Morgunblaðið - 21.11.1984, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 21.11.1984, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984 53 -V Helgi Olafsson fær sér hænublund á medan Jón Hálfdánarson hugsar næsta leik. þar, því hann og Bragi Krist- jánsson u inu allar skákir sínar, 16 að tölu. Þegar stfll Smyslovs fær aö njóta sín Vassily Smyslov, fyrrum heimsmeistri, varð í öðru sæti í áskorendakeppninni þrátt fyrir 63ja ára aldur. Það var ekki fyrr en í úrslitaeinvíginu að Kasp- arov tókst að slá hann út, en áð- ur höfðu þeir Hubner og Ribli þurft að bíta í það súra epli að lúta í lægra haldi fyrir öldungn- um. Á Tilburg-mótinu um dag- inn naut Smyslov sín ekki sér- lega vel, tapaði fjórum skákum, vann tvær og gerði fimm jafn- tefli. Sá árangur dugði honum aðeins til tíunda sætis, en þátt- takendur voru tólf. Fórnarlömb hans úr áskorendakeppninni, þeir Hubner og Ribli, deildu hins vegar öðru sætinu. Þótt Smyslov hafi tekist illa upp þegar á heild- ina er litið vann hann samt þá Sosonko og Portisch í afar stíl- hreinum skákum. Við skulum líta á hvernig hann afgreiðir ungverska byrjanasérfræðing- inn. Hvítt: Smyslov (63ja ára, 2610 stig) Svart: Portisch (47 ára, 2640 stig) Drottningarbragð 1. d4 — d5, 2. c4 — e6,3. Rc3 — Be7,4. RÍ3 — Rf6, 5. Bg5 — 04), 6. Hcl — h6, 7. Bh4 — b6. í heimsmeistaraeinviginu i Moskvu hefur Kasparov tvívegis drepið á c4 í þessari stöðu. 8. cxd5 — Rxd5, 9. Rxd5 — exd5, 10. Bxe7 — Dxe7, 11. g3 — He8, 12. Bg2. Þekkt skák Seiraw- ans og Karpovs í Hamborg 1982 tefldist: 12. Hc3?! - Ra6,13. Da4 — b5! 14. Da5? — De4! og hvitur lenti i vandræðum. 12. — Ba6, 13. e3 — c5, 14. Da4 — Hc8,15. Re5 — De6,16. Hc3 — Hd8. Svarta liðið eyðir mest allri orku sinni í að hindra hvítan í að hrókera, en missir hrókunarrétt- arins skiptir hvitan mun minna máli en Portisch hefur talið. 17. h4! — Dd6, 18. a3 — De7, 19. h5 — Bb7. Strategisk uppgjöf. Svartur viðurkennir að til þess að geta lokið liðsskipan sinni, verður hann að leyfa hvítum að hrók- era. 20. 04) — Ra6, 21. Hfcl — Rc7, 22. b4 — c4? Betra framhald en 22. — b5, 23. Ddl — c4 stóð ekki til boða. 23. Hxc4! — dxc4, 24. Bxb7 — Hab8, 25. Rc6 - De8, 26. Dxa7 — b5, 27. Rxb8 — Hxb8, 28. Bc6 og með tveimur peðum minna hafði Portisch ekki lyst á að halda áfram baráttunni. Málefni aldraöra Þórir S. (lUÖbergsson Oldrunarþjónusta í Reykjavík Húsnæöismál aldraðra hafa veriö mjög ofarlega á baugi að undanförnu. Margir aldraðir búa við léleg skilyrði og sumir eru í sífelldu húsnæðishraki. Margir aldraðir búa í eigin húsnæði eða sitja í óskiptu búi en eru öryggislausir, kvíðnir og oft talsvert einangraðir. Hvað hefur verið gert? Hvað er áætlað? Hver ber ábyrgð? Félagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar — Húsnæðisdeild í þessum fyrstu þáttum um öldr- unarþjónustu í Reykjavík hef ég stiklað á stóru um þátt Félagsmála- stofnunar Reykjavíkurborgar í málefnum aldraðra. Einn þáttur er þó enn sem Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar hefur á sinni könnu í öldrunarþjónustu en það eru húsnæðismál aldraðra Reykvík- inga. Margt og mikið