Morgunblaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984 Af vegagerð og snæfellskum vegum Hvers eiga Snæfellingar að gjalda — eftirSturlu Böðvarsson Mörg hafa tilefni gefist til þess að stinga niður penna og gera grein fyrir ástandi vega á Snæ- fellsnesi. Margir landsmenn hafa kynnst því af eigin raun hvernig vegir á Snæfellsnesi eru auk þess að 1 fréttum útvarps, sjónvarps og blöðum hafa snæfellska vegakerf- inu verið gerð nokkur skil. Sú kynning hefur öll verið á einn veg og hefur leitt til þess að ferða- menn hafa verið í raun hræddir frá því að njóta náttúrufegurðar og ágætrar ferðamannaþjónustu á svæðinu. Þeir sem stunda áætlanagerð hjá hinni íslensku Vegagerð hafa komið sér upp forskriftum að þvi hvar eigi að byggja vegi og í hvaða röð. Samkvæmt þeirri forskrift er helgarrúntur höfuðborgarbúa og Bláfjallavegur skíðafólks mikil- vægari og „arðsamari" vegagerð en leiðin frá ólafsvík til Grund- arfjarðar, Stykkishólms og Búðar- dals og suður um Mýrar. Þar fara um flutningar mjólkurafurða að og frá mjólkurbúinu í Búðardal á markað í þorpunum á Snæfells- nesi þar sem eru stærstu verstöðv- ar landsins. Eftir þessum vegum eru fluttar sjávarafurðir milli þorpanna og til útflutnings með gámavögnum sem flytja afurði í frystiskip t.d. í Reykjavík. Eftir þessum vegum bæði sunn- an og norðanvert á Snæfellsnesi eru flutt aðföng til þeirrar stórið- ju sem fiskvinnsla á Snæfellsnesi er á mælikvarða íslenskra at- vinnuvega og auk þess er nú flutt- ur iðnvarningur á markað í Reykjavík, t.d. fullbúin eininga- hús. Einnig er þjónusta og neyslu- vara flutt um vegina frá Reykja- vík úr pakkhúsi stórkaupmanna. „Samkvæmt þeirri for- skrift er helgarrúntur höfuðborgarbúa og Bláfjallavegur skíða- fólks mikilvægari og „arðsamari“ vegagerð en leiðin frá Ólafsvík til Grundarfjarðar, Stykk- ishólms og Búðardals og suður um Mýrar. Þar fara um flutningar mjólkurafurða að og frá mjólkurbúinu í Búðar- dal á markaö í þorpun- um á Snæfellsnesi þar sem eru stærstu ver- stöðvar landsins.“ Arðsemi vegagerðar er afstætt hugtak. Vegagerðarmenn virðast hafa sannfært ýmsa stjórnmála- menn um hinar réttu aðferðir við röðun vegagerðarverkefna auk þess sem rangsýni áhrifamanna virðist hafa náð yfirhöndinni á þessu mikilvæga sviði. Það virðist því næstum við ofurefli að etja. Snæfellingar viðurkenna og þakka það sem gert hefur verið svo sem ó-vega-áætlunina sem er mikil- væg fyrir samgöngukerfi Snæ- fellsness. Samt sem áður ríkir nú á Snæfellsnesi mikil óánægja með gildandi vegaáætlun og telja Snæfellingar sig hafa ástæðu til þess. Vegafé mun vera skipt eftir reglum sem mæla þörfina fyrir góða vegi. Samkvæmt því fær hvert kjördæmi fasta fjárhæð til nýbygginga og viðhalds. Fæstir trúa því reyndar að nokkru fjár- magni sé varið til viðhalds vega á Snæfellsnesi, svo sem ástand þeirra er. Þeir sem efast ættu að aka um Kerlingaskarð, Eyrarsveit, Fróð- árheiði eða fyrir Jökul. Þegar kvartað er við vegagerðarmenn mæla þeir ástandinu bót með því að kenna það þingmönnum og fjárskorti. Vegakerfið á Snæfellsnesi er staðreynd á sama hátt og byggðin og sá sjávarafli sem berst þar á land. Vegna þungatakmarkana og ófærðar eru vegir lokaðir vikum saman. Oft er kveðinn upp ósanngjarn dómur yfir þeim vega- gerðarmönnum sem hafa það verkefni að viðhalda ónýtum veg- um. Engu að síður þurfa þeir leiðbeiningar og aðhald í störfum sínum og á það jafnt við um háa sem lága, launþega og verktaka. í þeirri von að það verði málstaðn- um til