Morgunblaðið - 21.11.1984, Síða 35

Morgunblaðið - 21.11.1984, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984 35 Víetnamar ná Nong Chan Ban Angsila, Thailandi. 20. nóvember. AP. Hernaðaryflrvöld í Thailandi sögðu frá því f dag, að hersveitir Bág heyrn Dengs Pekíng, 20. nÓTenber. AP. KÁRI Willoch, forsstisráðherra Noregs er nú í opinberri heimsókn f Kína. Hann ra-ddi við Deng Xiao- ping í dag og viðurkenndi forsætis- ráðherrann kínverski að hann væri farinn að missa heyrnina. Willoch gat þess að hann sæi engan mun á hinum 80 ára gamla Deng frá því að hann hafi hitt hann síðast nákvæmlega tiu árum áður. Deng sagði þá að það kynni vel að vera að hann hefði lítið breyst í útliti, en hins vegar væri hann farinn að missa heyrnina og það verulega. Deng sat til hægri við Willoch þó að Kínverjar sitji samkvæmt venju til vinstri við gesti sfna. Það er vegna þess að hann er nánast heyrnarlaus á hægra eyra. „Þess vegna skipti ég um sæti,“ sagði Deng. Víetnama hefðu náð á sitt vald búð- um andspyrnumanna í Kambódíu við Nong Chan, en þar hefur verið ein helsta miðstöð rauðu khmeranna sem berjast ásamt nokkrum and- spyrnuhópum öðrum gegn vfet- namska innrásarliðinu í landinu. Herma fregnir að Víetnamar hafi skotið af mörgum fallbyssum á búðirnar i 3 sólarhringa áður en herlið réðst til atlögu og hrakti andspyrnu- og flóttamenn allt að thailensku landamærunum. Ekki var frétt þessi staðfest vfð- ar en hjá herráðinu f Thailandi, en stundum hafa slíkar frásagnir verið ónákvæmar. Þó heyrðist fallbyssugnýrinn langt að og reykjarmökkur sást stíga til him- ins frá Nong Chan. Það hafa ekki einungis andspyrnumenn úr röð- um rauðu khmeranna hafst þarna við, heldur tugir þúsunda flótta- manna sem margir hverjir eru nú landlausir. Ekki er vitað um mannfall en það er þó talið hafa verið umtalsvert. Þá sögðu hátt- settir aðilar í thailenska hernum og andspyrnusamtökum Kambód- íu, að herlið Víetnama væri með í bígerð árásir á fleiri lykilstöðvar andspyrnunnar i landinu. „Virgin Atlantic“: Segja ákvörðun Reagans skrítna London, 20. nóveniber. AP. TALSMENN breska flugfélagsins „Virgin Atlantic", sögðu í dag, að skrítin væri sú ákvörðun Reagans, Bandaríkjaforseta, að hætt skyldi við rannsókn á því hvort stóru flug- félögin á AtlanLshafsflugleiðinni sammæltust um að koma Laker-flug- félaginu fyrir kattarnef. „Mér finnst það undarlegt ef forsetinn getur haft afskipti af málunum á þennan hátt,“ sagði Richard Branson, formaður stjórnar „Virgin Atlantic“-flugfé- lagsins, sem hefur einni flugvél á að skipa og hyggst selja farið með henni yfir Atlantshafið á mjög lágu verði. Sagði Branson, að nú væri til athugunar að liöfða einka- mál til að fá úr þessum málum skorið. Branson og aðrir eigendur nýja flugfélagsins segja, að 13 stór flugfélög hafi lækkað fargjöld á sínum tíma í því skyni einu að ýta Laker út af markaðnum og saka þau um að ætla að beita þá sömu brögðum. Ákvörðun Reagans er óvenjuleg og líklega einstæð en til hennar hafði hann fullt vald samkvæmt ákvæðum stjórnarskrárinnar um valdsvið forsetans. Bretland: Kvikmynda- stjörnur á frímerki London, 20. nóvember. AP. BRETAR ætla að heiðra kvikmynda- iðnað sinn á næsta ári með því að hafa myndir af nokkrum breskfædd- um leikurum og leikstjórum á frf- merkjum sem gefin verða út. Þeir sem hér um ræðir eru Charlie Chaplin, Alfred Hitch- cock, Vivien