hefur verið rætt um þessi mál að undanförnu og sýnist þar sitt hverjum — ekki síst fyrir kosningar. Víst er um það að neyð margra er mikil. Biðlisti um- sækjenda um leiguhúsnæði vex stöðugt. Um sl. áramót, 1983/84, voru 148 umsækjenda 86 ára og cldri, 36 voru 91 árs og eldri og 311 voru taldir þurfa á þjónustuíbúðum, vist- og hjúkrun að halda. Mörgum öldruðum er það alveg óskiljanlegt hvað þeir þurfa að bíða lengi eftir húsnæði. Erfitt er að skilja og skynja neyð annarra. Mörgum finnst sífellt vera gengið framhjá þeim og öðrum finnst „þetta allt“ vera klíkuskapur þegar um úthlutanir er að ræða, þó að umsóknir fari i gegnum hendur fjölda aðila. Margir verða því sárir og reiðir, og í erfiðleikunum er oft horft framhjá þeirri þjónustu sem er fyrir hendi og eingöngu blint á „hið eina nauðsynlega", leiguhús- næði á vegum Reykjavikurborgar. Ef litið er til sl. áramóta voru um 240 umsækjendur álitnir i mjög mikilli þörf fyrir almennt leigu- húsnæði aldraðra (þ.e. vernduðum íbúðum hjá Reykjavíkurborg, ekki þjónustuíbúðum eða vistheimilum). Ef rösklega væri tekið á þessum málum, 5—10 ára áætlun mótuð sem byggð væri á reynslu og þróun síðustu ára og við hana staðið, gæti Reykja- víkurborg sinnt brýnustu þörf aldr- aðra í húsnæðismálum. En að vonum er spurt: Verða ekki allir að leggja hönd á plóg? Margir aldraðir vilja vera heima. Margir aldraðir vilja vera í fámennum fjöl- býlishúsum. Sumir kjósa að vera í litlum íbúðum, raðhúsum eða tvi- og þríbýlishúsum, ef þeir ættu þess kost, í námunda við þjónustu og ör- yggi. Aðrir kjósa að vera í námunda við börn sín eða aðstandendur, í eigin íbúð í sama húsi, og þannig mætti lengi telja. Húsnæðisdeild Félagsmála- stofnunar Reykjavíkurborgar Við Félagsmálastofnun starfar sérstök deild sem eingöngu sinnir húsnæðismálum. Fulltrúar eru tveir. Skrifstofur deildarinnar eru í Vonarstræti 4 á 1. hæð. Almennur símatími deildarinnar er á mánu- dögum, miðvikudögum og föstudög- um frá kl. 9.00—10.00 f.h. í síma 25500, en almennur viðtalstími á sömu dögum frá kl. 10.00—12.00 f.h. Húsnæðisdeildin sér um öll al- menn húsnæðismál, rekstur leigu- húsnæðis og framleiguhúsnæðis á vegum Reykjavíkurborgar, veitir allar almennar upplýsingar um húsnæði, tekur á móti umsóknum og starfar í náinni samvinnu við ellimáladeild og fjölskyldudeild Fé- lagsmálastofnunar. Deildarstjóri húsnæðisdeildar er Gunnar Þor- láksson. Hvað hefur verið gert? Síðan 1972 hafa verið byggð eftir- talin hús sem sérstaklega eru reist sem húsnæði fyrir aldraða og I þeirra þágu: einstíb. bjónafb. iNortorbrin 1 52 8 Fnnigertí 1 60 14 Uneihlut .1 32 Dalbnot — Þjíb. 46 18 DropUngamuAir 30 3 Aastarbrta 6 40 f byggingu er húsnæði fyrir aldraða í Hjallaseli þar sem verða íbúðir fyrir um 70—80 manns og á sömu ióð er fyrirhugað að byggja söluíbúðir fyrir aldraða. Verslunarmannafélag Reykjavíkur og Samtök aldraðra eru einnig að byggja íbúðir fyrir aldraða félags- menn og hefur Reykjavíkurborg gert samninga við þessi félög um að reka þjónustukjarna í þessum húsum. Þjónustuhópur aldraðra Skv. lögum um málefni aldraðra hefur félagsmálaráð og