur í trú sinni og reiðubúinn til hinstu ferðar eins og sést í eftirfarandi vísu sem er úr kvæðaröð er eftir hann birtist og kallaði Hinstu kveðju. „Hér skal kveðjast, hérna skiljast vegir. Hryggist ekki, vinir elskuiegir. Glaður held ég inn á ókunn svið, ókvíðinn um hvað þar tekur við." Um leið og við, tengdabörn hans, þökkum samveruna, er okk- ur ljúft að kveðja Gest Odd- leifsson og óska honum góðrar ferðar. GJ>.I.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.