framdráttar mun ég gera nokkra grein fyrir ástandi í vega- málum okkar, orsökum þess og benda á leiðir til úrbóta. Ástandið mætti skilgreina í eftir- farandi liðum: 1. Vegir þola ekki umferðarþung- ann. Eru ekki byggðir upp fyrir þá umferð sem nú er. Fjármagn „skortir" til nýbygginga. Vega- gerðin virðist lita á lokanir og takmörkun öxulþunga sem sjálfsagða hluti og eðlilega leið í rekstri vega. 2. Viðhald lélegra malarvega er ófullnægjandi. Ekki virðist tek- ið tillit til ástands vega og þeirra staðreynda að þunga- flutningar hafa stóraukist. 3. Skipulag viðhaldsverkefna er í molum. Sömu „slörkin" ergja vegfarendur ár eftir ár. Lífs- hættulegar holur við brýr eru látnar vera mánuðum saman. Verkstjórum VR er refsað sinni þeir augljósum verkefnum með því að skerða viðhaldsfé á þeirra svæði næstu ár hafi þeir farið fram úr áætlun við að halda vegum færum. 4. Miðstýrt stjórnkerfi Vegagerð- arinnar dregur úr ábyrgð og frumkvæði og leiðir til skrif- finnskubákns og dauðra tíma vegna biðar eftir verkefnum sem má vinna. Frægust dæmi eru heflarnir sem standa lítt notaðir mánuðum saman vegna verkefnaskorts. 5. Skortur á sérmenntun og þjálf- un starfsmanna dregur án efa úr árangri. Ekki er krafist sérmenntunar til starfa hjá Vegagerðinni nema til yfir- stjórnar og hönnunar, nema ef vera skyldi til matargerðar fyrir vinnuflokkana. Þekking við störf að vegagerð er tæpast meðfædd. Einungis verk- fræðingar og tæknifræðingar hafa hlotið nauðsynlega menntun til vegagerðar. Ekki hefur orðið vart frumkvæðis af hálfu Vegagerðar- innar við að bæta hér úr á sama tíma sem menntunarkröfur fara vaxandi I nær öllum atvinnu- greinum. Telja verður að t.d. verk- stjórar við vegagerð ættu að hafa svipaða menntun og iðnmeistarar. Allir sem nærri vegagerð og gatnagerð hafa komið vita hvíllku lykilhlutverki t.d. hefilstjórar gegna við frágang á yfirborði vega. Viðhaldsheflun malarvega er á sama hátt mikilvæg og vanda- söm og getur skipt sköpum um ástand þeirra, ekki síst þegar veg- ir eru lélegir. Skipuleg menntun og þjálfun vegagerðarmanna ætti þvi að vera einn þáttur skólakerfis okkar ekki síður en menntun annarra starfs- stétta sem sinna vandasömum verkefnum. Gerð góðra vega á sér ekki stað á teikniborðinu né held- ur með kurteisisheimsóknum tæknimanna á verkstað öðru Sturla Böðvarsson hvoru. Vinna við vegagerð hvort sem er viðhald eða nýbygging ber því aðeins árangur að fyrir hendi sé þekking á efni og tækjum og verklýsingum hjá þeim sem verk- unum stjórna og framkvæma. Á þetta skortir hjá Vegagerð ríkisins og verktökum. Það er hluti þess vanda sem endurspegl- ast m.a. í snæfellskum vegum. Leiðir til úrbóta. Auðvelt er jafnan að gagnrýna og benda á það sem betur mætti fara. Enda þótt ég hafi engar patent-lausnir vil ég benda á nokkur atriði til úrbóta þeim þátt- um sem ég hef leyft mér að nefna hér að framan. 1. Ljóst er að ef á að ná árangri verður að leggja áherslu á það að byggja upp vegakerfið á Snæfellsnesi. Við það verk verður að beita einskonar neyðaraðgerðum við fjáröflun. Ég tel allt benda til þess að sú staðhæfing sé rétt að vegir á Snæfellsnesi séu öðrum verri. Af þeirri ástæðu er grundvöllur fyrir þeirri kröfu að þangað verði beint meira fjármagni en gert hef- ur verið og fyrirhugað er sam- kvæmt þeirri vegaáætlun sem f ri er. meðan núverandi neyðar- ástand ríkir verður að stórauka viðhald veganna svo þeir geti Nýjungar í atvinnumálum — I: Lífrænn efnaiðn- aður á íslandi? — eftir dr. Jónas Bjarnason Dr. Jónas