Morgunblaðið - 08.12.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.12.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1984 5 Bókin um Ashkenazy komin út hjá Vöku Kemur út í tveimur löndum samtímis VAKA hefur nú sent á markað bók- ina Ashkcnazy — austan tjalds og vestan, samtalsbók Jaspers Parrotts við píanósnillinginn heimskunna Vladimir Ashkenazy. Bókin kemur nú í haust samtím- is út hjá Vöku og Collins-forlaginu í London, og telst slíkt til tíðinda í bókaútgáfu hérlendis. Þá hefur ýmislegt af efni bókar- innar þegar fyrir útkomu hennar vakið athygli og orðið fréttaefni erlendis og til þess verið vitnað í íslenskum fjölmiðlum. Má í því sambandi nefna tengsl Vladimirs Ashkenazy við sovésku leynilög- regluna KGB á námsárum hans í Moskvu. Vladimir Ashkenazy fjallar í bókinni í fullri hreinskilni um líf sitt og tónlistarferil í Sovétríkjun- um og á Vesturlöndum. Hann ræð- ir um veru sína á íslandi og af- skipti sín af íslensku menningar- lífi. Tónlist, stjórnmál og sam- ferðamenn eru til umfjöllunar á síðum bókarinnar og víða komið við. Þýðandi er Guðni Kolbeins- son. í forlagskynningu á bókarkápu segir: Ashkenazy þekkir lífið austan járntjalds af eigin raun og kynnt- ist glöggt völundarhúsi Sovétkerf- isins, þegar hann ákvað að flytjast til Vesturlanda með konu sinni Þórunni Jóhannsdóttur og syni þeirra Stefáni. Leynilögreglan KGB er aldrei langt undan og reynir snemma að ná tökum á listamanninum og virkja hann í sína þágu. Ashkenazy leggur spilin á borð- ið varðandi einkahagi sína og seg- ist vonast til að bókin svali for- vitni almennings í þeim efnum. En hartn vill ekki síður leggja áherslu á að vekja fólk á Vesturlöndum til umhugsunar um þau lífsgæði, sem það nýtur. Hann vill minna fólk á frelsið, sem sé mikilsverðast af öllu. Kerfið í Sovétríkjunum segir hann aftur á móti vera fjandsam- legt öllu því, sem mannlegum anda sé dýrmætast. Umskiptin voru því mikil, þegar hann sneri frá austri til vesturs og hafa síðan mótað skoðanir Ashkenazys og líf. Bókin AshkenaZy — austan tjalds og vestan skiptist í 15 kafla og er samtals 226 síður. I henni er einnig skrá yfir hljómplötur með leik Ashkenazys. Þá eru í bókinni allmargar myndir úr lífi þeirra Þórunnar og Vladimirs Ashken- azy. Setningu, prentun og bókband annaðist Prentsmiðjan Oddi hf. Móttaka í Kreml eftir að Ashkenazy sigraði í Tchaikovsky-samkeppninni 1962: Frá vinstri: Fiðluleikarinn Shakhovskaya, Suslov, hugmyndafræðingur flokksins, Vladimir Ashkenazy, Krusjoff, æðsti maður Sovétríkjanna á þess- um tíma, John Ogdon og fiðluleikarinn Gutnikov. Yfirlýsing frá formanni Lögreglufélags Reykjavíkur KINAK Bjarnason, formaður Lög- reglufélags Reykjavíkur, hefur sent Mbl. eftirfarandi yfirlýsingu til birt- ingar, vegna fréttar í DV í gær þess efnis, að „víkingasveit" lögreglunn- ar sinni ekki útköllum vegna ágrein- ings við aðstoðaryfirlögregluþjón, en í frétt DV er vitnað í Einar: „Blaða- manni þeim, sem skrifar í DV um málefni víkingasveitarinnar votta ég innilega hluttekningu. Þetta er góð- mannlegur piltur sem vill eflaust vel gera og þess vegna hryggilegt að sannleikurinn skuli ekki vera í hans vopnabúri. Eftir langt samtal okkar í gær hefur hann eftir mér eina setn- ingu og tekur þá á öllu sínu og hefur innan gæsalappa. Byrjunin var rétt, en seinnihlutinn ekki. Ég sagði ekki að lögreglumennirnir hefðu verið látnir stökkva á freðna jörð, enda mundi cngum öðrum en blaðamanni DV hafa hugkvæmst slíkt. Mér er líka kunnugt um samtal hans við víkingasveitarmenn og veit að það nýtti hann ekki, enda hefði greinin þá verið á annan veg. Honum var gert fulljóst, að vík- ingasveitin rækir allar skyldur sínar af fremsta megni, nú sem áður. Ég veit að samúðarkveðjur eru léttar í vasa en þó ítreka ég þær enda er slíkt góður siður þegar menn vita fólk í erfiðleikum. Það skal tekið fram, að þessi kveðja er með vitund og vilja manna í vík- ingasveitinni." Jón Baldvin hjá SVS og Varðbergi JON Baldvin Hannibalsson, alþing- ismaður og formaður Alþýðuflokks- ins, talar á hádcgi í dag á fundi Sam- taka um vestræna samvinnu og Varðbergs um efnið: lltanríkismál eru líka stjórnmál. Fundurinn sem er fyrir félags- menn í SVS og Varðbergi og gesti þeirra er haldinn í Átthagasal Hótel Sögu og verður húsið opnað klukkan 12 á hádegi. Aferanda/3 Allt eftir staðháttum, stundum beinn - stundum boginn - stundum hornréttur — stundum með upprétt bak - stundum brotið niður. Þú ræður hvernig þú hefur hann. Fæst bæði í leðri og með tauáklæði.^^_ Oíf Þú gengur að gæðunum vísum. Borgartún 29. Sími 20640 Cassina C JltofgiiiiMfifcife G()óan daginn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.