Morgunblaðið - 08.12.1984, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1984
Brauðrist
JÓHANN ÓLAFSSON & CO. HF.
120 ár segir sínfl sögu 1.—
ímeiraenöldhefur
verið ífararbroddi í gerð heimilstœkja
Fá fyrirtæki geta státað af. slíkri 'l OQ ÁT?A
reynslu. Þess vegna getur þú treyst -L£AJ fXLYTi.
því að þegar þú kaupir brauðrist REYNSLA
frá GROSSAG þá kaupir þú vandaða XRYGGIRGÆÐIN
veturþýska gæðavöru.
Domus, Laugavegi 91
Glóey, Ármúla 28
H.G. Guðjónsson, Suðurveri
Jón Loftsson, Rafdeild
Mikligarður við Sund
Rafbúð Dómus Medica, Egilsg. 3
Rafbúðin, Auðbrekku 18
Rafha, Austurveri
Rafmagn, Vesturgötu 10
UTSOLUSTAÐIR:
Rafviðgerðirhf.,
Blönduhlíð 2
Mosraf, Mosfellssveit
Rafþjónusta Sigurdórs,
Akranesi
Rafblik, Borgarnesi
Verzlunin Kassinn, Ólafsvík
Húsið, Stykkishólmi
Straumur h.f. ísafirði
Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri
Raftækjaversl. Sveins
Guðmundssonar, Egilsstöðum
Elías Guðnason, Eskifirði
Kaupfélag Rangæinga,
Hvolsvelli
Kaupfélag Árnesinga, Selfossi
Reynir Ólafsson Rafbúð,
Keflavík
Gódan daginn!
Fjallað um Suðurland í
riti um íslenzka sögustaði
ÚT ER komið hjá Erni og Örlvgi
fyrsta bindi hins mikla ritverks Is-
lenskir sögustaðir eftir Kristian
Kalund í þýðingu dr. Haralds Matlhí
assonar á Laugarvatni. Hér er á ferð-
inni eitt hundrað ára höfuðheimild
um íslenska sögustaði sem enn er í
fullu gildi og sífellt er leitað til og því
mikill fengur að fá verkið í vandaðri
íslenskri þýðingu, segir í kynningu
forlagsins.
Peter Erasmus Kristian Kálund
fæddist 19. júlí 1844 á einni dönsku
PE. Kristian Kalund
ÍSLENZKlR
SögustaðiR
surimiJiDiriGA
rJÓRDUhCAJR
eyjanna, Lálandi, prestssonur.
Hann varð stúdent 1863 og magist-
er í norrænum fræðum 1869. Hugur
hans beindist snemma að íslenskum
efnum, og haustið 1872 kemur hann
til íslands, 28 ára gamall. Hér
dvaldist hann tvö ár, ferðaðist bæði
sumrin um landið og tókst að fara
um mikinn hluta af byggðum lands-
ins. 1 Danmörku vann hann síðan
úr gögnum þeim er hann hafði safn-
að, og á árunum 1877—82 kom út
hið mikla rit hans: Bidrag til en
historisk-topografisk Beskrivelse af
Island. Nafnið bendir til lýsingar á
sögustöðum, og hefur sá eflaust
verið tilgangurinn. En þar er einnig
almenn landlýsing, og er sá hlutinn
stórum meiri fyrirferðar, enda var
almenn lýsing nauðsynleg. Tengir
hún saman og lýsir umhverfi sögu-
staða. Auk eigin landskoðunar
studdist Kálund við samningu bók-
arinnar mjög við sóknarlýsingar
Bókmenntafélagsins frá fyrri hluta
19. aldar, einnig margháttaða
fræðslu frá íslenzkum mönnum,
eiifkum prestum. Ennfremur rann-
sakaði hann fjölda fornra heimilda,
sem að gagni máttu koma.
Þótt nú séu liðin full 100 ár frá
útkomu bókar Kálunds, er hún enn
í fullu gildi, einkum sögustaðalýs-
ingarnar. Eru þær eina samfellda
ritið um íslenska sögustaði og höf-
uðheimild þeirra sem við sögustað-
fræði fást. Rit Kálunds var í tveim
bindum en hin fslenska þýðing dr.
Haralds Matthíassonar verður i
fjórum og er farið eftir hinni fornu
fjórðungaskiptingu.
Bókin íslenskir sögustaðir er
sett, prentuð og bundin í Prent-
smiðjunni Odda hf. Kápu hannaði
Sigurþór Jakobsson.
Menningar-
aðventa í
Gerðubergi
NOKKRIR rithöfundar, tónlisUr-
menn og leikarar munu skemmta í
Gerðubergi á morgun, sunnudag, í
menningaraðventu, sem þar verður
haldin og hefst klukkan 15.30.
Dagskráin fer fram í kaffiteríunni.
Njörður P. Njarðvík les úr bók
sinni. og sonar síns, „Ekkert mál“,
Viðar Eggertsson les úr barnabók
Auðar Haralds, „Elías í Kanada",
Thor Vilhjálmsson les úr þýðingu
sinni á „Rósinni" eftir Umberto
Eco, Þórarinn Eldjárn les úr
ljóðabók sinni „Ydd“ og Pétur
Gunnarsson les úr nýjustu bók
sinni. Þá leikur Kolbeinn Árnason
á flautu og Páll Eyjólfsson á gítar.
Húsið í Gerðubergi er að jafnaði
opið mánudaga til fimmtudaga frá
klukkan 16 til 22 og laugardaga og
sunnudaga frá 14 til 18.
Kirkja óháða
safnaðarins:
Aðventukvöld
og basar
Á MORGUN, sunnudag, er aðventu-
kvöld ■ kirkju Óháða safnaðarins og
hefst það klukkan 20.30. Þí fer hinn
árlegi basar kvenfélags safnaðarins
fram í dag, laugardag, og hefst
klukkan 14.
í frétt frá Baldri Kristjánssyni
sóknarpresti, sem Morgunblaðinu
hefur borizt, segir, að á aðventu-
kvöldinu muni séra Guðmundur
Sveinsson skólameistari flytja
hugvekju og Svanhildur Sigur-
jónsdóttir lesa ljóð. Kór Fjöl-
brautaskólans í Breiðholti syngur
undir stjórn organista safnaðar-
ins, Jónasar Þóris, og kór Mela-
skólans syngur undir stjórn Helgu
Gunnarsdóttur. Þá mun Jónas
Þórir Dagbjartsson leika einleik.
Á basar kvenfélagsins kennir að
venju ýmissa grasa. Þar verður
fatnaður, aðventukransar, jóla-
skraut og kökur, auk fjölmargra
annarra muna.
Hvíldarstaður í hádegi höll að kveldi