Morgunblaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 51
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984 51 Minning: Vigdís Hermanns- dóttir kennari Fædd 12. júlí 1920 Dáin 8. nóvember 1984 „Kf væri ég söngvari syngi ég ljóð um sólina, voriö og land mitt og þjóð." (Páll J. Árdal) Sjö ára dóttir mín kom heim úr skólanum og söng fyrir mig þetta ljóð og ég mundi svo vel, þegar við» systurnar stódum við orgelið hjá Dísu frænku og lærðum hjá henni þetta sama ljóð og lag. Daginn eft- ir barst mér sú frétt, að Disa hefði látist þá um nóttina. Þessi fregn kom ekki mjög á óvart, því að hún hafði háð langa og stranga bar- áttu við erfiðan sjúkdóm i hálfan annan áratug. Líkamlegt og and- legt þrek hennar lamaðist smám saman og þegar svo er komið er dauðinn líkn, þótt ekki sé hann sársaukalaus þeim, sem eftir lifa. Vigdís Hermannsdóttir var fædd að Glitstöðum í Norðurárdal 12. júlí 1920. Hún var fimmta i röðinni af átta börnum hjónanna Hermanns Þórðarsonar, kennara og bónda Þorsteinssonar og Guð- rúnar Hermannsdóttur, bænda- hjóna að Glitstöðum og Ragnheið- ar Gísladóttur Einarssonar og Vigdísar Pálsdóttur, prófasts- hjóna í Stafholti. Af átta börnum Hermanns og Ragnheiðar eru nú þrjú látin, en börn þeirra voru í aldursröð: Unn- ur, kennari og fyrrum húsfreyja að Eyjum og Hjalla í Kjós, gift Hans Guðnasyni bónda, sem nú er látinn, Svavar, efnaverkfræðing- ur, látinn, kvæntur Ursulu, f. Funk, Gísli, vélaverkfræðingur, látinn, kvæntur Betty f. Epel- mann, Guðrún, kennari, gift Al- freð Kristjánssyni, Vigdis, kenn- ari, sem hér er minnst, Ragnar, efnaverkfræðingur, Valborg, lyfjafræðingur, var gift Kurt Stenager, lyfjafræðingi og Ragn- heiður, deildarstjóri í Landsbanka íslands. Þegar Dísa var fjögurra ára gömul var hún tekin í fóstur að Stafholti til afa síns og ömmu, Vigdísar og Gisla. Þau sæmdar- hjón tóku einnig til fósturs Gisla bróður hennar, sem þá var sjö ára gamall og ólust þau systkinin þar upp til fullorðinsára. Það urðu Dísu og Gísla mikil viðbrigði að hverfa úr glöðum systkinahópi og frá ástríkum foreldrum. Ekki er vafi á því, að söknuður foreldr- anna var líka mikill, en þau sáu, að í Stafholti fengju börnin gott uppeldi og gætu gengið mennta- veginn eins og hugur þeirra reynd- ist seinna standa til. Dísa lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands vorið 1942 og söngkennaraprófi árið 1951. Sumarið 1947 sótti hún kennara- námskeið í Askov í Danmörku. Veturinn 1942—43 var hún heimil- iskennari á Egilsstöðum. Síðan kenndi hún við St. Jósepsskólann i Hafnarfirði, Landakotsskóla í Reykjavík, þá við Breiðagerðis- skóla og siðustu starfsárin við Hlíðaskóla. Nokkur sumur starf- aði hún á barnaheimilinu Silunga- polli og nokkur sumur var hún í kaupavinnu. í Reykjavík hélt Dísa lengst af heimili með foreldrum sínum og Ragnheiði systur sinni. Samband Disu og móður hennar, Ragnheið- ar Gísladóttur, var ákaflega náið og ef til vill hefur aðskilnaður þeirra fyrr á ævinni átt einhvern þátt í því. Á heimili Hermanns og Ragnheiðar og barna þeirra rfkti gestrisni og góðvild