Morgunblaðið - 08.12.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.12.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1984 7 Þöraiigavinnslaii i Reykhóhim. Sjöstjarnan hf. í Njarðvík: Nýjar pökkunarvélar teknar í notkun Vojfum, 6. desember. TEKNAR hafa verið í notkun nýjar vélar við pökkun sjávarafurða hjá Sjöstjörnunni hf. í Njarðvík. Er Sjöstjarnan fyrst íslenskra fyrirtækja að tileinka sér þessa nýjung, en framleiðsla fyrirtækisins er tilbúin beint í verslanir erlendis. Að sögn Einars Kristinssonar framkvæmdastjóra Sjöstjörnunn- ar bjóða vélarnar upp á mikjla möguleika, það er hægt að fara út i margar framleiðslutegundir, fisk, grænmeti og hráefnið má vera ferskt eða frosið. Gjörbylting er í umbúðum, áður komu öskj- urnar í heilu lagi, en nú annast vélarnar allt pappírsbrot. Með þessu nýja fyrirkomulagi getur fyrirtækið pakkað undir hvaða vörumerki og í hvaða stærðum sem kaupandi óskar. En minnstu pakkar mega vera 100 gr en þeir stærstu 7 pund. Afkastageta vél- anna er 60—120 öskjur á mínútu. Einar sagði að með tilkomu vél- anna mætti draga úr sveiflum í atvinnu, því ef lítið er að gera má vinna frosið hráefni. Sjöstjarnan hf. framleiðir undir vörumerkinu Iceland Harvest, en fyrirtækið Ocean Harvest selur framleiðslu þess. E.G. SKAPLAKLJÚFUR Þönmgavinnslan: Þörungaseyðið mjög betain-ríkt Mun meira af þessu efnasambandi en í öðrum sambærilegum seyðum Miöhúmim, Reykhólasveit, 6. desember. FRÉTTARITARI hitti nýlega Kristján Þór Kristjánsson forstjóra Þörunga- vinnslunnar og bað hann að segja frá því helsta sem efst væri á baugi hjá verksmiðjunni. Hann sagði, að verið væri að ljúka smíði á þarakló, sem er hönnuð hér og er ekki nema Vs af þyngd þeirrar klóar sem nú er notuð og er hún um 500 kg. Hún er hönnuð þannig, að ef aðaldráttarvél slitnar þá er tóg fest í klóna, svo að auðvelt verður að ná henni upp aftur. Þessi kló er mun auðveldari í notkun og fljótvirkari. Breytingar hafa verið gerðar á innmötun fyrir þarann, sem er til hagræðis við skurð á rót. Fyrir skömmu fóru fram viðræður milli Þörungavinnslunnar og AIL í Skotlandi um sölu á þangmjöli á næsta ári og kom fram í þeim um- ræðum, að þeir munu væntanlega ekki kaupa nema W miðað við árið 1984 vegna offramleiðslu á þang- mjöli til algenat-vinnslu. Síðan var farið til viðræðna við pró- fessor Blunden í háskólanum í Portsmouth. Pr. Blunde hefur gert miklar rannsóknir á áhrifum þör- ungaseyðis á vöxt plantna og er hann með fremstu vísindamönn- um á þessu sviði í heiminum í dag. Hann hefur m.a. fundið að það efni í þörungaseyði sem cytokinin nefnist og talið var að hefði áhrif á vöxt jurta, er ekki eins ráðandi og áður var haldið. Niðurstöður dr. Blunden eru þær, að svokallað betain-efnasamband sem fyrir- finnst í þörungaseyði virki sem hvati á vöxt jurta. í athugun dr. Blunden kom fram, -að miklu meira af betain-efnasambandinu væri frá þörungaseyði frá Þör- ungavinnslunni en öðrum sam- bærilegum seyðum. Nú er þörungaseyði víða um heim notað sem plöntuáburður og er það ætlun Þörungavinnslunnar að hasla sér völl á þessum mark- aði og er hún þegar byrjuð að und- irbúa framleiðsluna af fullum krafti. Betain-efnasambandið virkar örvandi á blaðagrænumyndun hjá plöntum og um leið nýtir jurtin mun betur hinar hefðbundnu áburðartegundir. Þetta efni tekur ekki þátt í vexti plöntunnar á beinan hátt, en eykur aðeins hæfi- leikann til meiri efnistöku. Einnig eykur það frostþol, mótstöðuafl gegn utanaðkomandi áhrifum og geymsluþol ávaxta. Einnig verða plöntur fyrir minni skemmdum af saltáhrifum. Nú hefur verið gert átak í sölu á þðrungamjöli fyrir hesta en það hefur sýnt sig, að það eykur þrótt þeirra og þeir sem hugsa vel um gæðinga sína kaupa það í auknum mæli, sagði Kristján í lokin. Sveinn. Endurminningar Þóris Bergssonar BÓKAFORLAG Odds Björnssonar hefur gefid út endurminningar Þóris Bergssonar. Hannes Pétursson skáld og Kristmundur Bjarnason fræðimaður hafa umsjón með þess- ari útgáfu. Formáli er eftir Guð- mund G. Hagalín. í frétt frá útgefanda segir m.a.: „Meistari smásagnanna hét réttu nafni Þorsteinn Jónsson, Magn- ússonar prests á Mælifelli og Ríp í Skagafirði og síðar í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi. Frá mótun sinni á æskuárum á þessum stöðum segir Þórir Bergsson ljóslifandi. Hann gerðist síðan opinber starfsmaður í Reykjavík, en sinnti ritstörfum í hjáverkum. Það kom þó ekki í veg fyrir að bæði lærðir og leikir skip- uðu honum á heiðursbekk rithöf- unda okkar. Hann var sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar 1957 og kosinn heiðursfélagi Félags ís- lenskra rithöfunda 1960.“ f bókinni eru ljósmyndir og nafnaskrá. Bókin er 212 blaðsíður, unnin hjá Prentverki Odds Björnssonar hf. Þórir Bergsson -inn fór allt, jepparnir þvœldust bara fyrir," sagði ánœgður UNO-eigandi í ófœrðinni sl. vetur. UNO sýndi aí sér afburðadugnað og hörku 1 óíœrðinni sem hrelldi margan bíleigandann í íyrravetur. Framhjóladrifið, mýktin og seiglan gera FIAT UNO að hreinu undratœki í vetrarakstri, sannkölluðum skaílakljúí. Þetta er sú hliðin á FIAT UNO sem algengast er að sjá að vetri til í snjó og óíœrð. Skaílakljúíurinn FIAT UNO er alltaf íyrstur gegnum þœíinginn, þess vegna er skottið sú hliðin sem flestir sjá (nema kannske allir hinir UNO eigendumir). EGILL VILHJÁLMSSON hf. 1 aaaa Smidjuvegi. 4, Kópavogi Simar 77200 - 77202.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.