Morgunblaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984 21 skrifa stafi, sem líta kannski þokkalega út prentaðir, en henta engan veginn eiginleikum manns- handarinnar. Mér þykir sú ákvörðun mennta- málaráðuneytisins, að nota for- skrift Alfreds Fairbank, sérstak- lega gleðileg. Maðurinn var stór- kostlegur skrifari. En það sem ég held að forskrift hans hafi umfram aðrar er hversu vel henni tekst að fara meðalveginn. Hún hentar öll- um," voru lokaorð dr. Gunnlaugs Briem i þessu spjalli. Rætt við þrjá kennara á endur- menntunar- námskeiði Bíðum með óþreyju eftir að skriftar- kennsla verði samræmd ólafur R. Þorvarðarson, kennari í grunnskólanum f Grindavfk, Ás- mundur Kristjánsson, kennari f Laugalekjarskóla, og Ólafur Jóns- son, kennari f Laugarnesskóla, voru meoal þátttakenda i námskeiðinu, sem greint er fri hér að framan. Kváðust þeir ákaflega ánægðir með námskeiðið. „Það er skemmti- legt og með eindæmum fróðlegt," sagði einn þeirra og hinir tóku í sama streng. Sögðust þeir félagar sérstaklega ánægðir með fyrirlestra dr. Gunnlaugs Briem um þróun skriftarinnar og aðspurðir um hvort þeir tækju oft þátt í þeim endurmenntunarnámskeiðum sem í boði væru, sögðust þeir alltaf fara af og til, en oftar en ekki væri fjöldi þátttakenda takmarkaður og námskeiðin miðuð við að ekki hafa ekki gefið út námsefni aður en námskeiðið var haldið. Á námskeiðinu var samþykkt eftirfarandi ályktun, sem undir- rituð var af 60 kennurum: „Kenn- arar á skriftarnámskeiði í Æf- ingaskóla KHÍ beina þvi til nefndar þeirrar sem fer með mál- efni skriftarkennslu á vegum menntamálaráðuneytisins að unnið verði að útgáfu á námsefni Fairbanks eins og það kemur frá hans hendi án áhrifa frá öðrum þjóðum. Einnig að því verði beint til Námsgagnastofnunar að hraða sem kostur er allri útgáfu þessa efnis." Þessi hópur bað dr. Gunnlaug Briem að útbúa námsefni f ítölsku skriftinni, sem hægt yrði að nota við skriftarkennslu í vetur. Mun Gunnlaugur hafa orðið við þeirri bón og veitt skólunum leyf i sitt til ótakmarkaðrar fjölföldunar á kennslubók sinni i eitt ár. Björn Björnsson skólastjóri grunnskóla neðra stigs á Sauðárkróki, sem rætt er við annars staðar f þessari umfjöllun um skriftarkennslu, er einn þeirra sem hyggst kenna eft- ir kennslubók Gunnlaugs. Hann segir. „Mín persónulega aðild að þessum hópi lýsir ekki vantrausti á menntamálaráðuneytið né þann starfshóp sem vinnur að gerð námsefnisins. Hins vegar vil ég hefja kennslu í ítölsku skriftinni strax og treysti mér ekki sjálfur til að gera námsefni. Þess vegna leitaði ég ásamt öðrum kennurum til Gunnlaugs Briem varðandi kennslugögnin. Hann lýsti sig reiðubúinn að vinna þau og hafa þau til áður en skólarnir færu af stað, en Námsgagnastofnun sér sér ekki fært að hafa námsefnið tilbúið fyrr en um áramót að því er mér skilst. Þórir Sigurðsson er námsstjóri í mynd- og handmennt. Hann hef- ur kynnt sér námsefni f ftalskri skrift frá nágrannalöndunum og vfðar og vinnur nú i starfshópi sem er að hanna námsefni f skrift fyrir fyrstu bekki íslenskra grunnskóla. Hann sagði f samtali Ólafur Jónsson, Ásmundur Kristjánsson og ólafur Rúnar Þorvarðarson. fleiri en einn kennari frá hverjum skóla tæki þátt í hverju þeirra. Þeir sogðu mikinn áhuga rfkja almennt meðal kennara landsins á endurmenntunarnámskeiðum og varðandi þetta námskeið sögðust þeir ekki eiga von á að byrjað yrði að skrifa ftalfuskriftina að ráði fyrr en eftir um það bil fimm ár. „En við bfðum með óþreyju eftir þvi að skriftarkennslan verði sam- ræmd í öllum skólum landsins," sögðu þeir ólafur Rúnar, Ás- mundur og ólafur Jónsson að end- ingu. Þórir Sigurðsson námsstjóri í mynd- og handmennt Megináhersla lögð á hreyf- ingakerfið Á námskeiðinu myndaðist hópur kennara sem gagnrýndi aðstand- endur nimskeiðsins mjtfg fyrir að við blaðamann Mbl. að námsefnið yrði unnið út frá skriftar- og kennslukerf i Bretans Alfred Fair- bank sem nefndir á vegum menntamálaráðuneytisins hefðu mælt með. Megináherslan f náms- efninu, segir Þórir, verður lögð á að kenna yngstu bórnunum hreyf- ingakerfið sem ítalska