Morgunblaðið - 08.12.1984, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 08.12.1984, Qupperneq 1
80 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 242. tbl. 71. árg. LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1984 Prentsmiðja Morgunblaftsins MISKUNNARLEYSI Flugræningjarnir í Teheran: Hóta að halda áfram morðum NikÓHÍu, Kýpur, 7. desember. AP. NOKKRIR skothvellir bárust seint f dag frá farþegaflugvélinni, sem hryðju- verkamenn hafa á valdi sfnu á Teheran-flugvelli. Nokkru áður höfðu þeir hótað að taka aftur til við morðin en að eigin sögn hafa þeir myrt fjóra menn. Samkvæmt sfðustu fréttum hafa þeir sleppt nokkrum gíslum í viðbót. Að sögn IRNA, irönsku frétta- stofunnar, er ástandið skelfilegt í flugvélinni og er haft eftir frönsk- um embættismanni, að flugræn- ingjarnir virðist mjög tauga- óstyrkir og sumir viti sínu fjær. Skothvellirnir heyrðust skömmu eftir, að ræningjarnir hótuðu að halda áfram við að drepa Banda- ríkjamenn og Kuwaitmenn um borð ef yfirlýsing frá þeim yrði ekki lesin upp f útvarpinu í Kuwa- it. Þeir segjast nú vera búnir að drepa fjóra menn, tvo Kuwaitbúa og tvo Bandaríkjamenn. Bandarískir embættismenn hafa sakað írönsk yfirvöld um slælega framgöngu i þessu máli og að þau hafi sýnt morðingjunum samúð en ekki þeim, sem þeir myrtu. Flugræningjarnir krefjast þess, að Kuwaitstjórn láti lausa úr haldi 17 hryðjuverkamenn úr Ji- had-samtökunum, sem staðið hafa fyrir mörgum sprengjuárásum og fjöldamorðum. Samtökin styðja að málum klerkastjórnina f íran. Á myndinni sést hvar flugreningjarnir hafa leitt út á landganginn bandarískan sendimann, sem var farþegi í þotunni. Þeir neyddu hann til að biðja sjálfum sér griða en skutu hann síðan í höfuðið. Neðst í stiganum stendur einn samningamanna frana með hendur á lofti. Hann reyndi að fá reningjana til að þyrma lífi mannsins en án árangurs. Arthur Scargill, leiðtogi breskra námamanna: „Virðum lands- lög að yettugi“ London. 7. dnember. AP. ARTHUR Scargill, leiðtogi breskra námamanna, skoraði í dag á forystu- menn verkalýðshreyflngarinnar og Verkamannaflokksins að virða að vettugi þau landslög, sem beindust gegn hagsmunum þeirra. Klestir sjóð- ir námamannafélagsins hafa verið frystir vegna þess, að Scargill hefur hunsað alla dóma, sera gengið hafa gegn félaginu. Talið er, að yflrlýsing Scargills eigi eftir að breikka enn bil- ið á milli hans og Neil Kinnocks, formanns Verkamannaflokksins. 1 grein í málgagni Verkamanna- flokksins, Labor Weekly, segir Scargill, að „forystumenn verka- lýðshreyfingarinnar og Verka- mannaflokksins verða að virða að vettugi þau lög, sem beinast gegn okkur, eða verða ella til eilffrar skammar fyrir þá, sem við berj- umst fyrir". Þegar þessi áskorun var borin undir Neil Kinnock, formann Verkamannaflokksins, sagði hann, að fólk hefði vissulega áhyggjur af dómunum, sem hefðu gengið gegn námamönnum, og lög- um, sem takmörkuðu vald verka- lýðsfélaganna, en „við drögum ekki lögin f efa“ bætti hann við. Ekki er búist við, að yfirlýsing Scargills eigi eftir að bæta vin- skapinn milli þeirra Kinnocks enda hefur stefna Scargills og annarra marxista fært Verkamannaflokk- inn svo langt til vinstri, að sumir óttast, að hann sé kominn úr aug- sýn breskra kjósenda. Síðan Thatcher og íhaldsflokk- urinn komust til valda hefur ýms- um lögum, sem snerta verkalýðs- hreyfinguna, verið breytt. Nú má t.d. höfða á hendur þeim almennt skaðabótamál ef félagsmenn henn- ar í verkfalli valda beinu eignatjóni en