Morgunblaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984 31 *¥t?M * á ¦ jé m KRÆKLINGARÆKT á sænsku vesturströndinni. Reiknað er með að uppskeran í ár verði þar 2400 tonn krækiinga. tonn á ári. Enginn kræklinga- framleiðsla er i landinu en mest er flutt inn frá Hollandi. Frakkar neyta um 81.000 tonna af kræklingi á ári, þar af eru 50.000 tonn keypt inn, mestan part frá Spáni. Þá er og neysla krækl- inga mikil í V-Þýskalandi, en þar fullnægir innlend framleiðsla ekki eftirspurn. Helstu framleiðslulönd krækl- inga í heiminum eru Danmörk, Holland, Spánn og Suður-Kórea. Danski kræklingurinn er aðal- ega veiddur í Limafirði, en meng- un þar hefur valdið erfiðleikum í framleiðslunni. Nýlega uppgötvaðist að miklu magni af eiturtunnum hefur á undanförnum árum verið sökkt í Limafjörð, sem getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir fram- tið danskrar kræklingafram- leiðslu. Hollenska kræklingaræktunin er sú fullkomnasta f heimi, en þar eru nær engir möguleikar á aukn- ingu framleiðslunnar, vegna mengunar við strendur. Krækl- ingaframleiðsla Spánverja fer fram á flotprömmum við norð- vesturströnd Spánar, en einnig þar hefur framleiðslan orðið fyrir áföllum vegna sjávarmengunar siðustu árin. íslenskir kræklingar Neysla kræklinga er ákaflega lítil á íslandi og til skamms tima hafa kræklingar vart verið taldir mannamatur. Kræklingur mun þó eitthvað hafa verið étinn fyrr á timum á Vesturlandi sem nýmeti á vorin og i harðindum og hung- ursneyðum munu kræklingar hafa orðið lffgjöf margra. Kringum hveri við Reykholt í Borgarfirði voru áður fyrr mikið af krækl- ingaskeljum, sem benda til þess að fólk hafi tint sér kræklinga og soðið í hverunum. Aðallega var kræklingur nýttur á íslandi til beitu og fóru sjómenn oft langar leiðir að sækja sér krækling. Kræklingaleirurnar neðan við Miðsand í Hvalfirði voru t.d. viðkunnar og þangað réru sjómenn frá verstoðvum á Reykj- anesi að sækja sér krækling. í fljótu bragði virðast möguleik- ar til kræklingaræktar vera góðir víðast hvar við strendur ísland, á fjörðum og vogum og um eyjar og sund. Þar kemur til hinn ómeng- aði, næringarriki sjór við ísland og víða eru miklir straumar, sem er kostur i kræklingarækt. Kostnaður við ræktunina er hverfandi lítill, þegar settar hafa verið út baujur og tilheyrandi stjórar og þar á línur og kaðlar. Þeir staðir viða um land, þar sem náttúruleg kræklingamið er að finna eru augljóslega heppi- legir til kræklingaræktar. En ef nefna ætti einhverja staði við strendur landsins öðrum fremur, þá virðast allar eyjar og sker Breiðafjarðar sérlega heppilegar til kræklingaræktar, þar má og leggja framleiðsluna inn i vinnslu- stoðvar, sem þegar hafa reynslu í skelfiskverkun t.d. f Stykkishólmi og víðar. Nú er það hugsanlegt, að vaxt- arhraði kræklinga sé eitthvað hægari kringum fsland en erlend- is þar sem sjór er heitari, en þó er sjavarhiti eflaust nægilega mikill til þess að kræklingarækt geti orð- ið arðbær búgrein og aukabúgrein viða um land. Gæði kræklinga úr köldum sjó eru og talin mun meiri en kræklings frá hlýrri hafssvæð- um. Hér má og hafa f huga að sam- keppnisstaða fslenskrar krækl- ingaræktar batnar i jöfnu hlut- falli við siaukna mengun við strendur Vestur-Evrópu. Það eru ekki bara hefðbundnir krækl- ingaframleiðendur, sem geta illi- lega orðið fyrir barðinu á sjávar- mengun, heldur einnig þjóðir eins og Svfar, sem nú eru að byggja upp sfna kræklingarækt og sem dæmi um þetta má nefna, að ný- lega uppgötvaðist að heill flói f V-Svíþjóð, Laholmsbukten, þar sem áður var góð fiskigengd, er nær aldauða að lffi frá 3 m niður á 8 m dýpi og eru ástæður taldar mikil