Morgunblaðið - 21.11.1984, Page 29

Morgunblaðið - 21.11.1984, Page 29
29 fyrir þá, sem ekki eiga íbúð og verða því að leigja. Þá varð ég hissa. Af hverju? — Ja — viðmæl- andi minn stóð nú ekki i neinni eldiínu fyrir okkur leigjendur. Gömul kona, búin að fá stíflu í heila, veit stundum hvaða dagur er eða hvað hún er gömul — hún er vissulega ekki líklegri en verka- lýðsrekendur eða stjórnmálamenn til að skilja þvílíkan þjóðfélags- vanda, sem hún svo óvænt hafði á orði. En sannarlega hitti hún naglann á höfuðið, — og það vænti ég að margir ungir kennarar finni á sjálfum sér. Já, dömur mínar og herrar. Fyrst gömul kona, sem hefur feng- ið stíflu í heila, getur skilið þetta (og það án eigin reynslu), þá finnst mér að ungt fólk með allar sellur heilar ætti að geta það líka — svo framarlega sem greindar- visitalan nær 100. Að vísu býst ég ekki við miklu af því fólki, sem hefur á samviskunni annan eins verðbólguglæp og sú kynslóð sem hefur alið ykkur — trúandi því að gróði þess kæmi beint úr hendi al- mættisins og væri frá engum tek- inn. En þið eruð önnur kynslóð, fyrirheit betri skilnings og meiri þekkingar, þrátt fyrir nokkur hættumerki, enda er ykkur tiltæk lærdómsrík reynsla, sem foreldr- ana skorti. Sko. Sumir ungir kennarar hafa fengið íbúð að gjöf eða í arf og geta stofnað heimili þrátt fyrir lág laun. Aðrir byrja að hlaða niður ómegð án þess að eiga svo mikið sem kopp handa fjölskyldu, sem þið þekkið áreiðanlega úr ykkar eigin heimi þann reginmun, sem þarna er á vegna aðstöðu en ekki launa. En um þetta snýst kjarabarátt- an samt ekki. Hvers vegna? Af því að það hentar ekki þeim sem stýra kjarabaráttunni: Þeir hafa nefni- lega allir aðstöðuna, búnir að eign- ast allt sem þeir þurfa til lifsins, nema daglegt brauð'og brennivin sem er þeim aðeins hégómi, — „Það er Ijóst, að í iðn- ríkjunum er unnið markvisst að því að örva, hvetja og styðja iðnaðinn til nýsköpunar og framfara. Astæða þessa áhuga er, að mönnum er Ijós nauð- syn þess að atvinnuveg- irnir búi yfir tækni og markaðsþekkingu, sem stendur ekki að baki þeirri, er samkeppnis- og viðskiptaþjóðir hafa.“ Til íhugunar Það er ljóst, að í iðnrikjunum er unnið markvisst að því að örva, hvetja og styðja iðnaðinn til ný- sköpunar og framfara. Ástæða þessa áhuga er, að mönnum er ljós nauðsyn þess að atvinnuvegirnir búi yfir tækni og markaðsþekk- ingu, sem stendur ekki að baki þeirri, er samkeppnis- og við- skiptaþjóðirnar hafa. Okkur er ekki síður mikil nauðsyn á að fylgja fast á eftir, eigi lífskjör á íslandi að verða sambærileg við það er annars staðar gerist. Við getum mikið lært af öðrum og við- ast hvar eru menn fúsir að miðla okkur af reynslu sinni og þekk- ingu. Þessa vinsamlegu afstöðu vina- þjóða okkar ber að hagnýta og fylgjast vel með því þróunarstarfi, sem þær vinna á sviði tækni, stjórnunar og fræðslu. Varast ber að halda, að öll útlend þróun sé góð. Það er því þörf á kunnáttu til að velja, aðlaga og hagnýta þá þekkingu, sem er í boði. Eigi slík kunnátta að vera raunsæ, verður MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984 þeim hentar ekki að gera mikið úr þessum aðstöðumun. Þið verðið að gera uppreisn Já, unga fólk, þið verðið að gera uppreisn. Ekki gegn samfélaginu sem þið eigið nú að taka við að byggja upp og betrumbæta, heldur gegn hinum gömlu og steinrunnu leiðtogum ykkar, sem sífellt tipla sömu villustigana, sem ekki liggja til farsældar, ekki til betri lífs- kjara, jafnaðar, fegurra mannlifs, heldur eru pólitískar brautir, á skakk og skjön við hugsjónina um frelsi, jafnrétti og bræðralag, til- raun til að koma ríkjandi stjórn frá völdum eða a.m.k. hindra hana í að ná árangri og öðlast tiltrú. En til þessa á (ef réttmætt er) að nota atkvæði sitt í alþingiskosningum, ekki hnefarétt, jafnvel þótt lög- verndaður sé. Gerið þessa uppreisn nú — ekki með hnefum, heldur rökum og at- kvæðum. Þið þurfið vissulega kja- rabætur, bætur sem ekki stofna samfélaginu í háska með þeim hrikalega þjóðfélagsglæp, sem ný óðaverðbólga myndi reynast. Ef þið standið saman og látið skyns- emi og sanngimi ráða, i félagi við annað ungt fólk, bæði innan BSRB og annarra samtaka launþega, t.d. bankastarfsfólks, þá eigið þið vís- an sigur: Nú er lag. Þjóðin er á vegamótum, einmitt nú. Kannski hefur tillitslaus, eiturgrimm mafía verðbólgutímans sigur, kannski hefur sjálfseyðingarhvöt náð fullum tökum á þjóðinni — hin mikla spurning er hvað þið, unga kynslóðin, hafið fengið í arf: græðgina eina, þá ósk að njóta, eða hvort þið eigið manndóm til að „ganga til góðs götuna fram eftir veg“. Guðjón Jónsson er fyrrverandi kennari og síarfar nú rið Seóla- banka íslands. hún að grundvallast á þekkingu á framleiðsluatvinnuvegunum. íslenskir atvinnurekendur þurfa að verða virkari í námskeiða- og námsstefnuhaldi þar sem þróun- armál eru til umfjöllunar. Það er ljóst, að áratugurinn 1990—2000 verður tæknilega mjög ólikur ára- tugnum 1970—80. íslenskir at- vinnuvegir hafa verulega sérstöðu samanborið við atvinnuvegi stærri þjóða, en samt sem áður verða þeir ekki undanþegnir skyldunni til að standast þá samkeppni, sem nútíma þróun krefst. Afkoma ís- lensku þjóðarinnar er undir því komin að það takist. Arvika, 5. sept. 1984. Steinar Steinsson er skólastjóri Iðnskólans í Hafnarfírdi. Hann er nú i náms- og kynnisferð á Norður- löndum og Bretlandi. esið reglulega af öllum fjöldanum! Iðnskólinn fær setn- ingartölvu í TILEFNI af 80 ára afmæli Iðnskólans í Reykjavík hefur beildverslunin ACO hf. gefið skólanum fullkomna setningar- tölvu af gerðinni LINOTYPE. Vélina er hægt að tengja við tölvu eða um símalfnu. Með þessu skapast möguleiki á því að setja texta í smátölvu með ritvinnsluforriti. Vélin kemur síðan textanum í endanlegt form. Áki Jónsson forstjóri ACO hf., Óli Vestmann Einarsson, yfirkennari og Ingvar Ásmundsson skólastjóri við afhendingu á Linotype-setningartölv- unni sem ACO hf. gaf Iðnskólanum. Tölvuborð stöðluð eöa sérsmíóuö að óskum kaupanda SKEIFUNNI 6.SÍMAR: 33590.35110. 39555

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.