Morgunblaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984 39 Eiturlyfjasalan í grafhýsinu kom upp um Clark Olofsson Alræmdasti glæpamaður í Svíþjóð enn staðinn að verki Stokkbólmi, 14. nÓTember. Fri Erik Lidén. Á SÍÐUSTU dögum hefur lögregl- an í Stokkbólmi flett ofan af stærsta eiturlyfjahring, sem um getur í Svíþjóo. Hefur hann selt eiturlyf fyrir a.m.k. 15 milljónir sænskra króna (um 60 millj. ísl.) og er höfuðpaurinn sá alræmdi af- brotamaour Clark Olofsson, sem nú er í vörslu belgfsku lög- reglunnar. Pram til þessa hafa 15 manns verið handteknir fyrir aðild að „landssímahringnum", sem svo er kallaður vegna þess, að þrír frétUriUr* Mbl. þeirra unnu við landssimann i Stokkhólmi og hjálpuðu Olofs- son að smygla amfetamíni til Svíþjóðar og koma þvi á markað. Glæpalögreglan í Stokkhólmi hefur haft góðar gætur á Clark Olofsson allt frá þvi honum var sleppt úr fangelsi árið 1979, en þá hóf hann nám við blaða- mannaháskólann i borginni. Meðan hann var i skólanum braut hann af sér aftur og beið hans þá fangelsið á ný. Á liðnu vori var honum svo sleppt og þá f þessu grafhýsi í kirkjugarði í Stokkhólmi fann logreglan flmm kfló af amfetamíni og rakti það til Olofssons. sór hann og sárt við lagði að nú ætlaði hann aldrei framar að gerast brotlegur við lög. Fíkniefnalögreglan í Stokk- hólmi lét fylgjast með Olofsson og brátt vaknaði grunur um, að hann væri farinn að fást við eit- urlyfjasölu. Lögreglumennirnir eltu hann eins og skugginn og þeir urðu t.d. vitni að því þegar Olofsson misþyrmdi sárasak- lausum manni á bensinstöð en þá var hann á leið til Belgíu með haar fjárgreiðslur fyrir eiturlyf- in. Lögreglan lét til skarar skríða þegar nokkrir menn úr eitur- lyfjahringnum voru að flytja eit- urlyf úr íbúð í Stokkhólmi og á nokkrum tímum voru 15 menn handteknir. Meðan á þessum handtökum stóð hringdi Olofsson margsinn- is til Stokkhólms frá Belgiu og var orðinn dálítið órólegur þegar hann náði aldrei tali af sam- verkamönnum sinum. Hann ró- aðist þó þegar eiginkona tölvu- verkfræðings við landssímann, sem var einn af mönnum Olofs- son, sagði, að hann væri í ein- hverjum opinberum erinda- gjörðum, enda vissi hún ekki betur. Einn starfsmanna landssím- ans var handtekinn i afmælisv- eislu, einmitt þegar verið var að hrópa húrra fyrir afmælisbarn- inu. Fjórir þrælvopnaðir lögregl- umenn spörkuðu þá allt i einu dyrunum upp og handtóku manninn að foreldrum hans og tengdaforeldrum ásjáandi. 40 sænskir lögreglumenn hafa unn- ið að þessu máli dag og nótt að undanförnu en auk þess hafa þeir verið í nánu sambandi við eiturlyfjalögregluna í Hollandi, Belgíu og Portúgal. Belgiska lögreglan er nú að yf- irheyra Clark Olofsson en konan hans, sem er belgísk og ófrisk að öðru barni þeirra, er farin heim til foreldra sinna. Er hún af góð- um ættum í Belgíu og voru for- eldrar hennar mjög andvigir því að hún giftist Olofsson. Þeir samþykktu þó að sjá til og reyna manninn og settist hann þá að i Belgíu. Clark Oiofsson hefur nú sýnt tengdaforeldrum sinum hvaða mann hann hefur að geyma. Olofsson er 37 ára gam- all og hefur verið í fangelsi í 17 ár samtals. Hann hefur gerst sekur um marga glæpi, myrti lögreglumann i Nyköping arið 1966 og stóð að einhverju mesta bankaráni sem um getur í Svi- þjóð. Búist er við að belgiska lög- reglan afhendi Olofsson eftir þrjár vikur en óvíst er hvað verður um lystisnekkjuna hans þar, sem hann hafði