Morgunblaðið - 08.12.1984, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 08.12.1984, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1984 Minning: Jóhann Pétursson Svarfdælingur Fáum mönnum hef ég kynnst sem verið hafa sannari íslend- ingar er Jóhann Pétursson, Svarfdælingur. Hvar sem hann fór um heiminn var hugur hans bundinn íslandi og íslendingum. Þrátt fyrir tæplega hálfrar aldar búsetu austan hafs og vestan var Jóhann alia tíð íslenskur ríkis- borgari og bar stoltur íslenskt vegabréf. Og íslenskan var svo sannarlega móðurmál hans alla tíð, og honum svo töm, að hann beitti fremur fyrir sig því ylhýra máli en ensku þegar knúið var dyra að heimili hans í Riverwiew í Florida. Sú varð og raunin þegar sá er þetta ritar heimsótti hann þar fyrir nokkrum árum. Þegar Jóhann kom svo í gættina og sá og heyrði að íslendingur var á ferð brunnu strax á vörum hans spurn- ingar um gang mála „heima“: Er enn sama verðbólgan? Eru þeir enn að deila Gunnar og Geir í Sjálfstæðisflokknum? Veistu hvernig gengur með byggingu elli- heimilisins á Akureyri? Fundum okkar Jóhanns Pét- urssonar bar fyrst saman haustið 1972, er ég átti við hann viðtal fyrir sjónvarpið. Stærð hans og vandamál henni samfara voru honum þá ofarlega í huga sem endranær. Hann sagðist hafa átt erfitt með að sætta sig við að geta ekki stundað sjómennsku frá Dalvík, eins og hugur hans hefði staðið til, en í þess stað átt starfsferil sinn í fjölleikahúsum víða um heim. 1 fyrstu hafi honum þótt það heldur lítilmótleg at- vinna að sýna sig, en eftir því sem árin liðu hafi hann sætt sig betur við þetta ævistarf, og haft gaman af því á köflum. Undanfarin tvö ár höfðum við Jóhann átt marga ánægjulega fundi þar sem hann sagði mér frá minnisverðum atvikum frá sér- stæðum lífsferli sínum með það fyrir augum að ég héldi því til haga og skráði sögu hans er fram liðu stundir. Hér er ekki tóm til að fara náið út í þá sálma, en nokkur ártöl skulu nefnd. Jóhann Kristinn Pétursson fæddist á Akureyri 9. febrúar 1913, sonur hjónanna Péturs Gunnlaugssonar úr Glerárþorpi og Sigurjónu Jóhannsdóttur frá Brekkukoti í Svarfaðardal. Þegar Jóhann var nokkurra mánaða fluttist fjölskyldan til Dalvíkur og síðar upp í Svarfað- ardal. Á uppvaxtarárunum stund- aði Jóhann öll almenn sveitastörf og síðar sjómennsku frá Dalvík og Litla-Árskógi. Þegar um fermingu var ljóst að líkamsvöxtur Jóhanns yrði meiri en annarra manna og fór svo að hann varð hæstur ís- lendinga sem sögur fara af, 2 metrar og 34 sentimetrar á hæð. Sumarið 1935 fór Jóhann til Danmerkur þar sem ferill hans á fjölleikasviðinu hófst með sýning- um á Dyrehavsbakken. Það voru að hans eigin sögn engir sældar- dagar. Tveim árum síðar flutti hann sig um set og starfaði með stærsta fjölleikaflokki Frakk- lands. Árið eftir, 1938, hóf hann störf með sýningarflokki í Þýska- landi og á árum síðari heimsstyrj- aldarinnar dvaldist hann í Dan- mörku við ýmis verkefni. Frá 1945 til 1948 var Jóhann Pétursson á Islandi, ferðaðist um landið og sagði frá veru sinni ytra. Þáttaskil urðu í lífi hans árið 1948 er hann fluttist vestur um haf. Þar ól hann nær allan sinn aldur upp frá því. Vestra starfaði hann um árabil með stærstu og þekktustu sýningarflokkum og fjölleikahúsum og ferðaðist með þeim um Norður- og Suður- Ameríku. Síðar hóf hann sjálf- stæðan atvinnurekstur á þessu sviði og fór víða. Eftir heimkomuna 1982 dvaldist Jóhann á Landspítalanum til lækninga, en síðsumars 1983 var honum boðin vist á Dalbæ, dval- arheimili aldraðra á Dalvík. Þang- að fluttist hann er heilsan leyfði og naut þess að vera kominn á fornar slóðir. Jóhann var sem kunnugt er kenndur við Svarfað- ardal en endaði feril sinn þar sem hann hófst, á Akureyri. Þar lést Jóhann á fjórðungssjúkrahúsinu 27. nóvember síðastliðinn. Jóhann Pétursson sýndi rækt- arsemi sína gagnvart íslandi og æskustöðvunum við Eyjafjörð með ýmsum hætti, þótt ekki verði það tíundað hér. Minningarnar frá barnæsku og unglingsárum í Svarfaðardal og á Dalvík voru honum dýrmætastar alls. Er við spjölluðum saman í íbúð hans í Dalbæ fyrr á þessu ári var hugur hans mjög bundinn við æskuárin og þessi mikilúðlegi maður fylltist barnslegri einlægni er hann rifjaði upp atvik og ánægjuefni frá þessu skeiði lífs síns. I þessu sambandi skoðuðum við myndir og glugguðum í gömul bréf sem hann hafði sent systkinum sínum hér heima víðs vegar úr heiminum. Þar reyndust árin við Eyjafjörð vera hinn rauði þráður minninganna. 1 bréfi sem Jóhann skrifaði frá Bandaríkjunum 1951 segir hann meðal annars: „Þótt ég eigi í dag bæði dollara og krónur, þá get ég ekki veitt mér aðra eins gleði og mér veittist snauðum í gamla daga, er ég að róðri loknum settist upp á hestinn minn og hjólaði heim með nýtt í soðið á stýrinu. Ég var boðinn velkominn af þrem- ur litlum systrum okkar, sem komu ætíð hlaupandi og fagnandi á móti mér. Svo biðu mjúkir móð- urkossar á vanga og munnur og magi fylltir með skyrhræringi, sem mér fannst 24 sinnum ljúf- fengari en bestu kræsingar og ávextir Ameríku ... “ Jóhann Kristinn Pétursson kom á ný heim á þessar slóðir minn- inganna fyrir réttu ári, og verður nú lagður þar til hinstu hvíldar. I hugum þeirra sem kveðja hann í dag munu lifa minningar um svipmikinn einlægan og elskuleg- an samferðamann. Ólafur Ragnarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.