Morgunblaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984 75 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI - TIL FÖSTUDAGS ^ um-,1 ir Ein af eldri kynslóAinni skrifar: Ágæti Velvakandi! Það hefur oft verið um það rætt og ritað, að unga fólkið sé betur menntað og á allan hátt fróðara en þeir sem eldri eru. Ekki skal ég þræta fyrir það, en hitt er svo annað mál hvort unga fólkið er einhverju bættara. Það er nefni- lega mjög áberandi, að á einu sviði er unga fólkið mun verr sett en við sem eldri erum. Þar á ég ekki við fjárhag „verðbólgukynslóðarinn- ar“, sem allir segja feikigóðan, heldur á ég við almenn samskipti. Unga fólkið í dag kann alls enga mannasiði og það ástand fer sífellt versnandi! Nó eru sjálfsagt einhverjir farnir að hugsa sem svo: „Jæja, þetta er ein af þessum gömlu kerl- ingum, sem finnst ekki borin nægilega mikil virðing fyrir sér.“ En ég bendi þessu sama fólki á að líta í kringum sig, því dæmin um óforskammaða og ruddalega framkomu ungs fólks eru mýmörg. Ég get hér nefnt eitt. Ég var á ferð með strætisvagni fyrir nokkru og hugðist heimsækja dóttur mína, sem býr í hverfi unga fólksins, Breiðholtinu. Skömmu eftir að ég var komin upp í vagninn, hófu nokkrir unglingar að vera með há- reysti og slagsmál. Loks féll einn þeirra aftur fyrir sig og kom harkalega niður á gamalli konu, sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Hún bað unglingana að gæta að sér, en þeir hófu þá að kalla hana öllum illum nöfnum, nöfnum, sem aðrir hefðu ekki vit- að að væru til. Bar þar mest á klúryrðum ýmiss konar. Þetta fékk mjög á konuna, en þegar unglingarnir ætluðu að stíga út úr vagninum, þá greip hún í hand- legg eins þeirra og sagði, að hann færi ekki út fyrr en hann hefði beðist afsökunar. Piltur þessi gerði sér þá líLð fyrir og sló til konunnar, svo hún missti takið á honum. I framhaldi af þessu dæmi, sem Sparnaður í Háskólanum? Laganemi, skrifar: Ég stunda nám við Lagadeild Háskóla íslands, en kennsla í þeirri ágætu deild var skorin niður um 20% í haust. Var þetta sagt gert af sparnaðarástæðum. En hver er sparnaðurinn, þegar Háskóli fslands er með prófessora á fullum launum, en þessir menn birtast ekki til kennslu nema 4—5 tíma á hverju námsári. Það er t.d. einn prófessor við mína deild, sem aldrei sést við kennslu, hirðir samt full laun og þar að auki er ráðinn kennari til að annast þá kennslu, sem prófessorinn ætti með réttu að sjá um. Hvers vegna er þetta ekki leiðrétt, í stað þess að minnka kennslu? Ein af eldri kynslóðinni er smeyk við að fara í strætisvagn, vegna óláta unglinga í vögnunum. Unga kynslóðin er ókurteis er aðeins eitt af mörgum sem ég gæti nefnt, þá langar mig til að spyrja, hvort vagnstjórar hafi ekki vald til að fleygja svona lýð út úr vögnunum. Geta ókurteisir unglingar komist upp með að láta öllum illum látum, án þess að nokkur hreyfi legg né lið? Ég veit, að eldra fólk þorir hreinlega ekki að skipta sér af svona málum, en mér finnst að aðrir farþegar og ekki síst vagnstjórar ættu að gera það. Það getur ekki verið látið við- gangast, að yngri kynslóðin fái óáreitt að koma fram með frekju og yfirgang gagnvart þeim sem eldri eru og hafa lagt grundvöllinn að því góða lífi, sem þessir ungl- ingar lifa núna. Það mætti gjarn- an leggja á það meiri áherslu í skólanámi unglinganna, hve erfitt var að lifa hér á þessu landi áður fyrr. Þá væri e.t.v. einhver von til þess að unga fólkið sæi að sér og lærði að meta það líf sem það á nú kost á að lifa vegna gífurlegrar vinnu og erfiðis undangenginna kynslóða. Léleg sjón- varpsdagskrá Ung stúlka skrifar: Síðustu tvær helgar, þ.e. helgina 2.