Morgunblaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER1984 Formenn borgaraflokkanna þriggja eru ákveðnir í því að leggja launþegasjóoina niður ef þeir komast til valda eftir næstu kosningar. Iðnrekendasambandið skipulagði mikla mótmælagöngu gegn launþegasjóðsfrumvarpuiu október í fyrra — og hyggst einnig gera það í ár. Sænsku launþegasjóðirnir stórmál í næstu kosningum — eftir Pétur Pétursson Launþegasjóðirnir svonefndu eru nú sem óðast að hefja starf- semi sína, en til þeirra var stofnað með lögum frá sænska þinginu rétt fyrir áramótin síðustu. Sjóð- irnir fimm starfa hver í sínum landshluta undir stjórn nefnda þar sem launþegasamtökin eiga meirihluta. Hver sjóður fær sér- stakan framkvæmdastjóra sem sér um að ráðstafa því fé sem þeir hafa til umráða er kemur frá bein- um sköttum, sem ríkið innheimtir, og sérstökum gróðaskatti sem lagður er á fyrirtækin í landinu. Hugmyndin bak við sjóðina er sú að hafa áhrif á fjárfestinguna i atvinnulífinu og gefa launþega- samtökunum möguleika á því að láta þar til sín taka. Sjóðir þessir hafa verið eitt að- aldeilumálið i sænskum stjórn- málum um árabil. Atvinnurekend- ur og borgaraflokkarnir þrír, íhaldsflokkurinn, frjálshyggju- flokkurinn og miðflokkurinn, standa nú einhuga saman í and- stöðu sinni gegn sjóðunum og þeirri hugmyndafræði sem að baki þeim liggur. Siðastliðið haust höfðu atvinnurekendur í frammi AKAFI 100 80 60 VIÐHORF TIL LAUNÞEGASJÓÐA i i i i i i i i 1 m m **i%fX MEÐ mikinn áróður gegn því að frum- varpið um sjóðina yrði samþykkt. Skipulögð voru sérstök samtök sem samanstóðu af um 250 hópum víðs vegar um landið. 4. október var helgaður andstöðunni og þá skipulagði iðnrekendasambandið mótmælagöngu að þinghúsinu sem sagt var að um 100.000 manns hefðu tekið þátt í. Talsmenn þessara samtaka telja að með þessum sjóðum sé verið að leiða Svíþjóð út í sósíalskt ævin- týri sem þjóðin hvorki vilji eða hafi efni á. Það séu atvinnurek- endur og fjármálamenn sem eigi að sjá um atvinnulifið og fjárfest- ingu, en ekki valdamenn innan launþegasamtakanna — þeir hafi til þess hvorki umboð eða hæfni. Ennfremur segja þeir að sjóðirnir muni gefa leiðtogum launþega ótilhlýðilegt vald. Því er haldið fram að hér sé verið að læðast aft- an að sænsku þjóðinni og leggja fyrir hana snöru sósíalsks hag- kerfis. Formenn borgaraflokkanna lýstu því allir strax yfir, eftir að frumvarpið var samþykkt, fyrir tilstuðlan stjórnar jafnaðar- manna, að þeir mundu láta það verða sitt fyrsta verk, ef borgara- leg stjórn yrði mynduð eftir næstu kosningar, að leggja þessa sjóði SVIPM YNDIR ÚR BORGINNI/Ólafur Ormsson „Jæja, nú dekkum við upp borð" • • • Að loknu þrúgandi verkfalls- timabili er galsi í mannskapn- um. Á þriðja degi frá undirritun kjarasamnings á milli BSRB og samninganefndar ríkisins gekk ég yfir Snorrabraut frá Skáta- búðinni, skömmu fyrir hádegi, kom þá skyndilega amerískur fólksbíll á töluverðri ferð frá Miklatorgi og stefndi niður á Laugaveg og bílstjórinn flautaði einskonar sumarlag á bilflaut- una og ég áttaði mig á þvi þegar bíllinn var kominn fram hjá að við stýrið var ólafur Gunnars- son, rithðfundur frá stóru Klo'pp í Gullbringusýslu, og í framsæti við hlið hans Kjartan, sonur hans. Það var sólskin þann dag og frábært haustveður, einn af þessum fjölmörgu góðu dögum sem komið hafa i haust og Sig- urður Ragnarsson, skrifstofu- stjóri hjá Forlaginu, sagði mér i síma síðar sama dag að feðg- arnir hefðu verið þarna á ferð að skoða mannlífið i borginni. Kvöldið áður leit inn hjá mér góður vinur. Hann kom á nýju reiðhjóli sem hann hafði keypt hjá Erninum við Óðinstorg og hann hló að tilverunni. Sagðist eiga nýtt ljóðahandrit í farangr- inum og bað mig um að hlusta eftir áhuga útgefenda, hann veit að ég kannast við nokkra, sem gefast ekki upp þó á móti blási. Hann sagði tíðindi af sameigin- legum kunningja okkar sem tek- ur að sér að aðstoða fólk við ýmsum kvillum og hefur lengi nO verið með nudd í kjallaraíbúð í miðborginni