heilbrigð- isráð skipað 5 manna þjónustuhóp sem meðal annars er ætlað að fjalla um allar umsóknir um húsnaeði i þjónustuíbúðir og vistun á vegum Reykjavíkurborgar, flokka umsókn- ir og meta þær. En síðan eru gerðar tillögur og þær lagðar fyrir félags- málaráö Reykjavíkurborgar. Eb Dutilh á Mána. Joris v Grinsven i Rauðdreka. L)Ó8rn M vd Borgh-weerman sendiráðið i London var Vinafé- lagið fsland — Niðurlönd fengið til þess að setja upp sýningu á íslenskum munum auk þess sem „slides“-myndasýningu, sem stóð alla vikuna, var komið upp. Jón Kristinsson formaður Vinafélagsins fsland — Niður- lönd hélt setningar- og hátiðar- ræðuna 10. sept. við opnunina. Innflutningúr á íslenskum hestum í næstu framtíð Núna síðustu árin hefur verið töluvert rætt um það hvaða framtíðarhorfur eru á viðskipt- um við fsland. Ýmsar skoðanir eru meðal þeirra sem fara með þessi mál hér um þessar mundir en greinilegt er þó að útflutn- ingshorfurnar eru slæmar fyrir fsland ef mál halda áfram á sömu braut og nú er. Litið sem ekkert hefur verið flutt inn af hestum frá íslandi siðustu árin og það jafnvel þó alls ekki hafi verið hægt að anna eftirspurn hér með innanlandsframleiðslu. Verslun milli þeirra landa, sem eru hér á meginlandinu, hefur því jafnt og þétt verið að aukast. Þannig hafa Þjóðverjar og Danir verið að selja íslenska hesta í Hollandi og Belgiu. Vissulega ekki eins góða hesta og ef til vill væri hægt að fá að heiman en engu að síður versl- unarvöru. Þjóðverjarnir hafa einnig greinilega séð sér leik á borði nú þegar fslendingar eru búnir að setja lágmarksverð á hvern grip sem sendur verður úr landi. Þeir mæta vel á eins mörg mót og þeir geta til þess að geta sýnt sig og séð hvað hver hefur. Þetta hefur leitt til þess að æ fleiri eru farnir að tala um að Þjóðverjarnir hafi tekið við hlut- verki fslendinga f hestasölunni hér á meginlandinu. Nú er rétt að hafa það í huga að enn fylgir því ákveðinn heiður meðal hestamanna hér að gæð- ingurinn komi frá fslandi. það gerist þó æ oftar að þeir sem hafa áhuga á að kaupa sér hest skreppi til Þýskalands til þess að sjá hvað er á boðstólum. Þjóð- verjarnir eru einnig búnir að átta sig á mikilvægi þess að vera eins oft og unnt er á mótum, líka þeim smærri, til þess að koma því smátt og smátt inn hjá hin- um almenna hesteiganda að þeirra vara sé ágæt. Af samtölum við aðila, sem flutt hafa inn hesta frá íslandi, var greinilegt að ýmsu var ábótavant um samvinnu milli útflutningsaðila heima og þeirra. Þannig er ekki einu sinni haft fyrir því að svara bréfum sem send eru til fslands að þeirra sögn. Slíkt er auðvitað ekki til þess að greiða fyrir viðskiptunum, ef satt er. Vonandi tekst þó í framtíðinni að auka hingað sölu frá íslandi því annars er hætt við að við töpum markaðinum fyrir fullt og allt. Það er að minnsta kosti skoðun forráðamanna hesteig- enda hér í Hollandi. Þeir hafa ýmsar hugmyndir um hvernig hægt væri að auka söluna. Væri kannski ekki úr vegi fyrir út- flutningsaðila að kynna sér það rækilega. Eggert H. Kjartanssoa er tréttar- itariMbl. í Hollandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.