-4. nóvember og 9,—11. nóv- ember, var ég svo ólánsöm að vera veik og þurfti ég því að halda mig heima við. Ég tek það fram að ég fer yfirleitt á skemmtistaðinn Traffic um helgar, eða skemmti mér á einhvern annan hátt. Nú, ég hugsaði sem svo, að ég yrði bara að taka það rólega, fyrst ég var veik, og ákvað að eyða kvöldunum fyrir framan sjónvarpið. Ég sett- ist því niður fyrir framan sjón- varpið og beið spennt eftir að fylgjast með dagskránni. En ég átti eftir að verða fyrir svo mikl- um vonbrigðum, því sjónvarpsefn- ið var svo lélegt, að ekki var horf- andi á það. Þessar tvær helgar þurfti ég því að sitja heima með sárt ennið og gat ekki einu sinni stytt mér stundir við að horfa á sjónvarpið. Ég ætla bara að vona að þetta fari að skána, svo hægt sé að eyða kvöldi heima hjá sér, ef nauðsyn krefur. Tvennskon- ar bólga Jón Helgason, vistmaður á Sól- vangi, Hafnarfirði, yrkir: Þegar ég var innantil við tekt var tíðum svalt í norðanhörkubáli. Kuldabólgan var þá víða þekkt en verðbólgan ei til í okkar máli. Um verðbólgu, í vítahring, virðast flestir út á þekju. En hún er augljós afleiðing ágirndar og heimtufrekju. Q2P S1G6A V/öGA £ AHVtRAW Kjarakaup Seljum mikiö úrval af útsaumi á stórlækkuöu veröi t.d. rokokkostóla, púöabyrgöi, klukkustrengi, stólsetur og píanóbekki. Einnig er hægt aö gera góö kaup á gjafavörum og leikföngum t.d. til jóla- gjafa eins og eftirfarandi dæmi sína: Nálapúöar 96.- Gleraugnahulstur 94.- Beinarmbönd 55.- Herrahanskar 135.- Blævængir 49.- Appl. dúkar 52.- Hekl. dúllur 20.- Stuttir kvöldsloppar 721.- Síöir kvöldsloppar 895.- Munnhörpur 62.- Föndursett 90.- Kubbakassar 60.- Sindy baðsett 39.- Dúkkur 98.- Vöggusett 435.- Barnateppi 145.- Barnanáttföt 429.- Dömunáttföt 659.- Sjónval, Vesturgötu 11. Hín gömlu kynni Skemmtun sniðin fyrir aldraða í BROADWAY í kvöld fimmtudag- inn 15. nóv. 1984. DAGSKRÁ: Kl. 18.00 Húsiö opnaö — Fordrykkur. Kl. 18.30 Skemmtunin sett — Hermann Ragnar. Kl. 18.30 Sameiginlegt boröhald. Matseöill: Rjómalöguö rósinkálsúpa — Pönnusteikt sítrónukrydduö lambasneiö m/grœnmeti — hrásalat og rauövínssósa — Kaffi. Kl. 18.45 Hljómsveit Gunnars Þóröarsonar leikur þjóölög. Kl. 19.00 Fjöldasöngur - Lag kvöldsins - Gáta kvöldsins o.fl. Kl. 19.30 Ávarp: Markús Örn Antonsson forseti borgarstjórnar Rvk. Kl. 20.00 Leynigestur kvöldsins.______ Kl. 20.30 Dansaö — Hljómsveit Gunnars Þóröarsonar. Kl. 21.30 Tískusýning — Módelsamtökin sýna. Kl. 21.45 Dansaö — Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar. Kl. 22.30 Danssýning — H.R. dansfiokkurinn. Kl. 22.45 Dansaö til kl. 23.30. Dansstjóri og kynnir veröur Hermann Ragnar Stef- ánsson. Afmælisbörn vikunnar veröa heiöruö. Verðlaun fyrir ráöningu á gátu kvöldsins. Takiö þátt í gleöinni — Tilkynnið þátttöku sem fyrst í síma 77500. Að gefnu tilefni er ástæöa til aö vekja athygli á því aö skemmtun þessi er aöallega sniöin fyrir aldraöa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.