Morgunblaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 53
 MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984 53 í Austurstræti — eftir Hannes H Gissurarson Ég rakst á gamlan kunningja í Austurstræti á góðviðrisdegi núna fyrir skömmu og tók hann tali eins og okkar íslendinga er siður. Það var margt um manninn, úti- markaðurinn í fullu fjöri og gatan full af Ástum og Tótum eins og þegar Tómas var uppi. „Jæja," dæsti hann. „Ertu búinn að frétta, hvað þessi hagfræðing- ur, sem þeir komu með frá Banda- rfkjunum, Friedman eða hvað hann nú heitir, segir?" „Ja, ég veit svona óljóst, hvaða boðskap hann hefur að flytja," svaraði ég. „En var það nokkuð sérstakt?" „Heldur betur," svaraði kunn- ingi minn, sem er gamall og gró- inn framsóknarmaður. „Hann sagði víst á fundinum, sem þeir héldu með honum á Hótel Sögu, að okkur væri nær að nota einhvern annan gjaldmiðil en krónuna. ís- land væri allt of litið gjaldmið- ilssvæði. Við ættum að leggja niður Seðlabankann!" „Sagði hann þetta, blessaður," svaraði ég. „Margt er nú vitlaus- ara, verð ég að segja. Hvað höfum við að gera við Seðlahanka með mörg hundruð manns í vinnu og sérstaka krónu?" Nú varð kunningi minn hissa — og meira en það: hann varð stórhneykslaður. „Hvað höfum við að gera við seðlabanka? Erum við ekki sjálfstæð þjóð? Það þekkist hvergi á byggðu bóli, að þjóð hafi ekki sína eigin mynt." „Ertu nú alveg viss um það?" sagði ég með hægð. „Ég man ekki betur, þegar ég flaug hérna um árið í gegnum Lúxemborg en Lúx- emborgarar notuðu belgíska frankann. Þeir eru að vísu með sinn eigin Lúxemborgarfranka, en hann er jafngildur belgiska frank- anum, svo að þeir komast i raun og veru af án eigin seðlabanka og gjaldmiðils. Og samt eru þeir fjöl- mennari þjóð og líklega efnaðri en við íslendingar. Er okkur eitthvað vandaðra um en þeim? Og Færey- ingar, grannar okkar, nota f raun- inni dönsku krónuna." Það kom dálítio á kunningja minn, framsóknarmanninn þjóð- rækna, og hann hugsaði sig um smástund. Siðan sagði hann: „Já, en krónan er tákn um sjálfstæði okkar. Hún sýnir, að við stöndum á eigin fótum. Sannur íslendingur getur ekki lagt til, að krónan sé lögð niður." Ég /PPti öxlum. „Ég held, að þeir fslendingar, sem einhverja sómatilfinningu hafa, hljóti ein- mitt að leggja til, að krónan sé lögð niður. Fátt hefur satt að segja verið þjóðinni meira til skammar en meðferðin á krón- unni. Hún er fyrir löngu orðin handónýtur gjaldmiðill." „Já, en núna höfum við Seðla- banka, sem á að sjá um að fram- leiða trausta peninga, en hann er tiltölulega nýr. Við verðum að treysta því, að hann komi smám saman lagi á þessi mál," svaraði kunningi minn. Ég gat ekki leynt því, að mér þóttu þessar upplýsingar heldur spaugilegar. „En kæri vinur! Seðlabankinn hefur starfað frá 1961 eða í 23 ár. Hvort skyldi hafa verið betra lag á peningamáiunum næstu 23 árin á undan stofnun hans eða næstu 23 árin á eftir? Ég þori að veðja heilli koniaksflösku við þig um, að ástandið versnaði heldur en batnaði, ef við berum saman þessi tvö tímabil. Viltu veðja?" „Það þýðir ekkert fyrir þig að beita svona brögðum," sagði kunn- ingi minn, framsóknarmaðurinn. „Auðvitað veðja ég ekki við þig, allra síst eftir siðustu verðhækk- anir á brjóstbirtunni. En eru þetta ekki í rauninni rök fyrir að efla Seðiabankann? Sýnir það ekki, að við þurfum einmitt að gera meira I lanncs H. Gissurarson og láta hendur standa fram úr ermum?" „Nei, nei, nei! Farðu nú ekki að nota gamla bragðið úr ársskýrsl- um allra opinberra stofnana," svaraði ég. „Þegar allt gengur illa, þá er sagt, að auka þurfi fjárveit- ingar og efla starfsemina. Þegar allt gengur vel, þá er sagt, að halda verði áfram á sömu braut, auka þurfi fjárveitingar og efla starfsemina. Þessar stofnanir forðast eins og heitan eldinn að lagður sé einhver efnislegur mæli- kvarði á frammistöðu þeirra. Eini efnislegi mælikvarðinn á frammi- stöðu Seðlabanka er fólginn í töl- um um verðbólgu. Og þær segja sina sögu hér á landi." „En verðbólgan er allt öðrum aðilum að kenna," sagði vinur minn i afsökunartón. „Ríkis- stjórnin lætur undan kröfum ým- issa sérhagsmunahópa og skipar síðan Seðlabankanum að prenta peninga." „En sérðu ekki, að með þessu ertu i rauninni að segja, að Seðla- bankinn sé óþarfur? Ef ríkis- stjórnin tekur hvort sem er allar þær ákvarðanir, sem máli skipta um peningamál, þá þarf ekki ein- hver stofnun að stimpla: „Sam- þykkt!" Og allra síst þarf 100-200 manns i dýrindis húsakynnum til þess!" svaraði ég að bragði. Það var farið að síga i vin minn, framsóknarmanninn. Hann undi illa þessum athugasemdum, sem rákust algerlega á gamlan og nýj- an rétttrúnað hans. Það var líka tekið að kólna í Austurstræti. Hann sagði: „Ég er ekki viss um, að ég nenni lengur að hlusta á þetta tal. Hvað myndi gerast, ef Seðlabankinn væri lagður niður og Bandarfkjadalur gerður að lögleg- um gjaldmiðli? Færi ekki allt i einhverja vitleysu og ringulreið?" „Það er i rauninni auðvelt að segja fyrir um, hvað myndi i stór- um dráttum gerast," sagði ég og setti mig i stellingar. „Verðbólgan hér myndi fara niður i það, sem hún er i Bandaríkjunum. Þau fyrirtæki, sem haldið er á floti með ódýru lánsfé ríkisins, myndu fara á hausinn, en önnur fyrir- tæki, sem hafa eðlilegan rekstr- argrundvöll, myndu blómstra. „Reddingar" stjórnmálamanna myndu hverfa, þvi að valdið í pen- ingamálum væri ekki lengur i þeirra höndum. Þetta vald vaeri ekki lengur i landinu sjálfu. Við gætum að visu prentað okkar eigin gjaldmiðil og jafnvel kallað hann eitthvað annað en Bandarfkjadal, tekið til dæmis upp mörk og eyri, okkar fornu einingar, en það breytti engu um, að peningar okkar væru í rauninni utanaðkom- andi stærð. Ástandið i peninga- málunum yrði ekki ósvipað því, sem það var fyrir fyrri heims- styrjöldina hér á landi, þegar fslandsbanki mátti gefa út seðla, en aðeins i hlutfalli við gullforða sinn. Seðiaútgáfan þá réðst af gullforða bankans. Seðlaútgáfan nú myndi ráðast af birgðum okkar af Bandaríkjadölum." Nú lifnaði aftur yfir vini mín- um: Hann hafði fundið ný rök. „En þá erum við aftur komnir að kjarna málsins. Þetta brýtur i bág við þjóðernistilfinningu okkar. Hvers vegna eigum við íslend- ingar, komnir af vfkingum og kóngum í ættir fram, að nota út- lenda peninga, útlendar mæliein- ingar á verðmæti?" Eg var sjálfur að þreytast á þessum samræðum, sem voru komnar i hring, svo að ég ákvað að binda enda á þær. „Að vísu notuðu víkingarnir útlenda peninga, jafn- vel rómverskt silfur, en það er annað mál. Þú hefur rétt fyrir þér um það, að peningar eru í rauninni mælieiningar á verðmæti. Ég er sannur íslendingur eins og þú og Pétur þríhross og aðrir af þeirri ætt, og þessi rök þin eru þvi að mínum dómi sterk. Auðvitað eig- um við ekki að nota útlendar mælieiningar á verðmæti. Við skulum því hafna hugmynd Fried- mans, þótt hún kunni að vera snjöll frá einhverju köldu, rök- rænu sjónarmiði séð." Og ég hélt áfram: „En við af- komendur vfkinga eigum að ganga feti framar en þetta. Hvers vegna eigum við yfirleitt að nota útlend- ar mælieiningar? Hvers vegna eigum við til dæmis ekki að nota islenskar einingar yfir mál og vog, sem þróast hafa i aldanna rás, i staðinn fyrir metra, lítra og kiíó- grömm, sem eru ekkert annað en franskar uppfinningar frá átjándu öld? Af hverju notum við ekki spönn, fet og alin og fleira gamalt og gott? Nú tek ég þig á orðinu: Við skulum stofna Þjóðernishreyf- ingu Sannra íslendinga á Þing- völlum og krefjast bess i ávarpi þaðan til þjóðarinnar, að bannað sé að nota útlendar mælieiningar! Skundum á Þingvöll og treystum vor heit!" Vinur minn, framsóknarmaður- inn, hlustaði á þessa tölu með undrunarsvip. Hann var ekki viss um, hvaða stefnu þessar samræð- ur væru að taka, svo að hann flýtti sér að kveðja, hálfvandræðalegur i fasi. Og ég hraðaði mér inn á Sölvhólsgötu, en þangað hafði ferðinni verið heitið. Á leiðinni gekk ég fram hjá hinu mikla húsi Seðlabankans, sem er í smíðum við Arnarhól. Það lagði skugga af húsinu yfir götuna... VERA 4. tbl. kom út í september VERA, málgagn kvenfrelsisbar- áttu, 4. tbl. kom út i spetember sl. í blaðinu er m.a. fjallað um vel- ferðarmál og kjör kvenna, rætt við Drude Dahlerup, stjórnmálafræð- ing, um kvennabaráttu, ritað um þá kvenimynd sem birtist i aug- lýsingum og grein Kristínar Hall- dórsdóttur um nauðgunarmál. Útgefendur Veru eru Kvenna- framboðið i Reykjavík og Samtök um Kvennalista. twaö Mgja konur um kjör sin? nauögun - þagaö { hal vatlerö — fyrtr hvern ? rauöfióiubtaititurirtn 8r konan tuttkomið augnayndi? Hjartanlega velkomin Hjá okkureropiðáhverfakvöldi Nýr sérréttaseðill Og fágud þjónusta , tryggja ánægjulega kvöldstund Bordapantanir í sima 11340, ÁUSTUFtSÍfíÆTl22. ÍNNSTfíÆTl, S/Mf 11340 Foraíða blaosins VERU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.