Morgunblaðið - 08.12.1984, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.12.1984, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1984 Þorlikur við eina af myndum sínum. Þorlákur R. Haldorsen opnar málverkasýningu Þorlákur R. Haldorsen listmálari opnar sýningu í vinnustofu sinni að Urðarstíg 3 í dag, laugardag 8. desember. Þorlákur sýnir þar rúmlega 30 myndir unnar í olíu, pastel og kol. Sýningin verður opin fram á Þorláksmessu frá klukkan 14 til 19. Kvennadeild SVFÍ í Reykjavík: Köku- og fondurmuna- sala á sunnudaginn NÆSTKOMANDI sunnudag, hinn 9. desember, er fjáröflunardagur kvennadeildar Slysavarnafélags ís- lands í Reykjavík. Klukkan 14 þann dag verður í húsi SVFÍ á Grandagarði fjölbreytilegur kökumarkaður og jafn- framt verða á boðstólum ýmsir munir, sem félagskonur hafa gert sjálfar á sérstökum föndurfundum deildarinn- ar. Allt, sem þarna er boðið fram, verður selt á sanngjörnu verði. Fyrir skemmstu afhenti kvenna- deildin björgunarsveit Ingólfs vand- aða og nytsamlega gjöf boðunar- tækja, þannig að með þeim er hægt að koma skilaboðum til félaga björgunarsveitarinnar á fljótvirkari hátt en áður hefur verið í útköllum. Andvirði þeirrar gjafar nam um 230.000 krónum. Slysavarnafélagið hvetur velunn- ara sína til að styðja við bakið á kvennadeildinni og stuðla að slysa- varna- og björgunarstörfum SVFÍ með því að leggja leið sína í SVFÍ- húsið næstkomandi sunnudag og festa kaup á því, sem þar verður á boðstólum. FrélUlilkyiining. Fermingar- börn safna fyrir Breið- holtskirkju FERMINGARBÖRN munu á morgun, sunnudag, heimsækja fbúa í Bakka- og Seljabverfi og leita eftir fjárfram- lögum til byggingar Breiðholtskirkju. Kirkjan er nú fokheld og að því er segir í fréttatilkynningu frá bygginga- nefnd kirkjunnar er brýnt að geta unnið í einum áfanga við kirkjuna, þar til hún verður tekin í notkun. í fréttatilkynningunni segir m.a.: „Nú munu liðnir tæpir tveir áratug- ir síðan fyrstu íbúarnir fluttust í Bakka- og Seljahverfi og enn þarf að treysta á skólahúsnæði til guðs- þjónustuhalds, æfinga kirkjukórs og almenns samkomuhalds. Ekkert húsnæði er innan hverfisins fyrir giftingar og skírnir. Svipað er ástatt í öllum Breiðholtshverfunum og nauðsynlegt að á þessu verði breyt- ing hið fyrsta. Er ekki vansalaust að svo stór hluti Reykvíkinga búi við slíkt aðstöðuleysi fyrir kirkjulegt starf." Undir'lok fréttatilkynningarinnar þakkar bygginganefnd Breiðholts- kirkju þær höfðinglegu gjafir, sem kirkjunni hafa borizt á undanförn- um árum og minnir á að unnt sé að leggja fjárframlög inn á hlaupa- reikning 402 í Verzlunarbankanum við Arnarbakka og hlaupareikning 3056 i Landsbankanum við Álfa- bakka. OLÍULAMPAR TILVALDAR TÆKIFÆRISGJAFIR MARGAR GERÐIR. VERÐ FRÁ KR. 200.- BENSÍNSTÖÐVAR SKEUUNGS H.F. SKEUUNGSBÚÐIN SÍÐUMÚLA 33 Jóhann G. Jóhannsson myndlistar- og tónlistarmaður. Jóhann G. Jóhannsson með myndlistarsýningu „ÞF7TTA er eðlilegt framhald af því sem ég hef verið að gera undanfarin ár, en þó finnst mér þetta vera hreinni litir og meiri birta,“ sagði Jóhann G. Jóhannsson myndlistar- og tónlistarmaður er við hittum hann að máli, þar sem hann var að hengja upp málverk sín fyrir nýja sýningu, sem opnar í Listamiðstöð- inni við Lækjartorg í dag, laugardag. Þar sýnir Jóhann 68 vatnslitamynd- ir. Sýninguna