Morgunblaðið - 08.12.1984, Síða 22

Morgunblaðið - 08.12.1984, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1984 Alafossbúðin er skemmlileg verslun. Þar fásl m.a. lislilega hönnuð priónavesti og jakkar. Þessar stóru og grófgerðu flíf/ur eru frumlegar og fallegar. í ýmsum lilum og með fjölbreyttum mynslrum. ^llafossbúöin VESTURGÖTU 2, SIMI 13404 FALLEG HONNUN Alaska við Miklatorg sem nú er komið í nýjan búning. MorsunblaSlð/Emllía Alaska við Miklatorg komið í nýjan búning Uppákomur á sunnudögum fram til jóla VERSLUNIN Blóm og ávextir tók við rekstri Alaska við Miklatorg í byrjun september sl. Síðan hefur verið unnið að breytingum á verslun- inni og er hún nú komin í nýjan búning að sögn Hendriks Berndsen. í gær hófst sala jólatrjáa í skemmu við Alaska og verður þar ýmislegt til skemmtunar á sunnudögum fram til jóla. í Alaska við Miklatorg er, að sögn Hendriks, lögð mikil áhersla á blóm og skreytingar eins og verslunin í Hafnarstræti hefur verið þekkt fyrir. Meðal nýjunga sem bryddað hefur verið upp á í Alaska er að nú er farið að selja þar ávexti. Má því segja að versl- unin Blóm og ávextir standi nú fyllilega undir nafni í fyrsta skipti í sinni 50 ára sögu því þar hafa aldrei fyrr verið seldir ávextir. í Alaska hefur verið boðið upp á sérstök helgartilboð eftir því sem tilefni hefur gefist til og verður svo áfram að sögn Hendriks. f gær hófst sala jólatrjáa í Al- aska en hún er í skemmu þannig að fólk getur valið jólatrén inni. Á sunnudögum fram til jóla verður ávallt eitthvað til skemmtunar í skemmunni. Á morgun koma til dæmis Litli og Stóri Kláus í heim- sókn klukkan 16.30. Þá er heitt kaffi á boðstólum alla daga fyrir þá sem leggja leið sína í skemm- una, og appelsín fyrir börnin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.