skriftin byggir á. Þórir benti á að skriftin ætti ekki að vera eingöngu kennd í sérstökum skriftartímum heldur ættu kennarar ætíð að leggja áherslu á skrift og góðan frágang verkefna f hinum ýmsu náms- greinum. Varðandi kennslugögn f ítölsku skriftinni hafði Þórir þetta að segja: „Endanlega ákvörðun um val á skriftarkerfi sem kennd skyldi f fslenskum grunnskólum var gerð fyrir um það bil ári. Af ýmsum orsökum hefur útgáfa byrjunarnámsefnis dregist, en nú er svo komið að kennaraleiðbein- ingar f skrift eru væntanlegar um mánaðamótin september-október og nemendaefni fyrir yngstu bekki grunnskólans nokkru síðar. Að gerð þessa námsefnis vinna auk min þau Kristbjörg Eðvalds- dóttir og Björgvin Jósteinsson, sem bæði hafa mikla reynslu sem skriftarkennarar. Þetta námsefni verður eðlilega byggt á skriftar- kerfi Alfreds Fairbank." Guðmundur B. Kristmundsson námsstjóri í íslensku Stúlkur skrifa al- mennt betur en drengir „Það mi segja að upphaffð að fyrirhugaðri breytingu i skriftar- kennsiu hafi itt sér stað úti f skólun- um. Kennarar voru óanægðir með þi skrift sem kennd befur veríð og voru margir hverjir farnir að kenna sam- kvæmt eigin skriftarkerfi," sagði Guðmundur B. Kristmundsson nimsstjóri í fslensku er blaðamaður Mbl. ræddi við hann, en skriftar- kennsla í grunnskólum feliur undir námsstjórn í fsiensku. Aðspurður um námsefni og hvers vegna það hefði ekki verið tilbúið áður en endurmenntunar- námskeið f skriftarkennslu var haldið sagði Guðmundur: „Nám- skeið verður að ákveða með um það bil árs fyrirvara. Svo var einn- ig með þetta námskeið. Við vonuð- umst til að námsefnið yrði tilbúið fyrir námskeiðið. Sú von brást, því miður. Ástæður þessa eru sjálf- sagt mýmargar. Meðal annars fór verkið seinna af stað en ætlað var og undirbúningsvinnan varð mun meiri en búist var við. Námsefni í skrift krefst mikillar yfirlegu og nákvæmni. Guðmundur sagði að á sfðasta ári hefði skrift barna í 7. og 9. bekk verið athuguð. Helstu niður- stöður voru þær, segir Guðmund- ur, að mjög fá bðrn skrifa ólæsi- lega skrift i orðsins fyllstu merkingu. Hins vegar skortir samræmi i skrift meiri hluta barnanna. Þá kom i ljós að stúlkur skrifa almennt mun betur en drengir og þegar við gerðum okkur það ljóst vaknaði sú spurning hvort eitthvað í uppeldi stúlkna leiddi til þroskaðri ffnhreyfinga og þar með betri skriftar. Þetta vekur einnig til umhugsunar um hvort við verðum ekki að leggja mun meiri rækt við að þjálfa ffnhreyfingar yngstu barnanna, sagði Guðmundur B. Kristmunds- son námsstjóri að lokum. Björn Björnsson skólastjóri Grunn- skóla neðra stigs á Sauðárkróki Skriftarmál hér á landi í ólestri „SkrifUrkenn.sIan hér i landi er f ólestri og þó að við fáum akveðnar upphýsingar i þessu nimskeiði og leiðbeiningar um skrift, eru okkur ekki gefnar neinar ikveðnar Ifnur í þvf sambandi. Við verðum að geta farið afdrittarlaust eftir ikveðnu kennshimynstri, til að bæta úr þess- um ólestri," sagði Bjfirn Björnsson, skólastjóri neðra stigs grunnskóla i Sauðirkróki, sem var meðal þitttak- enda i endurmenntunarnamskeio- inu í skriftarkennslu. Björn sagði Italfuskriftina góða skrift og námskeiðið í sjálfu sér gott, en það eina sem hann gagn- rýndi væri skortur á kennsluað- ferðum sem kennarar gætu af- dráttarlaust fylgt. Varðandi kennslugögn f skrift sagði Björn að þau væru bágborin og að til- finnanlega vantaði betra og meira úrval kennslugagna. Vinsælu dönsku herra- inniskórnir komnir aftur. Hagstætt verö. Póstsendum. €STA HJÁLP. KENW k*E$T_ _& HJÁLPARKOKi EKENWOODch en venjuleg hrærivél. Kynnið ykkur kosti hennar og notkunar- K K möguleika. K K KENWOOD CHEF er til í tveimur litum. K K Innifalið í kaupunum er: þeytari, K hrærari, hnoöari, grænmetis- og ávaxta- K |{ kvörn, plasthlíf yfir skál. Ávallt er fyrirliggjandi úrval aukahluta, svo sem: hakkavél, grænmetisrifjárn, ^ grænmetis- og ávaxtapressa, kartöfluaf- m~ Khýöari, dósahnífur ofl. ¦*— K K Eldhússtörfin verda leikur einn K med KENWOOD CHEF. K K HEKIAHFÍ LAUGAVEGI 170 172 SÍMAR 11687 • 21240
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.