Morgunblaðið - 21.11.1984, Page 16

Morgunblaðið - 21.11.1984, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984 Egilsstaðir: Ég fór að heiman til að læra útskurð — segir Þorsteinn Sigurðsson sem nú er hættur læknisstörfum Egilastöðum, 12. nóvember. ÞORSTEINN Sigurðsson hefur verið læknir hér á Egilsstöðum samfleytt í 30 ár, fyrst sem héraðslæknir Nordur-Egilsstaðalæknishéraös, síðar sem heilsu- gæslulæknir, en nú er hann allt í einu orðinn sjötugur og hættur læknisstörf- um. Tíðindamaður Mbl. spurði því Þorstein hvort ekki hefði reynst erfitt að yfirgefa starfsvettvanginn eftir svo mörg ár. „Jú, því ber ekki að neita — en þegar þetta var um garð gengið létti mér — og nú get ég sinnt áhugamálunum óskiptur." Þorsteinn Sigurðsson á sér mörg áhuga- og tómstundamál. Hann er landsþekktur frímerkja- safnari; steinasafnari og stein- smiður; frístundamálari og tré- skeri. „Ég fór upphaflega að heiman til að læra útskurð — til Akureyr- ar — en þegar þangað kom var búið að ráða í plássið mitt svo að mér datt í hug að reyna við inn- tökupróf i menntaskólann þar. Það tókst og svo lá leiðin í læknis- fræði eftir stúdentspróf. Ég er fæddur og uppalinn á Útnyrðings- stöðum á Völlum. Líklega hefur faðir minn vænst þess að ég tæki við búi af honum. Forfeður mínir höfðu búið á Útnyrðingsstöðum mann fram af manni allt frá 1830 og ég var eini strákurinn í barna- hóp foreldra minna — en yngstur. Nei, við hjón höfum ekki í hyggju að flytja þótt ég sé nú hættur störfum. Ætli ég sé ekki alltof mikill sveitamaður til að geta búið í Reykjavík," segir Þorsteinn og skotrar um leið augunum út um gluggann þar sem ekrur Egils- staðabúsins blasa við. „Ég hef safnað steinum lengi en það er ekki langt síðan við Gunnar Gunnarsson, verslunarmaður, byrjuðum að vinna steinana á þennan hátt." Og Þorsteinn leiðir okkur til steinsmíðaverkstæðis síns þar sem hann sýnir okkur hverskonar „eðalsteina", sagir og önnur verkfæri sem hann notar við að móta steinana. Þar gefur að líta borðplötur úr íslenskum stein- um. Engin plata er eins; mynstrið sem steinarnir mynda er marg- breytilegt. Það er greinilegt að Þorsteinn hefur nóg fyrir stafni og skortir ekki verkefni þótt hann sé nú hættur læknisstörfum. — Ólafur Þorsteinn viö gríðarstóran jaspis-stein — sem hann hefur komið fyrir í garðinum hjá sér. Steinninn vegur hartnær 600 kg. Ljóam. Mbl./ólafur Þorsteinn og kona hans, Friðbjörg Sigurðardóttir. Yfir þeim er vatnslitamynd er Þorsteinn málaði af gamla bænum á Útnyrðingsstöðum, æskustöðvum Þorsteins. Borð með steinplötu sem Þorsteinn hefur unnið. Jaspis-steinar eru ráðandi í plötunni. Þorsteinn með kjörgrip er Héraðsmenn og Borgfirðingar eystrí gáfu honum fyrir dygga læknisþjónustu ( 30 ár. Spjöld bókarinnar eru úr birki og er hún gerð af Miðhúsafeðgum, Halldóri Sigurðssyni og Hlyni Halldórssyni. 26277 HIBYLI & SKIP 26277 Leirutangi Mos. 2ja—3ja herb. 93 fm ný íb. á neöri hæð í fjórb.húsi. Allt sér. Verö 1600 þús. Seljavegur 3ja herb. 70 fm risíb. Verö 1300 þús. Hverfisgata 70 fm risíb. Nýir gluggar, nýtt þak. Verö 1300 þús. Lundarbrekka Qlæsil. 