Leigh, David Niven og Peter Sellers. Noregur: íbúar Björgvinjar fagna Flugleiðum Öoió, 20. nÓTenber. Krá lan Erik Laure, rréttaritara Mbi. ÍBÚAR Björgvinjar og aðrir Vest- lendingar geta brátt flogið beint til Bandaríkjanna í stað þess að þurfa fyrst að fara til Óslóar eða Kaup- mannahafnar. Svo er fyrir að þakka íslenska flugfélaginu Flug- leiðum. Frá 1. júní til 7. september á næsta ári munu Flugleiðir fljúga frá Björgvin til Bandaríkjanna á hverjum laugardegi með milli- lendingu á íslandi. Kemur vélin frá Gautaborg þannig að Björg- vin mun einnig komast í sam- band við hana. Þessi skipan mála komst á eftir að ljóst varð að SAS ætlaði ekki að taka upp beint flug milli Björgvinjar og Bandaríkjanna á næsta ári. For- ystumenn ferðamála í borginni höfðu þá samband við Flugleiðir, sem tóku strax vel i að fljúga á þessar leið um ferðamannatím- ann. Áætlun Flugleiða hefur verið fagnað mjög í Björgvin enda á hún eftir að auðvelda mörgum manninum að komast til Banda- ríkjanna. Menn gera sér einnig vonir um, að hún eigi eftir að lokka marga Bandarfkjamenn til Vesturlandsins og auka þannig tekjur ferðamannaþjónustunn- ar. Eitraðir öryggisverðir Thailenzkar risakóngulær spranga innan um dýrindis skartgripi í skartgripaverzlun í Lundshut í Bæjaralandi í V-Þýzkalandi. Kóngulærnar vekja mikla athygli, en þær eru einnig taldar árangursríkir öryggisverðir þar sem þær ráðast að öllu og stinga það sem nálgast þær. Eru þær mjög eitraðar. Farlama pelikanar flytja búferlum Lob Aageles, 20. BÓTember. AP. TUTTUGU brúnir pelikanar flugu í dag til Walsrode í Vestur-Þýska- landi og gerðu þeir það án þess að sveifla vængjum sínum. Það var vestur-þýska flugfélag- ið Lufthansa sem bauðst til að ferja fuglana á endurgjalds frá Kaliforníu til Vestur-Þýskalands og komust allir á leiðarenda heilu og höldnu. Leiðarendi var: Fugla- garðurinn í Walsrode, hinn stærsti sinnar tegundar í landinu, en allir voru fuglarnir ófærir um að bjarga sér úti i náttúrunni vegna meiðsla og veikinda. Upphaflega stóð til að 22 fuglar færu til Þýskalands, en tveir dóu. Vondir menn höfðu brotið gogga þeirra og gátu þeir hvorki nærst né viðhaldið vatnsheldi sínu. Þeir fengu lungnabólgu upp úr því og dóu. Sumir fuglanna höfðu rifna sekki eða maga eftir að hafa gleypt öngla veiðimanna, aðrir voru væng- eða fótbrotnir. Luft- hansa bauð einnig ungfrú Paulu Klier, sem mun annast fuglana fyrstu þrjár vikurnar í Walsrode, en ungfrúin hafði hugsað um dýr- in í fuglagarði í San Diego. RIOI IBIECADWAy ss v%. Þaö fór ekki á milli mála að þeir félagar í Río komu, sau og sigruöu í Broadway um síðustu helgi. Söng- ur þeirra félaga hefur sjaldan hljómaö betur ög hin stórkostlega ! storhljomsveit Gunnars Þóröarson- ar leikur af mikilli snilld. Pt 1 * /fojHÍ Næs,u Skemmtanir í Broadway föstu dags- og laugardagskvöld kl. 19.00. f Framreiddur er Ijúffengur þríréttaður Óij kvöldverður og að loknum skemmtiatriö- um leikur hin nýja hljómsveit Gunnars r fyrir dansi asamt söngvurunum Björgvini Halldórssyni, Sverri Guðjónssyni og Þur- íði Sigurðardóttur. Borðapantanir og miðasala er í Broadway daglega kl. 11 — 19, sími 77500. Venð velkomin velklædd í Broadway m V íoadway i 0io4dM> rrl Muq. qhllng i jAqonqi Irlllð IícKaiI upph\lnqó J uilubkrlDlolum I luqlndu um(M>ð%monnum lridó\K>(l«lolum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.