kallar Jóhann „Lit- róf“ og eru allflestar myndanna málaðar á þessu ári. Sýningin er sölusýning og stendur yfir dagana 8. til 16. desember. Opið verður daglega kl. 12—18 nema fimmtu- daga kl. 12—22 og sunnudaga kl. 14-22. I innri sýningarsal Listamið- stöðvarinnar verða einnig til sýnis og sölu nokkur af verkum Jóhanns G. Jóhannssonar og Hauks Hall- dórssonar sem þeir unnu í samein- ingu og sýndu í desember í fyrra á sama stað undir heitinu Deser ’83. Þá verða einnig í sama sal til sýnis, sölu og leigu verk af fyrri sýningum sem haldnar hafa verið í Listamiðstöðinni og kemur þar fjöldi innlendra og erlendra lista- manna við sögu. Almennur borgara- fundur Stórstúkunnar LAUGARDAGINN 8. desember gangast Stórstúka íslands og Átak gegn áfengi fyrir almennum borgarafundi um stefnuna í áfengismálum. Fundurinn verður haldinn að Hótel Loftleiðum, Kristalsal, og hefst klukkan 14. Gert er ráð fyrir að aðallega verði til umræðu til- lögur svokallaðrar 19 manna nefndar um opinbera stefnu í áfengismálum. Frummælendur verða: Páll Sig- urðsson, ráðuneytisstjóri í heil- brigðisráðuneytinu, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi, Lár- us Ögmundsson, deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu og Guð- mundur J. Guðmundsson, formað- ur Verkamannasambands fslands. Fundarstjóri verður Páll V. Daní- elsson. (FrétUtilkynning) Aðventukvöld hjá Ffladelfíu AÐVENTUKVÖId veróur í Filadelf- íukirkjunni, Hátúni 2 í Reykjavík, sunnudagskvöldió 9. desember kl. 20.00. Flutt verður fjölbreytt tónlist- ardagskrá. Fíladelfíukórinn syng- ur jólasálma og þátt úr jólakant- ötunni „Nóttin kraftaverkanna" eftir J.W. Peterson. Einnig syngja einsöngvarar og samleikur verður á hljóðfæri. Stjórnandi Fíladelfíukórsins er Árni Arinbjarnarson og undirleik- ari Daníel Jónasson. Allir eru hjartanlega velkomnir. (Fréttatilkynning) Kvikmynd um fuglalíf við Mývatn Sýnd á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags KVIKMYND Magnúsar Magnús- sonar af fuglalífi í Mývatnssveit veróur sýnd á vegum Hins íslenska náttúrufræóifélags í stofu 101 í Lög- bergi, mánudaginn 10. desember næstkomandi. Sýningin átti aó vera í október sl. en féll þá nióur vegna verkfalls. Kvikmyndin var tekin á árunum 1977 til 1980 og á henni sjást helstu fuglar, sem lifa við Mývatn og Laxá. Fylgst var með staðfugl- um allt árið um kring og farfugl- um frá því þeir komu og fram á haust. Myndin lýsir háttum fugi- anna, sem fáir hafa veitt athygli, enda var ómældum tíma varið í myndatökur, að því er segír í fréttatilkynningu frá Hinu ís- lenska náttúrufræðifélagi. Höfundur myndarinnar er Magnús Magnússon, húsasmiður, en hann hefur fengist við að mynda fugla í rúm 20 ár. Myndir hans hafa víða birst og hlotið mik- ið lof, en m.a. hefur hann tekið fugiamynd fyrir BBC. Eins og flestum er ljóst, er ekki hlaupið að því að ná góðum myndum af fugl- um, en af ótrúlegri þrautseigju og áhuga á viðfangsefninu hefur Magnúsi tekist að fanga lífsháttu fugla á filmu, svo að undrun vek- ur. Fer þar hvoru tveggja saman, þekking og natni, bæði á sviði fuglafræði og kvikmyndagerðar. Þessi kvikmynd er því óefað í hópi bestu náttúrulífsmynda, sem teknar hafa verið hér á landi. (I r fréttatilkynninf'u.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.