Morgunblaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 68
68 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984 fclk í fréttum Frægðin skiptir hana ekki máli aðeins fjölskyldan EINAR SVEINN ÞÓRÐARSON Dansar með íslenska dansflokknum Einar Sveinn Þóröarson balletdansari hefur verið er- lendis undanfarin sex ár, fjögur ár við nám í „School of Americ- an ballet", en síðan tvö ár á samningi hjá Pennsylvania ball- et. Um þessar mundir dvelur Einar hérlendis og fór blm. á stúfana, hafði upp á honum og grennslaðist fyrir um hvað hann væri að gera. „Ég kom hingað fyrir um það bil ári og dansaði sem gestur í sýningu íslenska dansflokksins og var því þá stungið að mér að koma og vinna með flokknum í vetur," sagði Einar Sveinn. „Ég var orðin nokkuð þreyttur á dvölinni þarna vestra og ákvað að slá til. Því sagði ég upp samn- ingnum hjá Pennsylvania ballet en hef þó möguleika á að fá hann á ný ef mig fýsir aftur vestur. Einar Sveinn Þóröarson balletdansari. Vegna verkfallsins verða miklar breytingar á verkefna- skrá Þjóðleihússins, sýningar falla niður og aðrar færast til. Þetta hefur meðal annars það í för með sér að íslenski dans- flokkurinn fer ekki á sviðið fyrr en í fyrsta lagi eftir áramót. 1 vor mun ég dansa Dafnis í verkinu Dafnis og Klói, sem er mjög spennandi verkefni. Auk þess að vera með dansflokknum kenni ég fjögur kvöld í viku og í tómstundum mínum sæki ég bókmenntatíma í HÍ.“ — Hvað er svo framundan? „Mér finnst alltaf gott að vera heima en fer líklegast út aftur. Ég hef t.d. verið að kynna mér ýmsa flokka í Evrópu. Stefnan þar er að mínu mati mjög at- hyglisverð, þar sem mikið er lagt upp úr leikrænni túlkun í dansinum, en Bandaríkjamennn hafa litið framhjá henni að miklu leyti að mér finnst. Þeir einblína kannski of mikið á list sem söluvöru og taka þess vegna fyrir þannig verkefni. Því verður ekki neitað að það eru mikið viðbrigði að vinna hér heima og aðallega vegna þess að sýningar eru of fáar. Dansari lærir mest á sviði og öðlast þar sína reynslu. Á hinn bóginn er alltaf búist við mjög miklu af þeim sem læra og vinna erlendis og því er best að standa sig. Einnig gefst mér tækifæri til að semja hér dansa en það er hlut- ur sem ég gerði aldrei úti. Þá er ánægjulegt að vinna að öðrum leikhúsverkum jafnhliða ball- ettinum s.s. söngleiknum Gæjar og píur sem ég mun taka þátt í þegar sýningar verða aftur teknar upp í vor.“ Þótt Meryl Streep hafi verið kjörin drottning Hollywood vill hún helst ekki koma þangað Nokkur útbreiddustu tímarit í Bandaríkjunum voru nýlega sammála um, að leikkonan Meryl Streep væri hin nýja, ókrýnda drottning Hollywood. Þau létu þess hins vegar ekki getið, að Mer- yl forðaðist Hollywood eins og heitan eldinn og hefur margoft sagt, að þar ætli hún aldrei að búa. Fyrir henni er New York allt og annars staðar vill hún ekki vera. Meryl Streep forðast ekki að- eins Hollywood, heldur einnig allt sem borgin stendur fyrir f hennar augum, stjörnudýrkunina, glaum- Inn og gleðina og vægðarlausa samkeppnina. Hún kærir sig ekk- ert um að frægðin geri henni ókleift að lifa venjulegu lífi, ganga um nágrennið, versla og sinna öðr- um hversdagslegum hlutum án þess að hafa á hælunum sæg af forvitnu fólki og fréttamönnum. Meryl hefur nú tekið sér árs frí frá kvikmyndunum til að geta ver- ið meira með börnum sínum, Henry, sem er fimm ára og Mamie, sem er eins árs, og manni sínum, myndhöggvaranum Don Gummer. „Að eignast barn er það stór- kostlegasta, sem getur komið fyrir eina manneskju. Allt í einu sést hvað skiptir máli í lífinu. Fjöl- skyldan, börnin og makinn. Allt annað hefur enga þýðingu," segir Meryl Streep. Don og Meryl hafa verið gift í sex ár en þau hittust á þeim tíma í lífi hennar, sem henni hefur verið hvað erfiðastur. Frá 1976 hafði hún búið með leikaranum John Cazale, sem lék t.d. í „Guðföðurn- um“ og „The Deer Hunter", en skyndilega kom í ljós að hann var með beinkrabba. Meryl var þá að hefja feril sinn sem leikkona en þrátt fyrir það hafnaði hún öllum kvikmyndatilboðum í níu mánuði til að geta verið með John, Hann lést árið 1978 en síðustu tvo mán- uðina bjó hún hjá honum á sjúkra- húsinu. „Ég hef ennþá ekki jafnað mig á dauða Johns og vil það heldur ekki. Lífið heldur þó áfram og maður verður að læra að lifa með minningunum þótt þær séu sárar," segir Meryl. Meryl og maður hennar, Don, reyna að lifa lifinu á eins eðlilegan hátt og þeim er unnt. Þau búa í Kínahverfinu á Manhattan og þar getur hún farið allra sinna ferða án þess að vekja of mikla eftirtekt. Kínverjar eru líka mjög tillits- samt og þeir eru kurteist fólk og tala bara um Meryl sem „hvítu konuna í uppgerðu versluninni“. Hollendmgum þykir krón- prinsinn dýr Don, eigin- maður Meryl Streep r iHoIlandi er kominn upp nokkur ®kurr meðal landsmanna um það sem þeir kalla óráðsíu Beatrix drottningar. Hefur hún varið miklu fé í að gera upp hallir fjölskyldunn- ar og sjá margir ofsjónum yfir upp- hæðunum. Ekki er heldur mikil ánægja með lífeyri krónprinsins, sem þykir meiri en hollt er fyrir 17 ára gamlan ungling. Nú nýlega var lokið við endur- bætur og viðgerð á höllinni Noord- einde í miðri Haag og hljóðaði reikningurinn upp á 1200 millj. kr. Williem Alexander með Beatrix móður sinni. ísl. Það þótti venjulegum skattborg- uruum meira en nóg og ekki sist vegna þess að fyrir aöeins einu ári varð mikill hvellur út af viðgerð á höllinni Huis ten Bosch, sem kost- aði 240 millj. kr. Hollenska konungsfjölskyldan er einhver sú ríkasta í heimi og eignir hennar metnar á 20 milljarða ísl. kr. Hún á átta hallir í HoIIandi og auk þess glæsileg hús i Austurriki og á Ítalíu. Ef Beatrix er ríkasta konan í Hollandi er sonur hennar, Williem Alexander, ríkasti táningurinn. Hann er aðeins 17 ára en fær um 10 milljónir ísl. kr. I lífeyri árlega. í fjárlögunum stendur, að mestur hlutinn skuli fara f „heimilishald" stráksins en hann býr hins vegar heima hjá pabba og mömmu þar sem líklega er ekki verið að telja ofan í hann bitana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.