keypt fyrir milljónir króna. Þeir sem eru honum samsekir, eiga stranga refsingu yfir höfði sér. Upphafið að afhjúpun eitur- lyfjahringsins er það, að í sumar Clark Olofsson. f allt sumar var fylgst með ferðum hans. varð uppvíst um eiturlyfjasölu, sem fram fór i grafhýsi í kirkju- garði í Stokkhólmi. Hafði lög- reglan fljótt uppi á aðalmannin- um í þessum hópi og reyndist hann standa í sambandi við Olofsson. Var þá haft eftirlit með lystisnekkjunni, sem Olofs- son sigldi reglulega til Sviþjóðar, og kom þá í ljós, að hann tók við miklum peningum af samstarfs- mönnum sínum. Var þetta allt saman fest á myndband. Ekki er búist við, að réttarhöldin hefjist fyrr en i apríl eða mai á næsta ári. Lystisnekkjan hans Clarks Olofsson. Henni sigldi hann reglulega til Svfþjóðar. Ahmed Saleh Khedera, ráðunautur Hassans konungs, ferð til Marokkó fri Addis Ababa eftir úrsógn Marokkó úr Einingarsamtökum Afrfku. Pinochet stöðvar kirkjuráðstefnu Örlög friðarsinna: Sendur nauðugur til herþjónustu Moskni. 14. nóvember. AP. SOVÉSKUR friðarsinni, hinn 21 árs gamli Nikolai Khramov, hefur verið sendur nauðugur í berstöð nærri kínversku landamærunum. Hann hefur jafnt þar sem aður í Moskvu þrásinnis neitað að ganga í herþjón- ustu og nú er honum hótað lögsókn þar fyrir og allt að 2 ára fangelsun. Fyrir tveimur árum, áður en Khar- mov k't að sér kveða í friðarhreyf- ingu í Moskvu, vildi herinn ekki taka við honum vegna sjóngalla. Kharmov hefur í seinni tíð streist við herþjónustu vegna þess að hún stríddi gegn samvisku hans. Friðarhópurinn sem hann hefur starfað fyrir beitir sér fyrir „vaxandi trausti milli Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna". Hann hefur oft verið handtekinn í seinni tíð og fengið þá afarkosti að ganga í herinn eða sæta lögsóknar að öðrum kosti. Suwp, Chile, 14. nóvcmber. AI'. AUGOSTO Pinochet forseti her- stjórnarinnar í Chile hefur enn fært út kvíarnar eftir að hafa lýst yfir neyðarástandi í landinu á dögunum. Hann hefur nú sent á annað hundrao stjórnarandstæo- inga í útlegð og bannað vikulanga ráðstefnu sem kaþólska kirkjan hafði boðað til. Pinochet tilkynnti í dag, að hann hefði sent 103 ónafn- greinda menn í útlegð til fiski- mannaþorpsins Pisagua í norð- urhluta landsins. Þangað sendi hann 249 aðra fyrir nokkru. Hinir 103 voru úr hópi 3.000 manna sem lögreglumenn smöl- uðu saman í fjöldahandtökum í Shantytown, fátækrahverfi í Santiago, en þar eiga marxistar sterkt vígi. Sagði Pinochet að hinir brottræku væru „hættu- legir ríkinu og vildu afvegaleiða þjóðina á leið sinni til lýðræð- Á sama tíma fyrirskipaði borgarstjórinn í Santiago, að ráðstefna kaþólsku kirkjunnar um „leiðina til lýðræðis" mætti ekki fara fram og barst tilkynn- ingin fáum klukkustundum áð- ur en ráðstefnan átti að hefjast. Um 900 hundruð manns höfðu boðað þátttöku sína í hinni ár- legu og vinsælu ráðstefnu. Tals- maður stjórnar Pinochets, Ger- Pinochet ardo Roa, sagði að kirkjuleið- togum hefði láðst að biðja um tilskilin leyfi fyrir ráðstefn- unni. Meðal þeirra sem áttu að flytja erindi á ráðstefnunni voru Bernandino Pinera, fram- kvæmdastjóri ráðstefnunnar, sem ætlaði að „skilgreina neyð- arástandið" í landinu, mæður fanga sem týnst hafa sporlaust, skáld og rithöfundar sem hafa mátt þola ritskoðun og loks nokkrir menn sem hafa verið í útlegð vegna stjórnmálaskoð- anna sinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.