Morgunblaðið - 08.12.1984, Blaðsíða 60
60
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1984
27 sönglög
eftir Selmu Kaldalóns fást hja
bóksölum um allt land.
___________ Útgefandi.
Musselmalet/riflet
Dönsku matar- og kaffistellin.
Verðtryggðar gjafir.
Opið til
kl. 6 í dag.
Sjómannafélag
Reykjavíkur og
verkamannafélagið
Dagsbrún
bjóöa eldri félagsmönnum og mökum þeirra
til kaffihlaöborðs og skemmtunar í dag, 8.
des., kl. 14.00. Stjórnir félaganna.
Ný íslensk barnabók
MÚSÍKALSKA MÚSIN
Músíkalska músin fékk viöur-
kenningu samtaka móöur-
málskennara í samkeppni um
smásögur fyrir börn í fyrra.
Skemmtileg saga um litla mús
sem settist að í píanói og
spaugileg atvik sem af því hlut-
ust.
Letur sem hæfir vel þeim sem
eru aö byrja aö lesa.
Margrét Magnúsdóttir mynd-
listarnemi myndskreytti bókina.
Stórar litríkar myndir í hverri
opnu.
Verð kr. 370.50.-
Þessa bók er gaman að gefa í jóla
gjöf og fá í jólagjöf.
íjdgafcU
Unuhúsi Veghúsastíg 5 sími 16837.
Kápur, jakkar
og frakkar
í miklu úrvali. Góð snið, vönduð efni og sérlega
hagstætt verð.
„Gæði er okkar kjörorð".
Opið mánudaga — föstudaga kl. 01.00—18.00,
laugard. 8. des. til kl. 18, laugard. 15. des. til kl.
22.00 og laugard. 22. des. til kl. 23.00.
\_____________/
KÁPUSALAN
BORGARTÚNI 22 SÍMI 23509
Næg bílastæði.
Kirkjudagur
Seljasóknar
HINN árlegi kirkjudagur Selja-
sóknar verður haldinn eins og verið
hefur undanfarin ár, annan sunnu-
dag í aðventu, sem nú ber upp á 9.
desember.
Kirkjudagurinn er haldinn til
þess að minna á framgang safnað-
arstarfsins í hinu unga hverfi. Þar
er unnið að byggingu kirkju-
miðstöðvar og með hverju ári
verður þörfin þar ljósari. Starf
safnaðarins hefur orðið að dreif-
ast um marga staði.
Og mörgu sem gera þyrfti í
þjónustu við byggðarlagið og íbúa
þess hefur ekki verið hægt að
hleypa af stokkunum. Guðsþjón-
ustur safnaðarins hafa verið í
eldri sal Ölduselsskóla, en með
kirkjudeginum 9. desember hefur
verið ákveðið að flytja guðsþjón-
ustuhaldið i nýrri saiinn.
Kirkjudagurinn hefst með
barnaguðsþjónustum að morgni.
Þær eru í Olduselsskólanum og í
íþróttahúsi Seljaskólans og hefj-
ast kl. 10.30.
Hátíðarguðsþjónusta verður
síðan í Ölduselsskólanum og hefst
hún kl. 14. Þar mun kirkjukórinn
syngja og sóknarpresturinn, sr.
Valgeir Ástráðsson, prédika.
Kl. 20.30 verður aðventusam-
koma í Ölduselsskólanum. Þar
mun verða fjölbreytt dagskrá. Að-
alræðumaður kvöldsins verður
Jónas Haralz bankastjóri. Þá
munu unglingar úr æskulýðsfélagi
safnaðarins flytja helgileik,
kirkjukórinn mun syngja undir
stjórn Violettu Smidóvu, organ-
ista safnaðarins. Þá mun sönghóp-
ur syngja lög við gítarundirleik.
Vilborg Schram mun flytja hug-
vekju.
Kirkjukvöld á aðventu er til að
minna á starf safnaðarins. Það er
líka liður í undirbúningi jólanna
og er hverjum manni mikil nauð-
syn á því að staldra við í öllum
erlinum og eiga sér kyrrar stund-
ir. Því eru allir íbúar Seljahverfis
hvattir til þátttöku í kirkjudegin-
um og að sjálfsögðu eru allir aðrir
velkomnir til þátttöku í dag-
skránni.
(Frá Seljasókn.)
Maður, kona,
barn - eftir
Erich Segal
ÚT ER komin hjá ísafoldarprent-
smiðju hf. bókin Maður, kona, barn
eftir Erich Segal, höfund „Love
Story“.
Bókin fjallar um hið fullkomna
hjónaband þegar því skyndilega
og óvænt er ógnað af rödd frá for-
tíðinni. Maður, kona, barn er jafn-
vel ennþá áhrifameiri en „Love
Story“.
Bókin er 196 bls. og er að öllu
leyti unnin hjá ísafoldarprent-
smiðju hf.