það mátti ekki samkvæmt fyrri lögum. Verkfallsmenn mega heldur ekki halda uppi verkfallsvörslu annars staðar en á sinum eigin vinnustað. í gær átti Scargill fund með Kinnock og reyndi að fá hann til að hvetja til allsherjarverkfalls í Bretlandi til stuðnings náma- mönnum en Kinnock vísaði því á bug og sagði hugmyndina „fárán- lega og stórhættulega“. Tony Benn, hinn óopinberi foringi róttæka armsins f Verkamannaflokknum, lýsti hins vegar yfir stuðningi sín- um við allsherjarverkfall. Kinnock sagði um þá yfirlýsingu hans, að „þvf fyrr, sem við hættum þessu bulli, því betra“. Stacy Keach fangelsaður Reading, Knglandi, 7. desenber. AP. BANDARfSKI leikarinn Stacy Keach var í dag demdur í nfu mánaða fang- elsi fyrir að hafa reynt að smygla um 37 grömmum af kókaíni til Bretlands. Játaði hann sekt sfna og iðraðist sár- an en þar sem dómurinn var óskil- orðsbundinn var hann fangelsaður strax. Það var í apríl sl., sem Stacy Keach og einkaritari hans, Deborah Steele, voru handtekin á Heath- row-flugvelli eftir að árvakur toll- þjónn fann kókaín i rakkremsbrúsa leikarans. Við nánari leit fannst einnig nokkuð f fórum einkaritar- ans og var hún dæmd f þriggja mánaða fangelsi. Við réttarhöldin viðurkenndi Keach að hafa notað kókafn reglu- lega síðan f janúar á þessu ári. „Það skelfilega við kókafnið er, að það veitir falskan styrk og öryggistil- flnningu, sem sfðan breytist alltaf f þunglyndi. Ég get ekki lýst því hve ég skammast mfn, ekki vegna þess, að ég var tekinn, heldur vegna þeirrar óhamingju, sem ég hef vald- Stacy Keach ið fjölskyldu minni og vinum. Ég vona, að ég geti einhvern tíma bætt þeim það með þvf að hjálpa öðrum, sem eiga við sama að stríða," sagði Stacy Keach eftir dómsuppkvaðn- inguna. Lögfræðingar Keach reyna nú að áfrýja málinu og ef á það verður fallist mun hann verða látinn laus um stundarsakir gegn tryggingu. Kínverski kommúnistaflokkurinn: Kenningar Marx og Lenins eru úreitar og gagnslausar Pekiag, 7. des. AP DAGBLAÐ alþýðunnar í Peking segir í ítarlegri grein á forsíðu í dag, að marx-leninismi sé úreltur og geti þær kenningar ekki leyst vandamál Kín- verja. Þetta er í fyrsta skipti sem kfnversk stjórn- völd gefa yfirlýsingu um þetta efni á svo afdrátt- arlausan hátt, en upp á síðkastið hefur verið íað að þessu gætilega í opinberum málgögnum. Eftir því að dæma, sem Dagblað alþýðunnar skrifar í dag, mun það verða nánast refsivert að fylgja hugmyndafræði Karls Marx, Engels og Lenins. MARX „Marx dó fyrir 101 ári og verk hans eru meira en aldargömul. Kenningar hans áttu sumar við á sinum tima, en síðan hefur margt breytzt. Sumar af hug- myndum hans fá ekki staðist Iengur,“ segir blaðið og heldur áfram: „Margt var það, sem Marx, Engels og Lenin kynntust aldrei né komust f snertingu við. LENIN Við getum ekki reitt okkur á fræði þeirra og hugmyndir til að leysa nútímavandamál." Vakin er athygli á þvi af fréttastofum, að þessi yfirlýsing kemur aðeins um mánuði eftir að flokksforystan f Kfna kunn- gerði mjög víðtækar breytingar á efnahagskerfi landsins, þar sem meðal annars er hvatt til að einkaframtak verði stutt og æskileg og jákvæð samkeppni kynni að vera af hinu góða. 1 greininni i Dagblaði alþýð- unnar, sem áður er nefnd, er þeim einnig sendur tónninn „sem af einhvers konar trúar- ástæðum virðast vera fastir f efnahagskenningum Marx frá síðustu öld og geri þeir menn sér augljóslega ekki grein fyrir bi eyttum tímum og aðstæðum“.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.