Bjamason mun á næst- unni skrifa nokkrar greinar um nýj- ungar í atvinnumálum í Morgun- blaðið. Sú fyrsta þeirra fer hér á eftir: Atvinnumál eru ákaflega víð- tæk og hugsanlegar nýjungar á þeim sviðum eru óteljandi og ná nánast inn á öll svið þjóðlífsins. Ætlun min er sú að fjalla um til- tekin svið í senn og leitast við að leggja nokkurt mat á nýjungar og hugsanlega gagnsemi þeirra fyrir íslensk atvinnumál. Það er augljóst, að skiptar skoð- anir geta verið um möguleika á nýjum leiðum í atvinnumálum hér á landi eftir því hvaða forsendur menn gefa sér eða út frá öðrum sjónarmiðum. í greinum mínum mun ég leitast við að minnast á helstu forsendur, sem ég styðst við í sambandi við mat á nýjum möguleikum. í fyrstu greinunum mun ég fjalla um þau svið, sem standa mér næst vegna eigin reynslu. Svið: Efnaiðnaður Efnaiðnaður er veigamikill þáttur í efnahagslífi allra stærstu iðnríkja heimsins. Hann er reynd- ar með mikilvægustu framleiðslu- greinum helstu iðnrfkjanna eins og Bandaríkjanna, Japans og V-Þýskalands svo dæmi séu tekin. Efnaiðnaður skiptist í fjölmargar undirgreinar. Grófasta skiptingin er í þrennt, þ.e. ólífrænn, lífrænn og lífefnaiðnaður. Um langt árabil hefur ólífrænn iðnaður verið yfir- gnæfandi, en með gerviefnaþróun- inni hefur lffrænn efnaiðnaður vaxið gffurlega um allan heim. Lífefnaiðnaður er ekki eins mikil- „Lífrænn efnaiðnaður er nánast ekki til á ís- landi. Að vísu er smjör- líkisframleiðsla, máln- ingariðnaður og þvotta- efnaframleiðsla á vissan máta lífrænn efnaiðnað- ur, en tæpast í hinum eiginlega skilningi, þ.e. framleiðsla eða tilbún- ingur lífrænna efna úr efnahráefnum.“ vægur að umfangi til, en hann er vaxandi. íslenskur efnaiðnaður er fyrst og fremst ólífrænn efnaiðnaður, þ.e. ál-, kísiljárn-, sements- og áburðarframleiðsla. Engin tilvilj- un ræður því, að þessar fram- leiðsluafurðir hafa orðið fyrir val- inu, en seinna verður fjallað um ólífrænan efnaiðnað. Lífrænn efnaiðnaður er nánast ekki til á fslandi. Að vísu er smjörlíkisframleiðsla, málningar- iðnaður og þvottaefnaframleiðsla á vissan máta lífrænn efnaiðnað- ur, en tæpast i hinum eiginlega skilningi, þ.e. framleiðsla eða til- búningur lífrænna efna úr efna- hráefnum (syntetiskur iðnaður). Olíuiðnaður er enginn, en olíufé- lögin stunda eingöngu verslun. Lífrænn efnaiönaður á íslandi? Nokkrar hugmyndir hafa skotið upp kollinum á undanförnum ár- um. Menn hafa látið sér detta í hug olíuhreinsunariðnað, en sú hugmynd var víst ekki talin hag- kvæm. Meginskýringin var sú, að notkun innanlands á oliuefnum passar ekki við samsetningu jarð- olíunnar. Þess vegna hefði orðið að flytja út hluta afurðanna. Auk þess hefði ekki náðst nauðsynleg stærðarhagkvæmni fyrir hinn litla markað hér á landi. Auk þess hefur verið gerð nokkur hag- kvæmnisathugun á sykurhreins- unarverksmiðju úr mólassa (syk- urvinnsluúrgangur), en það er tæpast lífrænn efnaiðnaður I venjulegum skilningi. Sú fram- leiðsla átti m.a. að byggja á þeirri forsendu, að jarðvarmi væri hér nothæfur til vinnslunnar og væri ódýr liður miðað við óhjákvæmi- legan orkukostnað erlendis. Þetta mál hvílir enn I skúffum, og eng- inn veit, hvort nokkurn tímann af verður. íslensku forsendurnar, þ.e. ódýr jarðvarmi en lítill markaður, hafa sennilega ekki verið nægilega hagstæðar enn sem komið er. Það kynni að breytast. Engum heilvita manni dettur í hug að hefja hér almennan lífræn- an efnaiðnað til að framleiða hrá-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.