3ja herb. 90 fm ib. á 2. hæð. Sérinng. af svðlum. Þv.hús á hæöinni, góö sameign. Verö 1800 þús. Skipti mögul. á 2ja herb. íb. í Rvk. Sólvallagata 100 fm 4ra herb. ib. á 2. hæö. Verð 1800 þús. Frakkastígur 4ra herb. 100 fm efri sórhæö í þríb. Verö 1650 þús. Engjasel Glæsil. 4ra herb. 113 fm íb. á 1. hæö. Fullbúiö bílskýli. Gott út- sýni. Verö 2,2 millj. Glaöheimar 150 fm sórh. Stórar stofur, 4 svefnherb., bílsk.réttur. Síöusel Glæsil. parhús á 2 hæöum samt. 200 fm. Vandaöar innr. Vel frágengin lóð. Bílskúr. Hlíöarbyggö Garöabœ Ágætt endaraðh. meö 5 svefn- herb., ca. 160 fm, 30 fm bílsk. Verð 3,7 millj. Álfhólsvegur Einb.hús á 2 hæöum, 127 fm aö gr.fl., innb. bílsk., 60 fm geymslu- eöa vinnupláss í kj. Fossvogur Einb.h. ca. 300 fm. Selst fokh. Höfum kaupendur aö góöum 2ja herb. íbúöum í Reykjavík og Kópavogi. — Einnig höfum viö fjáraterkan kaupanda aö góöri aérhæö vestan Elliöaár. Brynjar Fransson, sími: 46802. Finnbogi Albensson, sími 667260. m Gísli Ólafsson, UIDVf J 0 QlflD sim' 20178. niD J Lf Ol OA/f Jón Ólatsson, hrl. Garðaatræti 38. 8ítni 28277. Skúli Pálsson, hii. 26277 ALLIR ÞURFA HIBYLI 26277 Bfllinn sem Ular, Renault 25 GTX. MorgunbiaAið/RAX. Talandi bíll KRISTINN Guðnason hf. flutti nýlega til landsins einn Renault 25 GTX. Bíll þessi er nýstárlegur að mörgu leyti. í mælaborðinu, sem er allt rafknúið, eru t.d. tvö viðvörun- arljós. Annað er rautt og kvikn- ar ef alvarleg bilun hefur orðið. Hitt ljósið er appelsínugult og gefur til kynna minniháttar bil- un. Þessi ljós eru tengd öllu ör- yggiskerfi bifreiðarinnar. Rafknúin hurðaopnari fylgir bif- reiðinni og er hægt að opna dyr, vélahlíf, bensínlok og farang- ursrými. Tölva segir til um með- alhraða frá upphafi ferðar, hve mikið eldsneyti sé eftir og hve langt er hægt aö aka bifreiöinni á því eldsneyti. Einnig segir hún til um kílómetrafjölda frá upp- hafi ferðar og meðaleyðslu. Á mæli er hægt að sjá hitastig úti o.m.fl. Hægt er að fá fullkomna stereósamstæðu í bílinn, með 6 hátölurum, sjálfvirkum stöðva- veljara o.fl. Þetta er þó aðeins hluti af fylgihlutum þessarar bifreiðar. Nýstárlegast er þó röddin sem varar við ef eitthvað bjátar á. Hún segir bílstjóranum ef hann hefur gleymt handbremsunni eða ljósunum á, ef dyr eru opnar o.s.frv. Einnig bendir hún á ef athuga þarf olíu, bremsuborða, ef ljós bila o.s.frv. Jafnframt kviknar appelsínugula Ijósið í mælaborðinu. Ef alvarleg bilun verður, t.d. ef olíuþrýstingur minnkar, vélin hitar sig eða bremsur bila segir röddin það og rauða Ijósið i mælaborðinu kviknar. Ef bilun verður segir hún bílstjóranum hvað gera skuli. T.d. ef vélin hefur hitað sig, segir röddin bílstjóranum að slökkva strax á vélinni og ráð- leggur honum að ræsa hana ekki aftur. Röddin, sem er karl- mannsrödd og talar ensku, lætur aðeins í sér heyra þegar eitthvað bjátar á. Að sögn Jóns Sigtryggssonar sölumanns hjá Kristni Guðna- syni hefur aðeins ein bifreið af þessu tagi verið flutt inn, enn sem komið er og er hún þegar seld. Verð bifreiðarinnar er um 760—770 þús. krónur, en hægt er að fá Renault 25 í ýmsum ódýr- ari og ófullkomnari útgáfum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.