notkun tilbúins áburðar i nærliggjandi landbúnaðarhéruð- um. Kræklingar eru ákaflega holl og góð fæða og víða um heim eftir- sótt lúxusvara. Við íslendingar ættum að nýta okkur betur þetta matarforðabúr, sem kræklingarn- ir eru, bæði til framleiðslu verð- mætra útflutningsafurða og til eigin neyslu. Til gamans eru hér látnar fylgja þrjár mataruppskriftir um hvern- ig matreiða má kræklinga bæði sem hvunndagsmat og veislumat. „Ferskir kræklingar" Innihald: (4 pers.) 50—60 krækl- ingar, 1 stór gulur laukur, 2 matskeiðar extrasaltað smjör. Burstið kræklingana vel og skolið nokkrum sinnum. Kastið skeljum sem eru opnar, ef þær loka sér ekki við högg. Takið ca. 5 litra pott, hellið í vatni ca. 5—10 mm yfir botninn, leggið i skffaðan laukinn og smjörið. Hitið upp til suðu, hellið kræklingunum i og setjio lok á pottinn. Hrærið f kræklingunum og eftir 5 mfn. hafa þeir allir opnað sig og eru tilbúnir til átu. Berið kræklingana fram heita, beint úr pottinum, með rista- brauði og smjöri. „Gerlesborgssalad" Innihald: 1,5 kg soðnir og af- skeljaðir kræklingar, 3 súr epli, 2 gulir laukar, Vi pakki beikon og f „dressing" 0,5 hlutar vatn, 1,5 hlutar edik, 2 hlutar olía, salt, pip- ar og 2 matskeiðar sinnep. Brytjið epli og lauk og blandið við kræklingana og hrærið saman við „dressing". Skerið i ræmur og steikið beikonið og stráið yfir sal- atið. „Moules Mariniére" Nafnið á þessum franska krækl- ingarétti þýðir einfaldlega að kræklingarnir eru tilreiddir að hætti sjómannskonunnar. Innihald: (4 pers.) 48 ferskir kræklingar, 1 gulur laukur, 1 schalottenlaukur, Vz tsk timjan, svolitið af hvftpipar, 20 sl þurrt hvitvín, 60 g smjör og svolitið af hveiti. Burstið kræklingana vel og skolið nokkrum sinnum. Kastið skeljum sem eru opnar, ef þær loka sér ekki við högg. Hellið sam- an víninu, hökkuðum lauknum, timjan og hvítpiparnum og látið suðuna koma upp. Þegar vinið sýð^r setjið þá kræklingana í potti n og lok á. Hrærið i og eftir 5 mínútur hafa allir kræklingarnir opnað sig og eru tilbúnir. Sfið upp kræklingana úr soðinu og setjið á djúpa diska. Hitið upp soðið og setjið í smjörið, sem svo- litlu af hveiti hefur verið blandað i. Síið soðið og hellið á krækl- ingana og stráið yfir finhakkaðri persilja. Þorraldur Friðriksaoa er tornleita- fræðingur og startar í Gautaborg. Orator með dansleiki á Hótel Borg í vetur ORATOR, félag laganema, hefur í samvinnu við Hótel Borg tekið að sér að halda almenna dans- leiki £ Hótel Borg í vetur og verður fyrsti dansleikurinn fóstu- daginn 16. nóvember. Tilgangurinn með þessu er tvfþættur. Annars vegar að standa straum af kostnaði við Norrænt laganemamót, sem haldið verður hér á landi hæsta sumar, og hins vegar að auka fjölbreytni í skemmtana- lffi hðfuðborgarinnar. Mót norrænna laganema hafa verið fastur liður í starf- semi norrænna laganema frá árinu 1918 og hefur þátttaka íslendinga i þeim verið óslitin frá 1947. Til þeirra er boðið helztu fræðimönnum Norður- landa og gefst laganemum tækifæri til að kynnast við- horfum þeirra um hin ýmsu málefni, sem ofarlega eru á baugi hverju sinni. t. 1a NOV'84-3' JAN 85 Togveiðar bann- aðar út af Mel- rakkasléttu Sjávarútvegsráðuneytið hefur í dag útgefið reglugerð um línu- svæði út af Melrakkasléttu. Sam- kvæmt reglugerð þessari verða togveiðar bannaðar á svæði, sem markast af línum milli eftir- greindra punkta: a. 66°59'6N 15°53'5 V b. 67°06'8N 15°50'5 V c. 67°00'4N 15°37'5 V d. 67°074N 15°34'0 V Reglugerð þessi tekur gildi 20. nóvember 1984 og gildir til 31. janúar 1985. Sterkurog hagkvæmur auglýsingamiöill! 7. þáttur á myndbandaleigiir í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.