og þangað var gott að koma. Gestir fóru þaðan ánægðari en þeir komu, því heim- ilisfólkið gaf sér tima til að spjalla við þá, veitti þeim beina og spuröi frétta, miðlaði þeim fróðleik, fræddist af þeim og tók þátt í gleði þeirra og sorgum. Vigdís Hermannsdóttir var lág- vaxin, fínleg og frið sýnum með fallegt dökkt hár. Hún hafði ríka kímnigáfu og glaðlegt bros. Hún var mjög músíkölsk og spilaði vel á píanó og hafði tæra og fallega sópranrödd. Hún var kennari af Guðs náð og hafði mikinn metnað fyrir hönd nemenda sinna. Hún hafði ákaflega mikla ánægju af starfi sínu, meðan hún hafði heilsu til að stunda það. Hún starfaði mikið með nemendum sínum í tómstundum. Hún hjálp- aði peim að setja upp heilar skemmtidagskrár, söng, dans og leikrit og varði frístundum sínum í að æfa þau og aðstoða þau við að útvega og gera búninga og leik- muni. Dísa söng í ýmsum kórum, sótti tónlistarnámskeið og hafði mikið yndi af hvers konar tónlist. Hún var ákaflega vel gerð mann- eskja og mátti ekkert aumt sjá. Dísa safnaði aldrei veraldlegum auði og hafði sjaldan afgang til þess að gera eitthvað fyrir sjálfa sig, en hafði alltaf tök á að hlúa að öðrum, til dæmis systkinabörnum sínum. Hún var ákaflega barngóð og það voru hátíðisdagar i Kjós- inni, þegar Dísa kom í heimsókn. Hún kom fyrir jólin og hjálpaði okkur að skreyta húsið. Gamall pappakassi breyttist á svipstundu í fjárhúsið í Betlehem í höndunum á Dísu. Jesúbarnið lá þarna í jötu sinni og stór stjarna vísaöi vitr- ingunum veginn. Gleðileg jól stóð skrifað með bómull og glimmer á bláan kreppappír. Svo settist hún við orgelið og spilaði og söng og kenndi okkur, systurbörnunum sínum, ógrynni af lögum og ljóð- um. Og amma Guðrún, sem var alltaf svo störfum hlaðin gaf sér meira að segja tíma til þess að koma og syngja með okkur. Á sumrin fór Disa með okkur í berjamó og þegar við komum heim var hitað kakó og stundum gripið í spil. Það voru alltaf jól þegar Dfsa kom og mörg voru tárin felld, þeg- ar hún fór. Þegar við komum til Reykjavíkur sýndi Disa okkur lystisemdir borgarinnar. Hún fór með okkur í Sundlaugarnar, Tívoli og Hljómskálagarðinn, í leikhús, á tónleika, bíó og söfn. Og heimur- inn stækkaði og sjóndeildarhring- urinn víkkaði fyrir tilstilli Dísu. Minningarnar þyrlast um hug- ann og það stafar birtu frá minn- ingu Vigdísar Hermannsdóttur. En utan um þetta góða og gegna hugarþel var skel, sem ekki var nógu sterk til að standast harðan heim. Strax um tvitugt bar á því, að Dísa var ekki sterk á taugum. Fólk, sem veikist af sálrænum sjúkdómum nýtur ekki samúðar samferðafólksins á sama hátt og þeir, sem þjást af líkamlegum kvillum. Þannig eru mennirnir fullir af fordómum. Heilsuleysi háði Dísu töluvert framan af ævi. í desember 1969 fékk hún heila- blæðingu og var flutt til Kaup- mannahafnar, þar sem hún gekkst undir höfuðaðgerð. Eftir það hrakaði heilsu hennar hægt og sigandi. Síðustu ár æfinnar dvaldi Dísa á Hátúni 12. Þar hlaut hún frábæra umönnun, sem aldrei verður að fullu þökkuð. Vistmenn og allt starfsfólk gerðu það, sem i mannlegu valdi stóð til að