Morgunblaðið - 08.12.1984, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 08.12.1984, Blaðsíða 61
Stuttar þingfréttir: MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1984 61 Sparnaður í fjármálakerf inu Kvennalistinn styður einkarétt RÚV Eyjólfur Konráð og Pétur: Sparnaðurí fjármálakerfínu Tveir þingmenn Sjálfstæðis- flokks, Eyjólfur Konráð Jónsson og Pétur Sigurðsson, hafa lagt fram tillögu á Alþingi um sparnað í fjármálakerfinu. Tillagan gerir ráð fyrir frumkvæði ríkisstjórnar- innar, m.a. um „fækkun starfs- manna ríkisbanka, Framkvæmda- stofnunar ríkisins og opinberra sjóða um allt að fimmta hluta og samræmdar aðgerðir til sparnað- ar og hagkvæmari rekstrar, þ.á m. sameiningu lánastofnana, skorður við óhóflegum byggingum og fækkun afgreiðslustöðva". í greinargerð segir að „meðal stjórnenda bankamála séu ýmsir hæfileikamestu menn þessarar þjóðar". Tillagan sé ekki „aðför að þeim heldur liðveizla við þá, enda engum ljósara en þeim hvar skór- inn kreppir". Ennfremur: „Sjóðakerfið og hagstjórnarbáknið í heild þarf líka að taka til gagngerðrar end- urskoðunar, enda enginn efi á því að þann frumskóg má grisja, eng- um til meins en öllum til góðs. Þessi aðgerð þyrfti að spanna allt sviðið, frá Þjóðhagsstofnun til minnsta sjóðsins." Kvennalistinn: RÚV áfram með einkarétt Sigríður Dúna Kristmundsdótt- ir (Kvl.), hefur lagt fram frum- varp til útvarpslaga. Það byggir á því að RÚV haldi „einkarétti á út- varpsrekstri í landinu en starf- semi stofnunarinnar efld og komið til móts við óskir um meiri fjöl- breytni... “ . Gert er ráð fyrir að útvarpsráð verði lagt niður en þess í stað komi „notendaráð skip- að 14 körlum og konum". Sé það „valið með tilviljunarúrtaksað- ferð“, sem „tryggi jafna möguleika allra landsmanna ... til setu í not- endaráði". Þá er lögð áherzla á valddreifingu í RUV, „sérhver starfsmaður verði gerður ábyrgur í starfi", „ákvarðanataka færð úr höndum deildarstjóra og annarra yfirmanna til starfsmanna þeirrar deildar er málið varðar hverju sinni. Þetta á við um allar ákvarð- anir, hvort sem um er að ræða rekstur, mannaráðningar eða ann- að sem til fellur, t.d. á þetta við um dagskrá í dagskrárdeildum". Pingmenn Reykjanes- kjördæmis: Skóg- og trjárækt á Suðurnesjum Þingmenn Reykjaneskjördæmis úr fimm þingflokkum flytja til- lögu um könnun á möguleikum á skóg- og trjárækt á Suðurnesjum. Skógrækt ríkisins vinni þessa könnun í samráði við sveitarfélög og félagasamtök. Sérstakt átak verði gert til skógræktar á þeim svæðum sem aðstæður eru beztar. í greinargerð eru m.a. nefndar raunhæfar ráðstafanir sem þegar hafi verið gerðar og gefizt vel, svo sem að girða af 35.000 ha. sunnan Voga á Vatnsleysuströnd og vest- an Grindavíkur. Fyrsti flutningsmaður er Geir Gunnarsson (Abl.). Sex þingmenn: Kjarnorkuvopna- laust svæði Sex þingmenn úr jafnmörgum þingflokkum hafa flutt tillögu, þess efnis, að árétta stefnu íslend- inga um að „ekki verði staðsett kjarnorkuvopn eða eldflaugar, sem slík vopn geta borið" og að kosin skuli „sjö manna nefnd er kanni hugsanlega þátttöku ís- lands í umræðu um kjarnorku- vopnalaust svæði á Norðurlönd- um“. í greinargerð er vísað til um- ræðna um þetta efni á Norður- löndum og m.a. sagt: „Norðurlönd- in virðast helzt vilja að Eystra- saltið sé hluti af hinu kjarnorku- lausa svæði... “ Fyrsti flutningsmaður er Páll Pétursson (F). / Styrkur og ending stáls \ útlit og áferð silfurs NY SENDING af dag- og kvöldkjólum, pilsum, blússum og jökkum Tweed buxnadragtir og pils Glæsilegar angórupeysur LAUFIÐ IÐNAÐARHÚSINU SÍMI11845 MINNIST LÁTINNA ÁSTVINA UM HÁTÍÐIRNAR Luktir og önnur ódýr Ijós á leiöi sem henta íslensku veöurfari. Mikiö úrval af margs- konar kirkjulegum munum og fl. nýkomiö. Kirkjumunir Kirkjustræti 10. Frá Konunglega Frijsenborg Dönsku- matar og kaffistellin. Verðtryggðar gjafir. IIvorfisgötu 4!>, sími IIUl.'I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.