með góðum ár- angri og við vaxandi vinsældir. Kunningi okkar er þessa dagana í góðu skapi, þrátt fyrir að skammdegið færist nú yfir og er með áætlanir um að hefja nám í gerviaugnasmiði eftir næstu áramót í Bretlandi. Og svo er það maðurinn sem vann stóran vinning í happ- drætti, ef þannig má að orði komast. Hann er færður upp um einn launaflokk eftir nýgerða kjarasamninga á milli BSRB og ríkisins, fékk nýja stoðu á vinnu- stað þar sem hann hefur lengi unnið og af því tilefni kom hann að máli við vinnufélaga sinn: — Jæja, nú dekkum við upp borð á veitingahúsinu Arnarhóli. Ég býð í mat og drykk, okkur veitir ekki af að skerpa bragð- laukana eftir fjögurra vikna verkfall. Framundan eru betri tímar en áður, spái ég. Hann reyndist sannspár, mað- urinn, sem kom inní verslun við Laugaveginn, viku af verkfalli Bandalags starfsmanna rikis og bæja. Afgreiðslumaður i versl- uninni kannast við manninn og spurði hann: — Hvað stendur verkfallið lengi? — Fram að mánaðamótum, það verður samið 30. eða 31. október, svaraði maðurinn þegar í stað án þess að hika. — Ertu nú alveg viss um það? Verður verkfallið virkilega svona lengi? spurði afgreiðslu- maðurinn. — Já, það er pottþétt, stendur ekki deginum lengur. Ég hef áð- ur spáð fyrir um verkfðll og reynst sannspár, svaraði maður- inn. Vissulega var hann sann- spár, tölvur eða launaðar spá- kerlingar hefðu varla gert betur. Samningar voru eins og kunnugt er undirritaðir 30. október síð- astliðinn i karphúsi sáttasemj- ara og að undirskrift lokinni kveiktu sáttasemjari og fjár- málaráðherra i stórum vindlum, því stundin var hátiðleg. Þennan sannspáa mann þarf þjóðin nú að fá til að spá fyrir um þróun efnahagsmála næstu misseri hér á landi. Það væri einnig fróðlegt að sjá frá honum spá um verð- bólguna og hækkanir á vöruverði næstu mánuði. Það má svo einnig flokka það undir galsa að kunnur fram- kvæmdamaður í útgáfu bóka og tímarita hélt uppá upphaf jóla- bókavertíðarinnar í ár með þvf að fara á hraðbát um Reykjavik- urhöfn og nágrenni i blíðskap- arveðri, laugardag snemma i nóvembermánuði. Per-Olof Edin aðalsérfræðingur jafnaóarmanna í efnahagsmálum og höfundur hugmyndarinnar um laun- þegasjóðina. niður. Sérstök undirbúningsnefnd með fulltrúum þessara þriggja flokka hefur verið sett á stofn til þess að koma fram með ákveðnar tillögur um það hvernig að þessu skuli staðið. Frá því að þetta gerð- ist hefur þetta mál ekki verið jafn mikið á dagskrá, en nýleg ummæli formanna þessara flokka sýna að þeir eru ekki fallnir frá áformum sínum varðandi sjóðina sem þeir telja að ógni frjálsu markaðshag- kerfi. Vönduð skoðanakönnun I júlímánuði voru kynntar niðurstöður nýlegrar skoðana- könnunar á afstöðu almennings til launþegasjóðanna. Könnun þessi sem framkvæmd var af Ulf Himmelstrand, prófessor í félags- fræði við háskólann í Uppsölum, er vafalaust sú vandaðasta sem gefð hefur verið um afstöðuna til þessa máls. Fyrri kannanir, sem framkvæmdar hafa verið af ýms- um aðilum, hafa komið með mjög ólíkar niðurstðður. Sumir hafa fundið allt að 70% Svía andstæða sjóðunum, aðrir ekki nema 20%. Könnun sú sem hér um ræðir er byggð á viðtölum við um 1.600 manns. Af þeim sem tóku afstöðu til málsins voru 58% á móti og 42% meðmæltir. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna þvi hluti af þessum 58%, sem á móti voru, voru það ekki vegna þess að þeir voru á móti hugmyndinni sem slíkri, heldur fannst hún allt of útþynnt í þeirri mynd sem hún birtist loks í þvi frumvarpi sem samþykkt var á þinginu. Þessi hópur var allt að 19% þeirra sem afstöðu tóku. Afstaða manna fer samkvæmt könnuninni mjög eftir því hvaða flokk þeir aðhyllast. Sósíaldemó- kratar og kommúnistar sýna mesta frávikið, en þar hafa allt að 18% aðra skoðun en flokksforyst- an, margir þeirra eru eins og áður segir óánægðir með endanlega gerð frumvarpsins. En í heild sinni verður ekki annað sagt en að könnunin sýni að í þessu máli er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.