létta henni veikindastrfðið, þar til yfir lauk hinn 8. nóvember síðastlið- inn. Eg trúi þvi, að nú sé hún Disa farin að spila og syngja um sólina og vorið eins og við gerðum svo oft i gamla daga. Blessuð sé minning Vigdísar Hermannsdóttur. Ragnheiöur Hansdóttir. Kristján Eiríks- - In Memoriam son 011 vitum við í hjarta okkar að einhvern tima kemur sá dagur að við kveðjum þennan heim. Hugs- unin um dauðann er þó oftast fjarri ungu fólki og það er ekki fyrr en einhver nákominn heldur í hina hinstu ferð að þessi fjarlæga vissa verður að ógnarlega nálægri staðreynd. 1 návist dauðans finna menn ætíð til smæðar sinnar og máttleysis og stundum einnig til reiði gagnvart því sem við ráðum ekki við. Reiði vegna þess að dauð- inn er svo oft óréttlátur, hann kallar burtu þá sem hefðu átt að fá að lifa i áratugi enn og hann skilur eftir fjölskyldu og vini i sárum. Það er erfitt að skilja, hvað þá sætta sig við að fyrirvara- laust sé svipt á brott stórum hluta hins daglega lffs, að brotin sé stoð hamingjuríkrar fjölskyldu. Ef til vill er það einnig áminning til okkar að njóta þess og þeirra sem næstir okkur standa á meðan tím- inn leyfir. Kristján Eirfksson, tengdafaðir minn, lést eftir skamma legu hinn 18. október síðastliðinn. Hér mun ekki fjölyrt um mannkosti hans, enda þryti þá fljótt rúm en látið nægja að segja að hann var öllum sem hann þekktu harmdauði. Sár- ust er þó raun fjölskyldunnar, sem tengd var óvenju sterkum bönd- um, sem ofin voru í blfðu og þó einnig stundum í strfðu, þvf lff Kristjáns var ekki án erfiðleika frekar en annað f þessari ófull- komnu veröld. Slík fjölskylda er öllum sem henni tilheyra mikill styrkur og góður bakhjarl ef eitthvað bjátar á og löngu yfirunnir erfiðleikar verða léttvægir ef mældir eru við hamingju þessa heimilislífs. Ástvinamissir verður aldrei bættur og Kristjáns verður sárt saknað. Það er ef til vill huggun harmi gegn að hann skilur eftir sig fallegan hóp afkomenda, sem á raunar ekki síður um sart að binda en hin eldri, þau munu ekki lengur sitja og hlusta á afa lesa sögur, né laumast í vasa, þar sem þau gátu ætfð verið viss um að eitthvað væri að finna. Minningar munum við þó áfram eiga og ef til vill verður sú hugsun efst í huga þegar mestu sárindin verða liðin hjá, að lif Kristjáns Eirfkssonar hafi sannað að saman geta farið gjörvileiki og gæfa. Bogi AgústsNon Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgaiiulltrúar Sjálfstasöisflokksins veroa til viðtals f Valhöll, Háalelt- isbraut 1, á laugardögum fri kl. 10—12. Er þar tekiö i móti hvers kyns fyrirspurnum og ibendingum og er öllum borgarbúum boöiö aö nottæra sér viötalstima þessa L, Laugardaginn 17. nóvember verða til viðtals Vilhjálmur Þ. Vtlh)álms- son, formaður skipulagsnefndar og Katrfn Fjeldsted. formaður heil- brigðisráðs Reykjavikurborgar. og Málhildur Angantisdóttlr, vara- maður atvinnumálanefndar. J CANNON-VÖRURNAR STUÐLA AÐ VELFERÐ BARNSINS Made «n ** .y Skoðið CANNON-barnavörurnar í næstu lyfjaverslun. Metsölublad á hverjum degi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.